Morgunblaðið - 20.03.2021, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 20.03.2021, Blaðsíða 31
UMRÆÐAN 31 Messur á morgun MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MARS 2021 ÁSKIRKJA | Fjölskylduguðsþjónusta kl. 9.30. Jóhanna María Eyjólfsdóttir djákni Ássafnaðar og séra Davíð Þór Jónsson prestur í Laugardalsprestakalli þjóna. Brúður, bæn- ir, söngur, sögur. Athugið að morgunkaffi verður í Ási, safn- aðarheimili kirkjunnar, kl. 9, á undan guðsþjónustunni. ÁSTJARNARKIRKJA | Laugardagur 20. mars. Fermingarguðsþjónusta kl. 11. Gospeltríó Ástjarnarkirkju syngur undir stjórn Davíðs Sigurgeissonar. Þórður Sigurðs- son leikukr á orgel. Sr. Arnór Bjarki Blomsterberg og sr. Kjartan Jónsson annast prestsþjónustuna. Meðhjálpari er Inga Rut Hlöðversdóttir. Sunnudagur 21. mars. Guðsþjónusta kl. 17. Davíð Sigurgeirsson leiðir tónlistina. Meðhjálpari er Inga Rut Hlöðversdóttir og prestur er Kjartan Jónsson. BESSASTAÐASÓKN | Sunnudagaskóli í Brekkuskógum 1 kl. 11. Umsjón með stundinni hafa Sigrún Ósk, Pétur og Þór- arinn. BREIÐHOLTSKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Magnús Björn Björnsson þjónar. Kór Breiðholtskirkju syngur, organisti er Örn Magnússon. Sunnudagaskóli á sama tíma. Alþjóðlegi söfnuðurinn kl. 14. Sr. Toshiki Toma þjónar. BÚSTAÐAKIRKJA | Fermingarmessur 21. mars kl. 10.30 og 13. Kór Bústaðakirkju syngur ásamt kantor Jónasi Þóri. Messu- þjónar og sr. Eva Björk Valdimarsdóttir og sr. Pálmi Matthías- son þjóna. Barnamessan verður þennan sunnudag í Grensáskirkju kl. 11. DÓMKIRKJAN | Messa klukkan 11. Prestur er Elínborg Sturludóttir. Innsetning séra Jóns Ásgeirs Sigurvinssonar í embætti héraðsprests í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra. Séra Helga Soffía Konráðsdóttir prófastur setur Jón Ásgeir inn í embættið. Dómkórin syngur og Kári Þormar dómorgan- isti leikur á orgelið. FELLA- og Hólakirkja | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Jón Ómar Gunnarsson þjónar og predikar. Kór kirkjunnar syngur undir stjórn Arnhildar Valgarðsdóttur organista. Meðhjálpari er Kristín Ingólfsdóttir. Kaffisopi eftir stundina. FRÍKIRKJAN Reykjavík | Fermingarmessa 21. mars kl. 14. Sr. Hjörtur Magni Jóhannsson safnaðarprestur þjónar fyrir altari. Hljómsveitin Mantra og Sönghópurinn við Tjörnina leiða sönginn ásamt Gunnari Gunnarssyni. GLERÁRKIRKJA | Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Æsku- lýðsdagur þjóðkirkjunnar. Sr. Sindri Geir og Eydís Ösp djákni sjá um stundina. GRAFARVOGSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Guðrún Karls Helgudóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Grafar- vogskirkju leiðir söng. Organisti er Hákon Leifsson. Sunnu- dagaskóli er á sama tíma á neðri hæð kirkjunnar. Umsjón hafa Ásta Jóhanna Harðardóttir, Hólmfríður Frostadóttir og sr. Sigurður Grétar Helgason. GRAFARVOGUR - kirkjuselið í Spöng | Guðsþjónusta kl. 13 í Kirkjuselinu. Sr. Guðrún Karls Helgudóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Vox Populi leiðir söng. Undirleikari er Hilm- ar Örn Agnarsson. GRENSÁSKIRKJA | Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Ömm- ur og afar sérstaklega velkomin. Sóley Adda og sr. María leiða stundina ásamt messuþjónum, Ástu organista og Kirkjukór Grensáskirkju. Ferming kl. 13. Þriðjudagur: Kyrrð- arstund kl. 