Morgunblaðið - 24.03.2021, Side 16

Morgunblaðið - 24.03.2021, Side 16
16 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. MARS 2021 ✝ Guðmunda María Guð- mundsdóttir fædd- ist í Reykjavík 1. júní 1972. Hún lést í faðmi fjölskyldunn- ar á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 12. mars 2021. Foreldrar henn- ar eru Guðmundur Hólm Hjörleifsson, f. 20. nóvember 1948 í Hafn- arfirði, og Jenný Þórisdóttir, f. Valgerður María Sigurðardóttir, f. 30. júní 1981. Börn þeirra eru Arnar Leó og Bríet Elka. Dóttir Maríu er Melkorka Jenný Gunnarsdóttir, f. 26. mars 1998. Sonur Melkorku er Elmar Eron Sindrason, f. 17. apríl 2019. María stundaði nám í Öldutúnsskóla í Hafnarfirði og síðar í Flensborgarskóla. Hún lærði förðun og fór síðar í Við- skipta- og tölvuskólann. Hún starfaði við verslunarstörf og síð- ustu ár við tollskjalagerð hjá Eimskip. Útförin fer fram í Hafnar- fjarðarkirkju 24. mars 2021 klukkan 13. Streymi frá útför: https://youtu.be/32Kp8V4fl8E Virkur hlekkur: https:// www.mbl.is/andlat 23. maí 1949 í Reykjavík. Systkini Maríu eru Helga Laufey Guðmunds- dóttir, f. 11. ágúst 1970, og Róbert Atli Guðmundsson, f. 15. júní 1982. Maki Helgu er Arnar Borgar Atlason, f. 16. september 1969. Börn þeirra eru Guðmundur Atli, Saga Ísafold, Elías Fannar og Hekla Sóley. Maki Róberts er Elsku yndislega dóttir okkar hefur kvatt okkur eftir erfið veik- indi. Við stöndum eftir í mikilli sorg en við eigum allar góðu og fallegu minningarnar um þig. Þannig að við sleppum þér aldrei langt frá okkur. Við munum alltaf geyma mynd af þér í hjörtum okk- ar elsku María. Fjölskyldan mun varðveita og halda vel utan um litlu gullin þín. Nú ertu komin til forfeðra okkar og allra þeirra sem okkur þykir vænt um, þeir munu umvefja þig með ást og kærleika. Umhyggju og ástúð þína okkur veittir hverja stund. Ætíð gastu öðrum gefið yl frá þinni hlýju lund. Gáfur prýddu fagurt hjarta gleðin bjó í hreinni sál. Í orði og verki að vera sannur var þitt dýpsta hjartans mál. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Pabbi og mamma. Elsku mamma mín, það er þyngra en tárum taki að þurfa að kveðja þig. Maður áttar sig ekki á hvað lífið er tómlegt án þín fyrr en maður hefur misst þig. Ég mun virkilega sakna þess að heyra þig koma heim, í þessum háværu hælaskóm sem þú varst alltaf í og mun ég sakna allra Spánarferð- anna sem við fórum í saman. Ég er mjög þakklát fyrir allar þær góðu minningar sem við eigum saman, en þakklátust er ég fyrir að þú hafir fengið að kynnast ömmu- barninu þínu. Ég mun ætíð passa upp á að hann fái að þekkja þig þrátt fyrir að þú sért ekki hjá okk- ur lengur, en þú verður þó alltaf í hjarta okkar. Þín verður sárt saknað, en við munum hittast aft- ur, því lofa ég þér. Þín Melkorka Jenný. Það eru þung spor sem við göngum í dag. Við erum að kveðja systur mína, hana Maríu. Hún barðist af æðruleysi og reisn við sín veikindi, en tapaði þeirri bar- áttu að lokum. Við sem fylgdumst með henni heyja baráttu við krabbamein dáðumst að þeim styrk og baráttuanda sem hún bjó yfir. Eftir sitjum við, sem hana elskuðum, í djúpri sorg. Það eru forréttindi að hafa átt Maríu sem systur og sárt að hugsa til þess að hún sé farin. Við systurnar ólumst upp í Kinnunum í Hafnarfirði og skemmst frá því að