Morgunblaðið - 02.03.2021, Síða 14

Morgunblaðið - 02.03.2021, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. MARS 2021 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Það vaktióneit-anlega at- hygli þegar Macron forseti Frakklands, að því er virtist illa haldinn í fýlu- kasti út í afrek Breta í bólusetningum, fullyrti að ekki mætti bólusetja fólk sem væri orðið eldra en 65 ára með Astra- Zeneca-bóluefni vegna skorts á viðbótartilraunum á fólki á því aldursbili! Ekki var gerð nokkur grein fyrir því hvað gerði þennan aldurshóp svo frá- brugðinn öllum öðrum. Enda virtist blasa við að ekki væri snefill af fræði- legum forsendum fyrir fullyrðingunum. En íslensk yfirvöld ákváðu þó af óskiljan- legum ástæðum að taka þátt í vitleysunni til að sanna enn og aftur að á þeim bæ væru menn lengra komnir inn í ESB en innanbúðarmenn sem fastir eru þar. Vakti óneitanlega undr- un þegar sóttvarna- læknirinn hér lét sig hafa að taka þátt í þessum undarlega leik. Bretar gerðu ekkert með þetta og höfðu fremur gaman af en hitt. En Þjóð- verjum var augljóslega ekki skemmt. Þessi ákvörðun varð til þess að þeir yrðu að sitja uppi með milljón skammta ónotaða fyrir rétttrúnaðinn einan, sem bættist við vandræða- gang þeirra í bólusetning- armálum vegna klaufa- bárðanna í Brussel. Nú hefur Angela Merkel kanslari fengið áskorun frá virðulegum þýskum ónæmisfræðingi, Carsten Watzl, prófessor og að- alritara í félagi ónæm- isfræðimanna, um að hún skipaði sér þegar í stað fremst í röð þeirra sem létu bólusetja sig með efn- inu í beinni sjónvarps- útsendingu til að slá á dell- una. En um leið og ósjálf- stæðu ríkin í ESB velta sér upp úr heimatilbúnum vandræðum sínum í bólu- efnum tilkynnti heilbrigð- isráðherra Breta að algjört hrun hefði orðið á innlögnum hjá 80 ára og eldri eftir að þeir fengu fyrrnefndan bólu- efnaskammt. Að sögn ráð- herrans hafði bólusetning með honum haft betri ár- angur, ef eitthvað væri, til að draga úr áhrifum smits en til að mynda bólusetn- ing með Pfizer-bóluefninu. En nú er svo komið að einungis einn skammtur af bóluefninu veitir mun betri vörn en áður hafði verið gengið út frá. Bólusetning eldra fólks í aðeins eitt skipti hefði nær alfarið slegið á innlagnir á sjúkra- hús. Sagði Matt Hancock heilbrigðisráðherra þetta vera „stórbrotnar og einkar góðar fréttir“. Bretar hafa þegar náð að bólusetja yfir 20 milljónir manna hjá sér. Það voru einkar dapur- legar fréttir sem „RÚV“ sagði í kvöldfréttum sínum í gær, um að samningslof- orð Íslands um bólulyf frá framleiðandanum Janssen hefðu algjörlega brugðist en þar lægi stærsta pöntun Íslands, eða um 235.000 skammtar efnisins. Væri alls óvíst um hvenær af af- hendingu gæti orðið. En fréttinni fylgdu svo æði óljósar fréttir um að hugsanlega myndu aðrir hraða sinni framleiðslu í staðinn (!) og gætu þá mál Íslands lagast á ný. Það er algjörlega óboðlegt að fjalla um þetta mikla hags- munamál með þeim hætti að við öllum blasi að mest þyki liggja við að breiða yf- ir yfirgengilegan klaufa- gang íslenskra yfirvalda. Hann er auðvitað bæði furðulegur og yfirgengi- legur en er samt aukaatriði hjá því sem mestu máli skiptir og hjá hinu sem sjálfsagt er, að gefa réttar og ljósar upplýsingar um þróun mála. Ríkisútvarpið á að hætta að feta í fótspor Tass heitinnar og annarra slíkra sem enn tóra. „RÚV“ verður að herða sig upp og hætta að taka afglöp sinna manna svona áberandi inn á sig} Vondum fréttum drekkt