Morgunblaðið - 24.03.2021, Page 13
13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. MARS 2021
Hiti Hægt er að standa mjög nálægt hraunflæðinu í Geldingadal. Hitinn af hrauninu sem finnst á andlitum þeirra sem við það standa minnir óneitanlega á það þegar staðið er of nálægt áramóta-
brennu. Í raun minnir upplifunin á nýársnótt á margan hátt. Lyktin er ekki ósvipuð flugeldamengun og erfitt er að taka augun af sjónarspilinu fyrir framan þig. Pör njóta stundarinnar saman.
Kristinn Magnússon
Það er rétt hjá
Bjarna Benediktssyni
fjármálaráðherra að
varnaraðgerðir rík-
isstjórnarinnar í efna-
hagsmálum vegna
heimsfaraldurs Co-
vid-19 hafa skilað veru-
legum árangri, sam-
hliða skynsamlegri og
markvissri stefnu
Seðlabankans í pen-
ingamálum. Staðan er
því mun betri en flestir þorðu að vona
fyrir nokkrum mánuðum og það er
bjartara fram undan bæði til
skemmri og lengri tíma. En verkefn-
inu er langt í frá lokið – áskorunum,
ekki síst í atvinnumálum, verður að
mæta. Kjósendur ráða mestu um það
eftir sex mánuði hvernig þeim verður
mætt.
Það er nær alveg sama á hvaða
þætti horft er. Taflið er að snúast við.
Við erum ekki lengur í vörn heldur í
sókn. Þar skiptir tvennt miklu. Í
fyrsta lagi sjálfvirkir sveiflujafnarar
ríkisfjármála og hins vegar beinar
stuðningsaðgerðir gagnvart heim-
ilum og fyrirtækjum. Á tveimur ár-
um er um að ræða 400 milljarða við-
spyrnu í ríkisfjármálum gegn
efnahagslegum áhrifum Covid-19. Í
stað þess að taka upp niðurskurð-
arhníf og beita honum gegn velferð-
arkerfinu, líkt og vinstristjórn gerði
eftir hrun, var heilbrigðis-, félags- og
menntakerfið varið og fremur gefið í.
Í stað skattahækkana tók rík-
isstjórnin ákvörðun um að skrúfa frá
súrefninu til launafólks og fyr-
irtækja; þrátt fyrir tekjusamdrátt
voru skattar lækkaðir, m.a. tekju-
skattur einstaklinga og trygginga-
gjald. Innleiddir skattalegir hvatar
til nýsköpunar og þar með ýtt undir
nýja sókn í atvinnumálum. Um leið
var gripið til beinna aðgerða, sem ég
hef áður gert að umtalsefni hér á
þessum stað.
Staðan betri
Síðasta ár var erfitt
en þó var samdrátt-
urinn ekki eins mikill og
spáð var. Hallinn á
rekstri ríkissjóðs var 70
milljörðum minni en
áætlanir gerðu ráð fyr-
ir. Í nýrri þjóðhagsspá
Hagstofunnar er reikn-
að með að hagvöxtur á
þessu ári verði 2,6%,
eftir 6,6% samdrátt á
liðnu ári. Kraftur efna-
hagslífsins verður enn
meiri á næsta ári eða 4,8% og 3,8%
árið 2023. Umskiptin eru því hafin en
við verðum að gera betur. Þrátt fyrir
sterkan vöxt er útlit fyrir að lands-
framleiðsla verði um 130 milljörðum
lægri árið 2024 en þjóðhagsspár
gerðu ráð fyrir áður en heimsfarald-
urinn reið yfir.
Hagstofan bendir á að raunlaun
hafi hækkað um 3,4% að meðaltali á
síðasta ári, að mestu vegna kjara-
samningsbundinna hækkana þar
sem ákveðið var að kjarasamningar
skyldu standa. Þá hafði stytting
vinnuviku á almennum markaði einn-
ig áhrif til hækkunar en styttri
vinnutími tók einnig gildi hjá flestum
opinberum starfsmönnum í byrjun
þessa árs. Gert ráð fyrir að raunlaun
hækki um 3,8% á þessu ári.
Sem sagt: Þrátt fyrir þau efna-
hagslegu áföll sem gengið hafa yfir
og samdrátt í landsframleiðslu hefur
kaupmáttur launa aukist og heldur
áfram að aukast. Kaupmáttur launa
hefur aldrei verið meiri. Hér skiptir
ekki síst máli lækkun tekjuskatts
sem kom að fullu til framkvæmda í
byrjun þessa árs. Ráðstöfunartekjur
fólks verða 23 milljörðum hærri á ári
vegna skattalækkana síðustu ára.
Aukning ráðstöfunartekna er mest
hjá lægri tekjuhópum eða um 120
þúsund krónur.
Áskoranir
Í endurskoðaðri fjármálaáætlun
sem kynnt var á mánudag er reiknað
með að afkoma ríkissjóðs fari smám
saman batnandi og jákvæður frum-
jöfnuður náist 2025. Afkoma rík-
issjóðs árin 2020-2025 verður 135
milljörðum betri en gengið var út frá
síðasta haust.
