Morgunblaðið - 02.03.2021, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 02.03.2021, Blaðsíða 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. MARS 2021 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is • Wrong Turn - The Foundation • The Little Things • The Witches • Wonder Woman 1984 Aðrar myndir í sýningu: SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI TRYGGÐU ÞÉR MIÐA INNÁ VA R I E T Y C H I C AG O S U N T I M E S I N D I E W I R E T H E T E L E G R A P H FRÁBÆR MYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI. frumsýnd 5. mars – forsala hafın sýnd með íslensKu, ensKu og pólsKu talı Skáldið og rithöfundurinn Sjón var á laugardaginn var sæmdur hinni frönsku heiðursorðu lista og bók- mennta, L’Ordre des Arts et des Lettre, sem er ein æðsta viðurkenn- ing sem veitt er af hálfu hins opinbera í Frakklandi á sviði menningar og lista. Er orðan veitt til þess að heiðra þá sem skara fram úr í list- eða bók- menntasköpun jafnt í Frakklandi sem annars staðar. Sendiherra Frakklands, Graham Paul, afhenti Sjón orðuna að við- stöddum vinum og fjölskyldu skálds- ins. Sigurjón Birgir Sigurðsson – Sjón hóf rithöfundarferil sinn ungur sem ljóðskáld, fyrsta ljóðabók hans, Sýnir, kom út 1978 en fyrr sama ár gaf hann út einblöðung með þremur ljóðum. Sjón var einn af stofnendum súrreal- istahópsins Medúsu og einn af stofn- endum útgáfufélagsins Smekkleysu. Hann hefur sent frá sér fjölda ljóða- bóka og skáldsögur, hefur skrifað leikrit og gefið út efni fyrir börn. Samhliða rithöfundarferlinum hefur Sjón tekið þátt í myndlistarsýningum og tónlistarviðburðum af ýmsum toga. Hann hefur meðal annars starf- að lengi með Björk. Tvær ljóðabóka Sjóns hafa verið þýddar á frönsku, Myrkar fígúrur var þýdd af Catherine Eyjólfsson og Gráspörvar og ígulker af Severine- Daucourt-Friðriksson. Fjórar prósa- bóka hans verið þýddar á frönsku af Éric Boury: Skugga-Baldur, Augu þín sáu mig, Mánasteinn og Dreng- urinn sem aldrei var til. Sjón hlaut franska heiðursorðu Morgunblaðið/Íris Jóhannsdóttir Orðaður Sendiherra Frakklands, Graham Paul, festi orðuna á Sjón.  Hyllir framúrskarandi listamenn Ávarp Sjón mælir til gesta sem voru viðstaddir afhendinguna. Golden Globe-verðlaunin voru af- hent um helgina og fóru hátíðar- höldin að stóru leyti fram á netinu vegna Covid-19. Þau tímamót urðu hjá Golden Globe í ár að konur voru í meirihluta tilnefndra kvikmynda- leikstjóra og hlaut ein þeirra, Chloé Zhao, verðlaunin fyrir Nomadland en Zhao er önnur konan í sögu Gol- den Globe til að hljóta þau verðlaun og fyrsta konan af asískum upp- runa. Kvikmyndin hlaut einnig verð- laun sem sú besta dramatíska. Tæknilegir örðugleikar komu oft við sögu, truflanir á netsambandi og vandræðagangur með Zoom- netfundaforritið og líkt og oft áður voru verðlaunin gagnrýnd fyrir einsleitni þegar kemur að þeim sem greiða atkvæði, Samtökum erlendra fjölmiðlamanna í Hollywood, Holly- wood Foreign Press Association (HFPA). Af þeim 87 sem greiddu at- kvæði var enginn þeldökkur og var það gagnrýnt harðlega á samfélags- miðlum af þekktum listamönnum á borð við Ava DuVernay, Shondu Rhimes, Amy Schumer, Sterling K Brown og Judd Apatow undir myllumerkinu #TimesUpGlobes og með myndefni frá Time’s Up, sam- tökum í Hollywood sem stofnuð voru í kjölfar #MeToo-hreyfing- arinnar og kalla eftir umbótum hjá HFPA. Bretar fengsælir Líkt og svo oft áður voru breskir listamenn atkvæðamiklir á Golden Globe í ár. Í flokki sjónvarpsþátta stóð Netflix-þáttaröðin The Crown uppi sem sigurvegari, hlaut verð- laun sem besta dramatíska þátta- röðin og leikarar úr þáttunum voru verðlaunaðir, þau Josh O’Connor, Emma Corrin og Gillian Anderson. Af öðrum Bretum má nefna að Daniel Kaluuya hlaut verðlaun sem besti aukaleikari fyrir leik sinn í Ju- das and the Black Messiah og John Boyega hlaut verðlaun sem besti að- alleikari fyrir leik sinn í einni af kvikmyndum Small Axe-bálksins sem RÚV hefur sýnt undanfarið. Streymisveitan Netflix var at- kvæðamikil líkt og í fyrra og hlaut þáttaröðin The Queen’s Gambit meðal annars verðlaun fyrir bestu stuttu þáttaröð og Anya Taylor-Joy, aðalleikkona þáttanna, hlaut einnig verðlaun. Cohen spaugar með Trump Enski grínistinn og leikarinn Sacha Baron Cohen hlaut verðlaun fyrir bestu gamanmynd, Borat Subsequent Moviefilm, og þakkaði fyrir sig með því að segja að Donald Trump drægi í efa réttmæti þeirra úrslita og héldi því fram að margir látnir einstaklingar hefðu greitt at- kvæði. Cohen hlaut einnig verðlaun sem besti aðalleikari í gamanmynd. Besti aðalleikari í dramatískri kvikmynd þótti Chadwick Boseman heitinn fyrir leik sinn í Netflix- myndinni Ma Rainey’s Black Bott- om og í flokki kvenna var það Andra Day fyrir The United States vs Bil- lie Holiday. Besta aðalleikkona í gamanmynd þótti hin enska Rosa- mund Pike fyrir I Care a Lot sem gagnrýnd var hér í Morgunblaðinu í gær og hlaut Pike mikið lof í þeirri rýni. Kynnar kvöldsins voru gaman- leikkonurnar Tina Fey og Amy Poe- hler og skutu þær föstum skotum að HFPA og einsleitninni í röðum sam- takanna. Og heiðursverðlaunahafi kvöldsins, Jane Fonda, hvatti einnig til fjölbreytni þegar kemur að um- fjöllunarefnum kvikmynda Holly- wood. helgisnaer@mbl.is AFP Tímamót Chloé Zhao er kínverskur kvikmyndaleikstjóri og fyrsta asíska konan sem hlýtur leikstjórnarverðlaun Golden Globe-verðlaunanna. Fyrst asískra kvenna til að hljóta leikstjórnarverðlaun  Chloé Zhao hlaut Golden Globe fyrir Nomadland Andra Day Sacha Baron Cohen Chadwick Boseman Rosamund Pike

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.