Morgunblaðið - 30.03.2021, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 30.03.2021, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. MARS 2021 Ertu að gera upp gamal t hús? VIÐ BYGGJUM Á LANGRI HEFÐ Líttu við – sjón er sögu ríkari Eigum úrval af alls kyns járnvöru. Hurðahúnar, glugga- og hurðalamir, stormjárn, læsingar, emeleruð skilti, bátasaumur og spíkerar allar stærðir o.fl. Laugavegi 29 • sími 552 4320 www.brynja.is • verslun@brynja.is Opið virka daga frá 9-18 og laugardaga frá 10-16 Stofnað 1919 Vefverslun brynja.is Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is. Í sumar er áformað að bæta ásýnd Hafnartorgs í Kvosinni í Reykjavík en svæðið hefur sætt gagnrýni fyrir að vera kuldalegt og vindasamt. „Með meiri gróðri á Hafnartorgi, bæði á Reykjastræti og Kolagötu og vel völdum setsvæðum, verður svæð- ið vonandi meira aðlaðandi, veð- ursælla og lygnara,“ segir í svari skipulagsfulltrúa Reykjavíkur við fyrirspurn Kolbrúnar Bald- ursdóttur, borgarfulltrúa Flokks fólksins. Spurði Kolbrún hvort skipulagsyfirvöld borgarinnar muni beita sér til að gera þetta svæði meira aðlaðandi, veðursælla og lygn- ari stað. Tvær göngugötur á torginu Fram kemur í svari skipulagsfull- trúa að svæði sem tilheyrir deili- skipulagi Austurhafnar, allt frá Hörpu í norðri yfir Geirsgötu og út að Tryggvagötu og á milli Kalkofns- vegar/Arnarhóls til austurs og hafn- arbakkans til vesturs, sé allt innan sömu lóðar. Innan lóðarinnar eru tvær göngugötur; Reykjastræti og Kolagata, auk þess sem Geirsgata liggur í gegnum lóðina. Kolagata er auk þess innan bygg- ingareitar 1 og 2 sem eru byggingar með verslunarrýmum á fyrstu hæð í eigu Regins ehf., eins og fram komi í fyrirspurninni. Kolagata liggur eftir endilöngu torginu, frá vestri til austurs. Hún nær frá Steinbryggju við Tollhúsið að Lækjargötu/Kalkofnsvegi. Reykjastræti liggur frá Hafnar- stræti alveg norður að Hörpu. Reykjavíkurborg hefur umsjón með Reykjastræti og hafi gróður verið aukinn í götunni auk þess sem unnið verði meira með að „bæta ásýnd þess“ nú í sumar. Kolagata er hins vegar innan lóðar einkaaðila, Regins, og áformi fyrirtækið að bæta ásýndina með því að setja nið- ur gróðurker og setsvæði. Morgunblaðið fjallaði ítarlega um Hafnartorgið í desember sl. og ræddi þá m.a. við Einar Sveinbjörns- son veðurfræðing. Sagði Einar að skipulagið á svæðinu hafi verið rangt hugsað. „Þessar byggingar hefðu þurft að liggja austur-vestur til að stoppa norðanáttina, því að þegar hún er ekki vetrarvindur, þá er hún hafgola á sólardögum.“ Að mati Einars séu þetta dæmi- gerð vindgöng úr fræðunum sem magna upp vindinn og þau séu kom- in til að vera. „Hægt væri að varna vindinum vegar með því að sá hálf- um skógi götuna endilanga en það stendur ekki til, og enn síður kemur til greina að koma fyrir stærð- arinnar glervegg við enda strætis- ins,“ sagði Einar m.a. Í fyrirspurn sinni benti Kolbrún Baldursdóttir á að gera mætti lík- anatilraunir á svæðinu í vindgöng- um. Þannig væri hægt að mæla hvernig form húsa og staðsetning hefði áhrif á vindstrengi. Skipulagsfulltrúi bendir á í svari sínu að nokkur ráðgjafafyrirtæki bjóði upp á vindstúdíur á tölvulíkön- um skipulagstillagna. Hvorki er í skipulagslögum, -reglugerð, né í byggingareglugerð ákvæði um ásættanleg vindþægindaviðmið í byggðu umhverfi, eins og á við um hljóðvist til dæmis. Á meðan svo er, sé tilviljunar- kennt hvort lóðarhafi, eins og í tilfelli Reita á Orkuhússreit eða Reykjavík- urborgar, láti gera vindgreiningar við skipulagsgerð. „Það væri þó fyllsta ástæða til þess að taka upp slíkt verklag við stærri skipulags- verkefni,“ segir skipulagsfulltrúi. Ætla að bæta ásýnd Hafnartorgs - Svæðið í Kvosinni hefur sætt gagnrýni fyrir að vera kuldalegt og vindasamt - Með meiri gróðri og vel völdum setsvæðum er vonast til að það verði mun meira aðlaðandi, veðursælla og lygnara Morgunblaðið/Árni Sæberg Fyrir Svona var Hafnartorgið þegar ljósmyndari var þar á ferð í desember. Ljósmynd/Reginn Eftir Svona verður umhorfs þegar búið verður að koma þarna fyrir gróðri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.