Morgunblaðið - 30.03.2021, Blaðsíða 26
26 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. MARS 2021
Evrópudeild karla
16-liða úrslit, fyrri leikur:
Kristianstad – Ademar León ............. 34:27
- Teitur Örn Einarsson skoraði 5 mörk
fyrir Kristianstad en Ólafur Andrés Guð-
mundsson var ekki í hópi.
.$0-!)49,
Spánn
Estudiantes – Andorra ....................... 97:85
- Haukur Helgi Pálsson var ekki í leik-
mannahóp Andorra.
Staða efstu liða:
Real Madrid 52, Barcelona 48, Baskonia 40,
Tenerife 40, San Pablo Burgos 34, Valencia
34, Joventut Badalona 30, Unicaja Málaga
26, Andorra 24, Manresa 24.
NBA-deildin
Charlotte – Phoenix................... (frl.) 97:101
Toronto – Portland........................... 117:122
Denver – Atlanta .............................. 126:102
LA Lakers – Orlando........................... 96:93
Staðan í Austurdeild:
Philadelphia 32/14, Brooklyn 31/15, Mil-
waukee 29/16, New York 24/22, Charlotte
23/22, Atlanta 23/23, Boston 23/23, Miami
22/24, Indiana 21/23, Chicago 19/25, To-
ronto 18/28, Cleveland 17/29, Washington
16/28, Orlando 15/31, Detroit 12/33.
Staðan í Vesturdeild:
Utah 34/11, Phoenix 31/14, Clippers 31/16,
Lakers 30/17, Denver 28/18, Portland 28/
18, San Antonio 23/20, Dallas 23/21, Memp-
his 21/22, Golden State 22/24, Sacramento
21/25, New Orleans 20/25, Oklahoma City
19/26, Houston 13/32, Minnesota 11/35.
57+36!)49,
Arnar Þór Viðarsson, þjálfari
karlalandsliðsins í fótbolta, kallaði í
gær fjóra leikmenn úr 21 árs lands-
liðinu inn í A-landsliðshópinn fyrir
leikinn gegn Liechtenstein annað
kvöld. Þeir Jón Dagur Þor-
steinsson, Willum Þór Willumsson,
Sveinn Aron Guðjohnsen og Ísak
Bergmann Jóhannesson leika því
ekki með 21 árs liðinu gegn Frökk-
um á EM í Ungverjalandi á morgun
en þeir eru nú komnir til móts við
A-liðið sem dvelur í Sviss og býr sig
þar undir leikinn gegn Liechten-
stein.
Fjórir færðir yfir
í hóp A-liðsins
Ljósmynd/Szilvia Micheller
Ferðalag Jón Dagur Þorsteinsson
er kominn yfir í A-landsliðið.
Teitur Örn Einarsson átti góðan
leik fyrir Kristianstad þegar liðið
vann sjö marka sigur gegn spænska
liðinu Ademar León í fyrri leik lið-
anna í sextán liða úrslitum Evr-
ópudeildarinnar í handknattleik í
Svíþjóð í gær. Leiknum lauk með
34:27-sigri Kristianstad en Teitur
skoraði fimm mörk í leiknum og
var á meðal markahæstu manna
Kristianstad. Sænska liðið leiddi
16:14 í hálfleik en Ólafur Guð-
mundsson lék ekki með Kristian-
stad í leiknum. Síðari leikur liðanna
fer fram í Kristianstad í kvöld.
Sjö marka sigur
í Evrópudeildinni
Ljósmynd/Kristianstad
Fimm Teitur Örn verður aftur í eld-
línunni með Kristianstad í kvöld.
LANDSLIÐIÐ
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
„Eftir þessa tvo ósigra gegn Þýska-
landi og Armeníu er ljóst að ís-
lenska liðið má ekki misstíga sig í
leiknum í Liechtenstein. Þangað
verður það að sækja þrjú stig og
eftir það verður góður tími til að
undirbúa liðið fyrir alla heimaleik-
ina í haust,“ sagði Helgi Kolviðsson,
fyrrverandi landsliðsþjálfari Liech-
tenstein í knatt-
spyrnu og að-
stoðarþjálfari
íslenska karla-
landsliðsins á ár-
unum 2016 til
2018 við Morg-
unblaðið í gær.
Íslenska liðið
kom í gær til
Sviss frá Arme-
níu og býr sig
þar undir leikinn
sem fram fer í Vaduz, höfuðstað
Liechtenstein, annað kvöld. Heima-
menn í Liechtenstein fengu skell í
Norður-Makedóníu, 5:0, á sunnu-
daginn og höfðu áður tapað 0:1 fyrir
Armeníu á heimavelli síðasta mið-
vikudag.