segja að upp- vaxtarárin voru góð og margar góðar minningar sem tengjast þeim tíma. Það voru ófáir klukku- tímarnir sem við teiknuðum sam- an og bjuggum til okkar eigin heim af ævintýrafígúrum. Heimur sem við tvær bjuggum til og áttum saman. Það var aldrei drasl í her- bergi þínu ólíkt mínu. Eitt skipti fannst foreldrum okkar það góð hugmynd að gera tvö herbergi úr einu stóru með skilrúmi á milli. Það virkaði ekki fyrir Maríu að hafa svona draslara með sér í her- bergi, þannig að hún greip til ör- þrifaráða í eitt skiptið og læsti mig inni í herbergi þangað til að ég var búin að taka til. Hún var lausna- miðuð og vissi að ég myndi ekki endast lengi í lokuðu herbergi, því ég var ekki mikið fyrir að hanga inni í herbergi. Á táningsaldri þá elskaði María að dansa og það voru ófá skipti sem ég horfði á hana dansa eftir Flashdance- eða Footloose-tón- list, danssporin sem hún lék eftir gerði hún óaðfinnanlega. Hún var heimakær, bestu stundir hennar voru að máta föt og stundum tókst henni að fá mig með í búðaleik og þá klæddum við okkur upp og oft- ast í föt af mömmu. María elskaði skó og má eiginlega segja að það hafi verið áhugamál hennar. Enda ber skósafn hennar vott um hve smekkleg María var. Þótt við vær- um ólíkar þá voru alltaf sterk tengsl á milli okkar, við fórum ólíkar leiðir en áttum alltaf hvor aðra að. Það kom svo berlega í ljós þegar hún dvaldi hjá okkur undir það síðasta. Þegar minningarnar hrannast upp þá stendur það upp úr hve ljúf og góð manneskja María var. Hún var falleg innan sem utan. María fékk ríflegan skerf af láni og óláni í lífinu. Henn- ar mesta gæfa er dóttir hennar Melkorka og barnabarnið Elmar sem hún sá ekki sólina fyrir. Margir hafa skrifað um sorgina og missinn. Uppsprettan er alltaf sú sama, tilfinningar sem líkt og nátt- úruhamfarir umbylta tilveru manns og sársauki sem virðist svo sár að hann er nánast óbærilegur. Þannig á það líklega að vera, sá sem kemst hjá því að upplifa slík- an missi hefur líklega ekki þegið, ekki gefið, ekki notið og ekki lifað. Ég veit að ég mun finna fyrir fjar- veru þinni það sem ég á ólifað, þó vonast ég til þess að geta af og til séð einstaka hreyfingu eða svip sem tilheyrir þér í Melkorku og Elmari. Ég er svo þakklát fyrir þann tíma sem ég fékk með þér og ég mun passa gullin þín tvö. Þang- að til við hittumst aftur í sumar- landinu þá kveð ég þig og mun ylja mér á góðum minningum. Sjáumst seinna, elsku María mín. Þín systir, Helga Laufey. Elsku systir mín kvaddi okkur eftir erfiða baráttu. Þrátt fyrir að hafa af æðruleysi og hugrekki ætl- að þér að vinna þá varðstu að lúta í lægra haldi. Mikið hvað þessi dag- ur var erfiður fyrir okkur. Frá því ég man eftir mér þá varstu alltaf til staðar, þrátt fyrir að heill áratugur sé á milli okkar náðum við vel sam- an. Við deildum sama húmor og áttum samleið í svo mörgum áhugamálum. Eins og lífið er þurf- um við öll að yfirstíga og standa á móti vindi einhvern tímann á lífs- leið okkar. Það var svo dásamlegt þegar þú eignaðist dóttur þína og við horfðum á ykkur blómstra eins og tvær fallegar rósir. Sá tími sem fengum með þér verður mér alltaf kær og er ég þakklátur fyrir að ég gat alltaf leitað til þín og fengið þann kærleik frá þér sem yngra systkini þarf. Sömuleiðis er ég þakklátur