Morgunblaðið - 02.03.2021, Qupperneq 25
DÆGRADVÖL 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. MARS 2021
„ÞÚ ERT ÖRLÍTIÐ UNDIR KJÖRÞYNGD.
STINGDU ÞESSU Í VASANN.”
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
... að gefa óvæntar
gjafir.
ÞIÐ SEM HÉR ERUÐ LIGGIÐ ÖLL
UNDIR GRUN VEGNA HVARFS
EFTIRRÉTTARINS!
OG VIÐ MUNUM EKKI FARA
FYRR EN EN VIÐ VITUM HV–
R O O O O O P
AFSAKIÐ ÞETTA ÞRENGIR
LEITINA
EKKERT
MÁL!
ÉG VEIT AÐ ÉG ER BÚIN AÐ
SETJA ÞÉR FYRIR ANSI MÖRG
VERKEFNI Í DAG, EN MÉR DUTTU
NOKKUR ÖNNUR Í HUG…
HVERSU ERFITT GETUR ÞAÐ
VERIÐ AÐ HUNSA NOKKUR Í
VIÐBÓT?
DJÚPT Í REGNSKÓGUM AMAZON LEITAR
ÓFEIGUR AÐ UPPLÝSINGUM UM HVERNIG
HANN GETUR LIFAÐ AF.
atriði á Golden Age Gym Festival í
Pesaro á Ítalíu 2018.“
Fjölskylda
Eiginkona Helga er Margrét Er-
lendsdóttir, f. 6.4. 1942, kennari. Þau
eru búsett í Seljahverfi í Reykjavík.
Foreldrar Margrétar voru hjónin
Margrét S. Tómasdóttir, f. 21.5. 1915,
d. 23.3. 1964, húsfreyja, og Erlendur
Sigmundsson, f. 5.11. 1916, d. 1.4.
2005, prestur á Seyðisfirði, síðar
biskupsritari.
Börn Helga og Margrétar eru: 1)
Hafliði, f. 8.7. 1964, upplýsingafulltrúi
í dómsmálaráðuneytinu, kvæntur
Ragnhildi Vigfúsdóttur markþjálfa, f.
12.8. 1959. Dætur þeirra eru Vigdís, f.
17.11. 1995, og Hólmfríður, f. 26.7.
1999; 2) Erlendur, f. 8.9. 1967, sam-
eindalíffræðingur, vísindaráðgjafi við
viðskiptaháskólann Bedriftsøkon-
omisk Institutt í Ósló, kvæntur Krist-
ínu Láru Friðjónsdóttur, uppeldis- og
sérkennslufræðingi í Ósló, f. 28.7.
1967. Dætur þeirra eru Margrét Ólöf,
f. 24.2. 1998, og Friðbjört María, f.
2.1. 2007; 3) Ólöf Huld, f. 26.3. 1974,
lyfjafræðingur í Reykjavík, gift Hall-
dóri Kristni Júlíussyni, f. 30.7. 1973,
hljóðverkfræðingi í Reykjavík. Börn
þeirra eru Ófeigur Helgi, f. 25.2. 2004,
Bergdís Jóhanna, f. 20.8. 2006, Ás-
gerður Inga, f. 23.7. 2012, og Kolfinna
Sjöfn, f. 1.8. 2014.
Bræður Helga eru Einar, f. 4.9.
1943, byggingarverkfræðingur,
fyrrv. forstöðumaður brúardeildar
Vegagerðar ríkisins í Reykjavík; Sig-
urður, f. 12.2. 1946, fyrrv. útibússtjóri
Íslandsbanka á Siglufirði; Ragnar, f.
4.11. 1947, viðskiptafræðingur og
endurskoðandi, fyrrv. aðstoðarfor-
stjóri Fjármálaeftirlitsins, og Hafliði,
f. 23.9. 1953, jarðfræðingur, prófessor
við Björgvinjarháskóla.
Foreldrar Helga voru hjónin Jóna
Sigurveig Einarsdóttir, f. 9.2. 1920, d.
5.12. 2000, húsfreyja á Siglufirði, og
Hafliði Helgason, f. 31.8. 1907, d. 8.7.
1980, útibússtjóri Útvegsbanka Ís-
lands á Siglufirði.
Helgi Hafliðason
Hafliði Guðmundsson
blikksmiður og hreppstjóri á Siglufirði, f. í Reykjavík
Sigríður Pálsdóttir
húsfreyja á Siglufirði,
f. í Reykjavik
Helgi Hafliðason
kaupmaður og útgerðarmaður á Siglufirði
Sigríður Jónsdóttir
húsfreyja á Siglufirði
Hafliði Helgason
útibússtjóri Útvegsbanka
Íslands á Siglufirði
Jón Eiríksson
bóndi í Hrúthúsum
Björg Steinsdóttir
húsfreyja í Hrúthúsum í Fljótum
Tómas Guðmundsson
bóndi á Einifelli í Stafholtstungum
Ástrós Sumarliðadóttir
húsfreyja á Einifelli
Einar Tómasson
kolakaupmaður í Reykjavík
Ragnhildur Jónsdóttir
húsfreyja í Reykjavík
Jón Einar Jónsson
prentari í Reykjavík
Sigurveig Guðmundsdóttir
húsfreyja og kaupkona í Reykjavík
Úr frændgarði Helga Hafliðasonar
Jóna Sigurveig Einarsdóttir
húsfreyja á Siglufirði
Alltaf er gott að rifja upp gaml-ar vísur. Þorsteinn Magn-
ússon frá Gilhaga orti:
Margan hendir manninn hér
meðan lífs er taflið þreytt
að hampa því sem ekkert er
og aldrei hefur verið neitt.
Hallgrímur Pétursson orti:
Lukkan hefur sæti sitt
sett á norðurljósum,
lasta þú ekki ólán þitt
þótt aðrir baði í rósum.
Jón Þorláksson kvað:
Segið mér hvort sannara er
að sálin drepi líkamann,
eða hitt að svakk með sitt
sálinni stundum fargi hann.
Brúðguma dreymir nóttina fyr-
ir brúðkaupið, að vinur sinn góð-
ur, sem var einn boðsgesta en
hafði dáið skyndilega, vitji sín og
segi:
Helltu út úr einum kút
ofan í gröf mér búna,
beinin mín í brennivín
bráðlega langar núna.
Konráð Gíslason orti:
Hugsað get ég um himin og jörð en
hvorugt smíðað –
vantar líka efnið í það.
Helgi Guðmundsson gaukaði
limrukorni að Vísnahorninu:
Ég Húsvíking spurði í Hongkong
hvort hefði hann gaman af pingpong.
Sá ansaði’ að brag(g)ði
því aldrei hann þag(g)ði
og jarmaði: „Ja, ja og dingdong“.
Helgi R. Einarsson yrkir „Nota-
gildi jarðhræringa“:
Sniðugt, fyrir það fyrsta,
sagði við bóndann, Systa.
Ég er hér,
játast þér
og jörðin sér um að hrista.
Kristján Karlsson orti:
Einhver Sigurjón sunnan úr Garði
hafði sest uppi í Vonarskarði.
„Margbölvaður dóni
ég skal melda þig Jóni,“
sagði melgrasskúfurinn harði.
Mælti Sigfús frá Eyvindará,
„draug er alltaf gaman að sjá,
sé hann vel til fara
og verði ekki bara
að veruleik eftirá“.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Góðar vísur
gamlar og limrur
Opið virka daga kl. 9-18, laugardaga kl. 11-16
VÖNDUÐ LJÓS
Í ÚRVALI