Morgunblaðið - 20.03.2021, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 20.03.2021, Blaðsíða 25
25 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MARS 2021 Þegar allt í kringum okkur er gengið hröðum skrefum og stórum til framtíðar, verða stuttu skrefin þannig að engu er líkara en að um kyrrstöðu eða afturför sé að ræða. Þetta má segja um frumvarp dóms- málaráðherra sem kemur til móts við umtalsverða grósku smærri brugghúsa er sprottið hafa upp um land allt. Verði það að lögum fá brugghúsin leyfi til þess að selja sitt fjölbreytta úrval af handverksbjór á framleiðslustað. Sú ný- breytni er til þess fallin að auka tilbreytingu í verslun og vera eftirsótt viðbót í ferðaþjón- ustu. Jafnræði í nýjum veruleika Veruleikinn hefur þó farið mörgum skref- um fram úr okkur með tilkomu alþjóðlegrar vefverslunar. Í vaxandi mæli fá Íslendingar vín og bjór sent heim til sín eftir þeim leiðum. Umfang netverslunar vex með ógnarhraða og auglýsingar frá vín- og bjórframleiðendum erlendis eru áberandi á samfélagsmiðlum, þeim miðlum sem eru orðin hin almenna leið til að afla sér upplýsinga og þekkingar. Í um- sögn Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ) um það takmarkaða afnám einkaleyfis ÁTVR til smásölu áfengis, sem frumvarpið gerir ráð fyrir, er einmitt lögð höfuðáhersla á jafnræði til vefverslunar. Óboðlegt viðskiptaumhverfi Það hreinlega gengur ekki upp að erlend- um vefverslunum sé heimilt að höndla án tak- markana með bjór og léttvín á íslenskum markaði á sama tíma og innlendar vefversl- anir eru útilokaðar. Veruleikinn er einfaldlega sá að innlendir bjórframleiðendur flytja nú þegar afurðir sínar frá Íslandi í þeim eina til- gangi að senda þær aftur til landsins í gegn- um erlendar vefverslanir, t.d. verslun Amazon í Bretlandi. Svona viðskiptahættir eru ekki boðlegir í dag, hvort sem litið er til jafnræð- issjónarmiða eða kolefnisfótspors. Hverjir réðu afturförinni? Á undirbúningsstigi umrædds frumvarps voru drög að því birt í tvígang á samráðsgátt stjórnvalda, www.Island.is. Í bæði skiptin var gert ráð fyrir að heimilaður yrði rekstur inn- lendra vefverslana með áfengi í smásölu til neytenda með vissum takmörkunum. Til grundvallar lágu þau rök að æskilegt væri að jafna stöðu innlendrar og erlendrar verslunar í ljósi þess að almenningi væri heimilt að kaupa áfengi í gegnum netversl- un frá útlöndum og flytja til landsins til einkaneyslu á meðan slík verslun væri ekki heimil í vefverslun sem starfrækt væri hér á landi. Með því að heimila innlenda vefverslun með áfengi væri lagaleg staða innlendrar og erlendrar vefverslunar með áfengi jöfnuð. Vandséð er hvernig hægt er að réttlæta bann við at- vinnurekstri sem snýst um sölu á vöru sem almenningur getur flutt inn að vild til einkaneyslu. Fróð- legt væri að fá upplýst hvers vegna þessu sjálfsagða jafnræðissjónarmiði var kippt út úr frumvarpinu. Hverjir knúðu fram þá afturför? Skref sem myndu bæta stöðuna SVÞ hafa ávallt lagt ríka áherslu á við- skiptafrelsi. Afstaða samtakanna er sú að stefna beri að því í markvissum skrefum að aflétta einokun ríkisins á viðskiptum með bjór og vín. Mikilvægt er að framkvæmdin sé skýr og afmörkuð þannig að engin óvissa skapist og vel sé um alla umgjörð búið. Reynsluna af hverju skrefi í afnámi einokunar á verslun með áfengi þarf að meta og hafa til hliðsjónar við töku næsta skrefs. Að sjálfsögðu þarf að gæta að lýðheilsusjónarmiðum og vönduðum vinnubrögðum í hvívetna, eins og gildir um alla þróun verslunar og þjónustu. Það er af- staða SVÞ að ekki sé hægt að styðja af- greiðslu frumvarpsins, sem hér er til um- ræðu, þótt