Morgunblaðið - 24.03.2021, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 24.03.2021, Blaðsíða 23
ÞÝSKALAND Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Arnar Þór Viðarsson, nýráðinn landsliðsþjálfari karla, ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur í fyrsta verkefni sínu með íslenska landsliðið. Ísland mætir fótbolta- stórveldinu Þýskalandi í Duisburg annað kvöld, í fyrsta leiknum í und- ankeppni heimsmeistaramótsins, en Arnar sagði við Morgunblaðið í gær að það væri ágætt að byrja á því að mæta Þjóðverjum. „Nú byrjar ný undankeppni og fyrirfram á þetta að vera erfiðasti leikurinn, sá leikur þar sem við höf- um engu að tapa. Sá leikur þar sem allir reikna með þýskum sigri og þeir gera sjálfir alltaf ráð fyrir því að vinna alla heimaleiki sína í svona undankeppni,“ sagði Arnar en hon- um til halds og trausts eru aðstoðar- þjálfarinn Eiður Smári Guðjohnsen, Lars Lagerbäck, sem er tæknilegur ráðgjafi og er með þeim í Þýska- landi, og markvarðaþjálfarinn Hall- dór Björnsson. „Þetta þýðir að við sem nýtt þjálf- arateymi byrjum ekki keppnina á því að leika undir mikilli pressu. Vissulega er hún til staðar en þetta er ekki hápressa-lífshætta. Við hitt- um hópinn í fyrsta sinn í gær, erum byrjaðir að koma inn okkar hug- myndum, sem tekur sinn tíma, og það er ágætt að fá strax alvöru- andstæðing og alvöruleik þar sem við getum strax kallað fram það sem við viljum sjá. Svo leitum við að sjálfsögðu eftir góðum úrslitum. Við erum óhræddir við að segja að við viljum ná í hagstæð úrslit og við teljum okkur geta það,“ sagði Arnar þegar Morgunblaðið ræddi við hann eftir æfingu gærdagsins. Íslenska liðið dvelur í Düsseldorf og æfði þar í gær og á mánudaginn en fer til Duisburg í dag og æfir á keppnisvellinum þar, sólarhring fyr- ir leik. Aðeins eru 28 kílómetrar á milli borganna og því um stutt ferðalag að ræða. Búinn að kanna aðstæður Arnar var þegar búinn að fara í könnunarferð til Duisburg og Düsseldorf ásamt Sigurði Þórðar- syni, starfsmanni KSÍ. „Við komum hingað fyrir um það bil sex vikum þar sem við skoðuðum aðstæður, æfingavöllinn, keppnis- völlinn og hótelið. Ég fór ekki inn á völlinn sjálfan í Duisburg en hann er lítill á þýskan mælikvarða og á með- an engir áhorfendur eru á leikj- unum horfa þeir eflaust til þess að vera á lítið notuðum velli sem er á þægilegu svæði. Þeir spiluðu á stærri völlum í Þjóðadeildinni í haust en þetta er eflaust þægilegra á þessum tímum, þegar leikið er án áhorfenda.“ Eins og fram hefur komið eru Gylfi Þór Sigurðsson og Björn Bergmann Sigurðarson ekki með liðinu en þeir drógu sig út úr hópn- um eftir að hann var valinn. Þá hafa verið vangaveltur um hvort Jóhann Berg Guðmundsson sé leikfær. Arn- ar sagði að þeir sem væru komnir til Þýskalands væru almennt í góðu standi. „Ástandið á hópnum er bara gott. Jóhann Berg var aðeins með á æf- ingunni í gær en ekki í dag. Við er- um að reyna að stýra álaginu á hon- um, eins og hann er vanur að sé gert í Burnley, varðandi hvíld og æfing- ar. Við reiknum með því að keyra upp tempóið á honum á æfingunni á morgun og við höldum öllu opnu með hann ennþá. Við búumst við að geta notað hann gegn Þjóðverjum, en það er samt ekkert ákveðið. Með hann og fleiri er spurningin hvort hægt sé að nota þá í öllum þremur leikjunum, eða kannski bara tveim- ur. Þetta er í raun álagsstýring á öllum hópnum. Fyrsta skrefið