Morgunblaðið - 20.03.2021, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 20.03.2021, Blaðsíða 23
FRÉTTIR 23Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MARS 2021 Vetrarsól er umboðsaðili Sláttuvélar & sláttuorf Snjóblásarar Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is Gulltryggð gæði 40 ár á Íslandi Sláttutraktorar Sprauta í efnahagslífið - Bólusetningar ýta undir ferðalög meðal Bandaríkjamanna - Efnahagurinn að taka við sér á ný vestanhafs - Mikil spurn eftir gistingu, flugferðum og veitingum Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Bandaríkjastjórn náði í gær settu takmarki sínu um að búið yrði að bólusetja 100 milljónir Bandaríkja- manna gegn kórónuveirunni áður en Joe Biden Bandaríkjaforseti hefði lokið fyrstu hundrað dögum sínum í embætti hinn 30. apríl næstkomandi. Sagði Biden áfangann marka góðan tíma fyrir bjartsýni, en að ekki væri rétt að slaka á sóttvarnarkröfum að sinni. Engu að síður hafa nokkur ríki og sum fyrirtæki þegar hafið tilslak- anir vegna hins góða árangurs. Bólusetningarherferð Bandaríkj- anna hefur ásamt nýjasta neyðar- pakka stjórnvalda einnig haft önnur og jákvæðari áhrif á efnahagslífið, þar sem bólusettir Bandaríkjamenn sækjast nú eftir ferðalögum, gist- ingu og veitingum í síauknum mæli. Í könnun sem bandaríska dagblaðið Wall Street Journal gerði meðal hagfræðinga í marsmánuði kemur fram að þeir telja miklar batahorfur varðandi hagvöxt í Bandaríkjunum á þessu ári, eða um 5,95% á ársgrund- velli, og yrði það mesta hagvaxtar- aukning sem flestir núlifandi Banda- ríkjamenn hefðu upplifað að sögn Tims Quinlan, yfirhagfræðings hjá Wells Fargo-bankanum. Bendir hann á að nú sé mikil neyslukrafa ásamt sparifé sem hafi safnast upp á meðan fólk þurfti að dvelja sem mest heima við. Þá sé uppsveiflan að koma fyrr en hagfræðingarnir áttu von á í upphafi þessa árs, og keyrð áfram að miklu leyti af þjónustu sem feli í sér nánd við annað fólk. Þannig sé borðapönt- unum á veitingahúsum að fjölga, og líkamsræktarstöðvar, snyrtistofur og hressingarhæli farin að sýna sína bestu útkomu frá því að faraldurinn hófst. Mikil uppsöfnuð eftirspurn Í umfjöllun blaðsins er einnig vikið að því að Bandaríkjamenn með hærri tekjur hafi safnað mestu á meðan þeir þurftu að vera heima hjá sér, en þeir eyði jafnan mestu í þjón- ustu. Þá hafi hins vegar skort bæði vilja og getu til þess að gera það nú, og fjármagn þeirra hafi því að mestu farið í vörukaup. Nú sé hins vegar mjög mikil uppsöfnuð spurn eftir þjónustu. „Ég myndi frekar vilja ferðast en að gera flest annað,“ segir Betsy Cole, 81 árs gamall Bandaríkjamað- ur, við Wall Street Journal, en hún hefur nú þegar bókað ferðir til Bost- on, bresku Jómfrúaeyja á þessu ári og tvær utanlandsferðir á því næsta, til Marokkó og Grikklands. Cole er sérstaklega nefnd sem dæmi um aukinn vilja Bandaríkjamanna til að ferðast, þar sem hún er nú fullbólu- sett, en í umfjöllun blaðsins er bent á að um 12% Bandaríkjamanna séu nú búin að fá báðar sprauturnar sem flest bóluefnin krefjast. AFP Bólusetning Þessum íbúa Los Ang- eles er líklega illa við sprautur. Lars Schaade, varaforseti Robert Koch-stofnunarinnar, sóttvarnar- stofnunar Þýskalands, varaði við því í gær að tilfellum þar í landi fjölgaði nú með veldisvexti. Sagði Schaade að smitnæmari afbrigði veirunnar hefðu nú náð yfirhöndinni og um leið væri hætta á að allur sá ávinningur sem náðst hefði í síðasta mánuði þurrkaðist út. „Það er mjög líklegt að við munum sjá svipaða stöðu yfir páskana og við sáum fyrir jólin, þar sem fjöldi til- fella er mjög hár, alvarleg tilfelli mörg og dauðsföll einnig og sjúkra- húsin ráði ekki við stöðuna,“ sagði Schaade. 