Morgunblaðið - 13.03.2021, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. MARS 2021
Það er með djúpu
þakklæti og kærleik
í hjarta sem ég
hugsa til Ólafíu
Helgadóttur, Lóu á
efri hæðinni. Þegar
við Dagur fluttum á miðhæðina á
Ölduslóð 26, fyrir um tíu árum,
þekkti ég aðeins til Lóu. Það var í
gegnum móðurbróður minn sem
hafði unnið í fyrirtæki hennar og
manns hennar, Ragnars Björns-
sonar heitins. Pabbi minn kynntist
einnig þeim heiðurshjónum og bar
þeim ávallt vel söguna enda áttu
þau saman margar vel heppnaðar
veiðiferðir. Eftir að við vorum
flutt á Ölduslóðina fékk ég fyrst að
kynnast Lóu, hennar einstaklega
léttu lund, bjartsýni, gleði og
þakklæti. Ég dáðist strax að þess-
ari einstöku konu og hreifst af
glæsileika hennar og dugnaði sem
hún sýndi upp á hvern dag árið um
kring. Hún sá um að húsið væri
alltaf fallega skreytt með blómum
fyrir hverja árstíð sem við íbúar
hússins og nágrannar hennar nut-
um góðs af.
Við Lóa höfðum báðar jafn
gaman af því að tala um gamla
tímann í Hafnarfirði og áttum við
ótal stundir saman yfir kaffibolla
þar sem við ræddum um ýmislegt
sem ekki er hægt að lesa í bókum
og leysti hún fyrir mig margar
gáturnar er tengdust sögu
Hafnarfjarðar. Lóa var Hafnfirð-
ingur í húð og hár. Ég gat setið
löngum stundum hjá henni og
hlustað á frásagnir hennar, eins
og t.d. um ferðalagið hennar sjó-
leiðina til Ameríku áleiðis til Kan-
ada. Þar nam Kristjana systir
hennar barnalækningar og var
þessi ferð í kringum 1950 heilmikil
ævintýraför. Það var einkar
áhugavert að heyra myndrænar
lýsingar Lóu á fjölskyldulífinu
þegar hún var að alast upp og hug-
ljúft að hlusta á frásagnir hennar
af umhyggjunni og ástinni sem
ríkti á heimili hennar og hve ná-
grannakærleikurinn var mikill.
Dæmi um það var þegar setja átti
upp vetrargluggana á Austurgötu
45, æskuheimili Lóu. Komu þá ná-
grannarnir og réttu hjálparhönd
til að flýta fyrir verkinu. Og falleg
lýsing hennar þegar faðir hennar,
Helgi í Dverg eins og hann var oft-
ast nefndur, lagði dúnsængur
systranna á heitan ofninn áður en
þær lögðust upp í svo þær fengju
hlýjuna yfir sig á köldum vetrar-
kvöldum. Og frásagnir af móður
Lóu, Þóru, sem hún talaði svo hlý-
lega um. Þóra bar ávallt íslenskan
búning, upphlut, nema á mánu-
dögum því þá var þvottadagur og
klæddist hún þá hvítum slopp.
Lóa gekk í kaþólskan skóla St.
Jósefssystra. Ekki var fjölskyldan
þó kaþólsk. Þegar ég spurði Lóu
hvers vegna hún og systur hennar
voru ekki sendar í Barnaskólann
sem var nýreistur nánast í bak-
garðinum var svarið eitthvað á þá
leið að foreldrum hennar líkaði
ekki við skjólastjórn Barnaskól-
Ólafía
Helgadóttir
✝
Ólafía Helga-
dóttir fæddist
28. ágúst 1924. Hún
lést 5. mars 2021.
Útförin fór fram
12. mars 2021.
ans. Ekki þótti Lóu
það miður að þurfa
að ganga lengri
vegalengd í skóla.
Hún var hæstánægð
með sína barna-
skólagöngu hjá þeim
St. Jósefssystrum.
Aldrei heyrði ég Lóu
tala illa um nokkurn
mann. Hún talaði
ævinlega fallega um
fólk og augun tindr-
uðu þegar hún minntist á foreldra
sína, systur og Ragnar sem voru
henni afar kær. Dætur hennar,
tengdasynir og barnabörn voru
henni það dýrmætasta í lífinu. Ég
skynjaði það fljótt hvað Lóa var
mikil félagsvera og elskaði að hafa
fólk í kringum sig og sé fyrir mér
að hún verður umvafin sínum nán-
ustu sem farnir eru á undan henni
í Sumarlandið. Við kveðjum Lóu
með söknuði en þökkum fyrir
þann dýrmæta tíma sem við feng-
um með henni. Birnu, Helgu og
fjölskyldum vottum við okkar
dýpstu samúð. Megi ljósið sem
fylgdi Lóu og hlýjar minningarnar
um hana lifa með okkur um
ókomna tíð.