12-12.20. Fimmtudagur: Núvitundarstund kl. 18.15-18.45, líka á netinu. GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti | Guðsþjónusta og barnastarf sunnudag kl. 11. Prestur er Leifur Ragnar Jóns- son. Organisti er Hrönn Helgadóttir og kór Guðríðarkirkju syngur. Barnastarf í safnaðarheimilinu í umsjá sr. Péturs Ragnhildarsonar og Ástu Guðrúnar. Hvetjum fermingarbörn og foreldra að koma í kirkju. Með- hjálpari er Guðný Aradóttir og kirkjuvörður Lovísa Guð- mundsdóttir. HAFNARFJARÐARKIRKJA | Messa og sunnudagdaskóli kl. 11. Boðunardagur Maríu. Prestur er Jón Helgi Þórarins- son. Organisti er Guðmundur Sigurðsson. Félagar í Barböru- kórnum syngja. Sunnudagaskólinn verður í Vonarhöfn í safnaðarheimilinu. Munum sóttvarnarreglur, s.s. grímu- skyldu fullorðinna. HALLGRÍMSKIRKJA | Boðunardagur Maríu. Guðsþjón- usta kl. 11. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari ásamt messuþjónum. Félagar úr Mótettukór Hall- grímskirkju syngja. Organisti Björn Steinar Sólbergsson. Rósa Árnadóttir og Ragnheiður Bjarnadóttir annast barna- starfið. Dagskrá í samvinnu Hallgrímskirkju og Tónskóla Þjóðkirkjunnar: Tónleikar kl. 17.30 á Boðunardegi Maríu. Aftansöngur kl. 18. Vesper: Prestur sr. Irma Sjöfn Óskars- dóttir. Glúmur Gylfason leiðir þátttakendur. Vinsamlega mætið tímanlega vegna sóttvarnarreglna. HÁTEIGSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Aldís Rut Gísladóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Félagar úr Kordíu, kór Háteigskirkju syngja. Organisti er Arngerður María Árna- dóttir. Miðvikudagur 24. mars kl. 20. Passíusálmarnir að fornu og nýju. Tónlistarflutningur í umsjá Kordíu, kórs Há- teigskirkju og Guðnýjar Einarsdóttur, organista. Sr. Eiríkur Jóhannsson og sr. Helga Soffía Konráðsdóttir lesa ritning- arlestra á undan hverjum passíusálmi. HVERAGERÐISKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Ferming- arbörn og foreldrar sérstaklega boðin til guðsþjónustu. Kirkjukór Hveragerðis - og Kotstrandarsókna syngur og leiðir safnaðarsöng, organisti Miklós Dalmay. Prestur er Ninna Sif Svavarsdóttir. ÍSLENSKA Kristskirkjan | Almenn samkoma með lofgjörð og fyrirbænum kl. 13. Ólafur H. Knútsson prédikar. Kaffi að samverustund lokinni. KEFLAVÍKURKIRKJA | Á sunnudag verður messa kl. 11. Séra Fritz Már Jörgensson þjónar fyrir altari. Arnór VIlbergs- son organisti og kór Keflavíkurkirkju leiða söng og tónlist. Fermingarbörn eru hvött til að mæta. Miðvikudaginn 24. mars kl. 12 er kyrrðarstund í Keflavíkurkirkju. KÓPAVOGSKIRKJA | Fermingarmessa kl. 11. Sr. Sigurður Arnarson og Ásta Ágústsdóttir prédika og þjóna fyrir altari. Félagar úr kór Kópavogskirkju syngja undir stjórn Lenku Má- téová. Sunnudagaskólinn verður á sama tíma í safnaðar- heimilinu Borgum. LANGHOLTSKIRKJA | Fjölskyldumessa kl. 11. Sunna Kar- en Einarsdóttir stýrir barnakórum Graduale Liberi sem leiðir sönginn í stundinni við undirleik Magnúsar Ragnarssonar. Guðbjörg Jóhannesdóttir sóknarprestur þjónar. LAUGARNESKIRKJA | Messa kl. 11. Kvennakór Vocalist annast tónlistarflutning. Séra Davíð Þór Jónsson þjónar og prédikar. Sunnudagaskóli í safnaðarheimilinu á meðan. Mán. 22.3. Kyrrðarkvöld kl. 20. Kirkjan opnuð kl. 19.30. Mið. 24.3. Foreldrasamvera í safnaðarheimilinu á milli kl. 10 og 12. Fim. 25.3. Opið hús í Áskirkju kl. 12. Helgistund, tónlist, há- degisverður