fyrir að börnin mín fengu að kynnast þér. Elsku María mín, eftir sitjum við hér í sorg en huggum okkur við þær ljúfu minningar frá þeim tíma sem við fengum að vera sam- an. Ég trúi því að ferðalagi þínu hafi ekki lokið hér og að ég muni mæta þér á þeim vegi sem við öll verðum að fara einn daginn. Þinn bróðir Róbert. Engin veit hvað í hugann flýgur þegar að kveðjustund kemur, hversu langur sem aðdragandinn er. Hugurinn fer á flug og ótrúleg- ustu hlutir skjóta upp kollinum. Ég er margfalt ríkari maður af kynnum mínum af Maríu mág- konu minni. Jafn lítillát og hún var og sjálfri sér nóg, þá veit ég að heimurinn væri umtalsvert betri ef hann fyllti fleira fólk henni líkt. Hún lét sjaldan uppi skoðanir á hlutum en þegar hún það gerði þá lýsti hún sterkum skoðunum á misrétti gegn þeim sem minna mega sín. Eins lengi og ég man eftir mér þá hef ég ekki haft minnstu hug- mynd um það sem er flott og lek- kert, þegar kemur að klæðnaði, út- liti og almennri holleringu. Tíska og straumar hafa flogið fram hjá mér eins og andvari sem maður veitir ekki athygli eða snertir við manni. Því hef ég ætíð þurft að leita stuðnings og aðstoðar við þessi málefni. Ég hef ótal sinnum spurt spurninga eins og „finnst þér þetta flott“ eða „gengur þetta“. María, mágkona mín, var hins vegar alltaf með þetta á hreinu. Hún þurfti aldrei að spyrja svona spurninga, henni var þetta í blóð borið. Henni fannst hlutir ekki flottir heldur vissi hún hvað var flott. Ef maður leitaði ráða hjá henni þá svaraði hún stuttlega af lítillæti sínu, hafði aldrei mörg orð um hluti. Ef ekkert svar fékkst þá mátti vel skilja hvernig í hlutunum lá og ljóst að undirritaður var á verulegum villigötum. Fyrir þrjátíu árum sá ég Maríu skipta skapi. Þá bjuggu Guð- mundur og Jenný í Stekkjar- hvamminum og uppi í risi á þriðju hæð var herbergi. Ég sat við sjón- varpið á annarri hæðinni þegar ég heyrði mikil öskur ofan úr risinu. Helga, núverandi eiginkona, kom niður stigann á hröðu undanhaldi og María á eftir. Eins og hendur toguðu sá ég að hún reif upp stóra og mikla jukku og lét vaða á eftir systur sinni sem vék sér fimlega undan. Mér brá verulega. Með tímanum hef ég áttað mig á því að það er hafið yfir nokkurn vafa að Helga átti alla sök í þessu máli. Sönnunargagnið er það að síðan þá sá ég Maríu aldrei skipta skapi. Um svipað leyti, eða árið 1988, var ég nýfarinn að gista í Stekkjarhvamminum. Reyndar svo nýlega að ég lenti þar eitt skiptið án vekjaraklukku, sem ég læt aldrei henda mig. Konan mín, verandi sterk B-týpa á þeim árum, skildi ekki áhyggjur mínar af þessu smámáli og hunsaði þetta algjörlega. Ég þurfti því að leita til verðandi mágkonu minnar enda sagði Helga að hún ætti að minnsta kosti þrjár. María lánaði mér klukku, tók reyndar smá tíma í að velja hverja ég gæti fengið. Það var síðan undir morgun sem að mér sótti svo mikill óhugur að ég glaðvaknaði. Yfir mér stóð þá dökkhærð, drungaleg vera, ósofin, og sagði stuttlega: „Ég verð að hafa klukkuna“. Ég lét klukkuna fúslega af hendi, enda þurfti ég ekki á henni að halda, mér kom ekki dúr á auga það sem eftir lifði nætur. Elsku María, það vantar mikið í fjölskylduna nú þegar þú hefur kvatt, hún verður aldrei söm. Öll munum við þurfa að finna okkar leið til að vinna úr því, gullin þín