Rósa og Dagur.
Endurminningin merlar æ
í mánasilfri hvað sem var,
yfir hið liðna bregður blæ
blikandi fjarlægðar,
gleðina jafnar, sefar sorg;
svipþyrping
sækir þing
í sinnis hljóðri borg.
(Grímur Thomsen)
Aldur er afstæður og það sann-
aðist vel þegar við Lóa sem hér er
kvödd hittumst fyrst fyrir 15 ár-
um. Þessi síunga og glæsilega
kona var 26 árum eldri en ég, var
einhvern veginn alveg aldurslaus
og varðveitti barnið svo vel í sér.
Mig langar með örfáum orðum að
þakka fyrir skemmtilegar sam-
verustundir og vináttu í minn
garð. Hún hét fullu nafni Ólafía
Helgadóttir en var aldrei kölluð
annað en Lóa. Hún var fædd og
uppalin í Hafnarfirði og vildi
hvergi annars staðar vera. Lóa
var gæfumanneskja að eigin sögn,
góðir foreldrar, áhyggjulaus æska
og yndislegur eiginmaður sem
hún hitti seinna en gerðist og gekk
á þeim árum en hann var sann-
arlega þess virði sagði mín kona.
Ragnar og Lóa nutu lífsins
saman, það var jafnræði með þeim
og áhugamálin sameiginleg, má
þar nefna dans og veiðar. Þau
eignuðust dæturnar Helgu og
Birnu sem færðu þeim ómælda
gleði og síðar barnabörnin fjögur.
Við Lóa hittumst að jafnaði tvisv-
ar í mánuði og yfirleitt þegar ég
mætti var tónlistin í botni. Og þá
oftar en ekki Bjarni Ara. Síðan
settumst við, við stofugluggann,
hlógum og höfðum gaman og
horfðum yfir fjörðinn fagra sem
okkur báðum er svo kær.
Að leiðarlokum þakka ég fyrir
einstaka vináttu og óska Lóu
minni góðrar ferðar og guðs bless-
unar. Birnu minni, Helgu og öllum
ættingjum og vinum sendi ég ein-
lægar samúðarkveðjur.
Ásta Michaelsdóttir.
✝
Anton Jó-
hannsson
fæddist 9. október
1930 á Siglufirði.
Hann lést á Heil-
brigðisstofnun
Norðurlands
Siglufirði 5. mars
2021. Foreldrar
Antons voru hjón-
in Sigríður Gísla-
dóttir, f. 13. ágúst
1905, d. 17. febr-
úar 1998, og Jóhann Gunn-
laugsson, f. 6.
febrúar 1907, d.
26. mars 1944.
Útförin fer fram
frá Siglufjarð-
arkirkju í dag, 13.
mars 2021, klukk-
an 11.
Slóð á streymi:
https://youtu.be/
LjEsV7ju0fo
Hlekk á streymi
má finna á
www.mbl.is/andlat/
Elskulegur frændi okkar er
fallinn frá. Það situr eftir tóma-
rúm sem við getum svo innilega
fyllt með góðum minningum. Allt-
af vorum við velkomin til ykkar
mömmu þinnar á Hverfisgötunni
og áttum þar margar góðar stund-
ir. Elsku Toni frændi, þær hafa ef-
laust tekið á móti þér mamma og
Sigga.
Hvíl í friði kæri vinur.
Margrét, Ómar og Óskar
Frændi okkar Anton V. Jó-
hannsson lést á Sjúkrahúsi Siglu-
fjarðar föstudaginn 5. mars eftir
stutta legu, 90 ára að aldri. Toni,
eins og hann var ávallt kallaður,
var fæddur á Siglufirði 9. október
1930. Hann var sonur hjónanna
Sigríðar Gísladóttur og Jóhanns
Gunnlaugssonar, beggja ættaðra
úr Skarsdal.
Toni stundaði almenn störf á
Siglufirði með námi sínu þar til
hann hafði lokið stúdentsprófi frá
Menntaskólanum á Akureyri og
kennaraprófi frá Kennaraskóla Ís-
lands.
Að loknu kennaraprófi hóf hann
kennslu við Gagnfræðaskóla
Siglufjarðar. Eftir nokkur ár varð
hann kennari við Barnaskóla
Vopnafjarðar. Næst tók Toni að
sér stjórn heimavistarskóla að
Steinsstöðum í Skagafirði. Loks
sneri hann aftur til heimastöðv-
anna og hóf kennslu að nýju á
Siglufirði. Þar kenndi hann við
góðan orðstír til loka kennslu- og
starfsferils síns.