og samvera. Helgistund í Hásalnum Hátúni 10 kl. 16. LINDAKIRKJA í Kópavogi | Sunnudagaskóli kl. 11. Sr. Guðni Már Harðarson leiðir stundina ásamt sunnudaga- skólakennurum. Guðsþjónusta kl. 20. Óskar Einarsson og félagar leiða lofgjörðina. Sr. Guðni Már Harðarsson þjónar. NESKIRKJA | Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11. Fé- lagar úr Kór Neskirkju syngja og leiða söng undir stjórn Steingríms Þórhallssonar organista. Prestur er Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir. Sunnudagaskólinn er í umsjá Hildu Maríu Sigurðardóttur, Kristrúnar Guðmundsdóttur og Ara Agnarssonar sem ann- ast undirleik. Kaffi og samfélag á torginu að stundunum loknum. SAUÐÁRKRÓKSKIRKJA | Sunnudagaskóli kl. 11. Um- sjón hafa Eva María, Kristín Björg og Rögnvaldur. Messa kl. 14. Kirkjukórinn leiðir söng. Organisti er Rögn- valdur Valbergsson, prestur er Sigríður Gunnarsdóttir. SELJAKIRKJA | Barnaguðþjónusta kl. 11. Steinunn, Há- kon og Þórður annast stundina sem verður í safnaðarsaln- um að þessu sinni. Fermingarmessur kl. 10.30 og 13. Sr. Bryndís Malla Elídóttir predikar. Félagar úr Kór Seljakirkju leiða safnaðarsöng. Organisti er Tómas Guðni Eggertsson. Athugið að skrá þarf alla gesta í hverja athöfn - nánari út- skýringar á seljakirkja.is SELTJARNARNESKIRKJA | Fræðslumorgunn kl. 10. Upp- reisn Jóns Arasonar. Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, tal- ar. Sunnudagaskóli og guðsþjónusta kl. 11. Sr. Bjarni Þór Bjarnason þjónar. Friðrik Vignir Stefánsson er organisti. Félagar úr Kamm- erkórnum syngja. Kaffiveitingar eftir athöfn í safnaðarheim- ilinu. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Messa sunnudag kl. 11. Sr. Egill Hallgrímsson annast prestsþjónustuna. Organisti er Jón Bjarnason. STÓRUBORGARKIRKJA Grímsnesi | Bæna- og kyrrðar- stund þriðjudagskvöld 23. mars kl. 20.30. Sr. Egill Hall- grímsson leiðir stundina. Allir eru velkomnir meðan fjöldatakmarkanir leyfa. VÍDALÍNSKIRKJA | Sunnudagaskóli kl. 10 í Urriðaholts- skóla. Sunnudagaskóli í Vídalínskirkju kl. 11. Tónlist, brúðu- leikrit og biblíusögur. Sjá gardasokn.is. VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði | Fermingarguðsþjón- usta kl. 10.30. Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Helgu Þórdísar organista og Bragi J. Ingibergsson sóknar- prestur þjónar. Morgunblaðið/Kristinn Brautarholtskirkja á Kjalarnesi Undanfarin ár hafa einkennst af miklum tækniframförum á sviði upplýsingatækni, en ekki síður á öðrum svið- um tækni og vísinda. Samþætting upplýs- ingatækni við fjölmörg svið vísinda hefur ger- bylt afköstum og ár- angri rannsókna og úr- vinnslu. Framúrstefnulegar lýsingar á tækni í vísindaskáldsögum fyrir 20-40 árum er nú að finna í vasanum, á stofuborðinu, í kennslustofunni eða á skurðstofunni. Framtíðartækni- draumar rætast hraðar en hugur fær haldið – ekki satt Alexa? Hvað er djúptækni? Tækniþróun undanfarinna áratuga er byggð á rannsóknum og samþætt- ingu þekkingar sem tekur á sig nýja mynd. Þetta nýja tæknisvið kallast djúptækni. Þar sem beitt er vísinda- legri og verkfræðilegri nálgun, oft þverfaglegri, við þróun lausna. Djúp- tækni þróast upp úr og nýtir hefð- bundin fræði svo sem efnistækni, eðl- isfræði, verkfræði, líftækni, læknisfræði, hönnun og listsköpun. Að baki liggja niðurstöður