Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.03.2021, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.3. 2021
LESBÓK
HRÖKKBRAUÐ
ÁREITI Sænska poppstjarnan Zara Larsson, sem sló í gegn mjög
ung, segir viðmót flestra karla sem störfuðu í kringum hana hafa
breyst daginn sem hún varð átján ára. „Almáttugur hvað það
breytti miklu. Það var sturlað. Skyndilega voru menn, sem voru
mun eldri en ég og ég hafði litið upp til, farnir að tjá sig um
líkama minn. Eða: „Á hvaða hóteli ertu? Númer hvað er
herbergið?“ Ég var bara: „Hver andskotinn!“ Ég er vilja-
sterk að upplagi en samt vissi ég ekki hvernig ég átti að
bregðast við þessu áreiti,“ segir hún í samtali við breska
blaðið The Independent. Larsson, sem er 23 ára í dag, seg-
ir stöðuna hafa skánað og þakkar það öðru fremur
#metoo-byltingunni. Hún segir atvikin
hafa verið misalvarleg en brotaviljinn
hafi jafnan verið skýr.
„Á hvaða hóteli ertu?“
AFP
BÍÓ Ísland bíóland nefnast nýir sjónvarps-
þættir í tíu hlutum sem Ríkissjónvarpið hefur
sýningar á í kvöld, sunnudagskvöld. Fyrsti
þátturinn hefur yfirskriftina Löng fæðing. „Í
kvikmyndum frá fyrri hluta 20. aldar og fram
undir lok 6. áratugarins má sjá löngun til að
takast á við þetta nýja tjáningarform af bjart-
sýni og áræði en einnig erfiðar aðstæður og
brostna drauma,“ segir í kynningu. Rýnt er
meðal annars í myndirnar Fjalla-Eyvind,
Sögu Borgarættarinnar, Ævintýri Jóns og
Gvendar, Höddu Pöddu, Björgunarafrekið við
Látrabjarg, Milli fjalls og fjöru, Síðasta bæinn
í dalnum, Ágirnd og Sölku Völku.
Tekist á við nýtt tjáningarform
Úr kvikmyndinni Sölku Völku frá árinu 1954.
Stilla
Eddie Murphy leikur Akeem kóng.
Snýr aftur til
Ameríku
FRAMHALD Gamanmyndin Com-
ing 2 America var frumsýnd í
Bandaríkjunum í byrjun mánaðar-
ins en hún er, svo sem nafnið gefur
til kynna, framhald hinnar vinsælu
Coming to America frá 1988. Eddie
Murphy snýr aftur sem Akeem
prins af Zamunda sem í byrjun
myndarinnar tekur við krúninni
eftir föður sinn. Á dánarbeðinum
upplýsir faðir hans Akeem um það
að hann eigi launson í New York
sem hann verði tafarlaust að finna
svo þráðurinn rofni ekki en Akeem
á aðeins dætur með eiginkonu
sinni. Arsenio Hall snýr einnig aft-
ur og af öðrum leikurum má nefna
Wesley Snipes, Morgan Freeman,
Jermaine Fowler og Gladys Knight.
Öll þekkjum við Sex Pistols,Duran Duran og Guns N’Roses. Þrjú gjörólík bönd
sem öll voru leiðandi á sínu sviði
dægurtónlistar, pönki, nýbylgju-
poppi og hörðu rokki, á áttunda og
níunda áratugi seinustu aldar. Tvö
þau síðastnefndu halda meira að
segja enn velli. Hitt er sjaldgæfara,
að sjá þessi bönd nefnd í sömu andrá
eins og ég leyfi mér að gera hér – og
er sjálfsagt þegar búinn að ganga svo
hressilega fram af einhverjum að
þeir eru steinhættir að lesa. Þeir
missa þá af þeim tíðindum, hafi þeir
ekki vitað það fyrir, að þessi ágætu
bönd eiga sér mjög ákveðinn snerti-
flöt. Það er hljómsveitin Neurotic
Outsiders sem starfaði um skamma
hríð á tíunda áratugnum með menn
úr téðum böndum innanborðs.
Ég verð að viðurkenna að ég man
ekkert eftir þessu bandi, rakst bara á
þessa staðreynd þegar ég var að
gúgla Steve Jones, gítarleikara Pist-
ols, í hálfkæringi á dögunum og fann
mig knúinn til að deila þessu með
ykkur. Það er eitthvað skemmtilega
galið við Neurotic Outsiders. Utan-
garðsmenn á nálum, gæti það útlagst
á hinu ástkæra ylhýra, ekki satt?
Ruglið þeim alls ekki saman við okk-
ar eigin Utangarðsmenn, Bubba,
Pollockana og þá, sem á sinni tíð voru
geislavirkir. Bubbi hefði svo sem tek-
ið sig vel út í Neurotic Outsiders en
því miður hafði enginn rænu á að
bjalla í hann.
Svo við byrjum nú bara á byrjun-
inni þá var Jones alls ekki í bandinu í
upphafi; hryndeildin úr Guns N’ Ro-
ses, Matt Sorum og Duff McKagan,
stofnuðu það ásamt söngvaranum
geðþekka Billy Idol og gítarleikar-
anum Steve Stevens. Ekki lækkar
sýrustigið við það – enda þótt sú liðs-
skipan gangi á margan hátt betur
upp. Þegar bandið var upphaflega
Steve Jones, lengst til
hægri, ásamt félögum sín-
um í Sex Pistols árið 1977.
Utangarðs-
menn á nálum
Hver man ekki eftir ofurbandinu Neurotic Out-
siders sem starfaði um hríð á tíunda áratugnum
og stóð saman af mönnum úr gjörólíkum áttum?
Tja, ekki ég. Þannig að ég lagðist í rannsóknir.
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
John Taylor í banastuði á tónleikum Duran Duran í Egilshöll árið 2005.
Morgunblaðið/Árni Torfason
Matt Sorum og Duff McKagan eru frægastir fyrir veru sína í Guns N’ Roses.
AFP
Margt breyttist
þegar Zara Lars-
son varð átján ára.