Toni þótti ávallt samviskusam-
ur og góður kennari. Hann lagði
rækt við að sinna nemendum sín-
um sem best og hjálpa þeim og
hvetja til dáða. Hann var farsæll í
starfi og naut trausts meðal nem-
enda og samstarfsmanna.
Tona var margt til lista lagt og
kom hann víða við á sinni löngu
starfsævi. Hann var kominn af
góðum smiðum og var sjálfur afar
handlaginn. Árum saman kenndi
hann handmennt, sem hann hafði
mikla ánægju af. Hann var hæg-
látur og rólegur maður með gott
skopskyn, ávallt jákvæður, bjart-
sýnn og glaður í viðmóti.
Toni sinnti norrænu samstarfi
mjög vel áratugum saman. Á efri
árum tók hann saman við danska
vinkonu sína, Inger Krogsgaard,
sem þá var orðin ekkja. Þau
bjuggu saman í mörg ár, á Siglu-
firði á sumrum og í Danmörku á
vetrum. Inger er góð kona sem
reyndist Tona afar vel. Hún á
stóra fjölskyldu sem tók honum
opnum örmum. Hann fór oft á
fundi og samkomur hjá eldri borg-
urum í Danmörku og sagði þá
ýmsar sögur frá Íslandi. Hann
fékk góða áheyrn og iðulega var
skálað í lokin að hætti Dana sem
hann kunni vel að meta.
Skógrækt var eitt af hans fjöl-
mörgu áhugamálum. Hann gerðist
einn af forystumönnum við skóg-
rækt í landi Skógræktarfélags
Siglufjarðar í Skarðsdal. Þar
höfðu forfeður hans í báðar ættir
búið. Nú er þessi unaðsreitur, sem
þeir Jóhann Þorvaldsson og síðan
Toni komu af stað og unnu að
löngum stundum áratugum sam-
an, orðinn mikil prýði í bæjarland-
inu. Staður sem fjöldi íbúa og
gesta nýtur á góðviðrisdögum.
Toni sat í fjölda nefnda á vegum
Alþýðuflokks Siglufjarðar og var
einnig á tímabili varamaður
flokksins í bæjarstjórn. Hann var
virkur félagi, m.a. ritari flokksins
um árabil.
Toni var ákaflega hlýr og góður
frændi okkur yngri frændum sín-
um. Hann var ávallt rólegur mað-
ur og vandaði sitt málfar og alla
framkomu í hvívetna. Við kveðjum
elskulegan frænda okkar með
þakklæti og virðingu eftir ævilöng
og góð kynni.
Gunnlaugur Sigurðsson,
Jón Sigurðsson og fjölskyldur.
Látinn er á Siglufirði Anton Jó-
hannsson. Anton starfaði við
barnakennslu alla sína ævi en átti
mörg áhugamál sem hann sinnti af
einlægni og óeigingirni.
Fyrst ber að telja skógræktar-
áhugann en hann var formaður
Skógræktarfélags Siglufjarðar
um árabil og gaf sig mjög að rækt-
unarmálum í Skarðdalsskógi og
hélt þannig merki Jóhanns Þor-
valdssonar á lofti eftir hans dag.
Þá var Anton virkur í norrænni
samvinnu og sinnti hann nokkuð
vinabæjastarfi fyrir hönd heima-
bæjar síns. Stjórnmál voru honum
hugstæð og gaf hann sig mikið að
starfi Alþýðuflokksins á árum áð-
ur og sat um skeið í bæjarstjórn
Siglufjarðar. Síðast en ekki síst
áttu saga staðarins og safnamál
mikil ítök í Antoni. Það er á því
sviði sem við undirrituð minnumst
hans sérstaklega – og hvernig
hann kom að uppbyggingu Síld-
arminjasafnsins.
Það var í gegnum flokkstarfið
að Anton valdist til setu í þeirri
nefnd bæjarins sem hafði með
safnmál að gera og gegndi þar for-
mennsku í nokkur ár. Það val
byggðist á rótgrónum og einlæg-
um áhuga hans á því að sjá safn
rísa um sögu Siglufjarðar. Ekki
spillti það fyrir hugsjóninni að
snemma var gamli Ísfirðinga-
braggi (Róaldsbrakki) friðlýstur í
því skyni að hýsa safnið. Það var
einmitt á Ísfirðingastöðinni sem
Anton hafði unnið í síld sem ungur
maður hjá Kristjáni Sigurðssyni á
Eyri, planformanni. Kristján var
lengi einn helsti forvígismaður
jafnaðarmanna á staðnum auk
þess að þeir Anton voru bundnir
sterkum fjölskylduböndum. Ant-
on var einn þeirra sem unnu að
björgun braggans sumarið 1985
þegar nokkrir bæjarbúar tóku til
við að flikka upp á hann og mála
þegar mikið lá við að forða honum
frá niðurrifi.