grunnrann- sókna síðustu áratuga, sem leiða til hagnýtra rannsókna, nýsköpunar, vöruþróunar og hugverka. Slík þróun hugmynda og tækni yfir í djúptækni krefst verulegs, þolinmóðs fjármagns. Hvernig nýtist djúptækni? Djúptæknin nýtir til rannsókna, þróunar og hagnýtingar, allt frá smæstu eindum alheimsins, til stærsta og tæknilega fullkomnasta tækjabúnaðar. Langur og kostn- aðarsamur þróunartími skilar verð- mætum hugverkum. Með hágæða rannsóknum og hugverkavernd ná djúptæknilausnir oft varanlegu samkeppnisforskoti umfram aðrar. Verndun hugverka með einkaleyf- um eða annarri hugverkavernd er oft og tíðum forsenda fyrir fjárfest- ingum og því að ávinningurinn skili sér alla leið til hugvitsmanna og samfélagsins. Grunnrannsóknir og niðurstöður þeirra eru mikilvæg forsenda hag- nýtra rannsókna og nýsköpunar á sviði djúptækni. Til að skapa, þróa og hagnýta þekkingu verður að tryggja að að því starfi fólk með menntun og færni á sviði vísinda, verkfræði, hönnunar, tækniyfir- færslu, hugverkaverndar, fjárfest- inga, lögfræði og viðskipta. Gott menntakerfi og áframhaldandi stuðningur við grunnrannsóknir og hagnýtingu er grundvöllur allra tækniframfara, samkeppnishæfs at- vinnulífs og hagvaxtar. Nýjar tegundir skurðlækna- áhalda, ný hárnákvæm efnagrein- ingartækni fyrir málma, nýjar að- ferðir við húðun örþunnra yfirborðslaga og nýjar nálganir við ræktun frumna eru allt dæmi um af- urðir djúptæknirannsókna. Sama gildir um nýjar aðferðir við erfða- breytingar og raðgreiningar erfða- efnis lífvera og skaðlegra veira. Dæmi um árangur hvað þetta varð- ar er samstarf Landspítala, Ís- lenskrar erfðagreiningar, Háskóla Íslands, Landlæknis, heilsugæsl- unnar og lögreglu í landinu í baráttu við Covid-19. Unnið er með hið smæsta í veirufræðum upp í stærsta og flóknasta tækjabúnað. Allir tak- ast á við þetta þverfaglega verkefni, sem væri vonlaust án öflugs menntakerfis og þekkingar. Mikilvægi samstarfs og nálægðar Í nýsköpun og tækniframförum framtíðarinnar munu þeir standa upp úr sem hafa yfirsýn og getu til að sameina þekkingu milli fræðasviða og skapa þannig nýja hugsun og lausnir. Þetta verður ekki gert með því að hafa tækjabúnaðinn, þekk- inguna og reynsluna dreifða úti um allar koppagrundir þótt einhver dreifing sé til staðar. Til þess eru Ís- lendingar alltof fáir og í heimi tækni- þekkingar er kunnátta og notkun tækjabúnaðar ekki gerð í fjarvinnu. Þétting þekkingar er mikilvæg og er myndun frumkvöðla- og tæknisetra, klasa og vísindagarða liður því. Mörg tæki sem eru nýtt á sviði djúptækni eru ekki á færi einstakra fyrirtækja, stofnana eða háskóla að fjárfesta í. Ekki eru heldur margir sem kunna að reka og fullnýta flókn- ustu tækin. Samstarf margra aðila svo og styrktarsjóða, ekki síst í okkar litla samfélagi, er grundvallaratriði til að hér geti þróast vísindastarf, rannsóknir og atvinnustarfsemi sem er samkeppnishæf við það besta sem gerist erlendis. Aðstaða, þekking og samskipti gefa af sér hugmyndir og tæknifyrirtæki næstu kynslóða. Þetta er langhlaup sem best er að undirbúa sig fyrir á sama hátt og fyrir mara- þonhlaup með stöðugum æfingum, af þolinmæði og þekkingu. Innviðafjárfestingar og þolinmótt fjármagn Hagnýtar rannsóknir og nýsköp- un á sviði djúptækni eru þegar farn- ar að skila hagkerfum heimsins um- talsverðum ávinningi og umbreyta