það sé jákvætt í eðli sínu, nema því verði breytt á þann hátt að innlend netversl- un með bjór og léttvín verði heimiluð sam- hliða því að innlendum framleiðendum verði heimiluð smásala á framleiðslustað. Það væru skref sem um munaði og myndu stuðla að jafnræði í verslun og jafnfætisstöðu í sam- keppni, bæði íslenskra vefverslana og fram- leiðenda á Íslandi. Eftir Jón Ólaf Halldórsson » Það er afstaða SVÞ að ekki sé hægt að styðja af- greiðslu frumvarpsins … nema því verði breytt á þann hátt að innlend netverslun með bjór og léttvín verði heimiluð sam- hliða því að innlendum fram- leiðendum verði heimiluð smá- sala á framleiðslustað. Jón Ólafur Halldórsson Höfundur er formaður Samtaka verslunar og þjónustu. Ráðabrugg gegn jafnræði Mörg stór mál hafa borist Alþingi frá ráð- herrum ríkisstjórn- arinnar á síðustu vik- um, þ.á m. til umhverfis- og sam- göngunefndar. Mál sem skipta hagsæld og vel- ferð þjóðarinnar miklu á næstu árum og ára- tugum. Ef veiruáfallið hefur kennt okkur eitthvað þá er það að við verðum að fjölga stoðunum undir verðmætasköpun þjóðarinnar og auka fjölbreytni í atvinnulífi. Vissu- lega hefur mikið áunnist í þeim efnum á undanförnum árum, en sannarlega höfum við ekki haldið vöku okkar nægjanlega. Má jafnvel segja að við höfum flotið sofandi að feigðarósi. Kæruleysi og átök hafa um of ein- kennt umræðu um þessi mikilvægu mál, fjöregg þjóðarinnar. Nægir þar að nefna ágreining um nýtingu fisk- veiði- og orkuauðlinda okkar. Frasa- kennd umræða um græna atvinnu- byltingu byggða á rannsóknum, þróun og nýsköpun segir ekki nema hálfa söguna. Hvað kemur svo? Það sem skiptir öllu máli er hvað sagt er með B á eftir A. Við munum áfram í grundvallar- atriðum byggja á nýsköpun í undir- stöðuatvinnugreinum okkar, þar sem þekking, reynsla og menntun mun skila okkur öflugu og fjölbreyttu at- vinnulífi sem treysta mun grunn þess velferð- arsamfélags sem við höf- um byggt upp. Tökum nokkur dæmi um græna atvinnubylt- ingu, tækifæri sem liggja við fætur okkar. Matvælaframleiðsla Auk styrkingar hefð- bundinnar landbún- aðarframleiðslu eigum við að auka mjög við framleiðslu okkar í yl- rækt. Íslenskir bændur framleiða úr- valsvöru sem á sér ekki hliðstæðu þegar kemur að hreinleika. Lítil sem engin lyfjanotkun, hreint vatn og líf- rænar varnir í stað eiturefna gefa okkur mikið forskot. Við verðum að hlúa að þessari grunnatvinnugrein okkar og nýta tækifærin sem liggja í forskoti okkar, til að hugsa stórt og hyggja á aukinn útflutning á næstu árum. Fiskeldi Það er að gjörbylta efnahag okkar og byggðaþróun í landinu, en deilur hafa um of skyggt á mikilvægi grein- arinnar. Útflutningsverðmæti fiskeld- isafurða af sömu stærð og helstu nytjastofnar okkar skila, eru í sjón- máli. Byggðafesta og aukin fjölbreytni í atvinnulífi á landsbyggðinni þar sem fiskeldis nýtur við er byltingakennd. Við gerum meiri kröfur til umhverfis- mála á þessu sviði en aðrar þjóðir og eigum að gera það. Aukin tækni og nýsköpun í greininni hafa gert allt rekstrarumhverfi hennar öruggara. Hér þarf að auka rannsóknir víðar með ströndinni til að áhættumeta reksturinn gagnvart umhverfinu. Í stað þess að leita lausna og sátta fara menn í skotgrafir, stríð er það sem við höfum síst efni á núna. Af gefnu tilefni má minna á að sjókvíaeldi er mat- vælaframleiðsla með eitthvert lægsta kolefnisspor allrar slíkrar framleiðslu í heiminum. Gagnaver Hér eru landfræðilegar aðstæður mjög hagstæðar fyrir rekstur gagna- vera. Græn orka og veðurfar gera Ís- land að mjög áhugaverðum stað fyrir slíkan rekstur. Nýr sæstrengur til gagnflutninga sem fyrirhugað