Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.03.2021, Page 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.3. 2021
Álnabær
Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta.
Síðumúla 32, Reykjavík. S. 588 5900 ■ Tjarnargötu 17, Keflavík. S. 421 2061 ■ Glerárgötu 32, Akureyri. S. 462 5900 ■ alnabaer.is
Við erum sérhæfð í gluggatjöldum
alnabaer.is
SCREEN RÚLLUGARDÍNUR
08.00 Strumparnir
08.20 Blíða og Blær
08.40 Víkingurinn Viggó
08.55 Adda klóka
09.15 Mia og ég
09.40 Lína Langsokkur
10.05 Lukku láki
10.30 Ævintýri Tinna
10.50 Angry Birds Stella
10.55 It’s Pony
11.25 Are You Afraid of the
Dark?
12.10 Nágrannar
12.30 Nágrannar
12.55 Nágrannar
13.15 Nágrannar
13.40 Nágrannar
14.00 BBQ kóngurinn
14.35 Blindur bakstur
15.05 Um land allt
15.50 Supernanny US
16.50 60 Minutes
17.35 Víglínan
18.26 Veður
18.30 Fréttir Stöðvar 2
18.40 Sportpakkinn
18.50 Ísland í dag
19.05 Leitin að upprunanum
19.45 The Great British Bake
Off
20.50 Finding Alice
21.35 Tell Me Your Secrets
22.25 Prodigal Son 2
23.15 Tin Star: Liverpool
24.00 Warrior
00.45 Warrior
ÚTVARP OG SJÓNVARP
Sjónvarp Símans
RÚV
Rás 1 92,4 . 93,5
Omega
N4
Stöð 2
Hringbraut
20.00 Vegabréf – Sigurður
Guðmundsson
20.30 Valdir kaflar úr Glettum
– 6. Þáttur
Endurt. allan sólarhr.
17.00 Times Square Church
18.00 Tónlist
18.30 Ísrael í dag
19.30 Jesús Kristur er svarið
20.00 Blönduð dagskrá
21.00 Blönduð dagskrá
22.30 Gegnumbrot
23.30 Tónlist
24.00 Joyce Meyer
20.00 Mannamál (e)
20.30 Atvinnulífið (e)
21.00 Suðurnesja-magasín
Víkurfrétta (e)
21.30 Sir Arnar Gauti (e)
Endurt. allan sólarhr.
12.45 Dr. Phil
13.30 Dr. Phil
14.15 Dr. Phil
14.15 The Bachelor
15.35 Það er komin Helgi
17.00 Family Guy
17.20 The King of Queens
17.40 Everybody Loves Ray-
mond
18.05 For the People
18.50 Hver drap Friðrik Dór?
19.30 Með Loga
20.00 This Is Us
20.50 Law and Order: Special
Victims Unit
21.40 Your Honor
22.40 The Good Lord Bird
23.30 The Walking Dead
00.15 Station 19
01.00 The Resident
01.45 Blue Bloods
02.30 Mayans M.C.
06.55 Morgunbæn og orð
dagsins.
07.00 Fréttir.
07.03 Hringsól.
08.00 Morgunfréttir.
08.05 Á tónsviðinu.
09.00 Fréttir.
09.03 Svona er þetta.
10.00 Fréttir.
10.05 Veðurfregnir.
10.15 Bók vikunnar.
11.00 Guðsþjónusta í Fella-
og Hólakirkju.
12.00 Hádegisútvarp.
12.20 Hádegisfréttir.
13.00 Sögur af landi.
14.00 Víðsjá.
15.00 Lestin.
16.00 Síðdegisfréttir.
16.05 Úr tónlistarlífinu.
17.25 Orð af orði.
18.00 Kvöldfréttir.
18.10 Hryggsúlan.
18.50 Veðurfregnir.
18.53 Dánarfregnir.
19.00 Óskastundin.
19.40 Ástir gömlu meist-
aranna.
20.35 Gestaboð.
21.30 Fólk og fræði.
22.00 Fréttir.
22.05 Veðurfregnir.
22.10 Á reki með KK.