mörgum viðskiptamódelum og -venjum. Skilningur er að aukast á því að fjárfesting á sviði djúptækni er langtímafjárfesting sem tekur 10-20 ár að raungerast og krefst þolinmóðs fjármagns til að skila fjárfestum og samfélaginu veruleg- um ávinningi. Að hlutir taki dágóð- an tíma er veruleiki sem ýmsar greinar samfélagsins kannast við. Í nýlegu viðtali við Víking Heiðar Ólafsson kom fram að hann fékk góð ráð á sínum ferli frá austurríska píanóleikaranum Alfred Brendel, sem hann starfaði með um tíma. Brendel stappaði stálinu í píanóleik- arann unga og sagði: „Hafðu engar áhyggjur. Það tekur fimmtán ár að verða frægur á einni nóttu.“ Árang- ur í listum og vísindum tekur tíma. Fjárfesting í menntun og innviðum hefur verið og er áfram hlutverk ríkisins, oft í samstarfi við einka- aðila. Sjá má merki um aukinn áhuga og sérhæfingu fjárfestingarsjóða á sviði djúptækni. Sameiginleg tækni- setur í eigu og rekstri margra aðila eru oft afsprengi þessarar hugsunar og Ísland getur átt þar hlutverk sem „brú“ á milli heimsálfa eða „hub“, a.m.k. tengslanet þar sem þekking og aðstaða er til staðar. Starfsemi háskóla í háskólaborginni Reykjavík svo og háskólar og há- skólasetur víða um land er liður í sókn Íslendinga inn á þetta svið. Nýtt hlutverk ríkisins Stjórnvöld eru að átta sig á því að grunnuppbygging á sviði djúptækni er innviðafjárfesting ekki síður en samgöngumannvirki (hafnir, vegir, flugvellir), orkudreifing og orku- vinnsla. Fjárfestingarsjóðir á sviði djúptækni kalla á mikið af þolinmóðu fjármagni, virku samstarfi margra að- ila auk sérþekkingar til að hjálpa hug- myndum að raungerast. Meðal nýrra áherslna hjá núverandi stjórnvöldum má nefna frumvarp til laga um aukinn stuðning við nýsköpun og að koma Kríu fjárfestingarsjóði á flug og að flytja verkefni Nýsköpunarmið- stöðvar Íslands til háskóla, stofnana og einkaaðila. Það þarf svo milljarða fjárfestingu í innviðum og sjóðum á sviði djúptækni til að komast hratt og vel inn í hið nýja hagkerfi 21. aldar. Auk fjárhagslegs ávinnings, bætist við þekking, reynsla og störf á sviði djúptækni við slíkar fjárfestingar. Þetta er grunnurinn að fjórðu iðnbylt- ingunni sem stjórnvöld á Íslandi þurfa að styðja við af síst minni myndarskap en nágrannaþjóðir okkar gera. Í þjóð- hagslegu tilliti er áríðandi að samfella sé í nýsköpunarumhverfinu, innvið- irnir í lagi og hraðahindranir séu sem fæstar til að greiða fyrir tækniþróun og framtíðaratvinnu. Í umræðu um innviðafjárfestingu í samfélaginu og fjárfestingu í menntakerfinu má ekki gleyma hlutverki ríkisins á sviði tækniþróunar og djúptækni. Sam- keppnishæfni þjóðarinnar og að skapa ný áhugaverð hálaunastörf á mikið undir samstöðu og samvinnu milli rík- is, atvinnulífs, fjárfesta og háskóla. Það eru skilaboð okkar til lesenda með þessari grein. Djúptækni upp á yfirborðið Eftir Einar Män- tylä, Hans Guttorm Þormar og Þorkel Sigurlaugsson » Árangur í listum og vísindum tekur tíma. „Hafðu engar áhyggjur. Það tekur fimmtán ár að verða frægur á einni nóttu.“ Einar Mäntylä Einar er framkvæmdastjóri Auðnu Tæknitorgs. Hans Guttormur er líf- fræðingur, frumkvöðull og er í und- irbúningshópi um stofnun djúp- tækniklasa. Þorkell er ráðgjafi og í undirbúningshópi um stofnun djúp- tækniklasa. Hans Guttormur Þormar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.