Morgunblaðið - 02.03.2021, Side 13
FRÉTTIR 13Erlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. MARS 2021
Smiðjuvegi 34 • gul gata Kópavogi • biljofur@biljofur.is
Viðgerðir // Bilanagreining // Varahlutir // Smurþjónusta
544 5151tímapantanir
Rótgróið fyrirtæki, starfrækt frá 1992
Sérhæfð þjónusta fyrir
Allar almennar BÍLAVIÐGERÐIR
Bíljöfur ehf er stoltur aðili að kynna
aðgerðir ríkisstjórnarinnar
ALLIR VINNA sem felur í sér
endurgreiðslu á VSK
af vinnulið einkabifreiða
Förum yfir bifreiðar fyrir aðalskoðun/endurskoðun
og förum með bifreiðina í skoðun
Þjónustuaðilar IB Selfossi
Sarkozy fékk þriggja ára dóm
Tvö ár skilorðsbundin Gert að afplána eitt ár í stofufangelsi Sarkozy
hyggst áfrýja dómnum Tveir samverkamenn hans einnig dæmdir í fangelsi
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Nicolas Sarkozy, fyrrverandi Frakk-
landsforseti, var í gær dæmdur í
þriggja ára fangelsi fyrir spillingu, en
dómstóll í París komst að þeirri nið-
urstöðu að Sarkozy hefði reynt að
hafa áhrif á störf dómara meðan hann
gegndi embætti. Tvö ár af dómnum
eru skilorðsbundin en verjandi
Sarkozys staðfesti í gær að honum
yrði áfrýjað.
Þetta er í fyrsta sinn sem fyrrver-
andi forseti Frakklands fær á sig dóm
sem felur í sér óskilorðsbundna fang-
elsisvist, en dómarinn tók sérstaklega
fram að Sarkozy yrði heimilt að af-
plána það ár refsingarinnar í stofu-
fangelsi, þar sem fylgst yrði rafrænt
með því að hann yfirgæfi ekki heimili
sitt.
Sarkozy var sakaður um að hafa
boðið öðrum dómara, Gilbert Azibert,
háttsett starf í Mónakó í skiptum fyr-
ir upplýsingar um rannsókn á fjár-
málum kosningabaráttu Sarkozys, en
þar var honum gefið að sök að hafa
þegið ólögleg fjárframlög til forseta-
framboðs síns árið 2007 frá Liliane
Bettencourt, eiganda L’Oreal--
snyrtivörurisans.
Azibert og Thierry Herzog, fyrr-
verandi lögmaður Sarkozys, fengu
einnig fangelsisdóma fyrir aðild sína
að málinu. Talið er að þeir muni einn-
ig áfrýja. Saksóknarar kröfðust þess
að Sarkozy og hinir sakborningarnir
fengju allir fjögurra ára dóm og af-
plánuðu minnst tvö af þeim.
Hleruðu síma forsetans
Málarekstur ríkisins gegn Sarkozy
byggðist meðal annars á hlerunum á
samtölum hans við lögmann sinn
Herzog, en saksóknarar héldu því
fram að þeir hefðu nýtt sér „leyni-
legar símalínur“ til þess að koma í veg
fyrir að aðrir yrðu þess áskynja hvað
þeim fór á milli.
Töldu saksóknarar sig hafa sannað,
svo hafið væri yfir allan vafa, að Azi-
bert hefði afhent Herzog rannsókn-
argögn um Bettencourt-málið, en
Sarkozy var á endanum hreinsaður af
öllum ásökunum í tengslum við það.
Þótti einnig fullsannað með aðstoð
símhlerananna að Sarkozy hefði boð-
ið Azibert starf í Mónakó. Verjendur
sögðu hins vegar að samtölin sem tek-
in voru upp væru ekkert annað en
spjall milli vina, og bentu auk þess á
það að Azibert hefði ekki fengið um-
rædda stöðu, og því gæti ekki verið
um spillingu að ræða. Þeirri kenningu
var hins vegar hafnað af dómara
málsins.
Þá bíða Sarkozys önnur réttarhöld
vegna ásakana um að hann hafi eytt
of miklu í forsetaframboð sitt þegar
hann sóttist eftir endurkjöri árið
2012. Þau réttarhöld hefjast 17. mars
næstkomandi og eiga að standa í tvær
vikur.
Sarkozy er enn vinsæll meðal
franskra hægrimanna, og hafði hann
m.a. verið nefndur sem mögulegur
forsetaframbjóðandi þeirra á næsta
ári. Dómurinn í gær þykir hins vegar
hafa slökkt í öllum slíkum vonum.
AFP
Dómur Sarkozy yfirgefur dómsal-
inn eftir niðurstöðuna í gær.
Finnsk stjórnvöld lýstu í gær yfir
neyðarástandi til þess að reyna að
stemma stigu við auknum fjölda
kórónuveirutilfella í landinu.
Hyggst ríkisstjórnin jafnframt
herða á sóttvarnaaðgerðum sínum,
en Sanna Marin, forsætisráðherra
landsins, varaði við því fyrir helgi
að veitingahúsum í sumum hlutum
landsins yrði gert að bjóða við-
skiptavinum sínum eingöngu upp á
að taka mat með heim frá og með
8. mars.
