Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.03.2021, Page 15
bæði Eþíópía og Úganda farið betur út úr far-
aldrinum en margar aðrar þjóðir með tilliti til
veikinda og dauðsfalla. Aðgerðir sem gripið
hefur verið til í því augnamiði að stemma stigu
við útbreiðslu veirunnar hafi á hinn bóginn
komið hart niður á mörgum íbúum þessara
ríkja. Til dæmis hafi lítið verið um markaði
undanfarna mánuði með tilheyrandi tekjufalli
fyrir marga. Til að bæta gráu ofan á svart hafa
bæði engisprettufaraldur og þurrkar herjað á
Sómalífylki.
Að sögn Bjarna hefur hægt mjög á verk-
menntuninni í Úganda vegna veirunnar en á
hinn bóginn hefur gengið ágætlega að grafa
fyrir brunnum og vatnsþróm í Eþíópíu. Þá hef-
ur starfsfólk Hjálparstarfs kirkjunnar verið
duglegt að taka þátt í fræðslu og vörnum gegn
kórónuveirunni. „Ég er bjartsýnn á að við för-
um að sjá eðlilegri starfsemi seinna á þessu ári
eða í byrjun þess næsta.“
Bjarni segir stefnt að áframhaldandi starf-
semi í bæði Eþíópíu og Úganda. Verkefnið í
Eþíópíu er til næstu fjögurra ára og núver-
andi verkefni í Úganda á að ljúka í lok árs
2023. „Við vonumst til að halda okkar starfi
áfram lengi eftir það enda höfum við átt í frá-
bæru samstarfi við utanríkis- og þróun-
arsamvinnuráðuneytið, auk þess sem al-
menningur sýnir þessu starfi bæði skilning
og stuðning sem hefur bara aukist meðan
veiran hefur geisað. Fyrir það erum við æv-
inlega þakklát.“
Sýningunni á myndum Þorkels lýkur í
Smáralindinni í dag, sunnudag.Ljósmyndir/Þorkell Þorkelsson
Það er leikur að læra.
Glaðbeitt börn á
skólabekk í Eþíópíu.
Konur dæla vatni úr brunni í Sómalífylki. Tilkoma
brunnsins hefur sparað þeim ófá sporin en áður
gat tekið þrjá til fjóra tíma að ganga eftir vatni.
14.3. 2021 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15
BOÐNIR ERU TIL SÖLU V/S KLAKKUR ÍS-903 OG V/B HALLDÓR
SIGURÐSSON ÍS-14 ÁSAMT AFLAHLUTDEILDUM.
Klakkur ÍS-903 (sknr. 1472) er stálskip, smíðað árið 1977 og skráð í Lloyd‘s klassa. Skipið er vel tækjum búið til tveggja trolla
veiða á rækju og bolfiski. Aflahlutdeildir í úthafsrækju (7,05%) og rækju (10,09%) við Snæfellsnes.
Halldór Sigurðsson ÍS-14 (sknr. 1403) er stálskip, smíðað árið 1974. Skipið er vel tækjum búið til veiða með rækjutrolli, fiskitrolli
og dragnót. Aflahlutdeildir í rækju í Ísafjarðardjúpi (30,58%), rækju við Breiðafjörð (100%) auk minniháttar hlutdeildar í Löngu,
Keilu og Skötusel.
Jóhann M. Ólafsson, löggiltur skipasali, veitir áhugasömum allar frekari upplýsingar í síma 460-4700.
Tilboð skulu berast fyrir kl. 16:00, föstudaginn 19. mars 2021 á netfangið: iv@iv.is.