er að leggja til Evrópu á næsta ári mun koma okkur á kortið sem vænlegri staðsetningu með tilliti til öruggra tenginga. Við þurfum einnig að vinna að því með bandamönnum okkar í vestri að nýr sæstrengur verði lagður hingað frá Norður-Ameríku, slík ráð- stöfun myndi valda byltingu. Hér er á ferðinni iðnaður sem við eigum að leggja áherslu á að fari sem víðast um hinar dreifðu byggðir. Þá fáum við al- vörukaupendur að raforku sem greiða munu fyrir nauðsynlega styrkingu dreifikerfisins. Ef ekki koma til slíkir kaupendur munum við sem fyrir erum í kerfinu þurfa að greiða reikninginn með hærri dreifikostnaði á raforku. Eldsneytisframleiðsla Hér eigum við gríðarleg tækifæri í heimi þar sem öll áhersla mun vera á orkuskipti í stóra samhenginu. Vetn- isframleiðsla með okkar grænu orku leikur hér aðalhlutverk. Við erum ey- land ótengt öðrum löndum og þannig verður það. Lokað kerfi raforkufram- leiðslu okkar mun verða mun hag- kvæmara og skila sér í betri nýtingu með miklum ávinningi og aukningu á samkeppnishæfi landsins gagnvart orkukaupendum. Aðrar þjóðir sem hafa langt frá því sömu tækifæri og við, eru með stór áform um aukningu í raforkuframleiðslu einmitt til þess að framleiða vetni vegna orkuskipta. Rafhlöður Hröð þróun í framleiðslu þeirra gegnir lykilhlutverki í hröðun orku- skipta. Við höfum nýlega heyrt af við- ræðum Landsvirkjunar við áhugasöm fyrirtæki sem framleiða rafhlöður í farartæki, stór og smá. Græna orkan okkar er grundvöllur áhuga þessara fyrirtækja sem eru í gríðarlegri ný- sköpun í þessari framleiðslu og við munum sjá eftirspurn margfaldast á næstu árum. Samkvæmt talsmanni eins af orkufyrirtækjum okkar má reikna með að slíkri framleiðslu fylgi þúsundir hátæknistarfa og gríðarleg útflutningsverðmæti. Núllstilling Hægt er að halda áfram að telja upp tækifærin sem liggja við fætur okkar. Hér hef ég sagt B, í stað þess að tala frasakennt og innistæðulaust um græna atvinnubyltingu á grundvelli nýsköpunar, rannsókna og þróunar. Öll þau tækifæri sem ég hef hér farið yfir eru stórkostleg nýsköpun í umhverfisvænum iðnaði sem munu gjörbylta tækifærum fyrir framtíðar- kynslóðirnar. Öll byggð á traustum grunni reynslu og þekkingar sem þegar er til staðar í landinu. Á sama tíma og án þess að við lítum til þessara tækifæra eru menn í fullri alvöru að leggja til bann við nýtingu þeirra auðlinda sem gera okkur sam- keppnishæf til að innleiða þessa ný- sköpun í grænum iðnaði. Við verðum að setja samkeppnishæfi okkar í fyrsta sæti, stokka upp, núllstilla um- ræðuna og hefja aftur á réttum for- sendum. Aukin áhersla á menntun í iðn-, tækni- og raunvísindum, þar sem við gefum sjálfstæðum skólum sömu tækifæri og opinberum, mun leiða okkur inn í forystuhlutverk í nýsköp- un, rannsóknum og þróun. Á grund- velli þeirrar þróunar munum við tak- ast á við tækifæri framtíðar með skyn- samlegri nýtingu náttúruauðlinda okkar sem grunn að því sterka velferð- arsamfélagi sem við viljum byggja. Eftir Jón Gunnarsson » Við verðum að setja samkeppnishæfi okkar í fyrsta sæti, stokka upp, núllstilla umræðuna og hefja aft- ur á réttum forsendum. Jón Gunnarsson Höfundur er alþingismaður. Góð tækifæri til nýsköpunar í umhverfisvænum iðnaði Íslenska þjóðin hefur um nokkurt skeið verið þátttakandi í stóru og fjölbreyttu grunn- námskeiði í vísindum. Þar er m.a. fjallað um hvernig vísindamenn nýta vísindalegar niðurstöður og aukna þekkingu til að byggja undir stöðumat og mögulega þróun. Þeir hika ekki við að skipta um skoðun eða breyta mati sínu ef vísindalegar mæl- ingar gefa tilefni til, eða til að mæta ófyrirsjáanlegri þróun. Loðna, jarðhræringar