Morgunblaðið - 30.03.2021, Side 18
Notaðir bílar
Meira úrval á
notadir.benni.is
Bílabúð Benna | Krókhálsi 9 | Reykjavík | 590 2035
Birt með fyrirvara um mynda- og textabrengl. *Forsendur: 5 ára lán hjá Lykli. Útborgun 600.000 kr. með notuðum bíl.
Gott úrval notaðrabíla
Flottir bílar – frábær kjör!
SsangYongRextonDlx ‘19, sjálfskiptur,
ekinn 60þús. km. Verð: 5.490.000 kr.
Suzuki Vitara ‘16, sjálfskiptur,
ekinn 75þús. km. Verð: 2.590.000 kr.
Opel Insignia Cosmo ‘16, sjálfskiptur,
ekinn 117þús. km. Verð: 2.290.000 kr.
SsangYongKorandoDlx ‘16, sjálfskiptur,
ekinn 109þús. km. Verð: 1.990.000 kr.
OpelMokkaX Innovation ‘18, sjálfskiptur,
ekinn 71þús. km. Verð: 3.390.000 kr.
Greiðsla á mánuði: 35.993 kr.* Greiðsla á mánuði: 53.202 kr.* Greiðsla á mánuði: 31.300 kr.*
4
X
4
4
X
4
4
X
4
Greiðsla á mánuði: 86.055 kr.*
4
X
4
Greiðsla á mánuði: 40.687 kr.*
446847 446516 591351 446815 446791
18 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. MARS 2021
Sem handhafi höf-
undar- og sæmdar-
réttar listaverka Sigur-
jóns Ólafssonar hef ég
árum saman fylgst með
ástandi listaverksins
Saltfiskstöflunar á Sjó-
mannaskólareit, sem
hefur látið verulega á
sjá. Af þeim ástæðum
sendi ég athugasemdir
til skipulagssviðs borg-
arinnar og borgarstjóra
vorið 2018 þegar aug-
lýst var eftir athuga-
semdum við fyrirhug-
aðar byggingafram-
kvæmdir á Sjómanna-
skólareit. Ég lýsti
áhyggjum mínum
vegna skemmda, sem
lágmynd Sigurjóns gæti
orðið fyrir vegna viða-
mikilla framkvæmda,
sem fyrirhugaðar eru á
svæðinu. Benti ég sér-
staklega á jarðvegs-
vinnu, sprengingar og
umferð vinnutækja.
Þrátt fyrir kröftug mótmæli af
hálfu íbúasamtaka hverfisins hefur
deiliskipulagið verið samþykkt og
fyrstu skóflustungur voru teknar 17.
mars sl.
Álit sérfræðinga
um ástand listaverksins
Listaverkið hefur verið í umsjá
Reykjavíkurborgar allar götur síðan
Fegrunarfélag Reykjavíkur stóð að
uppsetningu þess 1953. En það hefur
látið verulega á sjá, enda segir í sam-
antekt Hafliða Jónssonar garðyrkju-
stjóra um höggmyndir í Reykjavík
1984: „Myndin þarf stöðugt eftirlit og
mikið viðhald.“ Endurteknar við-
haldsaðgerðir á þessari 68 ára gömlu
steinsteypu hafa haft í för með sér að
formin í listaverkinu hafa aflagast og
dofnað ár frá ári.
Þetta var einnig álit danska mynd-
höggvarans Bjørns Nørgaard, pró-
fessors við Listaháskólann í Kaup-
mannahöfn, þegar hann skoðaði
verkið í heimsókn sinni til Íslands
vorið 2008. Hann taldi að eina leiðin til
að bjarga listaverkinu væri að taka
mót af því og endurskapa formin í
gipsi. Síðan mætti svo steypa mynd-
ina í brons. Í sama streng tók list-
fræðingurinn Jens Peter Munk þegar
hann skoðaði verkið
sumarið 2019, en Munk
er listfræðilegur
ábyrgðarmaður allra
útilistaverka í Kaup-
mannahöfn. Í úttekt
sinni á verkinu bendir
hann á að það hafi ekki
aðeins þýðingu fyrir ís-
lenska listasögu heldur
einnig danska. Mikil-
vægi þess að vernda
verkið nær því út fyrir
landsteinana.
Viktor Smári Sæ-
mundsson, forvörður
Studio Stafn, segir í
ástandslýsingu frá
2018: „Hvort sem til
stendur að láta verkið
standa, sem steinsteypt
verk eða steypa það í
varanlegra efni, s.s.
brons, er tímabært að
hafa inngrip í niðurbrot
og rýrnun þess.“
Um tilurð verksins
Vorið 1935 vöktu
dönsk og íslensk dag-
blöð athygli á því að
Sigurjón Ólafsson, þá 26 ára gamall
nýútskrifaður nemandi úr mynd-
höggvaradeild Konunglega lista-
háskólans í Kaupmannahöfn, hefði
síðasta árið unnið að tröllauknu lista-
verki á vinnustofu skólans. Þetta var
lágmynd 4x3 metrar að stærð sem
sýndi konur að stafla saltfiski.
Í viðtali við dagblaðið Politiken 8.
júní 1935 segist Sigurjón hafa fengið
hugmyndina þegar hann sumarið
1934 kom til Íslands og sá konur við
fiskvinnslu. Sigurjón mótaði lág-
myndina í leir, en í það verk fóru sjö
tonn af leir, og hann steypti sjálfur
verkið í gips. Hlutar af myndinni voru
á sýningum í Danmörku árin 1935,
1936 og 1937.