23.10 Frjálsar hendur.
24.00 Fréttir.
00.05 Næturútvarp Rásar 1.
07.15 KrakkaRÚV
07.16 Tulipop
07.19 Refurinn Pablo
07.24 Úmísúmí
07.47 Poppý kisukló
07.58 Kúlugúbbarnir
08.21 Lautarferð með köku
08.27 Hæ Sámur – 42. þáttur
08.34 Flugskólinn
08.56 Hrúturinn Hreinn
09.03 Múmínálfarnir
09.25 Robbi og Skrímsli
09.47 Sjóræningjarnir í næsta
húsi
09.59 Minnsti maður í heimi
10.00 Örkin
10.30 Ævar vísindamaður
11.00 Silfrið
12.10 Danir í Japan
12.45 Bikarúrslit kvenna í
blaki
15.20 Bikarúrslit karla í blaki
17.35 Baráttan – 100 ára
saga Stúdentaráðs
17.50 Táknmálsfréttir
18.00 KrakkaRÚV
18.01 Stundin okkar
18.25 Menningin – samantekt
19.00 Fréttir
19.25 Íþróttir á sunnudegi
19.40 Veður
19.50 Landinn
20.20 Ísland: bíóland
21.20 Einkar enskt hneyksl-
ismál
22.20 Paterson
00.20 Silfrið
01.20 Dagskrárlok
9 til 13 100% helgi með Stefáni Valmundar Stefán
spilar góða tónlist og fer yfir valið efni úr morgun- og
síðdegisþáttum K100.
13 til 16 100% helgi með Þór Bæring Þór Bæring
og besta tónlistin á sunnudegi. Þór er góður að þefa
uppi það sem fjölskyldan getur gert sér til skemmt-
unar á sunnudögum.
16 til 18 Tónlistinn Topp40 Dj Dóra Júlía fer yfir 40
vinsælustu lög landsins á eina opinbera vinsældalista Ís-
lands sem er unninn í samstarfi við félag hljóm-
plötuframleiðenda.
Nýjasta lag Bubba Morthens,
Ástrós, sem kom út í síðustu
viku, hefur heldur betur slegið
í gegn. Söngkonan Bríet ljær
laginu rödd sína og ásamt því
er söngkonan GDRN með bak-
rödd. Mikill aldursmunur er á
milli Bríetar og Bubba og
heyrðu þeir Logi Bergmann og
Siggi Gunnars í Bubba í Síðdegisþættinum og fengu að
vita meira um samstarf þeirra. Þar segist Bubbi hafa
þekkt Bríeti frá fæðingu og vitað hvað í henni bjó. Hann
hafi því ekki haft neinar efasemdir um þátttöku hennar
í laginu þrátt fyrir ungan aldur. Hann segir ekkert gam-
an að vinna músík nema stíga öðru hvoru inn og vinna
með nýjum röddum og nýju blóði, þannig staðfesti hann
það líka fyrir sjálfum sér að hann sé í raun ekki nema
rétt 25 ára gamall ungur maður! Viðtalið við Bubba má
nálgast í heild sinni á K100.is.
Bubbi heldur sér ungum
með félagsskapnum
París. AFP. | Luca Abdel-Nour var
hafður að háði og spotti í skólanum
þegar hann fyrst reyndi fyrir sér í
ballett umkringdur litlum stelpum.
Hann lét hins vegar engan bilbug á
sér finna og hefur nú náð því að
verða fyrsti egypski ballettdansar-
inn til að hljóta hina virtu viðurkenn-
ingu Prix de Lausanne.
Sú alþjóðlega keppni hefur verið
haldin í Sviss frá 1973 og er einn
helsti vettvangurinn fyrir ungt hæfi-
leikafólk í balletti til að koma sér á
framfæri.
Abdel-Nour, sem er 17 ára gam-
all, fékk þrenn verðlaun, þótti meðal
annars næstbestur allra, sem tóku
þátt, og naut mestrar hylli áhorf-
enda. Hann vonast til þess að árang-
urinn geti hjálpað öðrum drengjum
frá Mið-Austurlöndum að sigrast á
fordómum um dans.
