Morgunblaðið - 02.03.2021, Qupperneq 24
24 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. MARS 2021
60 ára Gunnhild
fæddist á Flateyri
og ólst þar upp til
níu ára aldurs en
síðan í Reykjavík og
býr þar. Hún er
rekstrarfræðingur
frá Tækniskóla Ís-
lands og er gæða- og skjalastjóri
hjá Tækniskólanum.
Synir: Rubin Pollock, f. 1990, og
Ólafur Jarl Pálsson Øyahals, f. 1994.
Foreldrar: Hulda Hatlemark, f. 1938
í Sykkylven á Suður-Mæri í Noregi
en er hálfíslensk, húsmóðir, búsett í
Reykjavík, og Olav Øyahals, f. 1938 í
Namdalen í Þrændalögum í Noregi,
d. 2015, vélstjóri.
Gunnhild Hatlemark
Øyahals
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Hafðu ekki áhyggjur þó ferðaáætl-
anir þínar eða áætlanir sem tengjast námi
líti ekki nógu vel út. Taktu það rólega og
komdu jafnvægi á sjálfan þig.
20. apríl - 20. maí
Naut Það er til mikils ætlast af þér í
vinnunni og þú þarft að leggja þig allan fram.
Víkkaðu út sjóndeildarhring þinn því þá
muntu sjá málið í öðru ljósi.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Misstu ekki sjónar á hlutunum því
áður en þú veist eru þeir horfnir og jafnvel
fyrir fullt og allt. Leggðu drög að því að kom-
ast í gott ferðalag.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Hikaðu ekki við að þiggja hjálp sam-
starfsmanna þinna þegar hún er boðin fram
af góðum hug. Gættu þess þó að sum mál
eru alls ekki ætluð öðrum, þótt góðir séu.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Leggðu þig fram um að sýna öðrum
umhyggju í dag. Svona tækifæri gefast ekki
oft og nýttu því daginn til hins ýtrasta.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þú myndir elska ef allir hefðu sömu
markmið og þú: samhljóm og frið. Ekki
snuða sjálfan þig bara til þess eins að vera
kurteis.
23. sept. - 22. okt.
Vog Láttu ekki hugfallast þótt þér finnist
umbun erfiðis þíns láta á sér standa. Vin-
urinn sem um ræðir er ekki vammlaus, en
ekki heldur svo slæmur.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þú hefur vald yfir einhverju
sem þú telur þig ekki hafa neina stjórn á.
Mundu bara að ábyrgð fylgir orði hverju og
þá er þér ekkert að vanbúnaði.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Margir taka fjölskyldum okkar
sem sjálfgefnum hlut. Ekki halda aftur af þér
því aðrir eru tilbúnir að hlusta á framlag þitt.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Með aðgæslu í fjármálum ætti
ykkur að takast að ná settu marki fyrr en þið
ráðgerðuð í upphafi. Allir verða að gefa eitt-
hvað eftir til þess að samkomulag náist.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þú ert kominn í tímaþröng og
hefur ekki efni á að vera kærulaus. Hafðu
þetta hugfast þegar þú ráðstafar tíma þín-
um.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þú ert nú loksins að uppskera árang-
ur erfiðis þíns og ert svo sannarlega vel að
því kominn. Sýndu ákveðni en vertu varkár
um leið.
félagi i Rótarýklúbbnum Reykjavík-
Miðborg.
Áhugamál Helga eru einkum á
sviði lista og menningar, og þá sér-
staklega bókmenntir, tónlist og
myndlist. „Árið 1992 var ég kallaður
til setu í stjórn Kammermúsík-
klúbbsins og hef verið formaður hans
frá 2014. Við erum eiginlega að halda
listahátíð núna í lok vetrar, með fern-
um tónleikum fjóra sunnudaga í röð,
keppni, bæði um skipulag, byggingar
eða listaverk og hlotið viður-
kenningar, m.a. fyrir tillögur að úti-
listaverkum við Sigöldu, Flugstöð
Leifs Eiríkssonar o.fl.“
Helgi hefur gegnt ýmsum trún-
aðarstörfum fyrir Arkitektafélag Ís-
lands, var formaður félagsins List-
iðnar 1975-76, stjórnarformaður
Rannsóknastofnunar byggingariðn-
aðarins 1990-98 og enn fremur stofn-
H
elgi Hafliðason fæddist
2. mars 1941 á Siglu-
firði og ólst þar upp.
