Morgunblaðið - 02.03.2021, Qupperneq 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. MARS 2021
✝ Magnús Finn-ur Hafberg
fæddist á Lauga-
veginum í Reykja-
vík 22. júní 1923.
Hann lést á hjúkr-
unar- og dval-
arheimilinu Höfða
á Akranesi 13.
febrúar 2021. For-
eldrar hans voru
hjónin Engilbert
Hafberg, fæddur
að Hliði á Álftanesi 9. sept-
ember 1890, d. 1. nóvember
1949 og Olga Magnúsdóttir
Hafberg frá Stykkishólmi, f.
17. desember 1896, d. 18. sept-
ember 1930. Alsystkini Magn-
úsar voru: Gunnar, f. 1925, d.
1943. Einar Jens, f. 1927, d.
2003. Hulda Guðrún, f. 1928,
d. 1988 og Olga, f. 1930, d.
2020. Seinni kona Engilberts
var Rannveig Guðmundsdóttir
Hafberg, f. 1907, d. 2003,
þeirra börn: Helga, f. 1939, d.
2014, Eysteinn, f. 1940 og
Ingibjörg Ólína, f. 1947. Einn-
ig átti Engilbert synina Þór-
hennar er Helgi Ómar Þor-
steinsson, f. 25. ágúst 1955,
þeirra synir eru Magnús Þórð-
ur, Fannar Freyr, Ómar Örn
og Þorsteinn, barnabörnin eru
sex. 4) Þórdís Guðný, fædd 14.
október 1966, fyrrverandi eig-
inmaður hennar er Indriði
Björn Ármannsson, f. 10. apríl
1971, börn þeirra eru Ármann
Örn og Úrsúla Eva.
Magnús ólst upp í Reykjavík
og Viðey þar sem hann fór
snemma að vinna og var hann
bústjóri hjá föður sínum þar.
Hann vann síðar lengi sem bíl-
stjóri hjá Olíuverslun Íslands.
Síðustu áratugina vann hann í
Umbúðamiðstöðinni við Héð-
insgötu. Magnús og Eva
byggðu sér hús í Sæviðarsundi
og bjuggu þar í 53 ár. Hann
var mikið náttúrubarn, rækt-
aði garðinn sinn og stundaði
hestamennsku. Einnig byggðu
þau sér sumarhús á æskuslóð-
um Evu, þar sem hann undi
sér vel, ræktaði tré og hafði
þar hesta.
Á haustdögum 2019 flutti
hann á dvalar- og hjúkr-
unarheimilið Höfða á Akra-
nesi, þar naut hann ein-
staklega góðrar umönnunar
sem hann var þakklátur fyrir.
Útförin fór fram í kyrrþey
að hans ósk.
arin, f. 1915, d.
1988 og Einar
Eggert, f. 1918, d.
1986.
Eftirlifandi
eiginkona Magn-
úsar er Eva
Þórðardóttir, f.
29. ágúst 1933,
hún fæddist í
Hvítanesi í Skil-
mannahreppi og
ólst þar upp. For-
eldrar hennar voru hjónin
Þórður Guðnason, f. 8. nóv-
ember 1897, d. 5. maí 1975 og
Þórunn Jónsdóttir, f. 10. mars
1899, d. 13. mars 1973.
Börn Magnúsar og Evu eru:
1) Margrét, f. 9. ágúst 1953,
eiginmaður hennar er Marinó
Þór Tryggvason, f. 9. sept-
ember 1953, þeirra börn eru
Þórunn, Tryggvi Þór, Ásta
María, Jón Þór, barnabörnin
eru sjö. 2) Þórður, f. 1. júní
1957, dætur hans eru Eva,
Hildur Björk og Þórgunnur,
barnabörnin eru sex. 3) Olga,
f. 8. janúar 1959, eiginmaður
Hræddist ég, fákur, bleika brá,
er beizlislaus forðum gekkstu hjá.
Hljóður spurði ég hófspor þín:
Hvenær skyldi hann vitja mín?
Föður og móður barstu braut,
bróður minn, vin og förunaut,
upp yfir Brún og í þá sveit
sem enginn í þessum sóknum leit.