var að fá alla leikmennina hingað, kynna fyrir þeim hugmyndir okkar í þjálf- arateyminu, æfa, og púsla síðan saman liðinu í samvinnu við lækna- teymið og þolþjálfarann. Við reyn- um að finna út hverjir spila, hversu oft og hversu mikið. Leikmenn eru misjafnlega stadd- ir, sumir eru ekki byrjaðir á sínu tímabili og ekki komnir í form til að spila þrjá heila leiki, aðrir eru búnir að spila mjög marga leiki. Þetta eru allar þjóðir að glíma við núna, eftir að landsleikjaglugginn var stækk- aður úr tveimur leikjum í þrjá og þetta er mjög erfitt fyrir öll lands- liðin. Um leið vilja félagsliðin að þeirra menn spili sem minnst og vilja ekki fá þá handónýta til baka. Þetta er mjög eðlileg hugsun og þessar þriggja leikja tarnir vegna Covid hafa flækt hlutina verulega,“ sagði Arnar. Stórþjóð og frábærir leikmenn Íslenska liðið gæti á morgun mætt sex eða sjö leikmönnum úr Evrópumeistaraliði Bayern Münc- hen ásamt mörgum öðrum sem leika með liðum í fremstu röð en á móti kemur að í liði Íslands býr gríðarleg reynsla. Arnar sagði aðspurður að þessi atriði myndu væntanlega vega hvort á móti öðru. „Þjóðverjar eru og hafa alltaf ver- ið stórþjóð í knattspyrnu og eru með marga frábæra leikmenn úti um alla Evrópu. Þeir eru líka með frábæra deild heima fyrir og hafa úr mörgum leikmönnum að velja. Á móti kemur að við erum með mjög samstilltan og reyndan hóp, ásamt mjög efnilegum leikmönnum. Þetta eru mikilvægir styrkleikar – við get- um aldrei sagt að við eigum að vinna Þýskaland á útivelli hvenær sem er, en við megum hins vegar aldrei van- meta okkar styrkleika því þeir eru miklir,“ sagði Arnar. Fjarvera Gylfa er tækifæri fyrir aðra Fjarvera Gylfa er að sjálfsögðu umtalsvert áfall fyrir íslenska liðið enda hefur hann verið lykilmaður þess um árabil. „Já, auðvitað vildum við helst hafa haft Gylfa með okkur hérna, það er ekkert leyndarmál. En ég reyni að horfa á hlutina út frá þeim tækifærum sem gefast. Ég tel að þetta sé gott tækifæri fyrir aðra leikmenn til að stíga fram og sýna sína styrkleika. Það er líka alltaf þannig að þegar vantar sterka leik- menn fær liðið og hópurinn tækifæri til að sýna að íslenska landsliðið sé ekki byggt á einum leikmanni. Slík tækifæri gefast þegar sterkir ein- staklingar á borð við Gylfa eru ekki með okkur,“ sagði Arnar Þór Við- arsson. „Við megum aldrei van- meta okkar styrkleika“ - Arnar Þór Viðarsson segir gott að hefja ferilinn gegn stórliði Þýskalands Morgunblaðið/Eggert Teymið Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari, Eiður Smári Guðjohnsen aðstoðarlandsliðsþjálfari og Halldór Björns- son markvarðaþjálfari skipa þjálfarateymi íslenska liðsins ásamt Lars Lagerbäck sem er líka mættur til Þýskalands. ÍÞRÓTTIR 23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. MARS 2021 _ Elvar Ásgeirsson átti stórleik fyrir Nancy þegar liðið fékk Angers í heim- sókn í frönsku B-deildinni í handknatt- leik í gær. Leiknum lauk með 28:24- sigri Nancy en Elvar skoraði sjö mörk úr ellefu skotum og var markahæsti leikmaður vallarins. Nancy er með 26 stig í öðru sæti deildarinnar, líkt og Saran, Cherbourg og Pontault. Sex efstu lið deildarinnar fara í umspil um laust sæti í frönsku úrvalsdeildinni en liðin í 3.