með innantómu tuði Þ ú ert barn og því númer 300, nei 500, nei 1.200, á biðlista eftir heilbrigðis- þjónustu. Hversu mörg börn með t.d. geðheilbrigðis- og eða önnur lífsnauðsynleg vandamál eru á bið- lista eftir úrræðum í dag? Fyrir áramót biðu 1.193 börn um allt land eftir greiningu eða með- ferð við geðrænum eða sálrænum vanda. Við lát- um börn með geðræn vandamál bíða, ekki bara mánuðum saman heldur árum saman. Eins og við vitum eru geðraskanir ein helsta orsök ör- orku og því fer ekki á milli mála að hana ber að meðhöndla strax hjá börnum og unglingum. Ef veikum börnum og unglingum fjölgar jafnt og þétt á biðlistum og ekkert er gert, verður það dýrkeypt til framtíðar fyrir börnin og ung- lingana, fjölskylduna og samfélagið allt. Þá er nánast enginn stuðningur eða úrræði í boði fyrir þann hóp barna sem elst upp hjá foreldrum með geðrænan vanda vegna vímuefna- eða áfengisvanda og verður fyrir andlegu og líkamlegu ofbeldi. Það hefur komið í ljós að andlegt og líkamlegt ofbeldi gegn börnum hefur aukist í Covid-19-faraldrinum, sem ger- ir góða og skjóta heilbrigðisþjónustu fyrir börn lífs- nauðsynlega. Við gerum okkur enga grein fyrir hvernig ástandið er í þjóðfélaginu í dag og hefur verið. Ástandið í málefnum barna var ekkert sérstaklega gott fyrir Covid-19 og við vitum að það hefur versnað í veirufaraldrinum. Við sjáum það á tíðni heimilisofbeldis og biðlistunum eftir þjón- ustu fyrir börn með vanda sem þarf að meðhöndla strax. Það á ekki að eiga sér stað í okkar þjóðfélagi að við segjum barni að bíða eftir þjónustu og hvað þá eftir lífsnauðsynlegri þjónustu. Börn eiga ekki að fara á biðlista. Við eigum að vera það gott samfélag að við grípum börnin strax og sjáum til þess að þau þurfi ekki að bíða mán- uðum eða allt að þremur árum eftir þjónustu í heilbrigðiskerfinu. Þess vegna er það alveg óskiljanlegt fyrirbrigði að við skulum vera með tvöfalda biðlista hjá börnum eftir greiningu. Nýleg könnun sýndi fram á hvernig ástandið er t.d. hjá þeim einstaklingum sem eru í af- brotum og fóru í fangelsi. Stór hluti þeirra flosn- aði upp úr barna- og unglingaskólum, er með ADHD, skrifblindu og einnig lesblindu og hafa lent í skelfilegum málum eins og einelti. Við sjáum afleiðingarnar og líka hversu mikilvægt er að grípa strax inn í. Flokkur fólksins segir börnin fyrst og síðan kemur allt hitt. Við eigum aldrei að setja börn á bið og það getur aldrei talist eðlilegt að tala um kostnað þegar við erum að tala um velferð barna. Þar á kostnaðurinn ekki að skipta höfuð máli, heldur velferð barnsins. Dagarnir, vikurnar, mánuðirnir og árin líða og skaðinn af biðinni kemur í ljós og skaðinn er eitt það versta við biðlista. Hve lengi er þá lífið að líða þegar þú þarft að sitja og bíða og bíða og bíða? Guðmundur Ingi Krist- insson Pistill Börn eiga aldrei að fara á biðlista eftir heilbrigðisþjónustu Þingflokksformaður Flokk fólksins. gudmundurk@althingi.is STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Guðni Einarsson gudni@mbl.is Reykjanesskaginn er þekktjarðskjálftasvæði. Þarhafa stórir jarðskjálftarátt upptök, meðal annars í Brennisteinsfjöllum. Spurningin nú er hvort þar verði stórir jarðskjálftar í framhaldi af atburðarásinni vestar á Reykjanesskaga. Stóri jarðskjálftinn 1929 Tíðir jarðskjálftar fundust á Reykjanesi á árunum 1925-1928. Meðal annars skemmdist Reykja- nesviti í jarðskjálfta 25. október 1926 og slokknaði á vitanum og sprungur komu í