Finnsk stjórnvöld ákváðu í lok
febrúar að takmarka samkomur
fólks í vissum borgum við sex
manns, en líkamsræktarstöðvar,
sundlaugar og söfn eru lokuð. Í
neyðarlögum ríkisstjórnarinnar er
einnig að finna heimild til þess að
takmarka ferðafrelsi Finna, en
gripið var til þess í mars síðast-
liðnum að loka á milli ferða til og
frá höfuðborgarinnar Helsinki.
Sagði Sanna Marin hins vegar að
ekki stæði til að grípa til slíkra ör-
þrifaráða að svo komnu máli. Það
yrði þó gert ef nauðsyn krefði.
Rúmlega 58.000 tilfelli hafa
greinst í Finnlandi á því rúma ári
sem liðið er frá upphafi faraldurs-
ins, og 750 manns hafa dáið af
völdum kórónuveirunnar í land-
inu. Nýjum tilfellum hefur hins
vegar fjölgað hratt í febrúar og
hafa rúmlega 500 tilfelli bæst við
að meðaltali á dag síðustu sjö
daga.
Leggja til „grænt vegabréf“
Ursula von der Leyen, forseti
framkvæmdastjórnar Evrópusam-
bandsins, greindi frá því í gær að
framkvæmdastjórnin ætlaði að
leggja fram drög að reglum um
svokallað „stafrænt grænt vega-
bréf“ eða bóluefnapassa, sem
myndi staðfesta að handhafi hans
hefði verið bólusettur gegn kór-
ónuveirunni, og jafnframt einnig
sýna niðurstöður skimunar gegn
kórónuveirunni.
Sagði von der Leyen að tilgang-
ur passans væri sá að gera fólki
kleift að ferðast óhikað á milli að-
ildarríkja ESB og jafnvel til ríkja
utan sambandsins.
Stefnt er að því að gagnagrunn-
ur sá sem passinn veltur á verði
tilbúinn innan þriggja mánaða, en
von der Leyen sagði í síðustu viku
að huga yrði vandlega að öllum
persónuverndarsjónarmiðum.
Neyðarástand í Finnlandi
Framkvæmdastjórn ESB hyggst leggja til bóluefnapassa
Herforingja-
stjórnin í Búrma,
sem einnig er
þekkt sem Mjan-
mar, ákærði í
gær Aung San
Suu Kyi, leiðtoga
réttkjörinna
stjórnvalda í
landinu, fyrir tvö
brot, en áður
hafði Suu Kyi
verið ákærð fyrir brot á innflutn-
ingslögum og brot á sóttvarnalög-
um. Nú bættust við ákærur fyrir að
hafa hvatt til mótmæla.
Mánuður var liðinn í gær frá því
að herinn í Búrma rændi völdum og
setti Suu Kyi og Win Myint, forseta
landsins, í stofufangelsi. Alda mót-
mæla hefur farið stigvaxandi síðan
þá, en lögreglan skaut 18 mótmæl-
endur hið minnsta til bana á sunnu-
daginn. Þá voru um 1.300 manns
handteknir fyrir þátt sinn í mótmæl-
unum.
Antony Blinken, utanrík-
isráðherra Bandaríkjanna, og Dom-
inic Raab, utanríkisráðherra Bret-
lands, fordæmdu báðir í gær ofbeldi
herforingjastjórnarinnar. Hét Blin-
ken því að þeir sem bæru ábyrgð á
því yrðu dregnir til ábyrgðar.
Ákæra Suu
Kyi fyrir
fleiri brot
Aung San
Suu Kyi
Blóðbaði í Búrma
mótmælt harðlega
Filippus prins,
hertogi af Edin-
borg og eigin-
maður Elísabetar
2. Bretadrottn-
ingar, var í gær
fluttur á St. Bart-
holomew’s-
sjúkrahúsið í
Lundúnum, en
hann hefur dval-
ist undanfarnar
tvær vikur á sjúkrahúsi sem kennt
er við Játvarð 7., langafa drottning-
arinnar, vegna sýkingar, sem teng-
ist ekki kórónuveirufaraldrinum.
Filippus var fluttur, þar sem
læknar töldu brýnt að fylgjast betur
með hjartavandamálum sem hertog-
inn glímdi við áður en sýkingin kom
upp, en St. Bartholomew’s-
sjúkrahúsið er með eina af fremstu
hjartadeildum Evrópu. Er gert ráð
fyrir að hertoginn, sem er 99 ára
gamall, verði áfram undir læknis-
hendi til loka þessarar viku hið
minnsta.
Filippus fluttur á
annað sjúkrahús
BRETLAND
Filippus, hertogi
af Edinborg.
Nikol Pashinyan, forsætisráðherra Armeníu, til-
kynnti í gær á fjölmennum útifundi með stuðn-
ingsmönnum sínum að hann væri reiðubúinn að
boða til kosninga vegna ástandsins sem komið er
upp í stjórnmálalífi landsins.
Forseti Armeníu neitaði Pashinyan fyrir helgi
um heimild til að reka yfirmann herafla landsins,
en Pashinyan hafði sakað herinn um að hafa ætl-
að að reyna valdarán. Rúmlega 20.000 stuðn-
ingsmenn forsætisráðherrans streymdu á götur
Jerevan í gær, en hann hefur sætt mikilli gagn-
rýni fyrir „uppgjöf“ sína í átökum síðasta árs við
Aserbaísjan um Nagornó-Karabak-hérað. Nokk-
ur þúsund manns mótmæltu á sama tíma við
þinghús landsins, og kröfðust afsagnar hans.
Mikil ólga og fjölmennir útifundir í Armeníu
AFP