Morgunblaðið - 20.03.2021, Side 22

Morgunblaðið - 20.03.2021, Side 22
22 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MARS 2021 Hægindastóll model 7227 Leður – Stærðir XS-XL Verð frá 389.000,- NJÓTTU ÞESS AÐ SLAKA Á Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is CASA býður upp á vaxtalausar raðgreiðslur (með Visa / Euro) í allt að 6 mánuði. Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum 20. mars 2021 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 127.24 Sterlingspund 177.08 Kanadadalur 102.22 Dönsk króna 20.387 Norsk króna 15.009 Sænsk króna 14.927 Svissn. franki 136.94 Japanskt jen 1.1653 SDR 181.72 Evra 151.6 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 185.0764 Hrávöruverð Gull 1734.1 ($/únsa) Ál 2202.5 ($/tonn) LME Hráolía 67.77 ($/fatið) Brent gáfu hjá ríkissjóði sé því ekki aðeins ætlað að mæta rekstrarhallanum, heldur líka að mæta endurfjármögn- un á skuldum sem séu að falla á gjalddaga. Varðandi verðbæturnar bendir Björgvin á að ríkissjóður sé vel varinn fyrir verðlagsbreytingum. „Verðtryggðar skuldir hækka til samræmis við verðbótaþáttinn. Á móti kemur, sem er ágætt að hafa í huga, að ríkissjóður á sem útgefandi ríkisskuldabréfa auðveldara með að takast á við verðbólgu en aðrir útgef- endur þar sem stór hluti af tekju- stofnum ríkissjóðs hækkar með hækkandi verðlagi. Þannig að þegar verðbólga fer upp má til dæmis gera ráð fyrir, að öðru óbreyttu, að virðis- aukaskattur og tekjuskattur fari upp líka og þar með tekjur ríkissjóðs. Verðbólga er enda ekkert annað en endurspeglun á því hvernig vara og þjónusta hefur hækkað í verði. Það má því segja að það sé að einhverju leyti auðveldara fyrir ríkissjóð að takast á við verðtryggðar skuldbind- ingar en aðra,“ segir Björgvin. Lækkaði niður í 27,6% Heildarskuldir ríkissjóðs hækk- uðu um rúmlega 21 milljarð milli desember og febrúar en lækkuðu sem hlutfall af vergri landsfram- leiðslu úr 28,9% í 27,6%, líkt og lesa má úr grafinu hér til hliðar. Í þessu samhengi má rifja upp að samkvæmt bráðabirgðatölum Hag- stofunnar dróst landsframleiðslan saman um 6,6% í fyrra. Það var minni samdráttur en Seðlabankinn, Viðskiptaráð og greiningardeildir bankanna höfðu spáð, líkt og rifjað var upp í Morgunblaðinu 2. mars sl. Um þetta segir orðrétt í síðustu Peningamálum Seðlabankans: „Vísbendingar eru um að lands- framleiðslan hafi haldið áfram að vaxa á fjórða ársfjórðungi og að sam- drátturinn á árinu öllu hafi verið 7,7% en í nóvember var spáð að hann yrði 8,5%. Horfur fyrir þetta ár hafa jafnframt heldur batnað en þar vega lakari horfur um útflutning á móti bjartari horfum um innlenda eftir- spurn,“ sagði þar m.a. En því meiri sem landsframleiðslan er þeim mun minni er hlutfallsleg skuldaaukning. Varðandi verðbólguna og verð- bæturnar má nefna að í síðustu Pen- ingamálum spáði Seðlabankinn því að verðbólga yrði um 3,9% á fyrsta fjórðungi ársins en myndi hjaðna til- tölulega hratt er líður á árið. Það sé enda töluverður slaki í þjóðarbúinu, ásamt því sem gengi krónu hafi hækkað undanfarna mánuði. Skuldahlutfallið lækkaði Morgunblaðið/Golli - Hreinar skuldir ríkissjóðs, sem hlutfall af VLF, lækkuðu milli uppgjörsmánaða - Verðbólguskotið á þátt í að verðtryggðar skuldir ríkissjóðs hækka á tímabilinu '20 '21 Skuldir ríkissjóðs Frá ársbyrjun 2020, milljarðar króna Þróun skulda ríkissjóðs frá desember 2020 1.600 1.200 800 400 0 Milljarðar króna* des. 2020 feb. 2021 Óverðtryggðar skuldir 689 672 Verðtryggðar skuldir 290 310 Erlendar skuldir 246 356 Samtals 1.224 1.338 ...sem% af VLF 43,5% 44,3% Hrein skuld ríkissjóðs 812 834 ...sem% af VLF 28,9 27,6% *Nafnverð með áföllnum verðbótum Heimild: Markaðsupplýsingar Lánamála