-6. sæti mætast fyrst í umspili um laust sæti í undanúrslitum um- spilsins þar sem liðin í efstu tveimur sætum deildarinnar bíða. Þá varði Grétar Ari Guðjónsson níu skot í marki Nice sem tapaði með minnsta mun, 32:21, gegn Cherbourg á heima- velli en Nice er í sjöunda sæti deild- arinnar með 18 stig og í harðri baráttu um sæti í umspilinu. _ Real Madrid tekur á móti Liverpool í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evr- ópu í knattspyrnu í Madríd á Spáni hinn 7. apríl. Það var BBC sem greindi frá þessu en óvíst var hvort leikurinn myndi fara fram á Spáni vegna sótt- varnareglna þar í landi vegna kór- ónuveirufaraldursins. Í gær tilkynntu spænsk yfirvöld hins vegar að ferða- banni frá Bretlandseyjum yrði aflétt hinn 30. mars. Síðari leikur liðanna fer fram 14. apríl á Anfield í Liverpool. _ Knattspyrnumaðurinn Guðmundur Magnússon og Grindavík hafa ákveðið að slíta samstarfi sínu. Framherjinn, sem er 29 ára gamall, lék fimmtán leiki í deild og bikar síðasta sumar með Grindvíkingum. Hann á að baki 71 leik í efstu deild þar sem hann hefur skorað átta mörk með ÍBV, Fram og Víkingi frá Ólafsvík. Þá hefur hann einnig leikið með Keflavík, HK og nú síðast Grindavík á ferlinum en fram- herjinn er uppalinn hjá Fram. _ Knattspyrnukonan Rakel Hönnu- dóttir, leikmaður Íslandsmeistara Breiðabliks, mun ekki leika með liðinu á komandi tímabili þar sem hún er barnshafandi en þetta staðfesti hún á samfélagsmiðlum í gær. Rakel á að baki 215 leiki í efstu deild og hefur skorað í þeim 125 mörk. Þá á hún að baki 103 A-landsleiki, þar sem hún skoraði níu mörk. Hér á landi hefur hún spilað með Þór/KA ásamt Breiða- bliki. Þá hefur hún leikið með Bröndby, Limhamn Bunkeflo og Reading í at- vinnumennsku. _ Knattspyrnumaðurinn Mason Greenwood hefur dregið sig úr enska U21-árs landsliðshópnum vegna meiðsla. England tekur þátt í loka- keppni EM 2021 sem fer fram í Ung- verjalandi og Slóveníu og hefst á fimmtudaginn. Englendingar leika í D- riðli lokakeppninnar ásamt Portúgal, Króatíu og Sviss en leikir liðsins fara fram í Koper og Ljubljana í Slóveníu. Todd Cant- well, leik- maður B- deildarliðs Norwich á Englandi, hefur verið kallaður inn í hópinn í stað Green- woods. Eitt ogannað Steinunn Björnsdóttir, fyrirliði Fram og íslenska kvennalandsliðs- ins í handknattleik, er að öllum lík- indum með slitið krossband. Þetta staðfesti hún í samtali við Vísi en Steinunn meiddist illa á hné í leik Norður-Makedóníu og Íslands í undankeppni HM í Skopje í Norður- Makedóníu á föstudaginn síðasta. Steinunn gat ekki tekið þátt í leikj- unum gegn Grikklandi og Litháen í undankeppninni og missir af öllum líkindum af leikjunum gegn Slóven- íu seinni hluta aprílmánaðar í um- spili um laust sæti á HM á Spáni. Líklega með slitið krossband Ljósmynd/Robert Spasovski Meidd Steinunn Björnsdóttir spilar líklega ekki meira á tímabilinu. Þorsteinn Halldórsson stýrir sínum fyrsta leik sem þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu gegn Ítalíu í vináttulandsleik hinn 13. apríl. Leikstaður hefur ekki verið ákveðinn en þetta verður í sjötta sinn sem liðin mætast og í fyrsta sinn síðan árið 2007 þegar liðin mættust í Algerve-bikarnum. Til stóð að íslenska liðið myndi taka þátt í alþjóðlegu móti í Seden í Frakklandi seinni hluta febr- úarmánaðar ásamt Frakklandi, Noregi og Sviss en mótinu var af- lýst vegna kórónuveirunnar. Fyrsti leikurinn verður á Ítalíu Morgunblaðið/Eggert Mark Ísland hefur einu sinni unnið Ítalíu í fimm tilraunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.