Morgunblaðið - 02.03.2021, Page 32
Barítónsöngvarinn Oddur Arnþór Jónsson kemur fram
á tónleikum í Salnum í Kópavogi í kvöld kl. 20 ásamt
Guðrúnu Dalíu Salómonsdóttur píanóleikara. Flytja þau
vinsælan og dáðan ljóðaflokk Róberts Schumanns,
Ljóðasveig op. 39, ásamt ljóðaflokkum eftir Hans Pfitz-
ner og Richard Strauss. Efnisskráin hverfist um verk
ljóðskáldsins Josephs Freiherr von Eichendorff (1788-
1857) sem tónskáldin sömdu lög sín við, en hann var
eitt helsta skáld þýsku rómantíkurinnar.
Oddur Arnþór og Guðrún Dalía
flytja ljóðaflokka í Salnum
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Öfl náttúru landsins fara jafnan
sínar eigin leiðir. Vísindamanna er
að fylgja þeim eftir, lesa í þróun
mála og reyna að segja til um fram-
vinduna út frá þekkingu. Atburðir
síðustu daga á Reykjanesskaganum
eru mjög áhugaverðir og þó allir
voni auðvitað að ekki verði skemmd-
ir af völdum jarðskjálfta eða að eld-
gos brjótist út er afar spennandi að
mæta á vaktina nú,“ segir Salóme
Jórunn Bernharðsdóttir jarðeðlis-
fræðingur. Hún er einn náttúruvár-
sérfræðinga Veðurstofu Íslands,
fólks sem staðið hefur í eldlínunni
síðan jarðhræringar í nágrenni
Grindavíkur hófust sl. miðvikudag.
Allir skjálftar jarðar koma inn á
mæla Veðurstofunnar, þar sem upp-
lýsingar um þá eru reiknaðar niður í
rót og málin greind. Sérfræðingar í
náttúruvá, sem eru á sólarhrings-
vakt, fylgjast, auk jarðhræringa,
með vatnsmagni í ám og vötnum.
Einnig er þeirra að gera á þriggja
klukkustunda fresti veðurathuganir
þar sem meðal annars er lesið af
mælitækjum sem standa skammt
frá Veðurstofuhúsinu við Bústaða-
veginn. Þetta er líka fólkið sem les
veðurfregnir í útvarpi.
Eldsumbrot ekki útilokuð
„Jarðhræringarnar á Reykjanes-
skaganum núna eru vegna hreyfinga
á jarðflekunum miklu. Auðvitað er
ekkert hægt að fullyrða um fram-
haldið, en stóran skjálfta í Brenni-
steinsfjöllum eða eldsumbrot er ekki
hægt að útiloka. Í atburðarás eins og
núna er dýrmætt að hafa sérfræð-
inga Veðurstofunnar, hvern af sínu
sviði, til að lesa í stöðuna, þó sam-
vinna sé lykilatriði við aðstæður eins
og nú,“ segir Salóme Jórunn, sem
hefur starfað á Veðurstofunni frá
árinu 2015. Síðustu daga hefur henni
aðeins brugðið fyrir í fjölmiðlum en
þar hefur hún lýst atburðarás og
skjálftavirkni. Þá fræðir hún land-
ann um atburði sem allir hafa áhuga
á. „Ég var í fríi um helgina og reyndi
að kúpla mig frá skjálftavirkninni.
Það er því í raun tilhlökkunarefni að
koma aftur á vaktina síðdegis á
mánudegi og sjá hvernig landið ligg-
ur,“ segir Salóme.
Steinar eru ekki sakir
„Í menntaskóla lágu raungreinar
vel fyrir mér og ung fór ég gjarnan
með móður minni í fjallgöngur.
Áhugi minn á náttúru landsins og
jarðfræði kom því fljótt. Áhugi á því
að fjöll, klettar og steinar eru ekki
stakir, heldur hluti af því hvernig
landið og náttúran hafa mótast á
löngum tíma. Því hef ég afar gaman
af allri útiveru. Margt áhugavert er
að sjá og skoða á Reykjanesinu, en
eldfjöllin heilla mig mest. Herðu-
breið er stórbrotin, móbergsstapi
sem myndaðist undir íshellu, og svo
hef ég líka mikinn áhuga á Heklu,
Kverkfjöllum og Öskju; allt stór-
brotnir staðir.“
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Jarðeðlisfræðingur Atburðir á Reykjanesskaganum núna eru áhugaverðir, segir Salóme Jórunn um stöðu mála.
Jarðfræði er spennandi
Náttúruvár-
sérfræðingur er á
skjálftavaktinni
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Keilir Áhugi og augu almennings beinast nú að Reykjanesskaganum.
Íslenskur ís
úr öllum
landshlutum
100% íslenskt • beint frá bónda
Flatahrauni 27 • 220 Hafnarfjörður
sími 788 3000 • gottogblessad.is
Opið virka daga 11-18 / laugardaga 11-15
SVANSÍS • SUÐURLANDI
súkkulaði • hindber • vanilla
jarðarber • bláber • o.fl.
SKÚTAÍS • MÝVATNI
kókos og súkkulaði • karamella •
vanilla • rabarbara- og jarðarberja • o.fl.
ERPSSTAÐAÍS • dalasýslu
saltkaramella • piparmynta •
banana- og súkkulaðibitar • mokka • o.fl.
HOLTSELSÍS • EYJAFIRÐI
saltkaramella með söltu smjöri
og karamellubitum • nutella •
Ferrero Rocher • vanilla Madagaskar • o.fl.
ÞRIÐJUDAGUR 2. MARS 61. DAGUR ÁRSINS 2021
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 739 kr.
Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr.
PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr.
Valsmenn unnu sjö marka sigur á FH í stórleik gær-
kvöldins á Íslandsmóti karla í handknattleik. Þar með
náðu Haukar þriggja stiga forskoti á FH á toppi deild-
arinnar eftir að hafa unnið auðveldan tólf marka sigur á
Gróttu á Ásvöllum. Á Akureyri munaði líka tólf mörkum
þegar Afturelding stakk Þórsara af í seinni hálfleik lið-
anna. »26
Sjö marka sigur Valsmanna
ÍÞRÓTTIR MENNING