Morgunblaðið - 24.03.2021, Side 24

Morgunblaðið - 24.03.2021, Side 24
24 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. MARS 2021 Smiðjuvegur 68, Kópavogi | S. 587 1350 | bifreidaverkstaedi.is Höfum sérhæft okkur í Toyota viðgerðum síðan 1995 Fljót, örugg og persónuleg þjónusta Allar almennar bílaviðgerðir Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Það er dásamlegt að fá loksins tækifæri til að klára þetta ferli, enda löngu kominn tími til – þótt manni finnist á sama tíma að maður sé aldrei tilbúinn, sem er auðvitað ákveðin þver- sögn,“ segir tón- skáldið Þórunn Gréta Sigurðar- dóttir um óperuna Kok sem frumsýnd verður á Nýja sviði Borgarleikhúss- ins í kvöld kl. 20. Óperan er byggð á samnefndri ljóðabók Krist- ínar Eiríksdóttur sem kom út 2014. „Ljóðin fjalla á óvenjulega bein- skeyttan hátt um samband og sambandsleysi, ást og andúð, þrá og skeytingarleysi þar sem mannlegt eðli er afhjúpað í öllum sínum dýr- lega breyskleika,“ eins og segir í kynningartexta um verkið. Spurð um tilurð óperunnar segist Þórunn Gréta hafa fengið hugmynd- ina á aðventunni 2014. „Á þeim tíma bjó ég fyrir austan og lagði leið mína á Seyðisfjörð til að hlusta á rithöf- unda lesa upp úr nýútkomnum verk- um sínum. Texti Kristínar kveikti strax í mér og ég keypti bókina á staðnum,“ segir Þórunn Gréta og rifjar upp að stuttu áður hafði Hanna Styrmisdóttir, fyrir hönd Listahátíðar í Reykjavík, pantað hjá henni verk fyrir Kristin Sigmunds- son bassasöngvara, Laufeyju Sig- urðardóttur fiðluleikara og Elísa- betu Waage hörpuleikara. „Ég var því að leita mér að texta til að semja við. Til að byrja með sá ég ekki hvernig ég ætti að leggja textann karlkyns söngvara í munn, en svo gat ég ekki hætt að hugsa um Kok þannig að ég ákvað í samráði við Kristínu að búa til verk með völdum ljóðum úr bókinni sem tæki um 15 mínútur í flutningi fyrir bassa, sem var frumflutt á Lista- hátíð 2015. Það var auðvitað biluð nálgun að snúa kynhlutverkunum við þótt það væri samt ýmislegt flott við það. Ég vann verkið út frá ljóð- línunum: „En svo stóð ég upp /alltí- einu / þess vegna brá þér“ sem kall- aðist vel á við það að á Listahátíð 2015 var verið að minnast 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna hér- lendis. Þetta er verk um það að standa upp gegn einhverju, eins abstrakt og það er sett fram í bók- inni. Mér finnst því texti bókarinnar endalaust aktúel og talar sífellt við samtímann,“ segir Þórunn Gréta og rifjar upp að meðan hún skrifaði verkið hafi fyrst brjóstabyltingin #FreeTheNipple og síðan #MeToo gengið yfir. Hún bendir á að samsetning radd- ar og hljóðfæra sé mótuð af upp- haflegu beiðninni. „Í samráði við Kristínu samdi ég verk með völdum ljóðum úr bókinni sem tæki um 15 mínútur í flutningi. Þegar það hafði verið flutt á Listahátíð fannst mér það ekki nóg og langaði að tónsetja alla bókina. Þegar ég fór í það að stækka verkið byrjaði ég þess vegna á því að taka fyrstu útgáfuna í sund- ur, nýtti þá búta og prjónaði við þá þannig að ég væri að vinna mig skipulega í gegnum alla bókina.