Morgunblaðið - 13.03.2021, Side 43

Morgunblaðið - 13.03.2021, Side 43
TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Arnar Guðjónsson er óþarfi að kynna í löngu máli. Rokkstjarna með Leaves og Warmland, upp- tökustjóri með stóru U-i, sóló- tónlistarmaður og margt margt fleira. Eitt af því sem hann hefur sinnt af krafti undanfarin ár er samning tónlistar við myndir franska leikstjórans Thierrys Roberts en sú nýjasta tekur á svefni og svefnleysi. Upplýsingar um þennan þátt í glæstum ferli Arn- ars eru af skorn- um skammti og því ákvað pistilritari einfaldlega að slá á þráðinn til nafna síns og Lauf- skáladrengs: „Þetta eru nú orðnar fimm myndir,“ segir Arnar en þær eru L’homme qui voulait plonger sur Mars (2017), Dream Babies (2017), France terres sauvages: La forêt (2019) og svo sú nýjasta, Dormir à tout prix (2020) sem er í sérstökum fókus hér. Arnar nefnir svo fimmtu myndina en tónsporið fyrir þá mynd er styttra en í nefnd- um myndum en mun engu að síður koma út. „Og svo er þriggja þátta sería í vinnslu líka sem ég var að hefja vinnu við.“ Arnar segir að hann hafi síðan gefið þetta efni út eins og um plötu eftir hann væri að ræða. Gengið er frá umslagshönnun í þeim anda og svo er hægt að nálgast plöturnar á helstu streymisveitum. Höfgi bundin listasmíð Arnar segist njóta þess mjög að vinna með Robert. Hann sé metnaðarfullur og berjist fyrir því að myndir hans státi af vel unnu tónspori. Þetta sé óvanalegt í heim- ildarmyndagerð þar sem fólk freistist oft til að sækja í þar til gerða tónlistarbanka til að fylla út í hljóðmyndina. „Robert kemur hins vegar til mín þegar ég er að fullvinna tónlist- ina og leggur gjörva hönd á plóg. Við náum vel saman og það er gott flæði í vinnunni. Það er bæði dýr- mætt og gefandi. Ég hef prófað hitt, að vinna með leikstjóra þar sem þessu var ekki að heilsa og þá verða hlutirnir erfiðir og stífir.“ Kvikmynda- og sjónvarpstón- list þarf jafnan að taka mið af þeim myndfleti sem hún á að styðja við en Arnar segir að listræn útrás sé engu að síður innifalin í pakkanum. „Kosturinn er að maður er leiddur í tilbúinn sandkassa sem maður fær svo að leika sér í. Hljóðpallettan sem ég bý til tekur því mið af ein- hverjum punkti, hefur eitthvert viðnám í stað þess að vera alveg opin líkt og þegar maður fer í sjálf- stæðar sólóplötur.“ Hann segist vel vera til í að gera meira af þessu og sjái fyrir sér að hann snúi sér oftar að þessu þeg- ar poppinu fer að sleppa. Og hann er æðrulaus gagnvart framtíðinni. „Ég væri t.d. alveg eins til í að gera tónlist við leiknar kvikmyndir en það er alls ekkert metnaðarmál. Mér er sama hvar tónlistin mín end- ar, þannig séð, svo fremi sem hún er mín.