Morgunblaðið - 30.03.2021, Side 28
28 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. MARS 2021
BRÚÐKAUPSBLAÐIÐ
Kemur út 16. apríl
Viðtöl viðBRÚÐHJÓN
Fatnaður, förðun og hárgreiðsla
Giftingahringir
BRÚÐKAUPSVEISLUR
Veisluþjónustur og salir
Dekur fyrir brúðhjón
Brúðkaupsferðir
ÁSTARSÖGUR
og margt fleira
PÖNTUN AUGLÝSINGA
til mánudagsins 12. apríl
Katrín Theódórsdóttir
S. 569 1105 kata@mbl.is - meira fyrir áskrifendur
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
„Tónlistin hans Oddgeirs á víða
ítök og margir hafa gaman af að
heyra hana aftur og aftur. Við
viljum halda minningu Oddgeirs á
lofti og lögunum hans lifandi, þess
vegna réðumst við í þessa útgáfu,“
segir Hafsteinn Grétar Guðfinns-
son sem fer fyrir minningarsjóði
tónskáldsins ástsæla frá Vest-
mannaeyjum, Oddgeirs Kristjáns-
sonar, en sjóðurinn gaf nýverið út
tvo diska með lögum hans.
„Þetta er mjög ólík nálgun á
þessum tveimur diskum. Á öðrum
þeirra eru djassútsetningar Reyn-
is Sigurðssonar á tólf lögum Odd-
geirs og hann er með einvalalið
með sér í flutningnum, Guðmund
Pétursson gítarleikara, Gunnar
Hrafnsson kontrabassaleikara og
Einar Scheving trommuleikara. Á
hinum diskinum flytja tvær lista-
konur úr Eyjum lög Oddgeirs,
þær Helga Bryndís Magnúsdóttir
píanóleikari og Silja Elsabet
Brynjarsdóttir söngkona. Á æsku-
heimili Helgu í Eyjum voru lög
Oddgeirs í miklum metum, enda
góður kunningsskapur með honum
og foreldrum hennar sem léku
bæði á hljóðfæri. Sjálf fór Helga
ung að leika lögin hans á píanó og
Silja hefur sungið lög Oddgeirs
síðan hún man eftir sér. Þau hafa
alla tíð átt sérstakan stað í hjarta
Silju og hana langaði að syngja og
gefa út lögin hans eftir þeirri
útgáfu sem Oddgeir gekk frá í
nótnahefti sínu, og heitir Vor við
sæinn. Í því nótnahefti eru 26 lög
en þær Silja og Helga Bryndís
völdu 24 af þeim til að flytja á
diskinum. Þetta hefur ekki verið
gert áður við hljóðritun laganna,
þ.e. að fara nákvæmlega eftir því
hvernig Oddgeir skrifaði lögin.“
Kynntust lögum á vertíðum
Þótt liðin sé rúm hálf öld frá því
Oddgeir féll frá, eða 55 ár, þá lifir
hann enn í lögum sínum sem mik-
ið eru sungin. Hann er nánast
hluti af þjóðarsál Vestmanna-
eyinga.
„Hann nær miklu víðar en að-
eins til Eyja, ótrúlega margir
halda upp á hann um allt land.
Hér áður fyrr þegar fólk kom á
vertíðir til Vestmannaeyja, þá
kynntist það lögum Oddgeirs og
flutti þau með sér heim til sín.“
Þegar Hafsteinn er spurður hvað
það sé við lögin hans Oddgeirs
sem gerir það að verkum að þau
lifa svona lengi sem raun ber
vitni, og hvers vegna fólk eigi svo
auðvelt með að tileinka sér þau,
segir hann það fyrst og fremst
vera vegna þess að í þeim séu
mjög fallegar laglínur.
„Hljómagangurinn í þeim er
margbreytilegur og ekki einfaldur
en hann gerir lögin mjög
skemmtileg. Þar fyrir utan spila
textarnir stórt hlutverk, en text-
arnir við lögin hans Oddgeirs eru
settir saman af afbragðsmönnum,
vinum hans þeim Ása í Bæ, Árna
úr Eyjum og Lofti Guðmundssyni.
Loftur gerði rosalega marga texta
við íslensk dægurlög, þ.e. önnur
en Oddgeirs,“ segir Hafsteinn.
Hann bætir við að nánast alltaf
hafi það verið á þann veg hjá þeim
þremenningum að þeir sömdu
texta við lög sem voru tilbúin.
„Oddgeir samdi líka nokkur lög
við texta annarra skálda svo sem
Tómasar Guðmundssonar, Arnar
Arnarsonar og Sigurðar Einars-
sonar frá Arnarholti svo dæmi séu
nefnd.“
Ljóst er að Oddgeir var mjög
fjölhæfur tónlistarmaður og hann
setti mikinn svip á sitt samfélag í
Vestmannaeyjum.
