Morgunblaðið - 02.03.2021, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 02.03.2021, Blaðsíða 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. MARS 2021 » Í Ásmundarsal var á laugardag opnuð sýning Eddu Jóns- dóttur, Hægra/vinstra, og þá var líka opnuð á Mokka sýning með verkum hennar undir heitinu Vinstra/hægra. Eru þetta fyrstu sýn- ingar Eddu síðan 1994 en þá stofnaði hún i8 galleríið. Á sýningunum eru fjölbreytileg verk unnin á löngum tíma. Tvær sýningar á verkum Eddu Jónsdóttur voru opnaðar um helgina Morgunblaðið/Eggert Sýningarstjórar Anna Júlía Friðbjörnsdóttir, Auður Jörundsdóttir, Edda og Hildigunnur Birgisdóttir. Á spjalli Örn Jóhannsson, eiginmaður Eddu, og Sigurður Gísli Pálmason. Listunnandi Greipur Gíslason skoðar verk Eddu í Ásmundarsal. Listakonan Edda og Sigurbjörn Þorkelsson ræða málin. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Þetta er mikill heiður og frábært tækifæri,“ segir Íris Björk Gunn- arsdóttir sem syngur á hádegistón- leikum í Hafnarborg í dag, þriðju- dag. „Ég hef oft mætt á þessa tónleika og vonast til að fá einhvern tímann símtal með boði um að koma fram á þeim.“ Og nú kom boðið frá Antoníu Hev- esi píanóleikara og listrænum stjórnanda tónleikaraðarinnar, og það með stuttum fyrirvara – Íris Björk hljóp í gær í skarðið fyrir Þóru Einarsdóttur, sem auglýst hafði ver- ið að kæmi fram en hún forfallaðist. Dagskrá tónleikanna samanstendur af aríum eftir Mozart, Puccini, Verdi og Bizet og gáfu þær Íris og Antonía efnisskránni heitið Ástarsögur. Íris Björk hóf söngnám 21 árs gömul við Söngskóla Sigurðar Dem- etz. Vorið 2017 lauk hún framhalds- prófi og nemur nú söng við Lista- háskólann undir leiðsögn Þóru, Hönnu Dóru Sturludóttur, Kristins Sigmundssonar, Ólafar Kolbrúnar Harðardóttur og Stuarts Skeltons. Í byrjun árs 2018 hreppti Íris Björk fyrsta sæti í Vox Domini, söngkeppni á vegum Félags ís- lenskra söngkennara. Hún hlaut einnig titilinn „Rödd ársins 2018“ og hluti af verðlaunum var að halda tón- leika í Kaldalóni í Hörpu. Haustið 2019 hélt Íris Björk til Stokkhólms þar sem hún stundaði nám við Óp- eruháskólann í eitt ár. Þar söng hún meðal annars í barnasýningu og á nýárstónleikum Konunglegu óper- unnar í Stokkhólmi. „Sem söngkona er maður alltaf að æfa sig. Ég er ennþá í námi og alltaf með einhver verk tilbúin til flutn- ings,“ segir Íris Björk og bætir við að það að stökkva með litlum fyrir- vara inn í tónleikaröðina sé skemmtileg áskorun. „Og það er mikill heiður að fá að fylla þetta stóra skarð Þóru. Hún hefur kennt mér lengi, ég hef lært mikið af henni og okkar samstarf hefur alltaf verið mjög gott.“ Þegar Íris Björk er spurð hvort hún líkist Þóru eitthvað sem söng- kona svarar hún að það geti vel ver- ið, að einhverju leyti. „Við erum jú báðar sópransöngkonur!“ segir hún og hlær. „En það á eftir að koma í ljós hvort ég á eftir að syngja sömu hlutverk og hún hefur sungið á sín- um ferli.“ – Bjugguð þið Antonía til nýja efn- isskrá með þessum litla fyrirvara, með áherslu á ástarsögur í óperum? „Já. Við Antonía höfum þekkst í mörg ár og hún hefur spilað stund- um með mér í mínu námi. Við völd- um aríur sem við báðar kunnum og gátum undirbúið með frekar stuttum fyrirvara. Og eru ekki allar óperur ástarsögur?