“ Arnar býr yfir persónulegum stíl í þessari tónlist sinni sem má að einhverju leyti rekja til fortíðar hans sem er æði fjölskrúðug. Hann getur leitað í dauðarokkspott, mel- ódíska skjóðu og listrænan soðning jöfnum höndum. Dormir à tout prix opnar t.d. með „Awake or Asleep“ hvar heyra má óþægilegt hljóð, líkt og tuttugu manns séu að strjúka fiðluboga við trommudiska á sama tíma („ég var að hugsa um þetta furðulega svefnrofsástand,“ segir Arnar). Platan, sem samanstendur af ellefu hlutum, snertir svo á ýms- um tónrænum þáttum, er naum- hyggjuleg og transbundin, falleg og melódísk, ógnvænleg jafnvel og undurfurðuleg. Andinn fylgir hér efninu og það bókstaflega. » Hljóðpallettan sem ég bý til tekur því mið af einhverjum punkti, hefur eitthvert viðnám í stað þess að vera alveg opin. Hinn fjölsnærði Arnar Guðjónsson hefur unn- ið náið með franska heimildarmyndagerð- armanninum Thierry Robert undanfarin ár og tónsett þó nokkrar myndir eftir hann. Vakinn Arnar Guðjónsson sefur lítið ef marka má afköstin hjá honum. MENNING 43 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. MARS 2021 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is TRYGGÐU ÞÉR MIÐA INNÁ sýnd með íslensKu og ensKu talı FRÁBÆR MYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI. FRANCESMcDORMAND MYND EFTIR CHLOÉ ZHAO PEOPLE’S CHOICE AWARD TORONTO FILM FESTIVAL SIGURVERARI GOLDEN LION BEST FILM VENICE FILM FESTIVAL SEARCHLIGHT PICTURES PRESENTS A HIGHWAYMAN HEAR/SAY COR CORDIUM PRODUCTION "NOMADLAND" DAVID STRATHAIRN LINDA MAY SWANKIEFRANCES MCDORMAND TAYLOR AVA SHUNG EMILY JADE FOLEY GEOFF LINVILLECO-PRODUCERS JOSHUA JAMES RICHARDSDIRECTOR OFPHOTOGRAPHY FRANCES MCDORMAND PETER SPEARS MOLLYE ASHER DAN JANVEY CHLOÉ ZHAOPRODUCEDBY JESSICA BRUDERBASED ON THEBOOK BY CHLOÉ ZHAOWRITTEN FOR THE SCREEN,DIRECTED, AND EDITED BY SIGURVERARI EVENING STANDARDTHE GUARDIAN TOTAL FILM THE DAILY TELEGRAPH TIME OUTEMPIRE 7 TILNEFNINGAR TIL BAFTA VERÐLAUNA M.A. BESTA MYND ÁRSINS 94% 95% 72% Derek Mundell opnar sýningu sína Úr alfaraleið í dag, laugardag, kl. 14 í Galleríi Göngum í Há- teigskirkju. Hann sýnir 32 vatnslitamyndir unnar bæði á vatnslitapappír og á Yúpó-plastpappír og viðfangs- efnið einkum íslenskt landslag en einnig má sjá nokkrar ljóðrænar ab- strakt-myndir. „Sum eiga þau upp- runa sinn í ljósmyndum og skissum af ákveðnum stöðum á landinu en önnur eru minningar, ímyndaðir staðir og sjónhendingar sem verða til í huganum en rata svo á pappírinn,“ segir Derek m.a. um verk sín og að í hans huga krefjist íslenskt landslag þess að vera túlkað í stóru sniði. Derek flutti til landsins fyrir nær 50 árum og segist strax hafa áttað sig á því að íslenskt landslag væri gjörólíkt hinu breska og þá m.a. í lit- brigðum sínum. Derek sýnir í Göngum Derek Mundell Unnar Örn Auð- arson, sýningar- stjóri og mynd- listarmaður, veitir leiðsögn um sýninguna Teiknað fyrir þjóðina – Mynd- heimur Halldórs Péturssonar á morgun, sunnu- dag, kl. 14. Er það jafnframt síðasti sýningardag- urinn í Myndasal safnsins. Sýningin er yfirlitssýning á verkum Halldórs og þar eru sýndar teikningar, skiss- ur og fullunnin verk hans frá barn- æsku til æviloka. Aðgöngumiði í safnið gildir í leiðsögnina og ókeyp- is aðgangur fyrir handhafa árs- korts og börn að 18 ára aldri. Þjóðminjasafni Íslands er heimilt að taka á móti 200 gestum að há- marki í hverju rými sem uppfyllir skilyrði um fjölda fermetra. Unnar segir frá Halldóri Unnar Örn Auðarson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.