17.482 ný tilfelli greindust í Þýskalandi í fyrradag og 226 dóu af völdum kórónuveirunnar. Er ný- gengi sjúkdómsins þar í landi nú 96 af hverjum 100.000, þrátt fyrir harð- ar sóttvarnaaðgerðir undanfarna mánuði. Borgaryfirvöld í Hamborg lýstu því yfir í gær að þau hygðust „grípa í neyðarhemilinn“, en nýgengið þar hefur farið yfir 100 síðustu þrjá daga í röð. Þá mun Brandenborg, sam- bandslandið sem umkringir höfuð- borgina Berlín, einnig grípa til hertra aðgerða um helgina. Jens Spahn, heilbrigðisráðherra Þýskalands, sagði í gær ljóst að þriðja bylgja faraldursins væri hafin í landinu. Kallað var eftir afsögn Spahns fyrr í vikunni vegna Astra- Zeneca-málsins, en Þjóðverjar hófu aftur bólusetningu með efninu í gær eftir að evrópska lyfjastofnunin skar endanlega úr um í fyrradag að efnið væri öruggt. Sagði Spahn að gert væri ráð fyrir að AstraZeneca-efnið myndi hjálpa til við að hraða bólusetningarherferð Þjóðverja, en einungis 3,8% þeirra hafa nú verið bólusett að fullu. Var- aði Spahn hins vegar við því að ekki væri nóg af bóluefni í Evrópu til þess að koma í veg fyrir að þriðja bylgjan myndi skella á. Hvatti Spahn Þjóð- verja því til þess forðast öll ferðalög í vor. Varar við veldisvexti - Spahn segir ESB skorta bóluefni til að takast á við veiruna AFP Faraldur Jens Spahn mætir til blaðamannafundar í gær. Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði í gær að hann væri „stoltur“ af utan- ríkisráðherra sínum, Antony Blin- ken, eftir að viðræður hans við Yang Jiechi, formann utanríkismála- nefndar kínverska kommúnista- flokksins, í fyrrinótt breyttust í rifr- ildi og skeytasendingar milli sendinefnda stórveldanna tveggja. Viðræðurnar fóru fram í borginni Anchorage í Alaska og funduðu sendinefndirnar aftur í gærkvöldi, en tilgangur fundarins var að ræða erfiða stöðu samskipta ríkjanna, sem jafnframt eru tvö stærstu hag- kerfi heims. Hófst fundurinn í fyrrinótt á því að sendinefndirnar tvær lásu upp yfirlýsingar til fjölmiðla, þar sem farið var hörðum orðum um stöðu mannréttindamála í hinu ríkinu. Sakaði Blinken Kínverja um að grafa undan stöðugleika í alþjóða- samfélaginu með ágengri hegðun sinni, en Jiechi sakaði Blinken um að láta mannalega fyrir framan sjón- varpsvélarnar og um leið sýna af sér niðrandi hegðun gagnvart Kína. Þá gerðu Kínverjar athugasemdir við fundarstaðinn, en Zhao Lijian, talsmaður kínverska utanríkisráðu- neytisins, sagði að þegar kínverska sendinefndin lenti í Anchorage hefðu „hjörtu þeirra kólnað,“ bæði vegna lágs hitastigs og vegna þess viðmóts sem Bandaríkjamenn hefðu sýnt sendinefndinni. Austin einn til Indlands Fundur Blinkens með Kínverjum í Alaska kom beint í kjölfar fundar hans og Lloyds Austin, varnar- málaráðherra Bandaríkjanna, með kollegum sínum í Japan og Suður- Kóreu, en þar voru m.a. sérstaklega ræddar þær áhyggjur sem Banda- ríkjamenn hafa af framferði Kín- verja. Austin hélt svo einn síns liðs til Indlands í gær, og ræddi við þar- lend stjórnvöld um nánari tengsl ríkjanna tveggja. Andaði köldu í Alaska Kalt stríð Nokkur gjá var á milli Kínverja og Bandaríkjamanna. - Viðræður Kín- verja og Bandaríkja- manna fóru í háaloft AFP Mótmælendur í borginni Jangon sjást hér bera særðan félaga sinn í burtu frá átakasvæðum eft- ir að herinn í Búrma reyndi að berja niður mót- mælin þar með valdi. Létust sex manns í gær. Breska ríkisútvarpið BBC segir að blaðamað- ur á þess vegum í landinu sé nú horfinn, en her- foringjastjórnin hefur verið að handtaka blaða- menn og aðra sem hafa sagt frá mótmælunum. Evrópusambandið hyggst á mánudaginn setja viðskiptaþvinganir á ellefu af hæstráðendum herforingjastjórnarinnar, og verður þeim einnig meinað að ferðast til ESB. Reyna enn að brjóta mótmælin niður með valdi AFP

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.