“ Byggist mjög á hinu sjónræna Flytjendur að þessu sinni eru Hanna Dóra Sturludóttir mezzó- sópran, Una Sveinbjarnardóttir fiðluleikari og Katie Buckley hörpu- leikari, en Kolfinna Nikulásdóttir leikstýrir uppfærslunni. Sigurður Möller Síverstsen hannar vídeó, Steinunn Eyja Halldórsdóttir hann- ar leikmynd og búninga og Pálmi Jónsson lýsingu. Hljóðstjórn er í höndum Garðars Borgþórssonar og framleiðandi er Ragnheiður Maísól Sturludóttir. „Ljóðabókin sjálf er mjög sjónræn en Kristín blandar saman ljóðum og myndlist. Sviðsetn- ing óperunnar byggist mjög á hinu sjónræna en stór hluti frásagnar- innar í verkinu er vídeóvörpun sem kallast á við tónlistina,“ segir í kynn- ingarefni frá sýnendum. „Ég reyni að fanga andrúmsloft sem mér finnst þjóna og undirstrika anda bókarinnar. Óperan rúmar lag- ræna kafla í bland við ágengari,“ segir Þórunn Gréta og tekur fram að tæknilega geri hún töluverðar kröf- ur til flytjendanna. „En þær eru reyndar svo flinkar að þær fara létt með það, enda hafa þær sérhæft sig í samtímatónlist og því fátt sem kem- ur þeim á óvart. Það er heldur ekk- ert kappsmál hjá mér að gera þetta sem erfiðast í flutningi, þótt það geti í sjálfu sér orðið ákveðið leikhús.“ Aðspurð segist Þórunn Gréta hafa tekið virkan þátt í æfingaferlinu meðan til stóð að frumsýna verkið í október í tengslum við Óperudaga, sem þurfti síðan að fresta vegna kófsins. „Þegar æfingaferlið byrjaði voru ákveðnir kaflar sem voru enn í mótun og þeir urðu til á fyrstu æfingunum. Það studdi flytjendurna að ég væri til taks meðan þau voru að átta sig á því hvað það væri sem ég vildi ná fram,“ segir Þórunn Gréta og tekur fram að uppfærslan sé í ákveðnum skilningi frumraun fyrir bæði hana sem tónskáld og Kolfinnu Nikulásdóttur sem óperu- leikstjóra. Ég er hrifin af röddum og texta „Við erum báðar í fyrsta skiptið að vinna í svona miklu samstarfi við svona marga með höfundarverk. Við vorum báðar að læra hvenær rétt væri að sleppa tökum og treysta öðr- um fyrir því að grípa þráðinn. Niðurstaðan var gott og áhugavert samtal, enda treysti ég hópnum fullkomlega. Mér hefur fundist ein- staklega gaman að mæta á æfingar. Það er bæði áhugavert og skemmti- legt að fylgjast með sköpunarferlinu þegar kemur að uppsetningu verka sinna. Ég tek mikinn lærdóm með mér út úr þessu ferli.“ Spurð hvort hún gæti hugsað sér að semja meira fyrir söngvara svar- ar Þórunn Gréta því játandi. „Það er engin spurning. Mér finnst gaman að vinna með raddir og texta. Um tíma, sérstaklega meðan ég var í námi, skrifaði ég enga söngtónlist heldur var fremur að vinna með tón- listina sem abstrakt miðil án orða. Um leið og þú setur orð inn þá tapar þú abstraktinu. En ég er hætt að vera hrædd við orð og nú orðið finnst mér ofsalega gaman að vinna með söngvara, raddir og texta.“ Ekki er hægt að sleppa Þórunni Grétu án þess að forvitnast hvort líklegt sé að óperan fái framhaldslíf hvort heldur er innanlands eða utan. „Við þorum eiginlega ekki að gera nein plön út af kófinu, en okkur langar auðvitað að fara með upp- fæsluna á flakk þannig að hún nái fleiri eyrum og augum,“ segir Þór- unn Gréta. „Texti Kristínar kveikti strax í mér“ Ljósmynd/Gunnlöð Jóna Rúnarsdóttir Flinkar Katie Buckley hörpuleikari, Hanna Dóra Sturludóttir mezzósópran og Una Sveinbjarnardótti