Abdel-Nour á franska móður, en
hann ólst upp í Kaíró og kom fram í
dans- og leiksýningum með skólan-
um sínum þegar hann var ungur
drengur.
Hann prófaði hins vegar ekki ball-
ett fyrr en hann tók þátt í sumar-
námskeiði í dansi í Frakklandi, 12
ára gamall, og kennari ráðlagði hon-
um að reyna fyrir sér.
„Ég sagði bara: „Ég vil ekki dansa
ballett, það er fyrir stelpur“.“
En móðir hans hélt áfram að
hvetja hann og að lokum fór hann í
tíma í Egyptalandi. Hann áttaði sig
brátt á því að hann hafði fundið sína
ástríðu, jafnvel þótt hann væri eini
drengurinn í hópnum.
„Mér var alveg sama þótt það
væru engir strákar,“ sagði hann.
„Þetta var vitað í skólanum vegna
þess að ég var ekkert að fela það. Ég
var uppnefndur, en mér var sama.
Ég sagði bara við krakkana: „Þið
gerið það sem þið viljið, ég geri það
sem ég vil“.“
Með stjörnur í augunum
Með því að leggja hart að sér tókst
honum að bæta upp fyrir að hafa
byrjað seint. 14 ára gamall hlaut
hann árs styrk til að sækja dans-
skóla í Búdapest.
Árið eftir fékk hann styrk til að
stunda fullt nám við Dansakadem-
íuna í Zürich. Þar tók alvaran við.
Hann þurfti að læra allt upp á nýtt
frá grunni og komast í gegnum
tvenn meiðsli á fæti á fyrsta árinu.
Hann uppskar laun erfiðisins í
Lausanne í febrúar. „Þegar þeir til-
kynntu hverjir hefðu komist í úrslit
átti ég bágt með að trúa því, ég var á
leiðinni heim úr skólanum og ég grét
í lestinni,“ sagði hann.
Skyndilega fylltist síminn hans af
skilaboðum frá stærstu nöfnunum í
greininni.
„Dansarar sem nú eru stjórnend-
ur og ég hef fylgst með frá því ég var
barn sendu mér smáskilaboð og
sögðu: „Þú stóðst þig vel, við höfum
áhuga á þér.“ Ég var með stjörnur í
augunum og um leið fannst mér
þetta heiður,“ sagði hann.
Erfitt en þess virði
Árangur hans hefur vakið mikil við-
brögð heima í Egyptalandi. Félags-
miðlar eru fullir af lofi, en einnig
háðsglósum og jafnvel fjandsam-
legum athugasemdum.
„Það hefur auðvitað verið mikið af
neikvæðum athugasemdum og slíku,
en margir hafa sýnt mér mikinn
stuðning og sagt að ég hafi veitt
þeim innblástur til að stunda ballett
í samfélagi þar sem ekki er í raun
hvatt til að ballett sé stundaður,“
sagði hann. „Þú færð það jákvæða,
þú færð það neikvæða og þarft síðan
að ákveða á hvort þú hlustar,“ sagði
hann.
Abdel-Nour er búinn að velja sér
dansflokk, en má enn ekki segja
hvert förinni er heitið.
„Hvert einasta skref á leiðinni var
erfitt,“ sagði hann. „Það er erfitt að
yfirgefa fjölskylduna og sjá hana
ekki langtímum saman, en allt var
það þess virði þegar upp er staðið.“
Luca Abdel-Nour
varð fyrir aðkasti
þegar hann byrjaði að
dansa ballett en lét
það ekki stöðva sig.
AFP
EGYPSKUR DANSARI HLÝTUR EFTIRSÓTT VERÐLAUN
Billy Elliot
Egyptalands
„Þú færð það jákvæða, þú færð það
neikvæða og þarft síðan að ákveða á
hvort þú hlustar,“ sagði egypski ball-
ettdansarinn Luca Abdel-Nour.
AFP