Morgunblaðið - 30.03.2021, Side 6

Morgunblaðið - 30.03.2021, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. MARS 2021 Fenix • Slitsterkt og hitaþolið yfirborðsefni • Silkimjúk áferð við snertingu • Sérsmíðum eftir máli Gylfaflöt 6-8, 112 Reykjavík | Sími 587 6688 | fanntofell.is Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Tíu kórónuveirusmit greindust um helgina, þar af voru þrjú þeirra utan sóttkvíar. Þórólfur Guðnason sótt- varnalæknir sagði í samtali við mbl.is í gær að uppruni smitanna þriggja væri óþekktur, en í öllum tilvikum væri um að ræða aðrar undirtegundir breska afbrigðisins svonefnda en sem áður hafa greinst hér á landi og við landamærin. Segir Þórólfur þetta vísbendingu um að veiran sé úti í samfélaginu og hvetur hann því fólk til þess að mæta í sýnatöku. „Við getum ekki tengt þessi smit við önnur þekkt smit. Rað- greining til þessa hefur sýnt að þetta er öðruvísi veira en áður hefur verið að greinast og hefur ekki greinst á landamærunum þannig að einhvern veginn hefur hún komist fram hjá landamæraeftirlitinu,“ segir Þórólfur og bætir við að það sé ákveðið áhyggjuefni að slík smit séu að grein- ast, sem ekki sé hægt að tengja við önnur tilfelli sem fundist hafa. „Ég held að við þurfum að fylgjast mjög vel með því áfram,“ segir Þórólfur. Eru að skoða veikleikana Þeir þrír sem greindust utan sóttkvíar um helgina höfðu ekki sótt sérstaklega mannmarga staði á dög- unum áður en þeir greindust smitaðir og því bættust ekki margir við sóttkví vegna þeirra smita. Voru í gær 1.337 manns í sóttkví og 1.375 til viðbótar í skimunarsóttkví. Spurður hvort og þá hvernig sé möguleiki á því að koma í veg fyrir að veiran komist fram hjá kerfinu á landamærum segir Þórólfur að verið sé að skoða vel þá veikleika sem eru í skimunarkerfinu á landamærunum. „Það hefur ýmislegt verið í deiglunni. Það eru breytingar sem eiga að taka gildi 1. apríl, sýnatökur hjá börnum og það að geta skyldað fólk í sótt- varnahús til þess að geta fylgst betur með því á meðan það er í sóttkví. Ég hef komið með tillögu um það að við tökum sýni frá þeim sem eru með vottorð um bólusetningu eða fyrri sýkingar svo þeir séu ekki að koma inn með veiruna svo það er ýmislegt sem við erum að gera til þess að reyna að fylla upp í þessi göt sem eru í kerfinu okkar núna.“ Spurður hvort möguleiki sé á því að eitthvað verði létt á aðgerðum inn- anlands áður en gildistími þeirra rennur út eftir rúmar tvær vikur seg- ir Þórólfur að hann telji best að halda okkur áfram við þær tvær til þrjár vikur sem nú eru í gildi, þar sem það taki þann tíma til að sjá árangur að- gerðanna. „Við getum auðvitað glaðst yfir því að við erum ekki að sjá aukningu en það eru þarna smá blikur á lofti sem gætu orðið að einhverjum stærri hóp- sýkingum ef við pössum okkur ekki.“ Ekkert vitað um uppruna smitanna - Þórólfur segir best að halda núgildandi aðgerðum áfram Morgunblaðið/Eggert Skimun Þórólfur hvetur sem flesta sem finna fyrir einkennum til að fara í skimun, þar sem enn sé ekki víst hvernig sum smitin tengist innbyrðis. Bólusetningar við kórónuveirunni hér á landi klárast í dag en halda áfram eftir páska. Í dag eru þeir boð- aðir í bólusetningu sem fæddir eru 1940, 41 og 42 og verður þeim gefinn seinni skammtur af bóluefni Pfizer. Samtals verða því um þrjú þúsund manns bólusettir í Laugardalshöll í dag og bóluefni þar með kláruð þar til fleiri skammtar berast á þriðjudag eftir páska, en þá mun bólusetning halda áfram með bólu- efnum Pfizer, AstraZeneca og Moderna. Þetta staðfestir Ragnheiður Ósk Erlends- dóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðis- ins, við Morgunblaðið. „Við fáum ekkert meira efni fyrir páska, við fáum svo meira efni þarna á þriðjudeginum eftir páska. Það verður