Morgunblaðið - 20.03.2021, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MARS 2021
Smiðjuvegur 68, Kópavogi | S. 587 1350 | bifreidaverkstaedi.is
Höfum sérhæft okkur í Toyota viðgerðum síðan 1995
Fljót, örugg og persónuleg þjónusta
Allar almennar bílaviðgerðir
Landsréttur dæmir að gjald sem
fyrirtæki greiða fyrir tollkvóta
vegna innflutnings búvara teljist
skattur. Stjórnvöldum sé óheimilt
að leggja á skatta og sé þessi gjald-
taka því ekki talin samrýmast
ákvæðum stjórnarskrár. Féllst
Landsréttur á kröfu innflutnings-
fyrirtækis um endurgreiðslu á
gjaldi fyrir tollkvóta á árinu 2018 og
sneri með því við dómi héraðsdóms.
Stjórnvöld hafa samið við Evr-
ópusambandið um heimild til inn-
flutnings á tilteknu magni búvara á
ári hingað til lands. Heimildirnar
eru auglýstar reglulega og fyrir-
tækjum gefinn kostur á að bjóða í
þá. Eftirspurn hefur verið eftir
þessum heimildum og var verðið til-
tölulega hátt eftir að innflutning-
urinn var heimilaður. Samkvæmt
búvörulögum hefur landbún-
aðarráðherra heimildir til að ákveða
með reglugerð hvernig velja skal á
milli þeirra sem gera tilboð og við
hvaða boð, eða aðra fjárhæð, skuli
miða hið álagða gjald.
Fyrirtæki innan Félags atvinnu-
rekenda hafa staðið í málaferlum
vegna útboðsgjaldsins. Í þessu máli
var ríkið dæmt til að endurgreiða
Ásbirni Ólafssyni ehf. útboðsgjald
sem fyrirtækið greiddi á árinu 2018
fyrir innflutning á tveimur tímabil-
um, samtals rúmar 17 milljónir kr.,
auk málskostnaðar. Benti dómurinn
á fortakslaust bann í stjórnarskrá
við að stjórnvöld ákveði hvort
leggja skuli á skatt, breyta skatti
eða afnema. Útboðsgjaldið sem
heimilað er í búvörulögum var ekki
talið styðjast við lögmæta skatt-
lagningarheimild og væri því ógilt.
Reglum um tollkvóta var breytt í
byrjun árs 2020, eftir að málið var
höfðað, og leiddi það til lækkunar á
verði fyrir tollkvóta. Úthlutuninni
var breytt tímabundið til fyrra
horfs í desember sl. og hækkaði
gjaldið þá aftur. Dómurinn tekur
því til sama fyrirkomulags og gildir
nú.
Ríkið greiði út-
boðsgjald til baka
- Gjaldtaka talin óheimil skattlagning
Morgunblaðið/Eggert
Steik Mest er flutt inn til landsins af
fersku svína- og nautakjöti.
Í dag, laugardaginn 20. mars klukkan 9.37, verða vorjafndægur á norður-
hveli jarðar en haustjafndægur á suðurhvelinu. Á norðurhvelinu hefst vor
en haust á suðurhvelinu þegar sólin færist norður yfir miðbaug himins.
Þetta þykir Íslendingum ætíð merkur viðburður, sem boðar að sumarið
er handan við hornið. „Á vorjafndægrum eru dagur og nótt ekki alveg
jafnlöng. Við njótum örlítið meiri dagsbirtu en myrkurs, mörgum senni-
lega til mikillar ánægju,“ segir á Stjörnufræðivefnum. sisi@mbl.is
Morgunblaðið/Eggert
Vorjafndægur í dag
Vorið gengur í garð á norðurhveli jarðar
Tilkynnt var í gær
hvaða blaðamenn
hefðu verið tilefndir
til Blaðamanna-
verðlauna BÍ en
þau verða afhent í
næstu viku. Orri
Páll Ormarsson,
blaðamaður á
Morgunblaðinu, er
tilefndur fyrir við-
tal, sem hann tók
við Ingva Hrafn Jónsson og birtist í
sunnudagsblaði Morgunblaðins 12.
júlí en þar þar ræddi Ingvi Hrafn um
andlát bróður síns og þá ákvörðun
hans að þiggja dánaraðstoð.
Erla Hlynsdóttir, DV, og Hlédís
Maren Guðmundsdóttir, Stundinni,
voru einnig tilefndar fyrir viðtöl árs-
ins.
