Morgunblaðið - 20.03.2021, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MARS 2021
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
.Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
.Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
.Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
.Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
.Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-369
www.tresmidjan.is
Húsafell
Orlofshús til leigu
í Húsafellsskógi fyrir allt að 8m.
Icelandic vacation house, fb.
k13@simnet.is, S.861-8752.
Byggingavörur
Harðviður til húsabygginga
Sjá nánar á www.vidur.is
Vatnsklæðning, panill, pallaefni,
parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu
verði. Eurotec A4 harðviðarskrúfur.
Penofin harðviðarolía.
Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf.
Upplýsingar hjá Magnúsi í símum
6600230 og 5611122.
Bílar
Nýr Nissan Leaf e+ 62 kWh
Tekna. 3ja ára evrópsk verksmiðju-
ábyrgð. Með öllu sem hægt er að fá í
þessa bíla. Svartur – hvítur og
dökkgrár.
1.284.000 undir listaverði á
aðeins 4.990.000,-
www.sparibill.is
Hátúni 6 A – sími 577 3344.
Opið kl. 12–18 virka daga.
Húsviðhald
Hreinsa þakrennur
Laga ryðbletti á
þökum og tek að
mér ýmis smærri
verkefni
Uppl. í síma 847 8704
manninn@hotmail.com
Borgartúni 7c, 105 Reykjavík
Sími 530 1400
www.rikiskaup.is
21361 MARKAÐSKÖNNUN
FYRIR HÚSNÆÐI STOFNANA
RÍKISINS Á AKRANESI
Afmörkun verkefnis
Íslenska ríkið áformar að leita eftir húsnæði til langtíma-
leigu (25 ár auk mögulegrar framlengingar) á Akranesi
fyrir stofnanir ríkisins. Gerð er krafa um nútímalegt,
verkefnamiðað og sveigjanlegt húsnæði sem yrði aðlagað
fyrir ríkisstofnanir á Akranesi.
Markmið
Markmiðið er að kanna hvort á Akranesi sé mögulega
heppilegt húsnæði sem gæti hentað stofnunum ríkisins.
Miðað er við að taka á leigu ef heppilegt húsnæði finnst,
eitt rými (eitt hús, samliggjandi rými og eða nokkrar
samliggjandi hæðir/svæði) um 1.300 fermetra nettó (um
1.770 m² brúttó) fyrir fimm stofnanir ríkisins. Gerð er krafa
um góða staðsetningu á Akranesi í nálægð við helstu
aðalgötur/tengibrautir og almenningssamgöngur.
Ef sýnileg tækifæri verða í boði hyggst ríkið auglýsa eftir
húsnæði til leigu eða aðila sem getur annast byggingu og
hönnun viðkomandi húsnæðis og séð um rekstur þess.
Viðkomandi skal geta afhent húsnæði fullbúið, a.m.k. að
hluta, eigi síðar en á árinu 2023.
Nánari upplýsingar um þær kröfur sem húsnæðið verður
að uppfylla verða aðgengilegar í hinu rafræna útboðskerfi
TendSign, laugardaginn 20. mars 2021 undir heitinu:
21361 RFI: Markaðskönnun vegna húsnæðis stofnana
ríkisins á Akranesi.
Fyrirspurnir varðandi verkefni 21361 skulu einnig berast
rafrænt í gegnum Tendsign til og með 12. apríl 2021 og
verða svör birt þar.
Skilafrestur er til og með 16. apríl 2021 kl. 12:00 í
gegnum TendSign.
Leiðbeiningar varðandi útboðskerfið er að finna á
heimasíðu Ríkiskaupa.
Sjá frekari upplýsingar á vefsíðunni: www.utbodsvefur.is
MARKAÐSKÖNNUN
Kópavogsbær óskar eftir tilboðum
í endurnýjun lýsingarbúnaðar í sal
íþróttahússins Digraness. Um er að
ræða opið útboð. Verkið felst í niðurrifi á
núverandi búnaði, útvegun og uppsetningu
á nýjum lýsingarbúnaði með tilheyrandi
stýringum ásamt endurnýjun neyðarlýsingar
og varaaflsbúnaðar fyrir neyðarlýsingu.
Verkinu skal að fullu lokið 15. júlí 2021.
Útboðsgögn verð afhent rafrænt og
skulu þeir, sem óska eftir útboðsgögnum
fyrir verk þetta, senda tölvupóst á
netfangið utbod@kopavogur.is, frá og með
þriðjudeginum 23. mars nk. Í tölvupósti skal
koma fram nafn tengiliðs vegna útboðsins,
símanúmer, netfang og nafn fyrirtækis.
