Morgunblaðið - 24.03.2021, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 24.03.2021, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. MARS 2021 hafðu það notalegt í vetur vottun reynsla ára ábyrgð gæði miðstöðvarofnar Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - sími 577 5177 - ofnasmidja.is Eigum úrval af miðstöðvar- og handklæðaofnum Veiran kemur víða fyrir í víglínustjórnmálanna. - - - Í Bandaríkjunum tókst demókröt-um í krafti yfirburðastöðu í fjöl- miðlum að koma „því inn“ að kór- ónuveiran væri komin frá Trump, en ekki frá Kína. - - - Og þeir komu þvílíka inn að það væri ósvífinn ras- ismi að segja veir- una vera frá Kína! Afbrigðin máttu vera bresk, suður- afrísk og brasilísk en Kína skyldi hvergi koma nærri! - - - En í bólusetn-ingum brillera hinn breski Boris og Bíbí leiðtogi Ísraels. En ESB og öll innleiddu ríkin þar eru með allt niðrum sig í þeim efnum. Og íslensk stjórnvöld vildu endi- lega taka fullan þátt í þeirri tísku- sýningu. - - - Macron forseti Frakklands hef-ur verið með seinheppnari leiðtogum ESB og er þó sam- keppnin hörð á botninum. Marine Le Pen, keppinautur hans í kom- andi kosningum, nuddaði salti djúpt í sár leiðtogans með hjálp Twitter: - - - Nýliðinn laugardag bólusettuBretar 850.000 skammta af bóluefni í sitt fólk. Frakkland 56.000. Og ríkisstjórn þess heldur áfram að þruma yfir heiminn í bólusetningarfræðum af ósvífni og innihaldslausu yfirlæti. - - - Við sætum enn harkalegri ein-angrun þegar líf þeirra þjóða sem betur standa sig tekur við sér.“ Emmanuel Macron Yfirlæti blómstrar STAKSTEINAR Marine Le Pen Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Bændasamtök Íslands (BÍ) og bú- greinafélög munu sameinast undir merkjum BÍ. Tillaga um nýtt fé- lagskerfi bænda var samþykkt á búnaðarþingi í gær með öllum greiddum atkvæðum. Markmið sameiningarinnar er að auka skilvirkni félagskerfis bænda og efla hagsmunagæslu í landbúnaði. Þótt búgreinafélögin gangi inn í Bændasamtök Íslands verða haldin búgreinaþing til að fjalla um sérmál en búnaðarþing fjallar aftur á móti um sameiginleg hagsmunamál. Í ályktun þingsins er því beint til búgreinafélaga sem hyggjast sam- einast Bændasamtökum Íslands að gera nauðsynlegar ráðstafanir og breytingar á sínum samþykktum þannig að sameining megi ganga í gegn um mitt þetta ár. Nýjar sam- þykktir BÍ og þingsköp búnaðar- þings og búgreinaþings verða lögð fyrir til samþykktar á aukafundi búnaðarþings 10. júní nk. Búnaðarþing ályktaði um ýmis mál. Sem dæmi má nefna að þess var krafist að stjórnvöld létu heilbrigði landsmanna njóta vafans umfram viðskiptahagsmuni innflutningsfyr- irtækja þegar kemur að sjúkdóma- vörnum og nefnt að sýklalyfjaónæmi væri orðin ein helsta heilbrigðisógn í heiminum. helgi@mbl.is Bændasamtökin sameinast í júní - Samstaða var á búnaðarþingi um breytingar á félagskerfi bænda Ljósmynd/Hörður Kristjánsson Búnaðarþing Gunnar Þorgeirsson, formaður BÍ, í ræðustóli. Endurmetnar horfur gefa til kynna að skuldastaða ríkissjóðs og sveitar- félaganna verði betri en gert var ráð fyrir á seinasta ári en eftir sem áður er búist við að skuldir hins opinbera aukist um rúmlega 1.500 milljarða króna milli áranna 2019 og 2025. Áð- ur var talið að þær gætu hækkað um 1.750 milljarða. Þetta kemur fram í nýrri fjármálaáætlun fjár- mála- og efnahagsráðherra. Þar segir einnig að áfram ríki óvissa um framvindu faraldursins og afleiðing- ar hans fyrir efnahagslífið og opin- ber fjármál. Þótt vöxtur skulda eigi að stöðv- ast á árinu 2025 er útlit fyrir að heildarskuldir ríkis og sveitarfélaga verði mjög miklar á næstu árum og er reiknað með að heildarskuldirnar að meðtöldum lífeyrisskuldbinding- um nemi rúmum 3.500 milljörðum eða 85% af landsframleiðslu í árslok 2026. Í lok þessa árs er áætlað að heildarskuldir ríkissjóðs verði 1.519 milljarðar kr. Í umfjöllun um fjármál sveitarfé- laga í fjármálaáætluninni kemur fram að nú er talið að halli á afkomu sveitarfélaga hafi verið um 17 millj- arðar í fyrra og gert er ráð fyrir að afkoman verði neikvæð allt tímabil fjármálaáætlunarinnar til 2026. Af- koman batni þó á síðari hluta tíma- bilsins. Nú er gert ráð fyrir að að- gerðir til að bæta afkomu sveitar- félaga þurfi að vera hálfum öðrum milljarði minni en áður var ráðgert eða um fjórir milljarðar árin 2023- 2025 til að stöðva vöxt skuldahlut- falls hins opinbera. „Tekjur og gjöld sveitarfélaga aukast öll árin, en gjöld nokkru meira en tekjur árin 2021 og 2022 sem skýrist einkum af auknum launaútgjöldum sveitarfé- laga. Afkoma áranna 2023–2025 batnar aftur á móti þar sem gert er ráð fyrir að skatttekjur, einkum fasteignaskattar, hækki meira en aukin útgjöld,“ segir í áætluninni. Fram kemur að tekjur sveitarfé- laga af útsvari jukust um 6,1% í fyrra en nú séu horfur á að á yf- irstandandi ári aukist skatttekjurn- ar óverulega frá fyrra ári. Launa- gjöld sveitarfélaganna, sem vega um helming af heildarútgjöldum þeirra, jukust um ríflega 11% í fyrra og gert er ráð fyrir að þau aukist um 6,4% á yfirstandandi ári. „Hér vega inn m.a. áhrif af styttingu vinnuvik- unnar, en óvissa varðandi þróun hennar á launakostnað er talsverð,“ segir í áætluninni. omfr@mbl.is 1.500 milljarða hækkun á 7 árum - Skuldir hins opinbera endurmetnar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.