Gáta þín óræð elti mig,
eins þótt ég hefði sætzt við þig
og vellirnir, kjörrin, vötnin ströng
veitt mér í þrautum ilm og söng.
Ófst þá í hug mér hvert eitt blóm
og hver einn smáfugl með tæran
óm,
hjarta míns titran, hröð og gljúp,
við himinstjarnanna regindjúp.
Af flestu því hef ég fátt eitt gert
sem fólki hér þykir mest um vert,
en ef til vill sáð í einhvern barm
orði sem mildar kvöl og harm.
Loks þegar hlíð fær hrím á kinn
hneggjar þú á mig, fákur minn.
Stíg ég á bak og brott ég held,
beint inn í sólarlagsins eld.
(Ólafur Jóhann Sigurðsson)
Að leiðarlokum streyma minn-
ingarnar fram. Það voru forrétt-
indi að fá að eiga þig sem pabba í
67 ár. Þú hvattir okkur alltaf
áfram og innprentaðir okkur
skyldurækni, stundvísi, heiðar-
leika og jákvæðni.
Með fyrstu minningum er að
þú ert að kenna mér umferðar-
reglurnar og segja mér sveita-
barninu af hættum borgarlífsins.
Þú hafðir mikinn áhuga á búskap
enda stóðstu ungur fyrir búi fjöl-
skyldunnar í Viðey.
Ég þurfti alveg fram á síðasta
dag að segja þér hvað væri fyrir
stafni á búgarðinum og á sumrin
hvað væri búið að rúlla í dag og
hvað væru komnar margar rúllur
í allt, því að vera ekki með nóg
hey fyrir skepnurnar hefði hann
ekki liðið.
Hann pabbi gat allt, það var
sama hvort það var að byggja
hús, rækta blóm eða aðlaga afa-
börnin í leikskóla, þetta lá allt vel
fyrir honum. Hann vildi ekkert
væl, vinna göfgar manninn sagði
hann enda hafði hann sýnt það í
verki. Það var mikill missir fyrir
þennan atorkumann að tapa
sjóninni fyrir um 15 árum, það
var svo ótrúlegt æðruleysi sem
hann sýndi og reyndi þá bara að
fylgjast með því sem var að ger-
ast og reyndi að stjórna okkur.
Því nú hafði hann nógan tíma til
að hugsa. Hann var alla tíð
heilsuhraustur og sem betur fer
fékk hann að halda henni þar til
síðustu þrjá dagana, það ber að
þakka forsjóninni, því að liggja
ósjálfbjarga í rúminu hefði ég
ekki getað hugsað mér hann.
Guð geymi þig, elsku pabbi.
Þín dóttir,
Margrét.
Í dag kveð ég elskulegan föður
minn, Magnús Finn Hafberg.
Pabbi var á 98. aldursári. Bar-
næska hans var erfið, missti
móður sína Olgu úr barnsfara-
sótt þegar hann var 7 ára, elstur
af fimm systkinum. Þetta mark-
aði allt hans líf, hann bar mikla
ábyrgð á systkinum sínum. Þessi
lífsreynsla var með okkur alla tíð
og upplifðum við fjölskyldan sorg
og missi með pabba.
Pabbi elskaði náttúruna,
blómin, trén, hestana sína. Hann
var alltaf að rækta, líka hesta.
Samt voru börnin sem elskan var
mest að. Það sóttu öll börn í hann
og hann sætti sig ekki við ef það
voru börn sem hann gat ekki
hænt að sér. Ég var lengi litla
stelpan hans, alnafna móður
hans, Gullnastokkurinn, eins og
hann kallaði mig.
Pabbi var ekki mikið fyrir að
eyða í óþarfa svo sem dýra bíla,
átti alltaf rússneska bíla. En
hann byggði raðhús fyrir fjöl-
skylduna í Sæviðarsundi og hef-
ur það verið mikið átak fyrir
verkamanninn og einu fyrirvinn-
una framan af. Þetta hús var
hans stolt og yndi og var hann
mjög óásáttur að flytja úr húsinu
sínu 96 ára. Húsið var enn nýtt í
hans augum þó hann hefði búið
þar í 53 ár, enda annað eins hús
aldrei verið byggt.