fiðluleikari í Kok eftir Þórunni Grétu Sigurðardóttur við texta Kristínar Eiríksdóttur sem Kolfinna Nikulásdóttir leikstýrir. - Óperan Kok eftir Þórunni Grétu Sigurðardóttur frumsýnd í Borgarleikhúsinu í kvöld - Byggist á samnefndri ljóðabók Kristínar Eiríksdóttur - Kolfinna Nikulásdóttir leikstýrir uppfærslunni Þórunn Gréta Sigurðardóttir Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin og ýmsar erlendar menningarstofnanir hafa í þessari viku tekið höndum saman um ýmiskonar viðburði og uppboð á listaverkum til að vekja at- hygli á og takast á við andleg vanda- mál, kvíða og veikindi innan menn- ingargeirans, sem rekja má til faraldursins af völdum Covid-19. Undir yfirskriftinni „Healing Arts“ er markmiðið að styrkja lista- menn og listastofnanir til að takast á við andleg vandamál á þessum óvenjulegu tímum sem hafa gengið nærri fjölmörgum listamönnum út um heimsbyggðina. Meðal viðburða er uppboð hjá Christie’s-uppboðs- húsinu á morgun þar sem boðin verða upp verk eftir virta samtíma- listamenn, sem hafa gefið þau til styrktar málefninu. Meðal verkanna er 24 tíma langt myndbandsverk Ragnars Kjartanssonar, Fólk í landslagi (Föstudagur), sem er einn af sjö hlutum verks sem hann vann upphaflega fyrir læknadeild Kaup- mannahafnarháskóla. Er verkið metið á 3,2 til 3,8 milljónir kr. Um leið verða til að mynda boðin upp verk eftir Martin Creed, Antony Gormley, William Kentridge og Yoshitomo Nara. Boðið upp Úr vídeóverki Ragnars Kjartanssonar Fólk í landslagi (Föstu- dagur) sem verður selt til stuðnings baráttu gegn andlegum veikindum. Glímt við veikindi af völdum veirunnar Í apríl er fyrirhugað að auka vitundog þekkingu á einhverfu meðallandsmanna undir yfirskriftinni Blár apríl. Stjórnendur Borgarleikhúss- ins hafa ákveðið að taka þátt í því með sérstakri sýningu á leikritinu Gosa sem verður kölluð Afslappaður Gosi. Sýningunni verður nokkuð breytt hvað það varðar að ljós verða í salnum meðan á sýningu stendur, öll tónlist í sýningunni verður lægri en vanalega og heimilt að fara inn og út úr salnum meðan sýningin er í gangi. Afslappaður Gosi verður sýnt 11. apríl næstkomandi kl. 13. Gagnrýnandi Morgunblaðsins hrósaði sýningunni og sagði að hún væri „allt í senn falleg, fyndin og töfrandi“. Afslappaður Gosi fyrir einhverfa Ævintýri Úr sýningu Borgarleik- hússins á leikritinu um Gosa. Rithöfundarnir Helen Cova og Ewa Marcinek fjalla um höfundarverk sín, reynslu af íslensku bókmennta- samhengi og lesa brot úr verkum sínum í Bókasafni Kópavogs í há- deginu í dag kl. 12.15. Er viðburð- urinn á dagskrá „Menningar á mið- vikudögum“. Þær Helen og Ewa eru virkar innan útgáfunnar og félagasamtak- anna Ós Pressunnar sem hefur ver- ið vettvangur fyrir höfunda af ólík- um menningarbakgrunni. Helen hefur verið búsett á Íslandi í sex ár og sendi í fyrra frá sér örsagna- safnið Sjálfsát: Að éta sjálfan sig þar sem saman fléttast íslenskur heimskautavetur og suðuramerískt töfraraunsæi. Ewa hefur verið bú- sett hér frá 2013 og var leiksýn- ingin Ísland pólerað byggt á sjálfs- ævisögulegu sagnasafni hennar. Helen Cova og Ewa Marcinek segja frá

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.