Morgunblaðið - 13.03.2021, Side 20

Morgunblaðið - 13.03.2021, Side 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. MARS 2021 Baldur Arnarson baldura@mbl.is Birgir Jónsson, fyrrverandi forstjóri Íslandspósts, segir það alrangt sem lesa megi úr bókun stjórnar fyrir- tækisins að hann hafi sem forstjóri ákveðið að breyta gjaldskrá án vit- undar og samþykktar stjórnar. Um það vitni fjöldi gagna sem hann sé bundinn trúnaði gagnvart. Málið varðar frétt á forsíðu Morgunblaðsins í gær en þar var vitnað til fundargerðar stjórnar Póstsins 7. desember í fyrra þar sem meint samráðsleysi Birgis var gagn- rýnt vegna breytinga á gjaldskrá. Varða þær breytingar stefnuna „eitt land, eitt verð“ í ársbyrjun 2020 sem hafði í för með sér að miðað var við eitt gjaldsvæði en ekki fjögur á pakkasendingum innanlands. Við þá ráðstöfun var miðað við gjaldskrá á höfuðborgarsvæðinu sem aftur þýddi miklar verðlækk- anir úti á landi. Hafa Samtök versl- unar og þjónustu og Félag atvinnu- rekenda gagnrýnt Póstinn fyrir að hafa með því niðurgreitt þjónustu á kostnað einkafyrirtækja úti á landi. Pólitísk ákvörðun Spurður um aðdraganda þess að stefnan „eitt land, eitt verð“ var inn- leidd segir Birgir að stjórnmála- menn hafi tekið ákvörðunina. Máli sínu til stuðnings vísar Birgir m.a. í minnisblað þar sem fjármála- ráðuneytið tilkynnti fjárlaganefnd að verð á höfuðborgarsvæðinu skyldi ráða í nýju verðskránni. Þá hafi komið fram í samtali Morgunblaðsins við Willum Þór Þórsson, formann fjárlaganefndar, síðastliðið haust að gjaldskráin hafi verið aðlöguð breytingum á póstlög- unum í ársbyrjun 2020. En samtímis var einkaréttur Póstsins á allt að 50 gr. bréfum afnuminn. Birgir telur aðspurður að byggða- sjónarmið hafi haft sitt að segja í þessari ákvörðun. Sú hugsun að allir þegnar landsins ættu að borga sama verð fyrir þessa grunnþjónustu og að ríkið myndi síðan greiða Íslands- pósti mismuninn. „Þessi stefna birtist í því að ráð- herra samgöngumála er að færa póstmálin frá Póst- og fjarskipta- stofnun (PFS) til Byggðastofnunar. Þetta var hluti af áætlun um að gera póstþjónustu að grunnþjónustu fyrir alla landsmenn, sem er göfugt og fallegt markmið, en menn áttuðu sig ekki á því að það þýddi að ríkið færi í niðurgreiðslur sem kæmu illa við einkafyrirtæki í rekstri,“ segir Birgir og rifjar upp að fulltrúar PFS og Póstsins hafi bent á þetta áður en breytingarnar tóku gildi. Skellt inn í meðförum nefndar „Ákveðið var að sama verðskrá skyldi gilda um allt land fyrir alþjón- ustu sem fól í sér bréf upp að 50 gr. og pakka upp að 10 kg. Þessu var skellt inn í meðförum nefndar en ekki af ráðuneytinu eða þeim sem komu að því að skrifa lögin.“ Birgir rökstyður þetta með því að vísa til ákvörðunar PFS númer 1/ 2021 sem megi túlka þannig að stofnunin sé að senda þingnefnd „sneið“ fyrir að hafa ekki hugsað áhrif breytinganna til enda. Nú sé málið orðið pólitískt og þá hlaupi allir frá ábyrgð sinni í málinu. Átti að skila nægum tekjum Einkaréttur Póstsins á bréfum upp að 50 gr. var sem fyrr segir afnuminn í ársbyrjun 2020. „Það var litið svo á að einkarétt- urinn tryggði Póstinum nægar tekjur til að fara til dæmis tvisvar í viku á alla sveitabæi og halda úti þessari óarðbæru alþjónustu. Á móti skyldu greiðslur samkvæmt þjón- ustusamningi standa undir þessari mikilvægu þjónustu,“ segir Birgir. Ekki hafi náðst saman um