Þegar um fór að hægjast og
börnin að vaxa úr grasi keypti
hann sér hesthús í Víðidalnum og
var hann með hesta þar í nokkur
ár og hafði mikla ánægju af, síð-
an seldi hann hesthúsið og
byggði sumarbústað í Vallarnesi
á æskuslóðum mömmu. Bjugg-
um við þá tvær systurnar á jörð-
um hvor sínum megin við Valla-
nes og nutu barnabörnin þess að
hafa ömmu og afa svo nálægt.
Pabbi naut þess að vera á Hamri
en sjónina fór hann að missa um
áttrætt og var hún nánast farin
nú í lokin. Það var mikið frá
þessum athafnasama manni tek-
ið að missa sjónina. Hann lifði í
minnst 15 ár við mikla sjónskerð-
ingu. En það stoppaði hann ekki,
hann hélt áfram að sá blómum,
gróðursetja tré og basla.
Mamma varð augun fyrir hann,
las Moggann svo hann gæti
fylgst með áfram, hann hlustaði
á allar fréttir fram í andlátið.
Ég held að þarna hafi pabbi
átt sín bestu ár, að byggja og
rækta. Og hjálpa til með barna-
börnin sem hann dáði. Í dag er
þarna unaðsreitur, sonurinn bú-
inn að byggja hús á staðnum og
litla systir sér um bústaðinn hon-
um til mikillar gleði að þetta
grotni ekki niður. Pabbi fylgdist
með sínu fólki alla tíð og stjórn-
aði á bak við tjöldin. Strákarnir
mínir fjórir eiga miklar og góðar
minningar um afa sinn. Hann
fylgdist með öllu sem þeir gerðu,
í námi, vinnu og íþróttum og
hafði skoðanir á öllu og vissi oft
mikið betur en þeir hvernig hlut-
irnir ættu að vera. Og langafa-
börnin elskuðu öll þennan gamla
afa, eitt sinn var ég spurð:
Amma, af hverju er hann afi
Magnús svona rosalega gamall?
Elsku pabbi, tíminn er kom-
inn, við geymum minningu um
góðan pabba, tengdapabba, afa
og langafa. Við munum hlúa að
mömmu. Þú hlakkaðir til að kom-
ast í sumarlandið, þar er nóg að
gera, og hitta mömmu.
Pabbi naut einstakrar umönn-
unar á Hjúkrunarheimilinu
Höfða á Akranesi síðast eitt og
hálft árið og á starfsfólkið miklar
þakkir skilið frá okkur.
Olga og fjölskylda.
Vorið er á næsta leiti og það
var tíminn hans pabba, sumar-
blómaræktunin í fullum gangi og
tilhlökkun eftir sumrinu þegar
oftar en ekki var von á folaldi.
Það var pabba erfitt að missa
sjónina og geta ekki notið áhuga-
málanna á sama hátt og áður en
hugurinn og áhuginn var alltaf til
staðar og allt fram á síðasta dag.
Pabbi hugsaði um sína og þurfti
alltaf að vita hvað allir voru að
sýsla og kom með ráðleggingar
um það sem honum fannst skipta
máli. Ég naut þeirra forréttinda
að vera „litla barnið“ og sam-
skipti okkar báru þess merki alla
tíð. Skemmtilegar minningar úr
barnæsku eru margar og þótti
mér ekki leiðinlegt að fá að skot-
tast með pabba í olíubílnum til
Hafnarfjarðar eða kannski upp
að Geithálsi. Margar voru ferð-
irnar í Hveragerði þar sem pabbi
spáði og spekúleraði í blómum og
trjám til að setja í garðinn sinn.
Pabbi stundaði hestamennsku og
hafði mikinn áhuga á ræktun
hrossa, hann átti lengi hesthús í
Víðidal þar sem hann naut sín og
var vinmargur í samfélaginu þar.
Þegar barnabörnin fóru að fæð-
ast fylltist pabbi stolti og auðvit-
að líktust þau honum öll. Pabbi
passaði alltaf upp á að nokkrir
ópalpakkar væru í hanskahólfinu
á Lödunni til að færa þeim þegar
hann fór í heimsókn. Seinna þeg-
ar yngri barnabörnin og síðar
barnabarnabörnin komu í heim-
sókn til þeirra mömmu í Sæó
þurfti alltaf að vera til ís handa
þeim.