munu hjálpa okkur við það. Arnar Atlason. Í dag minnumst við elskulegrar frænku okkar sem kvaddi allt of snemma eftir hetjulega baráttu við krabbamein. Margar góðar minningar koma upp í hugann þegar við minnumst Maríu. Ótelj- andi fjölskyldustundir á heimili foreldra Maríu þar sem við frænd- systkinin lékum okkur saman. Erla minnist sérstaklega æskuár- anna með Maríu og systur hennar Helgu Laufeyju en það var í miklu uppáhaldi hjá Erlu að fara á heim- ili þeirra og leika við þær systur enda allar á svipuðum aldri. María fékk þó stundum að finna fyrir því að vera yngst og hafa þær frænk- ur hlegið mikið að uppátækjum sínum í gegnum tíðina. María var einstaklega hlý og góð manneskja sem hafði góða nærveru og brosið var aldrei langt undan. Okkur þótti afar vænt um frænku okkar og við sendum elsku Melkorku og litla ömmustráknum hennar Mar- íu, Elmari, allan okkar styrk, hlý- hug og samúðarkveðjur. Elsku María, við vitum að amma Gógó, mamma okkar og fleiri góðir ættingjar hafa tekið vel á móti þér í Sumarlandinu. Við vottum elsku Melkorku, Elmari, foreldrum og systkinum okkar dýpstu samúð. Erla, Ari og Silja. Okkur langar í örfáum orðum að minnast Maríu frænku okkar. María hefur fylgt okkur í gegnum lífið frá því við vorum litlar stelpur, enda stórfjölskyldan tengd sterk- um og kærleiksríkum böndum. Við minnumst Maríu í fjöl- skylduboðunum, frænkuhitting- unum og hinum ýmsu tilefnum í önnum hversdagsins. María alltaf svo róleg og ljúf. Hún tók aldrei mikið pláss, sóttist ekki eftir at- hygli eða hafði sig mikið frammi, en hún fylgdist með og hafði sínar skoðanir. Það var aldrei nein til- gerð í kringum Maríu, þú vissir alltaf hvar þú hafðir hana. Um- fram allt hafði hún góða og hlýja nærveru, stórt hjarta, fullt af kær- leik og ást. Þau eru miserfið verkefnin sem við fáum á lífsleiðinni. Verkefnið sem María fékk var bæði erfitt og stórt. Í veikindum sínum sýndi hún styrk sinn, æðruleysi og hug- rekki. Hún barðist svo sannarlega til hinstu stundar. Elsku Melkorka, Jenný, Guð- mundur, Helga Laufey, Róbert og fjölskyldur, við samhryggjumst af öllu hjarta. Þetta er svo óendan- lega sárt og missir ykkar er mikill. Guð gefi ykkur styrk í sorginni um leið og fallegar minningar um elsku Maríu fá sinn sérstaka stað í huga okkar og hjarta. Helena, Ásgerður, Hildur og Helga Björk. Guðmunda María Guðmundsdóttir Göngugarpur SNÆBJÖRN PÉTURSSON Reynihlíð verður jarðsunginn frá Reykjahlíðarkirkju laugardaginn 27. mars. Vegna samkomu- takmarkana er athöfnin aðeins opin boðsgestum en henni verður útvarpað og streymt. Hlekk á streymi má nálgast á mbl.is/andlat. Þeir sem vilja votta honum virðingu eru velkomnir í opið hús í Reykjahlíðarkirkju sama dag milli 10 og 13. Börnin stór og smá Elsku pabbi okkar, tengdapabbi, afi, langafi, bróðir og mágur, ÁRNI KR. AÐALSTEINSSON vélvirkjameistari, Kaldaseli 8, Reykjavík, lést á Hrafnistu Skógarbæ fimmtudaginn 18. mars. Útförin fer fram frá Seljakirkju föstudaginn 26. mars klukkan 11. Sérstakar þakkir fær starfsfólk á Skógarbæ fyrir einstakt viðmót og hlýju. Útförinni verður streymt á vefsíðunni seljakirkja.is. Aðalsteinn Árnason Guðrún Friðjónsdóttir Rannveig Björg Árnadóttir Ingvi Rúnar Guðmundsson afa- og langafabörn Viðar og Gyða Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐBJÖRN B. BJARNASON, Heiðarbraut 3c, Keflavík, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi föstudaginn 19. mars. Útförin fer fram í kyrrþey að ósk hins látna. Sigurlaug Nanna Þráinsdóttir Ingunn Guðbjörnsdóttir Þorlákur Jónsson Þráinn Guðbjörnsson Inga Fríða Guðbjörnsdóttir Anton Már Ólafsson Bjarni Davíð Guðbjörnsson Tiara Rizkia barnabörn og barnabarnabörn ✝ Ólafur Hauks- son fæddist á Akranesi þann 28. desember 1946. Hann lést á Hrafn- istu í Reykjavík þann 20. mars 2021. Foreldrar hans voru hjónin Ástdís Sigurð- ardóttir, f. 23. ágúst 1914, d. 20. júlí 1968, og Hauk- ur Ólafsson, f. 4. september 1916, d. 23. september 1972. Systur Ólafs eru þær Dagný, f. 24. janúar 1940, Jóhanna, f. 14. febrúar 1945, d. 30. júní 2007, og Sigríður, f. 23. mars 1950. Dætur Ólafs eru 1. Kristín Ásta, f. 2. júlí 1979. Eig- inmaður hennar er Jóhannes Reykdal og synir þeirra eru Kári Björn og Bjarni Gunnar. 2. Þór- hildur Edda, f. 28. mars 1983. Eig- inmaður hennar er Guðmundur Arnar Þórðarson og synir þeirra eru Bjarni Þór, Arnar Már og Þórður Örn. Ólafur gekk í skóla á Akranesi þar sem hann ólst upp en hann bjó síðar víðs- vegar á höfuðborgarsvæðinu, lengst af í Mosfellsbæ. Hann starfaði mestan hluta ævi sinn- ar sem bílstjóri á ýmsum vett- vangi. Útför Ólafs fer fram í Lága- fellskirkju í dag, 24. mars 2021. Mig langar með nokkrum orð- um að minnast föður míns sem nú er látinn. Hann var mikill bílakarl og hafði gaman af öllu sem þeim tengdist, sérstaklega jeppaferð- um um hálendið. Hann gerði akstur að atvinnu sinni, keyrði ýmsar gerðir vöru- og flutninga- bíla og var laginn kranamaður. Hann gerðist líka rútubílstjóri og sameinaði þannig áhuga sinn á akstri og ferðalögum. Hann fór ófáar ferðir um landið með ferða- menn og oft sagði hann sögur af ferðunum og fólkinu sem hann kynntist. Hann átti auðvelt með að spjalla við fólk og gaf mikið af sér, þekktur fyrir greiðvikni við vini og nágranna. Hann hafði áhuga á hestum og saman vorum við félagar í hestamennskunni þegar ég var að alast upp. Hann var afar stoltur af dætrum sínum og barnabörnum og hann átti það til að gerast montinn af afrekum afkomendanna. Ég fann alltaf fyrir miklum stuðningi frá pabba, bæði í námi og starfi, og hann hefði fært fyrir mig himin og haf hefði hann getað. Hann vissi samt að ég gæti allt sem ég ætl- aði mér. Pabbi var trúaður maður og trúði því staðfastlega að eftir dauðann biði okkar nýtt líf í himnasölum Herrans. Ég ylja mér við tilhugsunina um að nú sé hann laus við sjúkdóminn sem lék hann svo illa undanfarin ár og að honum líði vel í samneyti við gengna ástvini og gamla félaga. Heyr, himna smiður, hvers skáldið biður, komi mjúk til mín miskunnin þín. Því heit eg á þig, þú hefur skaptan mig, ég er þrællinn þinn, þú ert Drottinn minn. Guð, heit eg á þig, að græðir mig, minnst, mildingur, mín, mest þurfum þín. Ryð þú, röðla gramur, ríklyndur og framur, hölds hverri sorg úr hjartaborg. Gæt, mildingur, mín, mest þurfum þín helzt hverja stund á hölda grund. Set, meyjar mögur, máls efni fögur, öll er hjálp af þér, í hjarta mér. (Kolbeinn Tumason) Elsku pabbi, þakka þér sam- fylgdina. Við hittumst aftur síðar. Þín Kristín Ásta. Ólafur Hauksson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.