vitahúsið. Sprungur mynd- uðust í jörð og breytingar urðu á hverum. Stærsti jarðskjálfti sem vitað er að orðið hafi á Reykjanesskaga varð svo 23. júlí 1929. Hann var 6,3 stig og fannst víða um land. Upptök hans voru nálægt Brennisteinsfjöllum, lík- lega á svokölluðu Hvalhnúks- misgengi. Þessi skjálfti olli miklu tjóni í Reykjavík og víðar eins og greint var frá í Morgunblaðinu dag- inn eftir. „Stundarfjórðungi fyrir klukkan 6 í gær, kom hjer í Reykja- vík svo harður jarðskjálftakippur, að menn muna hjer ekki annan eins. Hús hristust svo að brakaði í þeim og fjölda fólks var nóg boðið svo það þusti út á göturnar, sumpart til að bjarga sjer, ef húsin skyldu hrynja, sumpart til þess að verða sjón- arvottar að atburðum þeim, er fyrir kæmi í grendinni. Talið er að kipp- urinn hafi staðið 35-40 sekúndur. Er það langur jarðskjálftakippur.“ Miklar skemmdir urðu á húsum. Mestar skemmdir virtust hafa orðið á þeim sem hlaðin voru úr grásteini eins og Alþingishúsinu og Land- símastöðinni. Sprungur sáust í flest- um herbergjum þinghússins „og hrundi nokkuð niður af loftlistum - einkum í Neðrideild“. Brestur kom í konungsmerkið yfir innganginum og datt moli úr því á gangstéttina. Í Landsímahúsinu sprungu veggir og reykháfur hrundi líkt og á fleiri húsum í bænum. Blaðið hafði ekki tölu á þeim reykháfum sem hrundu. Sprungur komu í veggi nokkurra steinsteyptra húsa. Munir duttu úr hillum og vörur sem var stillt upp í búðargluggum hrundu í hrúgur. Rúður í nokkrum búð- argluggum sprungu. Mesta tjónið varð í glervörubúðum en þar brotn- aði all mikið af vörum. Hús sveifluðust til með braki og brestum eins og væri ofsarok en veð- ur var hið besta, blæjalogn og sól- skin. Allmikil bára kom á Tjörnina og gaus upp úr henni óþefur. Götur og gangstéttir gengu til. Sprungur komu í hafnargarðinn og hafn- arbakkann í Reykjavík. Jarðskjálftinn fannst austur að Skeiðarársandi, vestur á Snæfellsnes og norður á Borðeyri, að því er Morgunblaðið hafði frétt. Ekki frétt- ist af neinum slysum á fólki. Annar kippur, miklu vægari, kom klukkan rúmlega sjö og sá þriðji sem var þeirra vægastur kom klukkan átta um kvöldið. Minni háttar tjón í skjálftanum 1968 Jarðskjálfti að stærð 6,0 varð svo 5. desember 1968. Upptök hans voru lík- lega á svipuðum slóðum og stóri jarðskjálftinn varð 1929. Skjálfti þessi fannst víða um land. Hann olli minni háttar tjóni í Reykjavík og gamlar sprungur opnuðust í húsum í Hafnarfirði. Sterkir skjálftar í Brennisteinsfjöllum Dr. Páll Einarsson, jarðeðl- isfræðingur og prófessor em- eritus við jarðvísindadeild Há- skóla Íslands, tók saman yfirlit um jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga. Það er að finna á heimasíðu Jarðvís- indastofnunar HÍ (https:// jardvis.hi.is/sogulegt_yf- irlit_um_jardskjalfta- virkni_reykjanesskaga). Páll studdist m.a. við nýlega grein Sveinbjörns Björnssonar og fleiri höfunda um jarð- skjálftavirkni á Reykjanes- skaga. Þar eru taldir upp at- burðir sem urðu á árabilinu 1151-2013. Jarðskjálftavirknin und- anfarið hefur verið frá Reykjanestá og að Kleif- arvatni. Þar fyrir austan eru Brennisteinsfjöll en þar urðu sterkir jarð- skjálftar árin 1929 og 1968. Þekkt jarð- skjálftasvæði REYKJANESSKAGI Páll Einarsson Morgunblaðið/Kristinn Jarðskjálftamælir Mælar voru í Stýrimannaskólanum 1929 en þeir virk- uðu ekki. Fyrst var því ekki vitað hvar upptök stóra skjálftans voru.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.