Hafa lítið spilað í heilt ár
Helgi sagði að undirbúningurinn
hjá Liechtenstein hefði verið erfiður
fyrir þessa landsleiki. „Vandamál
þeirra er að flestir leikmannanna
spila í áhugamannadeildum í Sviss
og þar hefur keppni legið niðri í
nánast eitt ár vegna kórónuveir-
unnar. Það sem hefur bjargað mál-
unum er að landsliðið mátti æfa, það
telst vera á atvinnustigi, og þar með
hefur nýi þjálfarinn getað verið með
þá landsliðsmenn sem ekki eru at-
vinnumenn á æfingum þrisvar til
fjórum sinnum í viku síðan í janúar.
Þeir eru því í þokkalegri æfingu en
vantar leikformið og fyrir lið með
litla breidd eins og Liechtenstein er
afar erfitt að spila þrjá leiki á sex
dögum. Sú staða kom líka upp þeg-
ar ég var með liðið og þá voru
strákarnir þokkalega búnir á því í
þriðja og síðasta leiknum,“ sagði
Helgi en tók fram að það þyrfti eftir
sem áður að vara sig á liði fursta-
dæmisins.
Eru með hættulega stráka
„Þeir hafa spilað fimm manna
vörn að undanförnu og lítið reynt að
sækja. En þeir geta verið mjög vel
skipulagðir í sínum varnarleik og
eru líka með hættulega stráka sem
geta refsað liðum og skorað ef þeir
fá svæði til að hlaupa í. Varnarleik-
urinn gegn þeim þarf því að vera
skipulagður og agaður, og íslenska
liðið þarf að sýna mikla þolinmæði í
þessum leik í Vaduz,“ sagði Helgi.
Hann fylgdist með íslenska liðinu
í tapleikjunum í Þýskalandi og
Armeníu. „Það er að sjálfsögðu mik-
il pressa að byrja mótið á þremur
útileikjum og þeim fyrsta í Þýska-
landi. Það var ekki beint óskabyrjun
að fá á sig tvö mörk á fyrstu sjö
mínútunum gegn Þjóðverjum, það
gat varla verið verra. En það er
engin skömm að tapa 3:0 fyrir
Þýskalandi á útivelli, enda eru því-
lík gæði í þýska liðinu.
Virðing fyrir íslenska liðinu
Það var slæmt að tapa í Armeníu
en við vissum fyrirfram að Armenar
hafa staðið sig vel að undanförnu,
t.d. í Þjóðadeildinni. Ég spilaði
tvisvar gegn þeim þegar ég var með
lið Liechtenstein og það er aldrei
auðvelt að spila í Armeníu. Bosn-
íumenn steinlágu til dæmis gegn
þeim þar. Þegar ég kom til Armeníu
var ljóst að þeir báru gríðarlega
mikla virðingu fyrir íslenska lands-
liðinu og spurðu mig mikið út í það.
Það var alveg ljóst að þeir höfðu Ís-
land sem fyrirmynd og voru meira
að segja með víkingaklappið.
Frammistaða íslenska liðsins á EM
og HM var mikill innblástur fyrir
Armena og fleiri smærri þjóðir í
Evrópu, það er alveg á hreinu. Og
við sáum líka í leikslok hve rosalega
þeir fögnuðu þessum sigri gegn Ís-
landi, hve mikla þýðingu hann hafði
fyrir þá,“ sagði Helgi.
Slæmt að vera án Gylfa
Hann telur að þrátt fyrir ósigrana
séu enn allir möguleikar fyrir hendi
í baráttunni um sæti í lokakeppni
heimsmeistaramótsins í Katar.
„Við verðum að horfa á riðilinn í
heild. Ísland, Norður-Makedónía,
Rúmenía og Armenía eiga eftir að
taka stig hvert af öðru og ekkert lið
mun sækja auðveld stig til Armeníu,
það er alveg ljóst. Þessi leikur í Jer-
evan var þannig að það blasti við að
liðið sem skoraði á undan myndi
vinna leikinn.
Við sáum líka hversu slæmt það
er fyrir íslenska liðið að vera án
Gylfa. Hann getur alltaf búið til eitt-
hvað aukalega í svona leikjum og
það er erfitt að fylla hans skarð.