Pabbi kenndi mér margt sem
ég hef tileinkað mér. Pabbi var
ábyrgur, ákveðinn, stundvís,
heiðarlegur, skynsamur, úrræða-
góður, sparsamur, barngóður,
æðrulaus, traustur og tryggur.
Hann var líka þúsundþjalasmið-
ur, vel lesinn, fróður og forvitinn.
Ég og ungarnir mínir, Manni
og Úlla, erum þakklát fyrir allt
sem hann gerði fyrir okkur.
Blessuð sé minning þín, elsku
pabbi og afi.
Telpan þín,
Þórdís Guðný Magnúsdóttir.
Elsku afi, takk fyrir alla góðu
tímana sem þú gafst okkur. Það
er margs að minnast og þakka
fyrir. Takk fyrir Hrímkollu,
merina sem þú gafst mér þegar
ég flutti á Hvítanes með mömmu
og pabba. Takk fyrir að kenna
mér á hesta og styðja mig í þeirri
frumstæðu hestamennsku sem
ég stundaði ein á Hvítanesi þeg-
ar þín naut ekki við. Það var allt-
af miklu meira gaman á sumrin
því þá varst þú með bleiku hest-
ana þína í Vallarnesinu og þá
gátum við riðið út saman og þú
sagt mér til.
Þú varst oft uppi á Hvítanesi
þegar ég var yngri og mér er það
minnisstætt hversu stórstígur þú
varst og hvað mér þótti oft erfitt
að fylgja þér. Eitt sinn fór ég líka
að hágráta því allt í einu varstu
farinn án þess að kveðja mig,
þetta sárnaði mér ógurlega.
Þarna erum við samt töluvert lík,
ég arka áfram og er svo bara allt
í einu farin, langt á undan öllum
öðrum.
Ég er ykkur ömmu mjög
þakklát fyrir að hafa leyft mér að
búa hjá ykkur í Sæó meðan á há-
skólanámi mínu stóð. Þú sagðir
nú ekki margt við þessa ungu
sveitakonu sem var að búa í
fyrsta sinn í höfuðborginni en
furðaðir þig endrum og eins á því
hversu mikið var hægt að vera í
útlöndum og úti á lífinu um helg-
ar ásamt því að stunda námið.
Það kom svo sem í ljós að það fór
ekkert alltaf vel saman.
Það voru svo einstök forrétt-
indi og er ég afar þakklát fyrir að
Jón Þór okkar skyldi fá að njóta
sín hjá ykkur í nokkra mánuði
áður en hann fékk pössun hjá
dagmömmu. Hann var algjör
handfylli en ykkur fórst vel að
tjónka við hann á ykkar einstaka
máta og hændist hann verulega
að ykkur ömmu, líkt og Margrét
og Sóley gerðu. Afi var alla tíð al-
gjör barnagæla og hafði mest
gaman af þeim mjög ungum og
svo þegar þau eltust og máttu fá
ís þá passaði hann upp á það að
amma gæfi þeim sem komu í
heimsókn alltaf ís, það mátti ekki
klikka.
Afi þoldi enga meðalmennsku
og vildi að allir legðu sig 100%
fram hverju sinni. Hann var afar
stoltur af fólkinu sínu og var allt-
af með það á hreinu hvar hver og
einn væri staddur og hvað við
værum öll að gera. Það mátti líka
alveg treysta því að afi segði
manni það sem honum fannst ef
hann var spurður og þá dró hann
ekkert endilega undan. Hann
hafði líka húmorinn í lagi alveg
fram á síðasta dag.
Afi talaði alla tíð af miklu stolti
um Sæviðarsundið, raðhúsið sem
hann byggði fyrir fjölskyldu sína
ekki af miklum efnum. Það var
því ekki auðhlaupið að því að fá
afa til að flytja sig yfir á Hjúkr-
unarheimilið Höfða á Akranesi
en mikil Guðs blessun var það
skref fyrir bæði ömmu og afa þó
sárt hafi verið að sjá á eftir
Sæóinu.