“ – Að minnsta kosti ef þið sópran- söngkonur eigið í hlut. „Nákvæmlega! Hvort sem end- irinn er góður eða ekki. Og hvort sem þær fjalla um endurgoldna ást eða ekki. Þetta eru allt aríur sem ég er með í bakpokanum.“ Eina af aríunum hefur Íris Björk undirbúið sérstaklega vel undan- farna mánuði því hún flutur hana með Sinfóníuhljómsveit Íslands í maí næstkomandi eftir að hafa nýlega borið sigur úr býtum í árlegri keppni Ungra einleikara. Og fleiri stór- tónleikar eru fram undan hjá Írisi því á sunnudaginn kemur syngur hún sópranhlutverkið í flutningi Kórs Langholtskirkju á Jóhann- esarpassíu J.S. Bachs. „Það er gaman á þessum tímum að hafa svona margt að stefna að,“ segir hún en í júní mun hún útskrifast með bakkalárgráðu frá Listaháskólanum og stefnir í mastersnám í óperusöng erlendis næsta haust. „Og ég er þakklát fyrir að fá yfir höfuð að koma fram, þar sem við erum á þetta góðum stað með veirufaraldurinn. Eftir að hafa ekkert komið fram í marga mánuði syng ég tvisvar á tón- leikum í þessari viku og hlakka mikið til.“ Vegna samkomutakmarkana er takmarkað sætaframboð á tón- leikana sem hefjast kl. 12 í dag og nauðsynlegt er að bóka sæti í síma 585-5790. Þá verður tónleikunum streymt í beinni útsendingu á netinu, auk þess sem upptakan verður að- gengileg áfram að tónleikunum lokn- um, bæði hér á heimasíðu Hafn- arborgar og á facebook-síðu safnsins. Heiður og frábært tækifæri  Íris Björk Gunnarsdóttir syngur á hádegistónleikum í Hafnarborg  Eftir að hafa ekkert komið fram lengi syngur hún á tvennum ólíkum tónleikum í vikunni Ljósmynd/Áslaug Íris Friðjónsdóttir Listakonurnar Íris Björg Gunnarsdóttir sópransöngkona og Antonía Hevesi píanóleikari eftir æfingu á efnisskránni í Hafnarborg í gær. Aðkoman að fundarsal öryggis- ráðs Sameinuðu þjóðanna í New York hefur tekið breytingum því eftir að hafa verið þar til sýnis í 35 ár hefur nær átta metra breitt veggteppi ofið eftir hinu fræga stíðsádeiluverki Pablos Picassos, Guernica, verið tekið niður að ósk eigendanna, Rockefeller- fjölskyldunnar, og afhent þeim. Picasso málaði verkið árið 1935 en auðkýfingurinn og sendiherr- ann Nelson A. Rockefeller fékk árið 1955 leyfi frá listamanninum til að láta vefa teppið eftir að Pi- casso hafði neitað að selja honum málverkið sem nú er í Reina Sofía-safninu í Madríd. Rockefell- er lánaði Sameinuðu þjóðunum veggteppið 1984 og var það frumsýnt þar ári síðar. Guernica Veggteppið áhrifamikla. Guernica-vegg- teppið tekið niður Vandræðaskáld- in Sesselía Ólafs- dóttir og Vil- hjálmur B. Bragason halda í dag, þriðjudag, kl. 17 til 17.40 fyrirlestur í Listasafninu á Akureyri undir yfirskriftinni „Að virkja listina og skáldskapinn til vandræða“. Þar munu þau fara yfir ferilinn sem listamenn, samstarf Vandræða- skálda og gefa almenn heilræði um að sá vandræðum og óskunda í tali og tónum. Vandræðaskáld hafa starfað saman í rúm 5 ár og vakið mikla at- hygli fyrir kolsvart skopskyn sitt. Þau eru bæði í atvinnuleikhópnum Umskiptingum. Vilhjálmur og Sesselía. Fyrirlestur Vandræðaskálda

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.