Morgunblaðið - 02.03.2021, Page 12

Morgunblaðið - 02.03.2021, Page 12
BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Landsframleiðsla á Íslandi dróst saman um 6,6% í fyrra, samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar, sem er minni samdráttur en greining- ardeildir bankanna spáðu. Óvissan var mikil og hafði staðan hverju sinni því áhrif á spárnar (sjá graf). Til dæmis var Seðlabankinn bjartsýnastur í ágúst – spáði þá 7% samdrætti – en þá hafði ferðaþjón- ustan tímabundið náð sér á strik. Að sama skapi var spáð hvað mest- um samdrætti á fyrri hluta ársins en þá var óvissa um framvinduna og mótvægisaðgerðir hvað mest. Meðal annars lögðu Viðskiptaráð og Samtök atvinnulífsins fram þrjár sviðsmyndir um 8%, 13% og 18% samdrátt landsframleiðslunnar og var miðspáin talin líklegust. Besta sviðsmyndin ræst Konráð S. Guðjónsson, aðstoðar- framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, sagði við Morgunblaðið 18. júlí sl. að líkur hefðu þá aukist á að samdráttur- inn yrði nær 8% en 13%. Líkur á harkalegri lendingu hefðu minnkað. Konráð sagði við Morgunblaðið í gær að miðað við útlitið í fyrrasumar sé nokkuð vel sloppið að horfa fram 6,6% samdrátt. „Það má segja að besta sviðsmyndin hafi ræst sem er afar ánægjulegt,“ segir Konráð og nefnir þrennt til skýringar. „Í fyrsta lagi hafa heimilin verið dugleg við að halda uppi verslun af meiri krafti en ég held að nokkur hafi spáð fyrir um. Þrátt fyrir ýmsar tak- markanir [á ferðalögum og samkom- um] hafa þau fundið fjármunum sín- um farveg og með því haldið hjólum atvinnulífsins gangandi. Í öðru lagi hafa aðgerðir stjórn- valda og Seðlabankans haft mikið að segja. Ríkið hefur tekið á sig talsverð- an halla og gert ýmsar ráðstafanir og svo hafa stýrivaxtalækkanir stutt eft- irspurn og ýtt undir neyslu. Í þriðja lagi hefur fjárfesting haldið betur velli en hún vegur ansi þungt í landsframleiðslunni. Eitt af því sem kom á óvart var að íbúðafjárfesting skyldi standa í stað milli ára, þótt íbúðum á fyrstu bygg- ingarstigum hafi fækkað. Líklega koma þar til vaxtalækkanir og endur- greiðslur vegna framkvæmda en hvort tveggja ýtti undir fjárfestingu. Þrátt fyrir að það hafi farið betur en á horfðist erum við í djúpri kreppu og það verður risastórt verkefni næstu mánuði að vinna bug á atvinnu- leysinu. Þessar nýju tölur gefa manni aukna von um að hagkerfið sé vel í stakk búið að takast á við það.“ Anna Hrefna Ingimundardóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Sam- taka atvinnulífsins, segir tölur Hag- stofunnar koma ánægjulega á óvart. Þá ekki síst í því ljósi að hagvaxtar- tölur ársins 2019 hafi verið endur- skoðaðar til hækkunar. Meiri einkaneysla Meginskýringarnar á að lands- framleiðslan dróst ekki meira saman séu meiri einkaneysla og fjárfesting. „Þrátt fyrir að hið opinbera hafi boðað sérstakt átak [í fjárfestingum] var það fremur atvinnuvegafjárfest- ing og fjárfesting í íbúðarhúsnæði sem kom ánægjulega á óvart. Reynd- ar var það fyrst og fremst fjárfesting í íbúðarhúsnæði sem var verið að leggja lokahönd á sem skýrði minni samdrátt í íbúðafjárfestingu en spáð var. Við höfum enn nokkrar áhyggjur af því að íbúðafjárfesting verði ekki nógu kröftug næstu misseri sem er áhugavert í ljósi þess að það hefur verið talsverður eftirspurnarþrýst- ingur. Þannig að ef við viljum forðast miklar hækkanir á íbúðarhúsnæði væri gott að sjá enn meiri íbúðafjár- festingu og þá á fyrri byggingar- stigum en ekki aðeins þegar verið er að ljúka við húsnæðið.“ Spurð hversu langvinn áhrif kór- ónukreppan muni hafa á hagkerfið segir Anna Hrefna að það séu einkum utanríkisviðskiptin, og þá fyrst og fremst ferðaþjónustan, sem hafi dregið niður landsframleiðsluna. Viðspyrnan á þessu ári velti því fyrst og fremst á því hversu hratt tak- ist að koma ferðaþjónustunni í gang. Sama gildi um að ná niður atvinnu- leysi. Varðandi áhrifin á aðrar at- vinnugreinar segir Anna Hrefna að vonandi verði þau ekki langvinn. Stjórnvöld hafi ráðist í ýmsar aðgerð- ir til að koma í veg fyrir það. „Ef við hefðum séð fleiri gjaldþrot fyrirtækja hefði það aukið líkurnar á því að áhrifin myndu vara lengur.