Afi var afar þrautseigur, sum-
ir mundu kalla það þrjósku en á
henni fór hann í gegnum lífið
sem ekki var honum alltaf auð-
velt, sérstaklega ekki hans fyrstu
æviár. Hann missti mömmu sína
ungur ásamt fleiri áföllum sem
dundu yfir hann. Þetta styrkti
hann eflaust og mótaði. Það segir
nú margt um þrautseigjuna að
hann missti sjónina fyrir mörg-
um árum og hafði einnig afar
litla heyrn en allt fram á það síð-
asta var hann vel með á nótunum
með flesta hluti.
Elsku afi, takk fyrir allt.
Þórunn Marinósdóttir.
Elsku afi.
Ég er ótrúlega þakklát fyrir
þann tíma sem við áttum með
þér, þakklát fyrir að hafa átt
svona hraustan og góðan afa og
þakklát fyrir allt það sem þú
kenndir mér.
Ég fékk hestaáhugann alfarið
frá þér og fannst svo gaman þeg-
ar þú fórst með mig í hesthúsin.
Þegar við fórum í útreiðartúr um
Rauðhólana, ég sveif um á bleiku
skýi og það var ekki aftur snúið.
Alltaf þegar þú fórst í bílskúrinn
kom ég með til að skoða hesta-
dótið þitt í skúrnum en skúrinn
var eins og stórt listasafn í mín-
um huga. Þegar ég eignaðist mitt
fyrsta folald kom ekki annað til
greina en að þú fengir að velja
nafn á folaldið, ég gaf þér smá
umhugsunartíma og hringdi
fljótlega til baka í þig og þá
varstu búinn að ákveða nafn, Sæ-
faxi.
Þú varst alltaf til í að grípa í
spilin og það voru sko spilaðir
ófáir olsen olsen og taflleikir
þess á milli. Þegar ég hugsa til
baka er ekki annað hægt en að
brosa yfir öllum þessum góðu
minningum. Takk fyrir allt sam-
an afi minn.
Þórgunnur Þórðardóttir.
Elsku afi er farinn í sumar-
landið, 97 ára. Afi var saddur líf-
daga þegar kallið kom en það er
samt erfitt að kveðja þig. Síðustu
árin voru þér erfið, þú hafðir tap-
að sjóninni og heyrninni en hug-
urinn og húmorinn á sínum stað.
Þú varst mikill barnakall og
spáðir mikið í hvað við krakk-
arnir værum að gera hverju sinni
og fylgdist vel með allt til enda.
Ég á margar yndislegar minn-
ingar með þér og ömmu í Sæó,
t.d. fékk ég að hjálpa þér að
smíða pallinn í Sæó, bíltúrar á
Lödunni í hesthúsin að hitta alla
„skrýtnu hestakallana“.
Við spjölluðum oft um sjóinn
og þú varst stoltur af því að ég
hafi verið að vinna með pabba á
sjónum öll þessi ár. Því fann ég
vel fyrir enda vildir þú að allt þitt
fólk væri duglegt að vinna, helst
áttum við að vinna mikið. Þú
skildir ekkert í fólki að taka sér
frí, það var eitthvað sem þú gerð-
ir helst ekki enda sást það vel að
þegar þú varst að vinna í Um-
búðamiðstöðinni þá smíðaðir þú
sumarbústað fyrir utan vinnuna
og notaðir allar lausar stundir í
það, t.d. matartímann þinn. Þetta
lýsir þér mjög vel elsku afi, þú
varst svo duglegur.
Það er ekki auðvelt að kveðja
þig enda varst þú stór partur af
lífi okkar en ég veit að þú ert á
góðum stað og mun líða vel og ég
lofa að við pössum ömmu fyrir
þig.
Góða ferð í sumarlandið elsku
afi minn.
Eva Þórðardóttir yngri.
Elsku afi.
Mig langaði að skrifa þér
nokkur orð í kveðju- og þakklæt-
isskyni. Með þér á ég ótalmargar
frábærar minningar sem spanna
allt frá því þegar þú komst við á
Hvítanesi í gamla daga til þeirra
ára þegar ég bjó hjá þér og
ömmu í Sæviðarsundinu og síðar
þegar ég var að koma í heimsókn
með Svandísi Ylfu og Marinó
Kára til ykkar í Sæó.