þá efni frá öllum þremur; Pfi- zer, AstraZeneca og Moderna. Þá verður eitthvað um að vera hjá okk- ur í þeirri viku, strax eftir páska,“ segir Ragnheiður. Undanskilin sóttvarnareglum Bólusetning við kórónuveirunni er skilgreind sem heilbrigðisþjónusta og er því undanþegin sóttvarna- reglugerðum heilbrigðisráðherra. Ragnheiður segir að þrátt fyrir þetta sé reynt til hins ýtrasta að fara eftir öllum reglum og hún telur að bólu- setning verði ekki sett úr skorðum þrátt fyrir hertari takmarkanir. Til að mynda er haft tveggja metra bil milli fólks, stólar eru án arma til að koma í veg fyrir snerti- smit og allir bera grímu. Ekkert bólusett fyrr en eftir páska - Fólk fætt 1940, 1941 og 1942 fær seinni sprautuna Morgunblaðið/Eggert Bólusetning Fleiri skammtar ber- ast ekki fyrr en eftir páska. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Ráðgert er að vinna að viðgerð báts- ins Sindra frá Stað í sumar á báta- og hlunnindasýningunni á Reykhól- um. Báturinn verður þá til sýnis og vissa daga verður hægt að fylgjast með skipasmiðunum að störfum. Bátasafnið á Reykhólum fékk Sindra að gjöf fyrir sex árum. Félag áhugamanna um Bátasafn Breiða- fjarðar á Reykhólum fékk tveggja milljóna króna styrk úr Fornminja- sjóði við úthlutun fyrir skömmu til að gera við þennan merka bát. Breytt við upphaf vélaaldar Báturinn var smíðaður árið 1936 af Valdimar Ólafssyni í Hvallátrum fyrir Jón Þórðarson og Snæbjörn Jónsson á Stað á Reykjanesi í Reyk- hólasveit. Sindri er smíðaður úr eik og furu, rúmlega sjö metra langur. Hann var notaður af bændunum á Stað og nýbýlinu Árbæ í áratugi við hlunnindanytjar og flutninga á vörum og fólki. Síðar keypti Guð- mundur Theodórsson á Laugalandi við Þorskafjörð bátinn, notaði við hlunnindanytjar og fleira, gerði upp og hélt honum við. Hann færði báta- safninu Sindra að gjöf á bátadeg- inum á Reykhólum árinu 2015. Hafliði Aðalsteinsson skipa- smíðameistari, einn af forkólfum bátasafnsins, segir að Sindri sé dæmigerður Breiðfirðingur, súð- byrðingur, sem smíðaður var eftir að vélaöldin tók við. Keimlíkur árabát- unum en afturendinn breyttur svo hægt væri að koma vél fyrir. Báturinn er varðveittur í naustinu á Reykjanesi þar sem hann var meg- inhluta 85 ára endingartíma síns en verður tekinn inn í bátasafnið og unnið að viðgerð hans þar í sumar undir stjórn Hafliða. Segir Hafliði að áhugi sé á að skipta um borðstokka og ef til vill efsta umfarið. Þetta krefjist töluverðar vinnu. Segir Hafliði að báturinn verði til sýnis í safninu og tiltekna daga sem auglýstir verða jafnóðum, verði unn- ið að viðgerðum og geti sýning- argestir þá fylgst með bátasmið- unum að störfum. Ljósmynd/Bátasafn Breiðafjarðar Sindri Hafliði Aðalsteinsson og Guðmundur Theodórsson sigla Sindra. Geta séð viðgerðir á Breiðfirðingi Bátasafn Breiðafjarðar » Safnið á Reykhólum hefur dregið saman á þriðja tug gamalla báta úr Breiðafjarð- areyjum og héruðum í kring og bjargað flestum þeirra frá eyðileggingu. Sumir eru varð- veittir í misjöfnu ásigkomulagi, gert er við aðra og enn aðrir eru endurbyggðir. Tvö smit greindust um helgina hjá börnum á aldrinum 1-5 ára og eru þau núna í einangrun. Almanna- varnadeild gat ekki gefið neitt upp um smitin í gær þegar eftir því var leitað, hvorki um það hvort talið væri að börnin hefðu farið smituð í leik- skólana sína, hvort þau hefðu smit- ast þar eða hvort önnur börn á leik- skólaaldri væru nú í sóttkví. Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri al- mannavarna, sagði hins vegar í sam- tali við Morgunblaðið í gærkvöldi að smitin hefðu ekki komið upp á leik- skólum viðkomandi barna. gunnhildursif@mbl.is Smituðust ekki í skólanum TVÖ SMIT MEÐAL BARNA Á LEIKSKÓLAALDRI

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.