Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.03.2021, Blaðsíða 32
Uppskera sjaldséðra fiska var
heldur rýr á Íslandsmiðum á
árinu 1970. Sá sjaldgæfasti af
þeim sex tegundum, sem Haf-
rannsóknastofnunin fékk til
rannsóknar það árið, var slóans-
gelgja og var það þriðji fiskur
þessarar tegundar, sem sögur
fóru af hér við land. Þetta kom
fram í grein eftir Gunnar Jóns-
son fiskifræðing í Ægi, riti Fiski-
félags Íslands, sem Morgun-
blaðið vitnaði til í frétt á þessum
degi árið 1971.
Slóans-gelgjuna fékk V/s Jökull
ÞH 14. nóvember á 146 metra
dýpi syðst á Papagrunni. Fiskur-
inn, sem var 28 sm, kom upp úr
ufsa. „Tvær fyrri slóansgelgjur
hér við land voru báðar minni en
sú, sem V/s Jökull fékk. Þann l6.
febrúar fannst ein 10 sm löng
rekin við Hornafjarðarós og
önnur veiddist 1952 um 80-100
sjómílur vestur af Snæfellsnesi.
Var sú 23 sm löng.“
Hinir sjaldgæfu fiskarnir fimm
sem Gunnar gat um í grein sinni
voru álsnípa, keilubróðir, svart-
hveðnir, gráröndungur og sand-
hverfa. Þá veiddist 80 sm löng
sæsteinsuga við Surtsey á árinu
1970.
GAMLA FRÉTTIN
Slóans-gelgja veiddist á Papagrunni
Heimkynni slóans-gelgjunnar eru
beggja vegna Norður-Atlantshafs-
ins, í Miðjarðarhafi, austanverðu
Suður-Atlantshafi og Indlandshafi.
SUNNUDAGUR 14. MARS 2021
Suðurlandsbraut 24
108 Reykjavík
Sími 554 6969
lur@lur.is • lur.is
Verið velkomin
í heimsókn
Mikið úrval
hvíldarstóla
fyrir alla
Hvíldin
byrjar í LÚR
LÁTTU ÞÉR
LÍÐA VEL
Hver hefði trúað því að fjölmennustu tónleikar í heimi ættu eftir
að verða haldnir á Íslandi? Einmitt það átti sér stað á dögunum,
alltént lét listamaðurinn sem kom fram á téðum tónleikum, Vík-
ingur Heiðar Ólafsson píanóvirtúós, í það skína í samtölum við
fjölmiðla. Ugglaust hafa ófáir litið Víking öfundaraugum enda
bíða tónlistarmenn um heim allan, klassískir og rokkarar, eftir
því með öndina í hálsinum að komast aftur á túr.
Einn þeirra er Paul Stanley, söngvari og gítarleikari gömlu
glyströllanna í Kiss, en hann leit við í spjall á Beinastöðinni (e.
107,7 The Bone) vestur í Bandaríkjunum í vikunni. „Rokk-
tónleikar eins og við höldum þá – í tónleikahöllum eða á íþrótta-
leikvöngum – eru ekki í sjónmáli. Allir sem halda að þeir séu á
leiðinni á stóra tónleika á næstunni lifa í blekkingu,“ sagði
Stanley sem staðfesti þó að Kiss myndi hugsa sér til hreyfings
þegar það verður óhætt og klára lokalokalokatúr sinn.
Paul Stanley á tónleikum í
Staples Center í Los Ang-
eles fyrir réttu ári. Síðan
hefur Kiss verið í vari.
AFP
Enn munu túrar lúra
Víkingur Heiðar Ólafsson leikur fyrir fleiri áheyr-
endur en kapparnir í Kiss um þessar mundir.
Morgunblaðið/Einar Falur
Sjaldan hafa eins margir eins víða beðið
með óþreyju eftir því að komast á túr
ÞRÍFARAR VIKUNNAR
Ronald D. Moore
handritshöfundur og framleiðandi
Árni Þórarinsson
rithöfundur
Hjalti Már Björnsson
læknir