„Ekki má gleyma því að öll hans
tónlistarsköpun var ástríða sem
hann sinnti utan við sína fullu
vinnu. Hann gat því aldrei verið
einn og óskiptur að sinna músík-
inni, það var alltaf aukabúgrein
meðfram aðalstarfi. Fólk þessa
tíma vann mjög mikið, maður skil-
ur ekki hvernig hann hafði tíma til
að sinna þessu öllu. Oddgeir var
mikill lúðrasveitarmaður og
endurvakti Lúðrasveit Vest-
mannaeyja og stýrði henni til
dauðadags. Það var í raun hans
hljóðfæri út á við sem hann notaði
til að kynna lögin sín fyrir
almenningi, því það var ekki farið
að gefa út lögin hans á plötum
fyrr en 1952, rúmum áratug áður
en hann fellur frá.“
Samdi mörg þjóðhátíðarlög
Ekki má gleyma þeim stóra
þætti í tónlistarsögu Oddgeirs,
sem er þjóðhátíðartengingin í lög-
unum hans.
„Upp úr 1960 þegar fjölga fór á
Þjóðhátíð vegna bættra flug-
samgangna, þá mætti rosalega
margt fólk á þess tíma mæli-
kvarða, eða fimm til átta þúsund
manns. Meðan Oddgeirs naut við
þá samdi hann einn þjóðhátíðar-
lögin eða frá 1933 til 1965. Síðustu
árin sem hann lifði, frá 1961 til
1965, komu mjög flott þjóðhátíðar-
lög frá honum t.d. „Ég veit þú
kemur“, og hann átti mjög fínt
tónlistartímabil síðustu árin sín.
Að semja þjóðhátíðarlög var
algerlega í hans höndum meðan
hann lifði og það var hans hug-
mynd frá upphafi. Honum fannst
að það þyrfti að semja nýtt lag
fyrir hverja þjóðhátíð. Áður var
verið að syngja ýmiskonar lög og
jafnvel ort kvæði og ljóð sem flutt
voru á Þjóðhátíð og tileinkuð
henni. Oddgeiri fannst þurfa að
bæta við lagi og hann kom því á
koppinn. Hann samdi fyrsta
þjóðhátíðarlagið árið 1933 og eftir
það komu lög frá honum næstum
á hverju ári,“ segir Hafsteinn og
bætir við að nú sé verið að skrifa
ævisögu Oddgeirs og vonast sé til
að hún komi út í haust.
„Kristín Ástgeirsdóttir sagn-
fræðingur og dóttir Ása í Bæ vin-
ar Oddgeirs skrifar bókina.“
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Minning „Oddgeir var afkastamikill og mjög merkilegur maður,“ segir Hafsteinn Grétar Guðfinnsson.
Tónskáldið Oddgeir Kristjánsson ungur að
árum með fiðlu og boga, en hann var fjölhæfur.
Oddgeir lifir enn í lögum sínum
- Ólík nálgun á tveimur nýjum diskum með tónlist Oddgeirs Kristjánssonar - „Hann nær miklu
víðar en aðeins til Eyja“ - Tónlistarsköpunin var ástríða sem hann sinnti utan við sína fullu vinnu
Sönglög Helga Bryndís Magnús-
dóttir píanóleikari og Silja Elsabet
Brynjarsdóttir flytja sönglög
Oddgeirs á diskinum Heima.
Djass Á diskinum Oddgeir jazzaður
má finna djassútsetningar Reynis
Sigurðssonar á tólf lögum Oddgeirs
í flutningi djasskvartetts.
Hvít-Rússar fá ekki að taka þátt í
Eurovision-söngvakeppninni í ár
þar sem framlag þeirra þykir
brjóta gegn reglum keppninnar
þess efnis að lögin skuli ekki vera
pólitísk. Ríkissjónvarpsstöðin
BTRC í Hvíta-Rússlandi valdi lagið
„Ya Nauchu Tebya“ (Þetta mun
kenna þér) í flutningi hljómsveitar-
innar Galasy ZMesta.
Eftir að Samtök evrópskra sjón-
varpsstöðva (EBU) höfðu skoðað
framlagið og þótt það of pólitískt
bauðst Hvít-Rússum að leggja fram
nýtt lag, sem hljómsveitin Galasy
ZMesta gerði. Seinna lagið þótti
hins vegar einnig of pólitískt og
hefur EBU því ákveðið að Hvít-
Rússar fái ekki að taka þátt í
keppninni í ár. „Því miður munu
Hvít-Rússar ekki taka þátt í 65.
Eurovision-keppninni í maí,“ segir í
yfirlýsingu frá EBU.
Samkvæmt frétt BBC um málið
er Galasy ZMesta þekkt fyrir að
gera gys að mótmælum stjórnar-
andstæðinga í landinu í kjölfar for-
setakosninganna á síðasta ári þeg-
ar Alexander Lúkasjenkó lýsti yfir
sigri. Stjórnarandstæðingar töldu
textann í lögum Galasy ZMesta
réttlæta ofbeldi yfirvalda í garð
mótmælenda í landinu og voru
skipuleggjendur Eurovision sam-
mála því. Hvít-Rússar áttu að stíga
á svið á fyrra undanúrlistakvöldinu
í Rotterdam í Hollandi þriðjudag-
inn 18. maí en af því verður ekki.
Hvít-Rússum vísað úr Eurovision í ár