Morgunblaðið - 30.03.2021, Blaðsíða 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. MARS 2021
GLEÐILEGA PÁSKA - SJÁUMST Í BÍÓ SEM ALLRA FYRST
FRANCESMcDORMAND
MYND EFTIR CHLOÉ ZHAO
PEOPLE’S CHOICE AWARD
TORONTO FILM FESTIVAL
SIGURVERARI
GOLDEN LION BEST FILM
VENICE FILM FESTIVAL
SIGURVERARI
EVENING STANDARD
THE GUARDIAN
TOTAL FILM
THE DAILY TELEGRAPH
TIME OUT
EMPIRE
BESTA MYNDIN
BESTALEIKONAN ÍAÐALHLUTERKI
Frances McDormand
BESTI LEIKSTJÓRI
Chloé Zhao
6
ÓSKARS
TILNEFNINGAR
MEÐAL ANNARS
®
VIÐ MÆTUM AFTUR
15. APRÍL
EÐA FYRR EF AÐ COVID LEYFIR.
Risa Páskaknús á ykkur öll og
hlökkum til að hitta alla í bíó aftur.
VÆ
NT
AN
LEG
Í B
ÍÓ
VÆNTANLEG Í BÍÓ
ÓSKARS-
TILNEFNINGA
MYNDIRNAR
MÆTA AFTUR
Fimm þúsund tónleikagestir sóttu
rokktónleika spænsku hljómsveitar-
innar Love of Lesbian sem haldnir
voru í tónleikasalnum Palau Sant
Jordi í Barcelona um helgina. Gestir
þurftu ekki að virða nein fjarlægðar-
mörk á tónleikastað, en var gert að
bera andlitsgrímu meðan á tónleik-
unum stóð auk þess að fara í skimun
við Covid-19 á tónleikadag. Leyfilegt
var að taka grímurnar niður á
ákveðnum afgirtum svæðum þar
sem tónleikagestir máttu fá sér
hressingu.
„Það er hálft annað ár síðan við
gátum síðast komið fram,“ segir
Santi Balmes, söngvari hljómsveit-
arinnar Love of Lesbian, sem var
himinlifandi yfir því að fá loks að
halda tónleika.
„Okkur gafst tækifæri um stund
til að gleyma ástandinu. Við fengum
að vera inni í okkar litlu tónleika-
kúlu. Þar gátum við rifjað upp að
einu sinni þótti þetta algjörlega eðli-
legt, en er það því miður ekki í
augnablikinu,“ segir Jose Parejo,
einn tónleikagesta, í samtali við
breska dagblaðið The Guardian.
Haldnir með leyfi yfirvalda
Tónleikarnir voru haldnir með
sérstöku leyfi frá spænskum heil-
brigðisyfirvöldum, en á Spáni eru nú
í gildi samkomutakmarkanir sem
kveða á um að ekki megi fleiri en
fjórir koma saman í einu. Tónleika-
gestum gafst tækifæri á að fara í
skimun á þremur stöðum í Barce-
lona á tónleikadag. Allir sem reynd-
ust með neikvætt próf fengu kóða
sendan í farsíma sinn sem staðfesti
að þeir mættu nota tónleikamiðann
sinn. Aðeins þrír miðaeigendur
greindust jákvæðir og máttu þar af
leiðandi ekki mæta á tónleikana og
fengu miða sína að fullu endur-
greidda. Uppselt var á tónleikana.
Skipuleggjendur tónleikanna
höfðu beðið fólk með hjartakvilla,
fólk sem glímir við krabbamein og
þá sem á síðustu vikum höfðu átt
samskipti við fólk sem veikst hafði af
Covid-19 að kaupa ekki miða á tón-
leikana. Samkvæmt upplýsingum
frá skipuleggjendum munu þetta
hafa verið fjölsóttustu tónleikar sem
haldnir hafa verið í Evrópu síðan
heimsfaraldurinn braust út 2020.
Lítið skref í átt til fyrra lífs
Tónleikarnir voru haldnir í sam-
vinnu við samtök sem í desember sl.
stóðu fyrir tilraun til að kanna hugs-
anlegar smitleiðir á tónleikum sem
haldnir voru fyrir aðeins 500 manns.
Sú tilraun leiddi í ljós að koma mætti
í veg fyrir smit á tónleikum ef allir
tónleikagestir væru með grímu og
færu í skimun á tónleikadag. „Þetta
er aðeins lítið skref í átt að því að
geta aftur haldið tónleika og menn-
ingarviðburði á tímum heimsfarald-
urs,“ segir veirufræðingurinn Boris
Revollo.
