Morgunblaðið - 13.03.2021, Side 1

Morgunblaðið - 13.03.2021, Side 1
L A U G A R D A G U R 1 3. M A R S 2 0 2 1 .Stofnað 1913 . 61. tölublað . 109. árgangur . HEKLA · Sími 590 5000 · Laugavegur 170 www.volkswagen.is/id4 er mættur! Komdu og prófaðu Verð frá 5.090.000 kr. BESTA GLÆPASAGA ÁRSINS 2020 TÓNLIST OG FATASKIPTI BJARTSÝN Á FRAMTÍÐINA 12BLÓÐDROPINN 42 Andrés Magnússon andres@mbl.is Kristján Þór Júlíusson, sjávarút- vegs- og landbúnaðarráðherra, hyggst ekki leita endurkjörs í al- þingiskosningunum, sem fram fara í haust. Þetta kemur fram í ítarlegu viðtali við Kristján Þór í Sunnu- dagsblaði Morgunblaðsins. Hann segist hafa tekið ákvörð- unina að vel ígrunduðu máli. „Ég hef hugsað þetta og búinn að gera það upp við mig, að þetta sé orðið gott eftir 35 ára þjónustu í stjórn- málum og ætla því ekki að leita end- urkjörs í haust,“ segir Kristján Þór í viðtalinu. Hann segist þó ekki ætla að draga sig alfarið í hlé frá stjórn- málum, hann verði áfram virkur í starfi Sjálfstæðisflokksins þótt hann verði ekki í flokksforystunni að þessu kjörtímabili loknu. 35 ára ferill að baki Kristján Þór á að baki 35 ára far- sælan feril í stjórnmálum, sem hófst þegar hann var ráðinn bæjarstjóri á Dalvík árið 1986, þá 29 ára gamall sjómaður og kennari. Síðar varð hann bæjarstjóri á Ísafirði og síðan Akureyri, þar til hann var kjörinn á Alþingi 2007, og endurkjörinn síðan. Hann varð ráðherra 2013 og hefur setið í öllum ríkisstjórnum síðan, fyrst heilbrigðisráðherra, þá mennta- og menningarmálaráð- herra og loks sjávarútvegs- og land- búnaðarráðherra. Kristján Þór er 1. þingmaður Norðausturkjördæmis og oddviti Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu. Þar er því vandfyllt skarð fyrir skildi. Ýmsir frambjóðendur hafa þegar gefið sig fram, þótt þeir séu lítið farnir að merkja sér sæti, en þeir þykja fæstir líklegir í efsta sæt- ið. Hvíslað hefur verið um ýmsa aðra, sem kynnu að þykja efnilegri oddvitar, og má líklegt telja að þeir fari að gefa sig fram á næstu dög- um, nú þegar Kristján Þór hefur kynnt ákvörðun sína. Kristján Þór fer ekki fram - Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hyggst ekki leita endurkjörs í haust Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Tímamót Kristján Þór Júlíusson á að baki 35 ára feril í stjórnmálum. _ Birgir Jónsson, fyrrverandi for- stjóri Íslandspósts, sakar stjórn- armenn Póstsins um atvinnuróg. Tilefnið er bókun stjórnar, eftir að hann hætti sem forstjóri, um að hann hafi ekki haft samráð um verðlækkun á pakkasendingum. Birgir segir að ef aðrir hags- munir stýri stjórn en hagsmunir fyrirtækisins kunni einhverjir að grípa til hugtaksins umboðssvik í slíkum tilfellum. »20 Morgunblaðið/Hari Pósturinn Deilt er um stefnuna. Stjórnin sökuð um atvinnuróg Bjartsýni ríkir hvað varðar sölu lax- og silungsveiðileyfa í sumar, að því er veiðileyfasalar segja. Verð veiði- leyfa hefur víða staðið í stað eða heldur lækkað. Íslendingar hafa verið duglegir við að bóka veiðidaga í sumar. Meiri óvissa ríkir um erlenda stang- veiðimenn. Margir þeirra komust ekki til veiða í fyrra vegna faraldurs- ins og færðu veiðidaga sína yfir á komandi sumar. Rosknir Bretar eru stærsti hópur erlendra stangveiðimanna sem kem- ur hingað til laxveiða. Góður gangur í bólusetningum gegn kórónuveir- unni í Stóra-Bretlandi gefur vonir um að margir verði orðnir vel ferða- færir þegar laxveiðin byrjar. Vax- andi áhugi er á silungsveiði. »10 Morgunblaðið/Golli Urriði Margir hafa þegar bókað stangveiðidaga sumarsins. Bjartsýnir á lax- og silungsveiði Í fallegu sólarlagi gærkvöldsins hituðu kepp- endur á opnu þrígangsmóti hestamannafélagsins Spretts upp fyrir keppnina. Mikill fjöldi tók þátt í mótinu en keppt var í fimm flokkum. Hulda María Sveinbjörnsdóttir sigraði í þrígangs- fimmgangi á Björk frá Barkarstöðum en Sig- urður Baldur Ríkharðsson lenti í öðru sæti á Myrkva frá Traðarlandi. Þriðja sætið hreppti Glódís Líf Gunnarsdóttir á Gyðju frá Læk. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Hituðu upp undir fögru sólarlaginu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.