þjón- ustusamning heldur hafi Pósturinn verið skipaður alþjónustuveitandi með áðurnefndri alþjónustubyrði. Birgir rifjar svo upp að Pósturinn hafi bent ráðherra og ráðamönnum á tekjufallið sem hlytist af því að lækka verðið fyrir þjónustuna úti á landi. Stjórnmálamennirnir hafi þá svarað að þetta yrði borgað. Birgir kveðst aðspurður ekki hafa haft neitt um þessa stefnu að segja. „Þegar ég tek við fyrirtækinu árið 2019 átti það ekki fyrir launum um haustið. Ég hefði ekki látið mér koma það til hugar að skerða tekj- urnar um fleiri hundruð milljónir. Það var ekki efst á listanum.“ Þurfti fulltrúa úr sama flokki Birgir kveðst hafa komið þessum sjónarmiðum skýrt á framfæri við þingmenn og raunar hafi honum verið óheimilt að hafa samskipti við ráðherra eða þingnefndir nema til- tekinn stjórnarmaður frá þeim flokki væri með í för. „Þannig að þegar ég fór og hitti Katrínu [Jakobsdóttur] var Bjarni Jónsson [formaður stjórnar] með í för. Þegar ég fór og hitti Sigurð Inga [Jóhannsson samgönguráðherra] var Eiríkur Haukur [Hauksson] með og auðvitað Bjarni alltaf líka sem stjórnarformaður. Þannig að ég hef aldrei á mínum ferli hitt einn einasta ráðamann eða komið fyrir eina ein- ustu nefnd nema ég sé með annað hvort tvo eða alla fulltrúa stjórnar með mér. Ári seinna er svo gerð bókun þar sem enginn þykist kann- ast við neitt,“ segir Birgir. Hann segir aðspurður að þessi at- burðarás – breyting á gjaldskrá með tilheyrandi tekjutapi og niður- greiðslum – hafi ekki átt þátt í af- sögn hans í nóvember 2020, né hafi hann verið undir þrýstingi að hætta. Þakkað fyrir vel unnin störf „Þegar ég sagði upp fékk ég ekk- ert nema þakkir frá stjórninni og all- ir voru sammála um að náðst hefði gríðalegur árangur í rekstrinum, en ég taldi mig hafa náð þeim rekstrar- legu markmiðum sem hægt var að ná. Ég er hvorki pólitíkus né úr stjórnsýslunni og sagði skýrt að Pósturinn stæði nú frammi fyrir pólitískum úrlausnarefnum. Ég vísa ekki aðeins í þetta mál heldur voru stefnumál einstakra stjórnmála- flokka farin að hafa áhrif á ákvarð- anatöku fyrirtækis sem á að vera opinbert hlutafélag og vera rekið samkvæmt lögum um hlutafélög,“ segir Birgir og nefnir byggða- sjónarmið sem dæmi um slík stefnu- mál. Það sjónarmið hafi til dæmis heyrst í stjórninni að niðurgreiða ætti útburð á héraðsdagblöðum. Spurður hvort ohf-rekstrarformið hafi verið óheppilegt í þessu ljósi segir Birgir að þetta form geti reynst vel ef allir stjórnarmenn eru hæfir og ef ríkið er leiðandi í stjórnarháttum. Það eigi augljósa ekki við í þessu tilviki. „Fundargerð- irnar eru gerðar eftir dúk og disk og þær eru þunnar og skrifaðar með einhvers konar almannatengslasjón- armið í huga. Það var sagt að ef eitt- hvað færi í fundargerð myndi við- komandi lesa um það í Frétta- blaðinu. Þau vilja það náttúrulega alls ekki. Nú hefur verið fjallað um þá bókun [stjórnarmannsins] Thom- asar Möller að hann hafi ekki stutt breytingarnar. Ég er hins vegar með mörg smáskilaboð frá honum þar sem hann hvetur mig til að halda dagbók af því að endurskipulagning Póstsins verði kennslubókardæmi í háskólunum. Nú þykist hann vera ósáttur við stefnuna til að þjóna póli- tískum hagsmunum, enda lagði hvorki Thomas né nokkur annar stjórnarmaður fram sérbókun, eða lýsti óánægju sinni í fundargerð, þar til mánuði eftir að ég hætti. Þá er hægt að kenna mér um allt saman. Þetta dæmir sig sjálft.