Eiginlegur opnunarfundur með bjóðendum
verðu ekki haldinn, tilboðum ásamt
nauðsynlegum gögnum skal skila rafrænt
(tölvupóstur) á póstfangið
utbod@kopavogur.is fyrir kl. 11:00
þriðjudaginn 13.apríl 2021. Niðurstöður
opnunar verða sendar þeim aðilum sem
skila inn tilboðum.
kopavogur.is
ÚTBOÐ
Íþróttahúsið Digranes,
Skálaheiði 2
– Endurnýjun lýsingar í salDeiliskipulag
fyrir Bolafjall
Deiliskipulag
Utanríkisráðuneytið og Bolungarvíkur-
kaupstaður auglýsa tillögu að deiliskipulagi
Bolafjalls í samræmi við 41. gr. skipulagslaga.
Um er að ræða svæði sem nær til 11,5 hektara
svæðis á Bolafjalli. Innan þess svæðis er einnig
lóð ratsjár- og fjarskiptastöðvar Atlantshafs-
bandalagsins sem rekin er af Landhelgisgæslu
Íslands og skilgreind sem öryggissvæði.
Tillagan er aðgengileg á heimasíðu Bolungar-
víkur, www.bolungarvik.is, frá 18. mars 2021
og með athugsemdafresti til 29. apríl 2021.
Deiliskipulagstillagan er einnig aðgengileg á
Samráðsgátt stjórnvalda, www.samradsgatt.is,
frá og með 18. mars 2021.
Skila skal skri"egum athugasemdum og#
eða ábendingum til Bolungarvíkur-
kaupstaðar, bt. Finnboga Bjarna-
sonar, Aðalstræti 10-12, 415
Bolungarvík, eða á netfangið
$nnbogi!bolungarvik.is.
Tilboð/útboð
Borgartúni 7c, 105 Reykjavík
Sími 530 1400
www.rikiskaup.is
UPPBYGGING NÝRRAR GESTASTOFU
VATNAJÖKULSÞJÓÐARÐS
KIRKJUBÆJARKLAUSTRI.
ÚTBOÐ NR. 21400
Framkvæmdasýsla ríkisins, f.h. Umhverfis- og auðlinda-
ráðuneytisins, kynnir opið útboð á uppbyggingu nýrrar
Gestastofu Vatnajökulsþjóðarðs Kirkjubæjarklaustri.
Gestastofan mun hýsa fjölbreytta starfsemi þjóðgarðsins.
Byggingin er einna hæðar bygging með kjallara undir
hluta hennar. Byggingin er hönnuð þannig að hún falli vel
að landinu með gönguleiðum upp á þak byggingar og
akstursbraut niður að kjallara húss. Húsið er að hluta til
einangrað að utan og jarðvegur lagður að því, forsteypt-
um steypueiningum og glerveggjakerfi. Þak er viðsnúið
með ábræddum þakpappa og lagt með torfi. Ganga
skal frá húsinu að utan og innan ásamt lóð full búnu til
notanda.
Búið er að grafa fyrir húsi, grafa og fylla í bílastæði og
setja upp heildargirðingu fyrir verksvæðið, sem var
framkvæmt í sérstöku jarðvinnuútboði. Jarðvinna í þessu
verki felst í að fylla í sökkla, fylla að húsi, grafa og endur-
fylla í lagnaskurði undir og meðfram húsi. Verktaki tekur
við þessum girðingum, aksturshliði og göngugirðingu, sér
um að viðhalda þeim á verktíma. Byggingarreiturinn er í
u.þ.b. tveggja kílómetra fjarlægð frá Kirkjubæjarklaustri.
Stærð lóðar er 63.235 m² og byggingarflötur er 765 m².
Helstu magntölur eru:
Fyllingar 7.000 m3
Mótauppsláttur 3.000 m2
Steypa 550 m3
Stálvirki 5.100 kg
Frágangur innveggja, málun o.fl. 1.200 m2
Frágangur útveggja, málun o.fl. 870 m2
Frágangur gólfa, flísar, dúkur o.fl. 700 m2
Frágangur þaks. 730 m2
Vakin er athygli á því að verkkaupi hyggst fá alþjóðlega
umhverfisvottun samkvæmt BREEAM á nýbygginguna
en slíkt vottunarferli tekur til margra þátta verktaka á
byggingarstað.
Nánari upplýsingar má finna á www.utbodsvefur.is
ÚTBOÐ
FORVAL
Sveitarfélagið Ölfus óskar eftir áhugasömum aðilum
til að taka þátt í forvali fyrir lokað útboð um móttöku
efnis og frágang námusvæða í Bolaöldunámu.
Verkefnið ber heitið:
Bolaöldunáma – efnismóttaka og frágangur
Áhugasamir aðilar sendi tölvupóst á utbod@efla.is
til að fá forvalsgögnin send í tölvupósti.
Skil á tilbúnum umsóknum skv. forvalsgögnum
er þann 7. apríl 2021 kl. 14:00 til Sveitarfélagsins
Ölfuss, Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn.
Vantar þig
pípara?
FINNA.is
fasteignir