Því lá það beint við að Anton
gengi til liðs við hina nýju hreyf-
ingu bæjarbúa í september 1989
þegar stofnað og skipulagt var
áhugamannafélag til uppbygging-
ar safns. Og sá sem vanur var
margs konar félagsstörfum var
valinn til að sitja á gjaldkerastóli
stjórnar. Það var kannski þá sem
framtíðin var ráðin í raun: áhugi,
samstaða og einlægur vilji stjórn-
armanna skapaði það traust sem
sannfærði bæjarstjórnendur og
almenna bæjarbúa um að safn um
sögu Siglufjarðar hefði mikla þýð-
ingu. Innan fáeinna ára, þegar mál
voru komin á verulegan rekspöl,
baðst Anton undan frekari störf-
um fyrir safnið til þess að geta
helgað alla krafta sína hugsjóninni
um skógræktina í Skarðdal.
Við undirrituð þökkum Antoni
Jóhannssyni kærlega fyrir mikil-
vægt framlag hans til uppbygg-
ingar Síldarminjasafns Íslands.
Anita Elefsen safnstjóri,
Örlygur Kristfinnsson.
Anton Jóhannsson
FALLEGIR LEGSTEINAR
Auðbrekku 4, 200 Kópavogi, sími: 537-1029, www.bergsteinar.is
Á góðu verði
Verið velkomin
Opið: 13-16 virka daga
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
HAFSTEINN ERLENDSSON,
vélvirki og iðnskólakennari,
lést á hjúkrunarheimilinu Hömrum
Mosfellsbæ föstudaginn 26. febrúar.
Hann verður jarðsunginn í Mosfellskirkju mánudaginn 15. mars
kl. 15. Vegna fjöldatakmarkana verður útförinni streymt.
Eyrún Björg Hafsteinsdóttir Neil Roxburgh Clark
Jón Grétar Hafsteinsson Dóróthea Júlía Siglaugsdóttir
Sigrún Hafsteinsdóttir Úlfar Finnbjörnsson
barnabörn og barnabarnabörn
Elskuleg dóttir okkar,
SARAH D. BJORGVINSSON,
lést miðvikudaginn 17. febrúar á heimili sínu
í Sleights á Englandi.
Bálför fór fram ytra.
Kristján Björgvinsson Elínborg Sigurðardóttir
Elskulegur faðir minn, tengdafaðir, afi,
bróðir og mágur,
DAVÍÐ AÐALSTEINN SVERRISSON,
lést á hjúkrunarheimilinu Mörk
fimmtudaginn 25. febrúar.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Karl Kristján Davíðsson Kolbrún Guðmundsdóttir
Tristan Karlsson
Kolbeinn Friður Karlsson
Salka Snæbrá Hrannarsdóttir
Sigríður María Sverrisdóttir Hjalti Þorvarður Magnússon
Sverrir Þórarinn Sverrisson María Pálmadóttir
Torfi Ólafur Sverrisson Inga Björg Sverrisdóttir
Elsku pabbi okkar, tengdapabbi og afi,
SIGURÐUR PÉTURSSON,
er látinn.
Hólmfríður Sigurðardóttir Kristján Freyr Helgason
Margrét Sigurðardóttir Pétur Gauti Hreinsson
Pétur Sigurðsson
og barnabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
ÆVAR GUÐMUNDSSON,
lést á Droplaugarstöðum þriðjudaginn
9. mars.
Laufey Barðadóttir
Þuríður Ævarsdóttir
Ragnheiður M. Ævarsdóttir Gísli Baldvinsson
Þórdís L. Ævarsdóttir Bjarki Stefánsson
Ævar Gunnar Ævarsson Helga G. Óskarsdóttir
og barnabörn
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
MARGRÉT JÓNA FINNBOGADÓTTIR,
Barðastöðum 11, Reykjavík,
lést á Landspítalanum 28. febrúar.
Útför hennar fer fram frá Áskirkju
þriðjudaginn 16. mars klukkan 13.
Guðbjörg Runólfsdóttir
Magnús Rúnar Runólfsson
Margrét Runólfsdóttir
Sigurður Heimir Runólfsson Gerður Helga Ásgeirsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn