Morgunblaðið - 13.03.2021, Side 36

Morgunblaðið - 13.03.2021, Side 36
36 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. MARS 2021 Í dag kveðjum um við Kötlu vinkonu okkar til margra ára. Reyðarfjörður er okkar tenging en þangað flutti Katla 12 ára gömul ásamt fjölskyldu sinni. Persónu- töfrar hennar, hreinskilni og húm- or urðu til þess að allir löðuðust að henni og hún stimplaði sig inn í okkar litla heim og gerði hann áhugaverðari og skemmtilegri. Margs er að minnast þegar horft er til baka: Samverustundir í kjall- aranum í Ásgerði og í forstofuher- berginu sem Katla hafði út af fyrir sig á Símstöðinni. Tjaldútilegur bæði úti í garði sem og inni í Stuðl- um og ógleymanlegar útihátíðir á Eiðum og í Atlavík. Ballferðirnar á næstu firði og seinna í Hollý og Broadway þegar menntaskólinn tók við. Katla var einstaklega skemmtileg og jákvæð, ákveðin og fylgin sér sem voru kostir sem reyndust henni alla tíð vel. Hún hreif alla með útgeislun sinni og góðum gáfum. Hún lét alls staðar til sín taka hvar sem hún kom, lét aldrei erfið verkefni stoppa sig og hennar ríka réttlætiskennd kom sér vel í störfum hennar sem lög- fræðingur. Mannúðarmál voru henni hjartfólgin og verkefni henn- ar á því sviði ærin. Katla var fjöl- skyldu sinni og börnum mikil fyr- irmynd og ávallt þeirra stoð og stytta. Börnin og barnabörnin voru stolt hennar og yndi, allt skyldi gert til að þeim liði sem best. Hún var eins og ítölsk húsmóðir sem elskaði að hafa fjölskyldu og vini í kringum sig og eldaði ofan í allan skarann með bros á vör og kampavín í glasi. Matarboðin hjá henni voru einstök og hún kunni betur en flestir að taka á móti gest- um. Þegar við komum saman stóð Katla við matseld og sagði sögur af ferðalögum sem urðu ljóslifandi fyrir okkur. Við skáluðum og hrif- umst með. Já ferðalög voru hennar ástríða. Ítalía var uppáhaldslandið, Reyðarfjörður uppáhaldsfjörður- inn, Hádegisfjallið fallegasta fjall- ið, en bestur var Digranesvegurinn með börnunum. Lífið var Kötlu líka erfitt því stór og mikil áföll riðu yfir sem margir hefðu eflaust brotnað undan. Katla lét þó aldrei deigan síga, hélt ótrauð áfram með jákvæðni og Katla Þorsteinsdóttir ✝ Katla Þor- steinsdóttir fæddist 11. janúar 1964. Hún lést 1. mars 2021. Útför Kötlu fór fram 11. mars 2021. bjartsýni að leiðar- ljósi og sýndi óbil- andi styrk og þol. Allt sem hún tók sér fyrir hendur og allar áskoranir kláraði hún með glans. Hún tók þátt í hlaupum, einhenti sér í það eitt árið og eftir það var ekki aftur snúið. Þegar hún greindist með krabbamein tókst hún á við það af sömu bjartsýni og jákvæðni og áður þó að meinið hafi að lokum haft betur. Allan þann tíma var hún ákveðin í að lifa lífinu lifandi og fyrir það þökkum við í dag. Hún nýtti tíma sinn vel og kunni að njóta í núinu. Það er yndislegt til þess að hugsa að í fyrrasumar náði hún að heim- sækja Ítalíu með fjölskyldunni og síðustu vikunum eyddi hún með kærum vinkonum á Tenerife. Vinátta er dýrmæt og stórt skarð hefur verið höggvið í okkar hóp. Ánægju- og samverustundir verða seint fullþakkaðar og ein- stakt að hafa átt Kötlu að vinkonu. Henni til heiðurs munum við lyfta glösum og skála, þakklátar fyrir þá vináttu sem var. Hvíl í friði elsku Katla. Fjarðasystur, Aðalheiður (Alla), Margrét (Magga), Jóhanna (Hanna), Þóra og Anna Árdís. Góð