Tilefningar fyrir umfjöllun ársins
fengu Birta Björnsdóttir og Guð-
mundur Björn Þorbjörnsson, RÚV,
Erla Björg Gunnarsdóttir og Nadine
Guðrún Yaghi, fréttastofu Stöðvar 2,
Vísis og Bylgjunnar, og Sunna Ósk
Logadóttir, Bára Huld Beck, Þórður
Snær Júlíusson, Arnar Þór Ingólfs-
son og Jónas Atli Gunnarsson, Kjarn-
anum.
Tilnefningu fyrir rannsóknarblaða-
mennsku ársins fengu Aðalsteinn
Kjartansson, Helgi Seljan og Stefán
Drengsson, RÚV,
Freyr Rögnvaldsson og Bjartmar
Oddur Þeyr Alexandersson, Stund-
inni og Nadine Guðrún Yaghi, frétta-
stofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.
Tilnefningar fyrir blaðamannaverð-
laun ársins fengu Hólmfríður Dagný
Friðjónsdóttir, RÚV, Sunna Karen
Sigurþórsdóttir og Þórhildur Þor-
kelsdóttir, RÚV.
Orri Páll
tilnefndur
fyrir viðtal
Orri Páll
Ormarsson
Sunnudagur Ingvi Hrafn Jónsson á
forsíðunni 12. júlí 2020. Arnþór
Birkisson tók myndina af honum.
Veronika Steinunn Magnúsdóttir
veronika@mbl.is
„Ég tel mikilvægt að við skilgreinum
okkur sem norðurslóðaríki og við töl-
um ávallt í þágu íbúa norðurslóða,“
segir Guðlaugur Þór Þórðarson ut-
anríkisráðherra, sem tók í gær við
tillögum að nýrri stefnu Íslands í
málefnum norðurslóða. Í framhald-
inu mun ráðherra leggja fram þings-
ályktunartillögu, byggða á stefn-
unni.
„Mikilvægi norðurslóða hefur
breyst mjög mikið á þessum tíma og
það er engin tilviljun að þetta hafi
verið ein af höfuðáherslunum í utan-
ríkisstefnunni á mínum tíma,“ segir
hann og bætir við að sjálfbærni sé
grunnþema í þeirri stefnu.
Bryndís Haraldsdóttir, formaður
nefndarinnar og þingmaður Sjálf-
stæðisflokksins, kynnti tillögur
nefndarinnar á blaðamannafundi í
utanríkisráðuneytinu í gær. Hún tel-
ur mikilvægt að móta stefnu í sam-
ræmi við aukinn áhuga heimsbyggð-
arinnar á norðurslóðum.
Þverpólitískur vilji til staðar
„Það hefur mjög margt breyst á
þessum tíu árum. Við sjáum til dæm-
is gígantískar breytingar í loftslags-
málum í ljósi hlýnunar jarðar og
áhuginn á svæðinu eykst í hlutfalli
við það. Við sjáum einnig mikla hern-
aðaruppbyggingu Rússa á svæðinu
og á sama tíma sjáum við Vestur-
veldin uggandi yfir þessari þróun,“
segir hún og bætir við að vitanlega
sé lögð áhersla á að norðurslóðir
verði lágspennusvæði.
„Við í starfshópnum leggjum m.a.
sérstaklega til að Akureyri verði efld
enn frekar sem miðstöð norðurslóða-
mála á Íslandi og það er ánægjulegt
að finna þennan þverpólitíska vilja
fyrir því. Það eru mikilvæg skilaboð
til þess öfluga hóps fólks sem starfað
hefur um árabil á Akureyri í
tengslum við norðurslóðamálin,“
segir Njáll Trausti Friðbertsson,
þingmaður Sjálfstæðisflokksins og
formaður Íslandsdeildar NATO,
sem einnig átti sæti í nefndinni.
Um er að ræða nítján tillögur um
áhersluþætti sem norðurslóðastefna
Íslands ætti að miða að; má þar
nefna virka þátttöku í alþjóðasam-
starfi, áframhaldandi stuðning við
Norðurskautsráðið og áherslu á al-
þjóðalög og friðsamlega lausn deilu-
mála.
Norðurslóðamiðstöð á Akureyri
- Mikilvægi norðurslóða verið ein af höfuðáherslum utanríkisráðherra - Gígantískar breytingar í lofts-
lagsmálum - Vesturveldin uggandi yfir hernaðaruppbyggingu Rússa á svæðinu - Nítján tillögur
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Norðurslóðir Guðlaugur Þór og Bryndís á blaðamannafundinum.