Fréttablaðið - 27.08.2021, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 27.08.2021, Blaðsíða 1
1 6 8 . T Ö L U B L A Ð 2 1 . Á R G A N G U R f rettab lad id . i s F Ö S T U D A G U R 2 7 . Á G Ú S T 2 0 2 1 Svo miklu meira en bara ást Samdi líklega um sjötíu lög Lífið ➤ 18 Tímamót ➤ 10 Af 3.011 tilkynningum um aukaverkanir vegna bólusetn- ingar hafa átta sótt um bætur frá Sjúkratryggingum Íslands. Bótamálin eru misalvarleg en þau tengjast allt frá yfirliði upp í blóðtappa. mhj@frettabladid.is HEILBRIGÐISMÁL Sjúkratryggingum Íslands hafa borist átta umsóknir um bætur vegna aukaverkana í kjölfar bólusetninga gegn Covid-19. Á sama tíma hefur Lyfjastofn- un  fengið 3.011 tilkynningar um aukaverkanir, þar af 191 alvarlega. Berglind Karlsdóttir, deildarstjóri hjá Sjúkratryggingum Íslands, segir að allur gangur sé á alvarleika málanna átta sem hafa komið inn á þeirra borð. „Við sjáum allt frá yfir- liði upp í blóðtappa,“ segir Berglind. Engar umsóknir hafa borist um bætur vegna tímabundinnar löm- unar en bótaskyldan vegna bólu- setninga við Covid-19 var rýmkuð með lagabreytingu um áramótin. „Bótaskyldan er víðtækari að því leyti að almennt eru bara sjaldgæfar og alvarlegar aukaverkanir tryggðar. Það var tekið út varðandi Covid-19 bólusetninguna. Eina skilyrðið er að tjónið nái lágmarksbótum sem er í kringum 121 þúsund krónur. Það getur verið bæði líkamlegt tjón eða vinnutjón svo dæmi séu tekin,“ segir Berglind. Samkvæmt Rúnu Hauksdóttur Hvannberg, forstjóra Lyfjastofn- unar, er erfitt fyrir stofnunina að meta hvort einhverjar af þeim auka- verkunum sem hafa verið tilkynntar séu líklegar til að vera langvarandi og eða valda örorku. Af þeim alvarlegu aukaverkunum sem hafa verið tilkynntar eru blóð- tappar algengastir. „Það eru þarna andlát og það hafa verið gerðar tvær úttektir á því. Það eru blóðtappar, tímabundin lömun og andlitslömun. Blóðtapp- arnir eru kannski stærsti einstaki þátturinn fyrir utan andlát í þessum flokki,“ segir Rúna. Skilyrði fyrir bótum eru orsaka- tengsl milli bólusetninga og tjóns en það mat hefur ekki átti sér stað á þeim umsóknum sem SÍ hefur feng- ið. „Þetta eru það nýlegar umsóknir. Þetta er sjúklingatrygging sem nær til allra aukaverkana og slysa í heil- brigðisþjónustu þannig að það er frekar langur afgreiðslutími. Það er ekki komið að því að við samþykkj- um bótaskyldu,“ segir Berglind. SJÁ SÍÐU 4 Átta hafa sótt um bætur í kjölfar bólusetningar Það eru þarna andlát og það hafa verið gerðar tvær úttektir á því. Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar. Brennur fyrir nýjum áskorunum Allt - 2 Mikil skelfing ríkti í Kabúl í gær eftir að fjöldi fólks lét lífið í hryðjuverkaárásum við alþjóðaflugvöllinn. Íslamska ríkið lýsti yfir ábyrgð á árásunum. Þúsundir bíða enn á flugvellinum í von um að komast burt. SJÁ SÍÐU 6 FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY benediktboas@frettabladid.is STJÓRNMÁL Björn Jón Bragason sagnfræðingur fékk í gær formlega afsökunarbeiðni frá Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráð- herra vegna framgöngu ráðuneytis- ins gagnvart Birni í bréfamáli hans gegn Haraldi Johannessen ríkislög- reglustjóra. Umboðsmaður Alþingis hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að brotið hefði verið gegn þeim Birni og Sigurði Kolbeinssyni og fór fram á að ráðuneytið rétti sinn hlut sinn gagn- vart þeim. Björn var ánægður með afsök- unarbeiðnina enda bar ráðuneytinu að beita yfirstjórnunarheimildum sínum gagnvart Haraldi og áminna hann. „Ég vil trúa því að það horfi til varnaðar að embættismenn séu til- búnir að játa mistök og biðjast afsök- unar á þeim,“ segir hann. n Ráðherra biðst afsökunar

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.