Myndmál og myndefni þótti djarft
og frumlegt og það vakti mikla undr-
un og aðdáun að svo ungur maður
tækist á við svo stórt verkefni án þess
að hafa tryggt sér kaupanda. Verkið
er lofgjörð til íslenskra kvenna í fisk-
vinnslu og minnismerki um saltfisk-
inn, sem þá var undirstöðuatvinnu-
grein landsins.
Af ummælum Sigurjóns og allri
útfærslu myndarinnar er ljóst að hún
átti að vera órjúfanlegur hluti húss
sem á einhvern hátt tengdist fiski og
fiskvinnslu. Fékk hann dyggan stuðn-
ing Sveins Björnssonar, síðar forseta,
sem þá var sendiherra í Kaupmanna-
höfn. Sveinn Björnsson skrifaði grein-
ar í íslensk blöð haustið 1937 þar sem
hann hvatti til samskota svo að auðn-
ast mætti að prýða hið nýja hús Fiski-
félags Íslands með þessu stórbrotna
listaverki. Húsið sem var teiknað af
Guðjóni Samúelssyni var þá í smíðum
á horni Ingólfsstrætis og Skúlagötu.
Þetta gekk ekki eftir.
En við heimkomu Sigurjóns til
Íslands 1945 að stríði loknu sam-
þykkti Alþingi að veita 50.000 kr. til
kaupanna af fjárlögum 1946. Átti upp-
hæðin að standa undir kostnaði við
fullnaðarsteypu og flutning til
Íslands. Menntamálaráðuneytið fól
Fegrunarfélagi Reykjavíkur að finna
endanlega staðsetningu fyrir verkið
og það var svo 1. desember 1953 að
lágmyndin var afhjúpuð á Sjómanna-
skólalóðinni af formanni Fegrunar-
félags Reykjavíkur, Vilhjálmi Þ.
Gíslasyni útvarpsstjóra. Síðan hefur
listaverkið verið í umsjá Reykjavíkur-
borgar.
Ráðstafanir nauðsynlegar til
að fyrirbyggja skemmdir
Í svari skipulagsfulltrúa Reykja-
víkur snemma árs 2020, við athuga-
semdum mínum, var tekið undir það
að: „mikið rask í nánasta umhverfi
geti haft neikvæð áhrif á verkið sé
það óvarið, og að nauðsynlegt sé að
gera ráðstafanir til að fyrirbygga
slíkt. […] Þegar til framkvæmda
kemur verði verkið varið og styrkt
eða fjarlægt tímabundið af svæðinu
ef framkvæmdir ógna öryggi þess.
Því verði komið fyrir á öruggum stað
og við lok framkvæmda stefnt að því
að sinna viðhaldi og viðgerðum á
verkinu. Það er fullur vilji til þess á
öllum sviðum Reykjavíkurborgar að
þetta geti gengið eftir og að verkið
verði áfram mikilvægt kennileiti á
svæðinu. […] Listasafn Reykjavíkur
ástandsskoðar reglulega listaverk í
borgarlandinu og er niðurstaða síð-
ustu skoðunar sérfræðinga safnsins
(Listasafns Reykjavíkur) að mestu í
samræmi við skýrslu þá sem Birgitta
Spur leggur fram. Verkið var síðast
skoðað vorið 2019 og er á forgangs-
lista yfir viðhald en ekki hefur verið
unnt að koma viðgerð við vegna ann-
arra verkefna. […] Hvað varðar hug-
myndir um að finna verkinu annað
efni og steypa það í brons er rétt að
upplýsa að ekki eru uppi áform um
slíkt (svar byggt á umsögn Listasafns
Reykjavíkur).“
Í mars 2021 fannst mér tímabært
að kalla eftir skýrari svörum borgar-
innar um verndun og viðhald verks-
ins nú þegar framkvæmdir eru að
hefjast. Þá fengust aðeins þau svör
frá skrifstofu skipulagsfulltrúa
Reykjavíkur að: „listaverkið Saltfisk-
stöflun er ekki í eigu Reykjavíkur-
borgar“. Þrátt fyrir ítrekaðar til-
raunir hafa ekki borist frekari svör
um það hvernig borgin ætlar að verja
verkið og hvenær gripið verði til ráð-
stafana.
Munaðarlaust listaverk í
almannaeigu
Salfiskstöflun er eitt af lykilverkum
Sigurjóns. Það hefur sérstöðu í bæði
íslenskri og danskri listasögu. Það er
aðeins til í þessu eina eintaki. Það lýs-
ir konum í erfiðisvinnu að verka salt-
fisk og er eina útilistaverkið sem
fjallar um þennan mikilvæga þátt í at-
vinnusögu landsins.
Ég skora á stjórnvöld að bjarga
þessu sögulega og mikilvæga lista-
verki, sem því miður virðist munaðar-
laust þrátt fyrir að vera í
almannaeigu.
Eftir Birgittu Spur
»Ég skora á
stjórnvöld að
bjarga þessu
sögulega og mik-
ilvæga listaverki,
sem því miður
virðist mun-
aðarlaust þrátt
fyrir að vera í al-
mannaeigu.
Birgitta Spur
Höfundur er handhafi höfundar- og
sæmdarréttar listaverka Sigurjóns
Ólafssonar.
Ljósmynd/Skarphéðinn Haraldsson
Látið á sjá Á ljósmynd frá 1970 má sjá að verkið Saltfiskstöflun hafði þá
þegar látið á sjá frá því það var sett upp við Sjómannaskólann 17 árum áður.
Endurteknar viðhaldsaðgerðir á þessari 68 ára gömlu steinsteypu hafa haft
í för með sér að formin í listaverkinu hafa aflagast og dofnað ár frá ári.
Saltfiskstöflun Sigurjóns Ólafssonar –
Lofgjörð um konur í fiskvinnslu