vinkona okkar Katla verð- ur jörðuð í dag, 11. mars, hún and- aðist hinn 1. mars síðastliðinn löngu fyrir aldur fram eftir erfiða baráttu við krabbamein. Katla var hjartahlý, sjálfstæð, falleg og vinmörg. Við Þokurnar vorum svo heppnar að vera vinir hennar í gegnum tíðina. Katla var alltaf til í að gera eitt- hvað skemmtilegt og spennandi hvort sem það var með vinum sín- um eða fjölskyldu. Við sendum ættingjum og vin- um Kötlu okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Gulli og perlum að safna sér sumir endalaust reyna. Vita ekki að vináttan er verðmætust eðalsteina. Gull á ég ekki að gefa þér og gimsteina ekki neina. En viltu muna að vináttan er verðmætust eðalsteina. (Hjálmar Freysteinsson) Þokurnar Elín (Ella), Sigrún, Hjördís og Berglind. Við Katla vorum svilkonur og vinkonur. Þegar Katla kynntist Palla fylgdu draumaprinsinum ekki að- eins tvær gullfallegar dætur held- ur líka stórfjölskylda sem hún kunni vel að meta og vinátta sem skapaðist milli hennar og Möggu tengdamóður okkar. Magga var Kötlu fyrirmynd húsmóður, sem hélt fjölskyldunni saman og bjó yfir þeim ótrúlega hæfileika að geta töfrað fram mat og meðlæti fyrir gesti, sem oftar en ekki bar óvænt að garði. Fljótlega eftir að við Katla kynntumst hittumst við á sömu sjúkrastofu eftir óundirbúna og óvænta innlögn beggja á kvenna- deild LSH. Þar lögðum við grunn að traustu vináttusambandi, sem aldrei bar skugga á. Þegar kom að brúðkaupi mínu og Didda bróður Palla tók Katla að sér að vera svaramaður minn. Á leiðinni í kirkjuna fékk hún staðfest að hún hefði náð mikil- vægu prófi í lögfræðinni. Með góðu skipulagi kom hún mörgu skemmtilegu í verk fyrir utan nám og vinnu. Fjölskylda, vinir og samverka- menn nutu óspart góðs af þeim hæfileikum hennar í formi sam- veru, ferða og veisluhalda hjá listakokkinum Kötlu. Þegar áfallið vegna dauðsfalls Palla reið yfir komu styrkleikar Kötlu berlega í ljós. Ein með fjögur börn, í námi við HÍ, sem hún hélt ótrauð áfram í, blöstu fjárhagsvandræði við og hún íhugaði að selja nýbyggingu í Reynihvammi sem þau Palli höfðu festu kaup á saman. Ég fylgdist með fasteigna- markaðnum og leitaði þar til ég fann íbúð sem ég taldi hafa kosti umfram þá sem hún þurfti að selja, svo sem nálægð við skóla, útsýni og arin. Á vorkvöldi fórum við Katla í göngutúr frá Reynihvammi upp göngustíginn að Digranesvegi 46. Þar stoppuðum við, ég benti á miðhæðina, hún horfði upp að húsinu, hugsaði sig aðeins um og sagði: jú mér líst vel á þetta. Þar með var hún búin að taka ákvörð- un, dreif síðan í að fá að skoða íbúðina, festi kaup á henni, setti Reynihvamminn á sölu og hélt áfram í próflestri. Ekkja, einstæð móðir, nýút- skrifuð í atvinnuleit, bar höfuðið hátt, þótt oft væri þrengra í búi en margir áttuðu sig á. Það var ekki hennar stíll að biðja fólk að taka eitthvað með í veislur til sín. Eftir sem áður lagði hún áherslu á að sameina fjölskylduna og vini við matarborðið, eins og ítölsk „mama“. Kannski má segja að hún hafi ekki kunnað vel að biðja um að- stoð, en ef hún þáði vinargreiða kunni hún afskaplega vel að þakka fyrir sig. Hún valdi að lifa í lukku en ekki í krukku þar sem henni fannst áhyggjur best geymdar. Líf okkar Kötlu tvinnaðist áfram saman þegar við urðum samstarfskonur hjá Rauða kross- inum í Reykjavík. Á því tímabili barst