“ Afdrifarík ákvörðun Birgir segir þá ákvörðun að fella pakka upp að 10 kg undir alþjónustu – og láta sömu gjaldskrá gilda um allt land – hafa verið afdrifaríka. „Pólitíkin ákvað að lækka verðið en annars hefðum við þurft að láta kostnaðinn við að koma bréfi eða pakka frá Reykjavík til Vopna- fjarðar ráða og þá hefði pakkinn kostað 5.000 krónur en ekki 1.200 krónur og þá hefðum við lagt Ís- landspóst niður. En ég veit vel að það myndi henta þeim sem mest hafa gagnrýnt Póstinn. Hvað sem einhverri bókun líður var þetta óum- flýjanleg ákvörðun [að hafa sama verð um allt land vegna lagabreyt- ingarinnar] en það eru líka allir sam- mála um að lögin eru gölluð. Svo er spurning hvað á að gera ef þau eru afnumin. Hvaða kostnaður á þá að ráða? Er það hæsti kostnaður sem þýðir að fyrirtækið fer út af öllum mörkuðum og verður ógjaldfært? Eða samkeppnishæfasti kostnaður- inn sem þýðir þá að fyrirtækið er starfhæft?“ spyr Birgir sem hætti sem forstjóri síðasta haust. Var ekki ákvörðun forstjórans - Fyrrverandi forstjóri Íslandspósts segir stjórnmálamenn hafa ákveðið sama verð um allt land Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Stjórnandi Birgir var forstjóri Íslandspósts á árunum 2019 til 2020. Birgir Jónsson, fyrrverandi for- stjóri Póstsins, segist vera gerður að blóraböggli í málinu. „Ég hef verið forstjóri í mörgum fyrirtækjum og ætla að vera for- stjóri í fleiri fyrirtækjum. Eitt af lykilhlutverkum forstjóra er að vinna með og halda trúnaði við stjórn. En ég vakna upp einn góð- an föstudagsmorgun og les það á forsíðu Morgunblaðsins að það sé verið að væna mig um að hafa upp á mitt einsdæmi tekið ákvörðun um að verja fleiri hundruð millj- ónum, án þess að fara með það fyrir stjórn. Ég er með gögn til að sýna fram á hið gagnstæða og þetta er því atvinnurógur. Segjum að ég komi til álita í annað starf og svo er nafn mitt „gúglað“ og þá er það fyrsta sem kemur upp for- síðufrétt Morgunblaðsins um að Birgir hafi farið fram hjá stjórn. „Heyrðu, eigum við nokkuð að ráða þennan mann?“ gæti einhver spurt. Þessu verð ég að svara en með því að taka þessu þegjandi væri ég að samþykkja að svona hefði þetta gerst,“ segir Birgir sem tel- ur fundargerðir Póstsins villandi. „Ég er fullkominn blóraböggull. Fundarritari skrifar ítarlega fund- argerð. Hún fer svo til stjórnarfor- manns Póstsins sem býr hana þannig úr garði að hún geti farið í fundargerðarbók og verið undir- rituð af stjórn,“ segir Birgir sem telur fullvíst að Bjarni Jónsson hafi undirritað fundargerðina 7. desember í fyrra, en þar var Birgir sakaður um samráðsleysi. „Samkvæmt hlutafélagalögum eiga stjórnarhættir stjórnar og fundargerðir að stýra öllu í fyrir- tækjum. En ef aðrir hagsmunir stýra stjórnunum en hagsmunir fyrirtækisins veit ég ekki hvaða orð er hægt að nota yfir það – ein- hver myndi segja umboðssvik – en það eru alla vega aðrir hagsmunir en hagsmunir fyrirtækisins. Það er því ekki hægt að verjast því sem stjórnandi ef stjórnin leikur þann leik að geta síðan sagt að eitthvað hafi ekki verið í fund- argerðum,“ segir Birgir. Ef fund- argerðir Póstsins hefðu endur- speglað fundarefnið hefðu þær verið margfalt lengri en fundar- gerðirnar sem rata í fjölmiðla. Ásakanirnar „atvinnurógur“ VIÐBRÖGÐ BIRGIS VIÐ UMFJÖLLUN Morgunblaðið/Hari

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.