Það verður því „auðveldara“ að ná
markmiði um að stöðva skuldasöfnun
ríkisins vegna heimsfaraldursins fyr-
ir lok ársins 2025. Ekki þarf að hafa
mörg orð um hversu mikilvægt það
er að ríkið safni ekki skuldum, –
skuldum til að standa undir almenn-
um útgjöldum. Slíkar skuldir eru lítið
annað en fyrirframgreiðsla lífskjara
á reikning þeirra sem á eftir koma.
Jafnvægi í ríkisfjármálum er alltaf
áskorun en um leið ein frumskylda
stjórnmálamanna þegar til lengri
tíma er litið. Í aðdraganda kosninga
er ekki ólíklegt að ungt fólk krefji
frambjóðendur og stjórnmálaflokka
um skýr svör í þeim efnum.
Önnur áskorun sem við verðum að
takast á við er atvinnuleysið. Ég hef
haldið því fram að íslenskt samfélag
geti aldrei sætt sig við umfangsmikið
atvinnuleysi, ekki aðeins vegna beins
kostnaðar heldur ekki síður vegna
þess að atvinnuleysi er sem eitur sem
seytlar um þjóðarlíkamann. Atvinnu-
leysi er vitnisburður um vannýtta
framleiðslugetu, minni verðmæta-
sköpun og meiri sóun. Allir tapa en
mest þeir sem eru án atvinnu í lengri
eða skemmri tíma.
Vonir eru til þess að þeim fækki
verulega sem eru án vinnu á komandi
mánuðum, ekki síst þegar ferðaþjón-
ustan fær aftur byr undir báða
vængi. En atvinnulífið verður ekki
fjölbreyttara án fjárfestinga og ný
störf verða ekki til með því að
minnka súrefnið, með reglugerðar-
væðingu og skattheimtu.
Skattheimtustefna
eða aukið súrefni
Þeir stjórnmálamenn sem hafa
litla framtíðarsýn eða vilja ekki
leggja spilin á borðin gera ítrekaðar
tilraunir til að festa umræðuna um
opinber fjármál í formreglum. Inni-
haldið verður aukaatriði. Forðast er
eins og heitan eldinn að marka skýra
stefnu í skattamálum, – það er helst
að það glitti í pólitíska stefnumörkun
þegar kemur að útgjöldum, sem allt-
af skulu vera hærri en lagt er til.
Slíkir stjórnmálamenn eru ekki lík-
legir til að ryðja brautina til bættra
lífskjara.
Samfylkingin, sem boðar eitthvað
sem kallast „framsækin atvinnu-
stefna“, er föst í gömlum skotgröfum
vinstrimanna. Flækja á skattkerfið
enn frekar með fleiri skattþrepum
(og örugglega hærri en ekki eru
mörg ár síðan þáverandi þingmaður
flokksins boðaði allt að 70% tekju-
skatt) með viðeigandi jaðarsköttum.
Innleiða á eignaskatta að nýju, þrátt
fyrir að fyrrverandi fjármálaráð-
herra flokksins hafi talað um að slík-
ur skattur hefði verið tímabundinn.
Og síðast en ekki síst á að hækka
fjármagnstekjuskatt enn meira er
orðið er.
Með slíka skattastefnu að vopni
ætlar Samfylkingin að blása til at-
vinnusóknar og leggur sérstaka
áherslu á „vöxt háframleiðnigreina
sem byggjast á hugviti og sköp-
unargáfu, tækni og verkkunnáttu“. Í
hugarheimi samfylkinga er ekkert
samhengi á milli skatta, vinnu og
fjárfestinga. Þess vegna er Samfylk-
ingin lítið annað en gamaldags skatt-
heimtuflokkur, þar sem ríkis-
rekstrarhyggjan hefur yfirhöndina
með tilheyrandi millifærslum til
heimila og fyrirtækja.
Hærri skattar, ekki síst á fjár-
magn og eignir, búa ekki til ný störf
heldur koma fremur í veg fyrir fjár-
festingu og þar með framsókn í at-
vinnumálum. Flóknara skattkerfi
einstaklinga með fleiri og hærri
skattþrepum eykur ekki kaupmátt.
Þeir sem trúa því leggja Samfylking-
unni eðlilega lið í komandi kosn-
ingum.
Það er alltaf gott að valið sé skýrt
þegar komið er að kjörborðinu.
Skattheimtustefna og ríkishyggja
eða aukið súrefni þar sem kraftur
einstaklinganna er virkjaður.
Eftir Óla Björn
Kárason
»Hærri skattar, ekki
síst á fjármagn
og eignir, búa ekki
til ný störf. Flóknara
skattkerfi eykur
heldur ekki kaupmátt.
Óli Björn
Kárason
Höfundur er alþingismaður
Sjálfstæðisflokksins.
Úr vörn í sókn
400 milljarða viðspyrna vegna Covid-19
Ríkisfjármálum beitt til að verja heimili og fyrirtæki
Heimild: Fjármála- og efnahagsráðuneytið
200
150
100
50
0
2020 2021
Milljarðar kr.
89
92
104
114
OPIÐ
Ráðstafanir
Sjálfvirkir
sveiflujafnarar