AFP
Fagnaðarstund Gleðin skein úr augum tónleikagesta í tónleikasalnum Palau Sant Jordi í Barcelona um helgina.
5.000 áhorfendur á
tónleikum í Barcelona
- Öllum gert að fara samdægurs í skimun við Covid-19
Fjallað er í The New York Times
um harðvítugar deilur víðs vegar
um Evrópu um val á þýðendum á
ljóðinu „The Hill We Climb“ eftir
Amöndu Gorman sem hún flutti
við innsetningarathöfn Joes Biden
Bandaríkjaforseta í upphafi ársins.
Deilan hefur snúist um það hvort
ásættanlegt sé að hvítur þýðandi
sé fenginn til að þýða ljóð eftir
skáld sem er dökkt á hörund. Að
minnsta kosti tveir þýðendur, sem
jafnframt eru hvítir á hörund,
hafa sagt sig frá verkinu vegna
gagnrýninnar, þetta eru hollenska
skáldið Marieke Lucas Rijneveld
og katalónski þýðandinn Victor
Obiols.
Í síðustu viku blönduðu samtök
þýðenda í Bandaríkjunum sér í
umræðuna. Í yfirlýsingu frá sam-
tökunum kemur fram að í stað
þess að einblína á spurninguna um
það hver megi þýða hvern ætti
frekar að skoða skort á fjölbreytni
meðal þýðenda. Í könnun sem
samtökin gerðu á síðasta ári og
náði til 362 þýðenda kom í ljós að
aðeins 2% þýðenda voru hörunds-
dökkir.
Blaðamaður The New York
Times bendir á að þýðendur vinni
oft starf sitt af hugsjón og ástríðu,
enda fá þýðendur oft bæði litla
athygli og laun fyrir vinnu sína.
Meginhlutverk þýðenda sé að
fanga blæbrigði textans og tilfinn-
ingu sem ekki sé hægt með hrá-
þýðingu í anda Google Translate.
„Enginn góður þýðandi myndi
neita því að hann byggir á eigin
reynslu í þýðingarvinnu sinni,“
segir Aaron Robertson í samtali
við blaðið, og tekur fram að hann
muni ekki eftir sambærilegri deilu
um val á þýðanda. Robertson sem
er dökkur á hörund vinnur við að
þýða úr ítölsku yfir á ensku.
Þýska útgáfan sem gefur út ljóð
Gorman brá á það ráð að fá þrjár
konur til að þýða ljóðið, þetta eru
þær Hadija Haruna-Oelker sem er
hörundsdökk blaðakona, Kubra
Gumusay sem er rithöfundur af
tyrknesku bergi brotin og Uda
Strätling þýðandi sem er hvít á
hörund. Útgefandinn óskaði eftir
því að konurnar þrjár þýddu ljóð-
ið, sem er samtals 710 orð, ekki
aðeins þannig að textinn væri trúr
rödd Gorman heldur einnig þann-
ig að pólitískur og samfélagslegur
andi ljóðsins kæmist örugglega til
skila þannig að ekkert í þýðing-
unni útlokaði hörundsdökkt fólk,
einstaklinga með fötlun, konur eða
minnihlutahópa.
Hver má þýða hvern?
AFP
Kröftug Bandaríska ljóðskáldið Amanda
Gorman flutti ljóð sitt við innsetningar-
athöfn núverandi Bandaríkjaforseta.
Bandaríski Pulitzer-rithöfundurinn
Larry McMurtry er látinn 84 ára
að aldri. Meðal skáldsagna hans
eru Terms of Endearment, The
Last Picture Show og Brokeback
Mountain, en McMurtry hlaut
ásamt Diönu Ossana Óskars-
verðlaun árið 2006 fyrir kvik-
myndahandritið sem unnið var upp
úr síðastnefndu bókinni. Þegar
Barack Obama heiðraði McMurtry
2015 með orðu sagði forsetinn í
ræðu sinni: „Hann skrifaði um
Texas sem hann þekkti af eigin
reynslu og síðan um gamla vestrið
sem afi hans hafði sagt honum sög-
ur um.“ Í viðtali við NPR 2014
sagðist
McMurtry ekki
trúa þjóðsögunni
um kúrekann
sem hetju, enda
væri í þeim sög-
um holur hljóm-
ur. McMurtry
var forseti PEN í
Bandaríkjunum
1989-91 og barð-
ist á þeim tíma ötullega fyrir mál-
frelsinu. „Við höfum misst stór-
menni í bandarískum bókmenntum
og jafnframt mikilmenni í sögu
PEN,“ segir Ayad Akhtar, núver-
andi forseti PEN í Bandaríkjunum.
Höfundurinn Larry McMurtry látinn
Larry McMurtry