Styrkleikar íslenska liðsins hafa
annars verið fólgnir í því að vera vel
skipulagðir og þéttir í varn-
arleiknum, og svo hafa Gylfi, Jói og
fleiri getað gert útslagið og skorað
mörk þegar á þarf að halda. Í þess-
um leik gættu okkar menn sín ekki
nógu vel á því að Armenar eru með
góða og flinka skotmenn sem alltaf
þarf að loka á. Þegar þeir skoruðu
mörkin tvö voru okkar menn einu
skrefi á eftir þeim.
En svona er fótboltinn. Það er
ekkert svartnætti í gangi þótt þess-
ir tveir leikir hafi tapast og fleiri lið
í þessum riðli eiga eftir að tapa stig-
um í Armeníu. Þetta er ekki gott en
alls ekki búið. Ísland á eftir sem áð-
ur fullt af efnilegum strákum og
framtíðin er björt,“ sagði Helgi Kol-
viðsson.
Ekkert svartnætti þótt
tveir leikir hafi tapast
- Íslenska liðið má ekki misstíga sig í Liechtenstein, segir Helgi Kolviðsson
AFP
Landsliðið Arnór Sigurðsson í baráttu við leikmann Armeníu í Jerevan en
hann er yngstur þeirra sem hafa spilað fyrstu tvo leikina í ferðinni.
Bræðurnir Yanik Frick og Noah Frick verða væntanlega báðir í liði Liech-
tenstein sem tekur á móti Íslandi í undankeppni HM í knattspyrnu í Vaduz
annað kvöld. Faðir þeirra, Mario Frick, er þekktasti leikmaðurinn í sögu
Liechtenstein, lék 125 landsleiki og er langmarkahæstur frá upphafi með
16 mörk. „Super-Mario“, eins og hann var kallaður, lék með sterkum liðum
í Sviss og á Ítalíu og skoraði einmitt eitt marka liðsins þegar liðið skellti ís-
lenska liðinu 3:0 í undankeppni EM haustið 2007. „Strákarnir eru báðir
mjög frískir, og leika sem atvinnumenn í Sviss og Þýskalandi. Sá yngri er
bara 19 ára en er stór og mjög efnilegur. Hinn er eldfljótur, líklega fljótasti
leikmaður liðsins,“ sagði Helgi Kolviðsson um piltana sem voru undir hans
stjórn í landsliði Liechtenstein á síðasta ári. Sjálfur er Mario Frick í dag
knattspyrnustjóri Vaduz, eina atvinnuliðs Liechtenstein, en það leikur í
svissnesku A-deildinni.
Skoraði gegn Íslandi og
á tvo stráka í liðinu í dag
_ Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði
íslenska kvennalandsliðsins í knatt-
spyrnu, hefur dregið sig úr landsliðs-
hópnum sem mætir Ítalíu í vin-
áttulandsleik á Ítalíu hinn 13. apríl.
Sara Björk er að glíma við meiðsli og
hefur Karítast Tómasdóttir, leikmaður
Breiðabliks, verið kölluð inn í hópinn í
stað hennar. Sara er leikjahæsta lands-
liðskona Íslands með 136 landsleiki en í
þessum leikjum hefur hún skorað 22
mörk.
_ Sigurvin Ólafsson hefur verið ráðinn
aðstoðarþjálfari KR í knattspyrnu en
Rúnar Kristinsson er þjálfari liðsins.
Sigurvin tekur við starfinu af Bjarna
Guðjónssyni sem tók við U19 ára liði
Norrköping í Svíþjóð á dögunum.
Sigurvin þekkir vel til í Vesturbænum
eftir að hafa spilað með liðinu frá 2000
til 2005 en hann varð tvívegis Íslands-
meistari með ÍBV á ferlinum, tvívegis
með KR og einu sinni með FH.
Hann lék einnig sem atvinnumaður með
Stuttgart í Þýskalandi og þá á hann að
baki sjö A-landsleiki. Þá mun Sigurvin
áfram þjálfa KV í 2. deildinni, ásamt því
að vera yfirþjálfari karlaflokka hjá KR.
_ Sergio Agüero, markahæsti leik-
maður í sögu enska knattspyrnufélags-
ins Manchester City, mun yfirgefa fé-
lagið þegar samningur hans rennur út í
sumar. Agüero, sem er orðinn 32 ára
gamall, gekk til liðs við City frá Atlético
Madrid árið 2011 en enska félagið borg-
aði 35 milljónir punda fyrir leikmanninn
á sínum tíma. Framherjinn hefur skorað
257 mörk fyrir félagið í 384 leikjum en
hann hefur fjórum sinnum orðið Eng-
landsmeistari með City, einu sinni bik-
armeistari og fimm
sinnum deildabik-
armeistari.
Eitt
ogannað
Helgi
Kolviðsson