Morgunblaðið - 24.03.2021, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.03.2021, Blaðsíða 1
M I Ð V I K U D A G U R 2 4. M A R S 2 0 2 1 .Stofnað 1913 . 70. tölublað . 109. árgangur . ÍHUGA AÐ FRAM- LEIÐA DÓSIR Á ÍSLANDI FRUMSÝNA NÝJA ÓPERU Í KVÖLD ÁGÆTT AÐ FÁ STRAX ALVÖRU ANDSTÆÐING BYGGÐ Á LJÓÐABÓK 24 GEGN ÞÝSKALANDI 23VIÐSKIPTAMOGGINN Fáðu þér sæti á sinfonia.is 25 03 KL. 20.00 FIMMTUDAGUR HljómsveitarstjóriBjarni Frímann Bjarnason Einsöngvari JónaG. Kolbrúnardóttir Við leggjum áherslu á ábyrgt viðburðahald og fylgjum ávallt gildandi sóttvarnareglum. MAHLER NR.4 Snorri Másson Guðni Einarsson Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur telur ekkert því til fyrirstöðu að gosið sem hófst í Geldingadal á föstudagskvöld reynist vera langvinnt dyngjugos. Einkenni gossins eru í þá veru og engin breyting virðist hafa orðið á hraunflæðinu frá upphafi gossins. „Ég er far- inn að hallast meira og meira að því,“ segir Þorvaldur í samtali við Morgunblaðið. Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir að at- burðarásin sé einkar spennandi. „Þetta er eitt- hvað sem við höfum aldrei séð gerast áður. Þetta er ekkert í líkingu við Kröfluelda eða Fimmvörðuháls. Ef eitthvað er líkt þessu þá er það hugsanlega Surtsey,“ segir Ármann. Surtsey hefði orðið dyngja ef ekki hefði gosið neðansjávar. Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík, ræddi dyngjugos á bæjarráðsfundi í gær. „Möguleikinn að þetta standi mjög lengi er nýr af nálinni hér á Íslandi á sögulegum tíma. Þetta veit enginn enn þá en þetta er til umræðu í vísindasamfélaginu. Þetta er ekkert endilega gott, að hafa eldgos mjög nærri sér mjög lengi, og sérstaklega ef gasútstreymi leggur af þessu. Þetta er ekki endilega skemmtilegur nágranni, en við mætum því sem að höndum ber,“ segir bæjarstjórinn. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Stríður straumur Eldgosið í Geldingadal hefur nú staðið í meira en fjóra daga og hraunflæðið hefur alls ekkert breyst. Slíkur taktur er einkenni dyngjugosa og frumstæð kvikusamsetningin líka. LÍKUR Á LANGVINNU GOSI - Einkenni benda áfram til dyngjugoss, sem getur varað árum saman - Ekkert í líkingu við Kröfluelda eða Fimmvörðuháls, segir eldfjallafræðingur - Við mætum því sem að höndum ber, segir bæjarstjóri Grindavíkur MEldgos í Fagradalsfjalli »4 og 6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.