stundum í tal hjá okkur að við hittumst of sjaldan sem vin- konur. Alltaf var nóg að gera og á þeim árum stofnaði hún nýja fjölskyldu með Benna. Eftir sem áður vorum við trúnaðarvinkonur, gátum deilt og treyst hvor annarri fyrir öllu sem skipti máli. Samkvæm sjálfri sér var ferða- flugan Katla í vinkonuferð fram á síðasta dag, kom heim, stoppaði í sólarhring, jörðin skalf en hún hélt áfram í nýja ferð frá eyjunni sem hún elskaði að ferðast til og frá. Kæra vinkona, svo mikið sem ég sakna þín gleðst ég yfir þeim forréttindum að hafa fengið að kynnast þér, styrk þínum og lífs- gleði, hafðu þökk fyrir allt og góða ferð. Elsku fjölskylda, megi allar góðar vættir styðja og styrkja ykkur öll. Kristín Helga Guðmundsdóttir. Fyrir hinn vel skipulaða huga er dauðinn ekkert annað en leiðin að næsta stórkostlega ævintýri. (J.K. Rowling) Það er gott að fá að kveðja í þökk fyrir góð og djúp sam- skipti á þínum síðustu vikum og með þakklæti fyrir allt sem var. Æðruleysi þitt var áberandi og þú tókst örlögum þínum með reisn sem er einungis á færi þeirra sem vita að þetta stutta líf okkar er einungis lítið brot af eilífðinni. Hafðu þökk fyrir allt og allt, Garðar minn, og njóttu af öllu hjarta nýja ævintýrisins. Kærleikskveðja, Linda. Trans – miðlun Opna heima færa nær dauðans leyndin rofin vekja augu andans blær upplokin hugar hofin. Flett af hel og hugarsátt lífið dauðinn gefur ástvinur frá heimi hátt umfaðmað þig hefur. Man þá hvert þitt helgað mál opinn faðmur, hjarta. Og tekur móti hverri sál frá landi himinn bjarta. (Garðar Jónsson) Það var fyrir allmörgum ár- um að leiðir okkar Garðars lágu saman. Margt áttum við sam- eiginlegt, ungir menn á svip- uðum aldri, fjölskyldur að ala upp börn sín og stunda vinnu eins og gengur. Eitt var það þó sem batt okkur saman sterkum vina- böndum, það var áhugi okkar á spíritismanum. Vera okkar í þessu jarðlífi, hvaðan við kæm- um, en ekki hvað síst hvað tæki nú við þegar jarðvistinni lyki. Hann hafði haft sterkar teng- ingar við andans heima allt sitt líf og var orðinn sterkt miðils- efni. Ég hafði kynnst andaheimum vegna einlægs áhuga á því óút- skýranlega og rannsókna á þessu spennandi fyrirbæri, ef hægt er að segja sem svo. Áhugi okkar beggja var mik- ill á því að leggjast í rannsóknir á þessu sviði, svipað og áður hafði verið gert hér á landi. Og svo var gert. Rannsókna- og þjálfunarhringur var stofnaður með sterkum einstaklingum, þar sem hver hafði sitt hlut- verk. Fundir voru hljóðritaðir og útdrættir ritaðir. Það var síðan mitt hlutverk milli funda að sannreyna það sem fram hafði komið, með lestri, viðtölum og eftirgrennslan. Ekki var hægt að rannsaka allt er fram kom. En mjög stóran hluta þeirra skilaboða er fram komu var hægt að færa sönnur á. Þessi hringur var góður undirbúning- ur fyrir komandi starf trans- miðilsins. Ég varð þeirrar gæfu aðnjót- andi að starfa áfram með Garðari, ásamt mörgu öðru góðu fólki í allmörg ár eftir þetta. Kynntist því einstaka sambandi sem varð til milli heimanna tveggja, í gegnum hans transmiðilssamband. Það var í mínum verkahring að taka á móti gestum fyrir fundi, kynna þeim það sem fram færi og veita síðan upplýs- ingar eftir fundi. Miðillinn sjálf- ur hitti afar sjaldan fundar- gesti. Garðar Jónsson ✝ Garðar Jónsson fæddist 21. jan- úar 1966. Hann lést 1. mars 