“ Samdráttur í kreppunni reyndist minni en spáð var  Spáð var allt að 18% samdrætti landsframleiðsu  Samdrátturinn var 6,6% Spár um samdrátt landsframleiðslu árið 2020 Sviðsmyndir um áhrif kórónuveirufaraldursins Þjóðhagsspá Seðlabankans Þjóðhagsspá Landsbankans Þjóðhagsspá Íslandsbanka Hagspá Arion banka *Sviðsmyndagreining Viðskiptaráðs og Samtaka atvinnulífsins í maí 2020 – þrjár sviðsmyndir 2020: Talsvert högg Mikið högg Mjög þungt högg Heimildir: Viðskiptaráð, Peningamál, Landsbanki nn, Íslandsbanki, Arion banki maí júní ágúst september október nóvember febrúarmaí Spár birtar á árinu 2020 2021 -8% -8,7%-9,2% -8,2% -7% -8,6% -8,5% -7,5% -8,5% -7,7% -8 % -1 3% -1 8% Greining* Konráð S. Guðjónsson Anna Hrefna Ingimundardóttir 12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. MARS 2021 Þór Steinarsson thor@mbl.is Félagsbústaðir keyptu 127 íbúðir á árinu 2020 og ætla að kaupa 125 íbúðir á þessu ári og því næsta. Alls 102 íbúðir af þeim 127 sem keyptar voru á síðasta ári voru nýjar, eða um 80%, og flestar í Árbæ eða alls 48. „Við reynum að dreifa þessu sem jafnast um borgina. En það er auð- vitað svolítið háð framboði. Við höf- um líka verið að kaupa mikið í ný- byggingum en það tekur sömuleiðis mið af því hvar byggingareitir eru,“ segir Sigrún Árnadóttir, fram- kvæmdastjóri Félagsbústaða. Keyptu í mörgum hverfum Auk íbúðanna í Árbæ var ein keypt í Breiðholti, 12 í Grafarholti, átta í Grafarvogi, 25 í Háaleitis- og Bústaðahverfi, 24 í Laugardal, ein í miðbænum og átta í Vesturbæ. Hagnaður Félagsbústaða nam samkvæmt ársreikningi 1.443 millj- ónum króna en hann var allur til kominn vegna hækkunar á virði eigna. Rekstrartekjur ársins 2020 námu 4.661 milljón. Virði fjárfesting- areigna nam 99 milljörðum og eigið fé var 48,8 milljarðar í lok árs. Vaxta- berandi skuldir námu 47,7 millj- örðum króna. Sem stendur eiga Félagsbú- staðir um 3.000 leigueiningar en markmiðið er að fjölga þeim um 250 á næstu tveimur árum. „Stefnan er að í kringum 5% af íbúðarhúsnæði í borginni sé félagslegt leiguhúsnæði og við erum nálægt því. Þegar við tölum um félagslegt leiguhúsnæði þá erum við líka að tala um íbúðir fyrir fatlaða og aldraða,“ útskýrir Sigrún. Félagsbústaðir kaupa aðallega 2-3 herbergja íbúðir en lítið framboð er af þeim að sögn Sigrúnar. Þá kemur sér vel að í úthlutunarskilmálum lóða er gert ráð fyrir því félagið eigi kauprétt á 5% af því sem byggt er. Nýta ekki alltaf kaupréttinn „Við nýtum okkur kaupréttinn í mörgum tilvikum en ekki alveg allt- af. Svo höfum við gert samninga við Bjarg, íbúðafélag ASÍ og BSRB. Við kaupum um 20% af því sem þeir byggja,“ segir Sigrún einnig. Félagsbústaðir keyptu 127 íbúðir  Átta af hverjum tíu voru nýjar í fyrra Sigrún Árnadóttir Stærðir: 18–24 Verð 10.995 Margir litir Biomecanics-skórnir auðvelda börnum að taka fyrstu skrefin. Aukinn stuðningur frá hliðunum bætir jafnvægi og eykur stöðugleika. Börnin komast auðveldar áfram og af meira öryggi þökk sé sveigjanlegum sóla og sérstyrktri tá. í fyrstu skónum frá Biomecanics SKOÐAÐU ÚRVALIÐ Á VEFSÍÐUNNI OKKAR www.skornirthinir.is ÖRUGG SKREF ÚT Í LÍFIÐ SMÁRALIND www.skornir.is 2. mars 2021 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 126.16 Sterlingspund 175.64 Kanadadalur 99.73 Dönsk króna 20.562 Norsk króna 14.699 Sænsk króna 15.079 Svissn. franki 139.17 Japanskt jen 1.1868 SDR 181.68 Evra 152.9 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 187.689 Hrávöruverð Gull 1765.1 ($/únsa) Ál 2202.5 ($/tonn) LME Hráolía 66.89 ($/fatið) Brent ● Arion banki hækkaði um 2,92% í Kauphöll Íslands í gær í 1.509 millj- óna króna við- skiptum. Þá hækk- uðu bréf Marels um 0,79% í 400 milljóna við- skiptum. 420 millj- óna króna velta var með bréf VÍS og hækkuðu þau um 0,65%. Mest lækkuðu bréf Regins um 2,5% í 6 milljóna króna viðskiptum og þá lækkuðu bréf Brims um 2,16% í 122 milljóna króna viðskiptum. Bréf Ice- landair stóðu í stað í 48 milljóna við- skiptum. Í yfirliti yfir umsvif fjárfesta í Kaup- höll í febrúarmánuði kemur fram að úr- valsvísitalan hafi hækkað um 9,7% í mánuðinum. Heildarviðskipti í mán- uðinum námu 89,2 milljörðum króna eða 4.458 milljónum á dag. Er það mesta velta á hlutabréfamarkaði frá árinu 2008. Nam aukningin frá fyrri mánuði 6,2%. Hins vegar nemur aukn- ingin frá febrúar 2020 27,9%. Heild- arfjöldi viðskipta í febrúar var 10.085 og fjölgaði um 130% frá febrúar 2020. Langflest þeirra voru með bréf Ice- landair eða 4.338 og þarnæst með bréf Arion banka eða 1.518. Hræringar á vettvangi Kauphallarinnar STUTT

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.