ríkisins Hreinar skuldir Heildarskuldir Heildarskuldir sem% af VLF Hreinar skuldir sem% af VLF BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Verðtryggðar skuldir ríkissjóðs hafa hækkað í verðbólguskotinu undan- farið. Afborgun af 65 milljarða skuldabréfi í apríl mun hins vegar lækka hlutfall verðtryggðra skulda. Verðtryggðar skuldir ríkissjóðs jukust úr tæpum 290 milljörðum króna í desember í 310 milljarða í febrúar, eða um 20 milljarða. Það var tæplega 7% aukning (sjá graf). Þetta má lesa úr markaðsupplýs- ingum Lánamála ríkisins. Miðað er við nafnverð með áföllnum verðbót- um en árleg verðbólga mældist 3,6% í desember, 4,3% í janúar og 4,1% í febrúar. Það er umtalsverð verð- bólga miðað við stöðugleikaskeiðið síðustu misseri en telst þó ekki mikil verðbólga í sögulegu samhengi. Erlendar skuldir jukust mun meira, eða um 110 milljarða króna. Það hefur þó óveruleg áhrif á hrein- ar skuldir sem stendur, enda aukast erlendar eignir sem því nemur. Borga 65 milljarða í apríl Björgvin Sighvatsson, forstöðu- maður Lánamála ríkisins, segir vægi verðtryggðra skuldbindinga munu lækka þegar verðtryggða ríkis- skuldabréfið RS21 falli á gjalddaga 14. apríl næstkomandi. Ríkissjóður muni þá greiða niður 65 milljarða eftirstöðvar skuldabréfs sem upp- haflega var gefið út 2010. Þá sé fram undan gjalddagi á óverðtryggða skuldabréfinu RB21 í ágúst, alls 60 milljarðar. Með því aukist vægi verðtryggðra skulda af heildarskuldum ríkissjóðs á ný. Björgvin segir ríkissjóð hafa gefið út skuldabréf til að mæta þessum tveimur gjalddögum, sem samtals séu 125 milljarðar. Hinni miklu út- STUTT « Fjárfestingarfélagið Snæból, sem er í eigu hjónanna Finns Reyrs Stefánssonar og Steinunnar Jónsdóttur, hagnaðist um 4,45 milljarða króna í fyrra. Jókst hagn- aðurinn um ríflega þrjá milljarða frá árinu 2019. Eigið fé félagsins var 15,9 millj- arðar í árslok 2020 og víkjandi lán stóð í tæpum 1,2 milljörðum króna. Skuldir fé- lagsins námu 63,7 milljónum króna. Vaxtatekjur félagsins námu 369,5 milljónum, arður af fjárfestingareignum 44,5 milljónum, afkoma fjárfestingar- eigna var jákvæð um 2,1 milljarð og af- koma dóttur- og hlutdeildarfélaga 2,1 milljarð. Gengismunur skilaði 9,8 millj- ónum í tekjufærslu. Rekstrargjöld voru 110,9 milljónir. Rekstrarkostnaður, af- skriftir og laun námu 110,9 milljónum. Snæból hagnaðist um 4,5 milljarða árið 2020 Kvika banki hf. hefur fest kaup á 100% hlutafjár í Aur app ehf. Hlut- hafar Aur app hf. voru fyrir kaupin Nova hf. sem fór með 50,8% hlut, Solidus, sérhæfður fjárfestingar- sjóður sem var í eigu Gamma sem átti 19,3%, en Kvika banki keypti Gamma árið 2019, SaltPay IIB hf. sem fór með 18,4% hlut, Kind Sheep ehf. sem átti 10,5%, en eigendur þess eru Vernharður Reynir Sig- urðsson, Halldór Friðrik Þor- steinsson, Helgi Pjetur Jóhannsson og Sverrir Hreiðarsson, fram- kvæmdastjóri Aur app, sem átti 1%. Aur var stofnað árið 2015 af Nova og var frá upphafi hugsað sem ein- föld og fljótleg leið til að millifæra peninga. Hefur fyrirtækið á skömm- um tíma byggt upp stóran hóp við- skiptavina en í lok febrúar voru virk- ir notendur Aur appsins um 90 þúsund talsins. Í tilkynningu frá Kviku segir að kaupin séu liður í þeirri vegferð bankans að nýta tæknilausnir til þess að nútímavæða fjármálaþjón- ustu hér á landi. Þannig er gert ráð fyrir að Aur, ásamt Netgíró og fjár- tækniþjónustunni Auði, muni gegna lykilhlutverki í stafrænni fjár- málaþjónustu bankans í framtíðinni. Skref Marinó Örn, forstjóri Kviku, segir kaupin á Aur efla samkeppnis- stöðu bankans á fjármálamarkaði. Kvika banki kaupir Aur app að fullu - Var stofnað af Nova árið 2015

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.