Þegar ég hugsa til baka voru
þau ár sem ég bjó hjá þér og
ömmu í Sæó mér algerlega ómet-
anleg. Þú hafðir þann eiginleika
að sýna því sem maður var að
gera hverju sinni mikinn áhuga,
vissir alltaf í hvaða próf maður
var að fara og varst meðvitaður
um þegar maður var að fara á
skólaböllin. Þá sagðir þú mér
gjarnan að muna eftir lyklinum
úti í gróðurhúsi ef ég myndi týna
mínum, sem átti það til að gerast.
Eftir að ég fékk bílpróf fórum
við oft á rúntinn upp í hesthús,
hlustuðum gjarnan á fréttir og
ræddum það sem var fréttnæmt.
Þú hafir skoðanir á mörgu og
varst alltaf ótrúlega vel að þér í
allri þjóðfélagsumræðu sem
gerði það að verkum að ég hafði
ákaflega gaman af rökræðum við
þig um hluti sem við vorum
kannski ekki alltaf alveg sam-
mála um. Eftir því sem árin liðu
og ég fór að mynda mér sterkari
skoðanir á þjóðfélagsmálunum
hafði ég enn meira gaman af
þessum samræðum okkar og
gjarnan var stutt í húmorinn hjá
okkur báðum. Til þessara sam-
tala hugsa ég nú með hlýhug og
bros á vör, þau voru ómetanleg.
Þegar ég flutti frá ykkur yfir
götuna í Sæviðarsundinu fylgdist
þú enn vel með og iðulega kíkti
maður í kaffi yfir götuna til að
taka spjallið. Það er til marks um
eftirtekt þína þegar þú tilkynntir
mömmu í óspurðum fréttum að
fyrir utan hjá mér væri alltaf ein-
hver bíll sem þú þekktir ekki.
Það var bíllinn hennar Ingu Dís-
ar og þetta var á upphafsdögum
sambands okkar. Þú hafðir gam-
an af því að spyrja mig út í þetta,
varst sposkur á svip og vissir ná-
kvæmlega hvað var í gangi, eins
og alltaf.
Eftir því sem aldurinn færðist
yfir minnkaði getan til þess að
fara út að hjóla, þú sást orðið illa
og heyrnin batnaði ekki. Ég á
mér þá von og trúi að þú sjáir og
heyrir betur þar sem þú ert
núna. Hafir hjól til umráða og
hjólir nú eins og þér einum var
lagið um hverfið. Hafir Lödu
Sport fyrir utan hjá þér og takir
nú reglulega rúntinn um hest-
húsahverfin eins og þú hafðir svo
gaman af. Ég vona jafnframt og
veit að nú hefur þú betri tök á að
fylgjast með okkur öllum úr fjar-
lægð, leiðbeina okkur í fram-
kvæmdum sem við stöndum í og
fylgjast með gangi mála í vinnu
okkar og með barnabarnabörn-
unum með bros á vör. Allt eru
þetta atriði sem þú hafðir ávallt
mikinn áhuga á og fyrir það verð
ég þér ævinlega þakklátur.
Ég kveð þig nú með bros á vör
og þakklæti fyrir þann tíma sem
ég átti með þér. Guð geymi þig,
elsku afi, við sjáumst síðar og þú
ert ávallt velkomin í heimsókn til
okkar til að athuga með gang
mála. Ég treysti því að þú finnir
leið til að láta vita af þér.
Þinn
Tryggvi Þór.
Magnús Finnur
Hafberg
Kær systir mín og frænka okkar,
ÞORBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR,
Obba,
kennari,
Karlagötu 9, Reykjavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli 22. febrúar.
Útförin verður frá Hallgrímskirkju miðvikudaginn
3. mars klukkan 15.
Elínborg Guðmundsdóttir
Kolbrún Ingólfsdóttir Sigríður Pálsdóttir
Guðmundur Ingólfsson Aldís Pálsdóttir
Lýður Pálsson
Guðmundur Pálsson