2021. Útförin fór fram 12. mars 2021. Mjög oft kom það fyrir eftir fundi og reyndar einnig meðan á þeim stóð að kær- leikstár sáust á hvarmi gestanna. Brosin voru breiðari en áður og faðmlögin voru sterkari og hlýrri. Ef hægt er að segja að kærleik- urinn sé áþreifanlegur, þá var hann það á þessum stundum. Þar reis transmiðilssamband Garðars Jónssonar einna hæst í mínum huga. Nú er þessi vinur minn og fé- lagi kominn yfir á Bláu eyjuna, eins og mörg okkar kalla þann stað er tekur við eftir jarðlífið. Nokkuð viss er ég um að ekki mun líða á löngu þar til Garðar og hans samband munu láta að sér kveða á nýjum vettvangi. Það er einmitt þessi vissa um framhaldslífið sem styrkir mig á stundum sem þessari og von- andi einhvern annan. Ég kveð þig að sinni, elsku vinur, og ekki verður þess langt að bíða að við tökum upp þráð- inn þar sem frá var horfið. Aðstandendum og vinum Garðars færi ég hjartans sam- úðarkveðjur. Sigurbjörn Guðmundsson. Í mars 2002 gekk 18 ára sveitastrákur inn í Járnblendi- verksmiðjuna á Grundartanga. Fram undan var fyrsta vinnu- törnin á B-vaktinni. Á móti mér tók Garðar Jónsson sem tók að sér að þjálfa mig í útsteypingu, töppun og rakstri á næstu vik- um. Þetta voru mín fyrstu kynni af Garðari og ég get sagt að ég var heppinn með þjálfara, því Garðar hafði sitt lag á þjálf- un nýrra starfsmanna sem hentaði mér mjög vel. Við þjálf- un nýrra starfsmanna er stuðst við gátlista og í lok þjálfunar gefur þjálfarinn umsögn um ný- liðann. Í minni umsögn stóð meðal annars: „Steinar þarfn- ast frekari þjálfunar og reynslu á vinnuvélar, hann getur verið frekar klaufskur.“ Þetta rann ekki vel ofan í sveitadrenginn á þessum tíma, en seinna skildi ég að þarna skein í gegn húmor Garðars. Í dag þykir mér mjög vænt um þessa umsögn og geymi enn. Þegar ég hugsa til baka til tímans á B-vaktinni er alveg ljóst að Garðar var ekki á þeim stað þar sem hans metnaður og hæfileikar nutu sín sem best. Leiðir okkar lágu svo saman aftur 2007 þegar ég var ráðinn sem EBS-þjálfari við hlið Garð- ars og hafði Garðar þá starfað sem EBS-þjálfari í einhvern tíma. Þarna voru hæfileikar Garðars vel nýttir og má segja að hann hafi blómstrað. Margt gott sem hann gat til lykta leitt í gegnum starf sitt og sérstak- lega sinnt þjálfun og uppbygg- ingu endurbótakúltúrs hjá starfsmönnum Elkem. Grunnur að kúltúr sem er enn við lýði í dag. Síðan ég heyrði af fráfalli Garðars hefur hugur minn leit- að til þessa tíma 2007 til 2009. Þetta var ofboðslega skemmti- legur og gefandi tími. Skemmti- legustu minningarnar tengjast útgáfu vikulegs EBS-frétta- blaðs sem Garðar kom á lagg- irnar. Enda hafði hann mikinn og sterkan áhuga á ljósmyndun, tölvum og grafískri vinnu. Þetta var hluti af okkar starfi að púsla þessu blaði saman, sem gat verið oft og tíðum mjög spaugilegt. Garðar hafði mikinn húmor og skein margt af hon- um í gegnum greinar og mynd- ir í blaðinu. Á þessum tíma tók Garðar mikið af myndum bæði af vélum, svæðum og starfs- mönnum. Þessar myndir geyma merkilegar heimildir og vottun á þeim miklu endurbótum sem áttu sér stað á þessum tíma. Garðars minnist ég fyrst og fremst sem frábærs samstarfs- félaga. Það er nauðsynlegt að hafa félaga sem ögrar manni og hefur ekki endilega sömu sýn á hlutina og maður sjálfur. Það er gefandi og það er það sem Garðar