og farsótt Vísindi og rannsóknir tengjast með beinum hætti mörgum af stóru spurningunum sem Íslend- ingar leita svara við. Stofnstærð- armælingum á fiskistofnum og aflaheimildum, jarðskjálftavirkni á Reykjanesi og líkum á eld- gosi. Aðgerðum sóttvarnalæknis vegna Co- vid-19, vöktun og viðbrögðum við snjóflóðum og skriðuföllum, hagnýtingu upplýsingatækni og fjarskipta til að halda samfélaginu gangandi í miðjum heimsfaraldri o.s.frv. Öllum ætti því að vera ljóst að rannsóknir og hagnýting vísindastarfs er mikilvæg forsenda fyrir þróun samfélagsins og er þá enginn hluti þess undanskilinn. Kennsludæmin í námskeið- inu sem við sitjum nú hafa einnig leitt hugann að því frábæra og öfluga vísindafólki og stofn- unum sem við eigum. Í áætlun vísinda- og tækniráðs eru m.a. til- greindar aðgerðir sem eru á ábyrgð mennta- og menningarmálaráðuneytis. „Mikilvægt er að vísindastarf nýtist íslensku samfélagi í stefnu- mótun og lýðræðislegum ákvörðunum. Ekki verður unnt að ná tökum á samfélagslegum áskorunum, svo sem lýðheilsuvandamálum og loftslagsvá, nema stefnumótandi aðilar og al- menningur hafi greiðan aðgang að áreiðanlegri þekkingu.“ Með þessu er ætlunin að skapa um- gjörð sem tryggir sýnileika vísinda, stuðlar að aukinni þekkingu á aðferðum vísinda, eykur skilning, traust og virðingu fyrir niðurstöðum vísinda og sérfræðiþekkingar, tryggir aðgang að gagnreyndum upplýsingum og vinnur mark- visst gegn áhrifum falsfrétta og rangra upplýs- inga í samfélaginu. Stærsta úthlutun Rann- sóknasjóðs frá upphafi Rannsóknasjóður gegnir lykil- hlutverki við fjármögnun vísinda- verkefna hér á landi. Hann styður verkefni á öllum sviðum vísinda og veitir fjórar tegundir styrkja til doktorsnema, nýdoktora, rann- sóknarverkefna og öndvegisstyrki til stórra verkefna sem skara fram úr á sínu sviði og hafa alþjóðlega tengingu. Úthlutun styrkja úr sjóðnum hefur aldrei verið hærri en nú og fleiri ný verkefni njóta stuðnings en áður – alls 82 talsins. Sjóðurinn hefur frá árinu 2004 verið leiðandi samkeppnissjóður hér á landi, en hlutverk hans er að styrkja vís- indarannsóknir og rannsókn- artengt framhaldsnám á Íslandi. Síðustu ár hafa framlög til sjóðsins verið um 2,5 milljarðar kr. en á síðasta ári bætt- ist við 776 milljóna Covid-framlag. Á þessu ári voru fjárveitingar hins vegar hækkaðar í 3,7 milljarða, í samræmi við stefnu vísinda- og tækniráðs frá síðasta ári. Um 2 milljarðar kr. renna til eldri verkefna en styrkveitingar til nýrra verkefna nema á 1,3 milljörðum kr. á árinu. Rannsóknasjóður styrk- ir einnig þátttöku íslenskra aðila í mörgum al- þjóðlega samfjármögnuðum verkefnum. Búast má við að heildarframlag vegna nýju verkefnanna verði um 4 milljarðar áður en yfir lýkur, enda ná verkefnin yfirleitt yfir þriggja ára tímabil. Á grundvelli þessara rannsókna, og annarra sem sjóðurinn hefur stutt, skapast þekking sem hjálpar okkur að þróa samfélagið okkar og bæta lífsgæðin. Skýrt merki um öflugt vísindastarf Umsóknum í Rannsóknasjóð hefur fjölgað undanfarin ár og árangurshlutfallið hafði lækk- að stöðugt þar til nú. Með stækkun sjóðsins hef- ur þróuninni verið snúið við, því þrátt fyrir 402 umsóknir var árangurshlutfallið nú rúm 20% og hefur ekki verið hærra síðan 2017. Þessi mikla eftirspurn er til marks um öflugt vísindastarf á Íslandi, metnað vísindafólks og vísbending um framtíðarávinning fyrir okkur öll. Fræðilega er allt ómögulegt þar til það hefur verið gert Eftir Lilju Dögg Alfreðsdóttur Lilja Alfreðsdóttir »Úthlutun styrkja úr sjóðnum hefur aldrei verið hærri en nú. Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.