„Sem barn var ég
hluta úr tveimur
sumrum í sveit og vann ýmis störf í
sumarleyfum, m.a. í banka, á síldar-
söltunarstöðvum á Siglufirði og bygg-
ingarvinnu á Siglufirði og Seyðis-
firði.“
Eftir almenna skólagöngu og
landspróf var Helgi einn vetur í
Verzlunarskóla Íslands, fór síðan í
Menntaskólann á Akureyri og lauk
stúdentsprófi þaðan vorið 1960. Hann
hélt svo til náms í arkitektúr í Tækni-
háskólanum í Niðarósi (Norges
Tekniske Høgskole) og lauk þaðan
prófi 1965. „Að loknu náminu í Nor-
egi settumst við hjónin að í Reykjavík
og höfum búið þar síðan.“
Fyrstu árin eftir námið vann Helgi
á Teiknistofu Stefáns Jónssonar og
Reynis Vilhjálmssonar og fékkst þar
við ýmis verkefni, m.a. skipulag í
Reykjavík og á Sauðárkróki. Frá
1973 hefur hann starfað sjálfstætt og
unnið að ýmsum verkefnum, ýmist
einn eða í félagi við aðra, t.d. skipu-
lagi á Húsavík með Reyni Vilhjálms-
syni landslagsarkitekt.
„Meðan einingaverksmiðjan Hús-
einingar hf. var starfandi vann ég að
þróun byggingareininganna og teikn-
aði allmörg hús sem reist voru úr
þeim. Af öðrum verkum mætti helst
nefna sýsluskrifstofur og lögreglu-
stöð á Siglufirði og Eskifirði, dvalar-
heimilið Skálarhlíð á Siglufirði, við-
byggingu við Heilbrigðisstofnun
Norðurlands á sama stað, stækkun
búningsklefa við Sundlaug Húsavík-
ur, gróðurhús fyrir Lambhaga í
Reykjavík og Mosfellsdal, aðveitu-
stöðvar fyrir Rarik víða um land auk
nokkurra einbýlis- og raðhúsa.
Árið 1968 sendi ég inn tillögu að
Evrópufrímerki sem valin var til út-
gáfu 1971 og teiknaði einnig síðar
nokkur frímerki með brúarmyndum
fyrir Póst- og símamálastofnun. Ég
hef nokkrum sinnum tekið þátt í sam-
en þetta eru tónleikar sem var frestað
í vetur og þjappast núna saman.
Fyrstu tónleikarnir voru á sunnudag-
inn var, þeir tókust mjög vel og meira
að segja Móðir jörð tók undir.“ Á tón-
leikunum næsta sunnudag verða á
efnisskránni píanótríó eftir Beet-
hoven og Brahms. Flytjendur eru
Sigrún Eðvaldsdóttir, Bryndís Halla
Gylfadóttir og Domenico Codispoti.
Allir tónleikarnir eru haldnir í
Norðurljósasal Hörpu.
„Ferðalög hafa heillað mig og höf-
um við hjónin farið margar ferðir,
m.a. með gömlum skólafélögum, bæði
innan lands og utan, mest þó með
þeim góðu vinum sem við kynntumst í
Kramhúsinu en þar hef ég stundað
líkamsrækt síðan 1985. Með þeim
höfum við farið í stuttar útivistar-
ferðir og tekið þátt í mörgum
skemmtilegum viðburðum, t.d. dans-
Helgi Hafliðason arkitekt – 80 ára
Ljósmynd/Gunnar Leifur Jónasson
Fjölskyldan 50 ára brúðkaupsafmæli Helga og Margrétar árið 2013.
Kammermúsíkklúbburinn
heldur listahátíð í Hörpu
Með „litlu ljósin“. Amma og afi með Ásgerði Ingu og Kolfinnu Sjöfn, en sú
síðarnefnda var ekki fædd þegar fjölskyldumyndin var tekin.
Afmælisbarnið Helgi á fornum
slóðum í Noregi.
40 ára Ómar er Kefl-
víkingur, Hann er með
meistaragráðu í fé-
lagsfræði við Háskóla
Íslands og er í dokt-
orsnámi í félagsfræði
við HÍ. Ómar er mark-
mannsþjálfari hjá
Keflavík og fv. markvörður með félaginu.
Maki: Elínrós Haraldsdóttir, f. 1981, hár-
snyrtimeistari.
Börn: Jana Guðlaug, f. 2007, Ari Berg, f.
2009, og Tinni Snær, f. 2018.
Foreldrar: Jóhann Gunnarsson, f. 1958 í
Hafnarfirði, húsvörður í Reykjaneshöll-
inni, og Guðlaug Gunnarsdóttir, f. 1962 í
Hnaukum í Álftafirði, hjúkrunarfræðingur
á HSS. Þau eru búsett í Keflavík.
Ómar
Jóhannsson
Til hamingju með daginn
–– Meira fyrir lesendur
NÁNARI UPPLÝSINGAR
um auglýsingapláss:
Berglind Bergmann
Sími: 569 1246
berglindb@mbl.is
BÍLA-SÉRBLAÐ
BÍLA
fylgir Morgunblaðinu
þriðjudaginn 16. mars 2021BLAÐ
Börn og brúðhjón
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum
borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría
áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is