gaf mér. Fjölskyldu Garðars sendi ég mínar dýpstu samúðarkveðjur. Hvíl í friði vinur og sjáumst seinna í sumarlandinu góða, eða á þeim vettvangi sem þú kýst. Benedikt Steinar Benónýsson. Það varð fljótt ljóst þegar Garðar hóf störf hjá viðhalds- stöð Icelandair í Keflavík að þar var á ferðinni mikill fag- maður sem myndi reynast okk- ur vel í málefnum tengdum ör- yggismálum starfsmanna. Árangurinn sem hann náði hjá okkur í viðhaldsstöðinni í Kefla- vík var frábær og varð mikil vitundarvakning á þeim tíma sem hann starfaði hjá okkur. Þegar faraldurinn kom upp á síðasta ári var Garðar snöggur til og var á nokkrum dögum bú- inn að útbúa ítarlega viðbragðs- áætlun með litakóðakerfi, sem við innleiddum og unnum eftir og vinnum enn eftir. Það var ekki sjálfgefið að geta haldið úti starfsemi þar sem 200 starfsmenn mæta til vinnu á hverjum degi en það tókst og á Garðar stóran hlut í þeim árangri. Í lok þess skrítna árs 2020 kom Garðar til mín eins og svo oft áður en í þetta skiptið til- kynnti hann mér um veikindi sín. Næstu mánuði töluðum við oft saman í síma og má segja að í hverju símtali hafi horfurnar um bata versnað. Ég spurði Garðar reglulega að því hvernig hann færi að því að vera svona jákvæður þrátt fyrir stöðuna. Hann svaraði því til að hann ætti svo yndislega fjölskyldu sem styddi hann vel. Það var því aldrei í hans huga að breiða sængina upp fyrir haus heldur taka þetta á jákvæðninni. Tíu dögum fyrir andlát Garð- ars varð ég þeirrar gæfu að- njótandi að hitta hann ásamt Guðmundi Geir, vinnufélaga Garðars. Við mæltum okkur mót klukkan 13 á sjúkrahúsinu á Akranesi og við pössuðum okkur á að leggja af stað með góðum fyrirvara því við vissum að Garðar yrði ekki ánægður með okkur ef við yrðum seinir. Þegar við erum rétt komnir út úr göngunum, 20 mínútur í eitt, spyr ég Gumma, hvort við hefðum kannski átt að hringja áður en við lögðum af stað, bara til að athuga hvort Garðar treysti sér til að hitta okkur. Ég var varla búinn að ljúka setningunni þegar síminn hringdi. Þar var Garðar sjálfur að athuga hvort við værum ekki örugglega á leiðinni. Þetta lýsir Garðari vel en í störfum sínum hjá Icelandair lagði Garðar mikið upp úr stundvísi og var hann alltaf mættur fyrstur á vikulegu fundina okkar þannig að þetta kom ekki á óvart. Það sem ég hélt að yrði í mesta lagi 30 mínútna heim- sókn til Garðars varð að þriggja klukkustunda samtali okkar fé- laganna, þar sem Garðar reytti af sér sögurnar og var mikið hlegið. Við kvöddumst svo með þéttu, sprittuðu handtaki þar sem við gerðum okkur grein fyrir því að mögulega væri þetta í síðasta skiptið sem við sæjumst. Fyrir hönd Icelandair votta ég fjölskyldu Garðars og vinum okkar dýpstu samúð. Minningin um góðan mann mun lifa með okkur. Kveðja, Einar Már Guðmundsson, forstöðumaður viðhalds- sviðs Icelandair. Minningarvefur á mbl.is Minningar og andlát Vefur þar sem er sameinað efni sem snýr að andlátum og útförum. Þar eru birtar andláts-, útfarar- og þakkartilkynningar sem eru að- gengilegar öllum en auk þess geta áskrifendur lesið minningargreinar á vefnum. " 3,0'*2 ,5 (1 .''( *!!4&)#'/(5 *2 þjónustuaðila sem aðstoða þegar andlát ber (1 +-'%*2 $/ (15(5 /(/'4,/(5 *!!4&)#'/(5 ætlaðar aðstandendum við fráfall ástvina. www.mbl.is/andlát

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.