Fréttablaðið - 27.08.2021, Síða 2
Klassísk byrjun
Íslenskur bóndi tekur upp
fimmtugustu uppskeruna
af blómkáli á næstunni og
veðurskilyrðin gera það að
verkum að það gæti verið
besta uppskeran frá upphafi.
Framleiðendur finna fyrir
auknum áhuga Íslendinga á
blómkáli.
kristinnpall@frettabladid.is
LANDBÚNAÐUR „Ég er 62 ára og kom
í sveit á einu stærsta blómkálsbúi
landsins tólf ára gamall. Þar ólst
ég upp fimm sumur í röð hjá Ein-
ari Hallgrímssyni, einum fremsta
blómkálsbónda landsins, og fór frá
honum í Garðyrkjuskólann. Þann-
ig hefst vegferðin á þessum fimmtíu
árum.
Mér brá í vor þegar ég áttaði mig
á því að þetta væri í fimmtugasta
skiptið sem ég var að hefja ræktun-
ina,“ segir Guðjón Birgisson garð-
yrkjubóndi, sem fagnar fimmtíu ára
afmæli í blómkálsræktun á þessu
ári. Guðjón rekur ásamt eiginkonu
sinni, Sigríði Helgu Karlsdóttur,
gróðrarstöðina Mela á Flúðum
þar sem þau rækta einnig tómata,
gúrkur og ýmiss konar salat.
„Þetta er frekar einhæfur starfs-
ferill, en það er ekki bara blómkál
sem við erum að vinna við. Við
erum með stóra garðyrkjustöð sem
vinnur ýmiss konar grænmeti. Þetta
er enn þá bara svo gaman,“ segir
hann glettinn, aðspurður hvernig
maður endist svona lengi í sama
starfi.
„Við höfum alveg tekið eftir
aukningunni í eftirspurninni eftir
blómkáli á síðustu árum enda er
þetta mjög góð vara sem hægt er að
nota ýmist í lágkolvetnalífsstíl eða
grænkeralífsstíl,“ segir Guðjón, sem
er að taka upp eitt besta blómkál
sem hann man eftir.
„Árið í fyrra var mjög gott blóm-
kálsár, uppskeran aðeins seinni í
ár en hún kemur afskaplega vel út.
Það þarf ýmislegt til, eins og hag-
stæða veðurátt eins og við fengum
í sumar.“
Framkvæmdastjóri Sölufélags
garðy rkjumanna, Gunnlaugur
Karlsson, tekur í sama streng.
„Uppskera þessa árs kemur seinna
inn en með miklum látum. Það var
næturfrost í vor sem olli mönnum
áhyggjum en síðan þróast sumarið
þannig að skilyrðin voru frábær
til blómkálsræktunar. Við höfum
aldrei séð flottara blómkál en er að
koma upp núna og vonandi næst að
anna eftirspurninni sem er mikil.“
Gunnlaugur segir að það hafi
margt breyst þegar kemur að eftir-
spurn eftir blómkáli á síðustu árum.
Sífellt fleiri veitingastaðir eru farnir
að bjóða upp á blómkál í hinum
ýmsu útfærslum sem hugnast græn-
kerum og eru blómkálsvængir þar
sérstaklega vinsælir.
„Þetta er gríðarleg aukning á
síðustu árum. Það þarf ekkert að
fara langt aftur í tímann til að finna
tíma þar sem það var lítið sem ekk-
ert grænmeti við borðið. Grænkerar
eiga hrós skilið fyrir að hafa komið
fram með ýmsar nýjungar, sérstak-
lega þegar kemur að blómkáli.“ n
Fimmtugasta uppskeran
líklega sú besta frá upphafi
Guðjón segist ekkert vera búinn að fá nóg eftir fimmtíu ár við ræktun
blómkáls. MYND/AÐSEND
Við höfum alveg tekið
eftir aukningunni í
eftirspurninni eftir
blómkáli á síðustu
árum enda er þetta
mjög góð vara.
Guðjón Birgisson bóndi.
Renndu við og fáðu lyn afgreidd beint í bílinn
www.lyfsalinn.is
BÍLAAPÓTEK
VIÐ VESTURLANDSVEG
odduraevar@frettabladid.is
COVID-19 Heilbrigðisráðuneytið
hyggst svara grundvallarspurn-
ingum um fyrirkomulag á notkun
hraðprófa vegna Covid-19 á næstu
dögum. Samkvæmt upplýsingum frá
Lyfju er búist við því að slík próf fari
í sölu á næstu dögum og landsmenn
geti því stungið pinnum sjálfir upp
í nef til að úrskurða hvort þeir séu
með veiruna eða ekki.
Hraðprófin eru meginforsenda til-
slakana sem eiga að taka gildi nú á
laugardag en þar er gert ráð fyrir að
notkun prófanna geri 500 manna
viðburði að möguleika á ný. Mis-
munandi er hvort hraðpróf eru fram-
kvæmd af þjálfuðum aðila eða af
einstaklingum. Þórólfur Guðnason
sóttvarnalæknir hefur sagt prófin
gagnleg en að þau geti ekki gefið 100
prósent rétt svar.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðis-
ráðherra sagði í gær að prófin yrðu
ekki tekin í notkun strax. Hún bend-
ir á að það sé í algjörum forgangi
að svara spurningum eins f ljótt
og auðið er um það hvernig lands-
mönnum verður gert að nota prófin.
Líklegt má telja að notkun hrað-
prófa fyrir viðburði muni verða í
höndum einstaklinga. Þar skiptir
sköpum að prófin séu framkvæmd
á réttan hátt en unnið er að fram-
leiðslu sýningarmyndbanda í apó-
tekum landsins. n
Óljóst hvernig hraðprófin verða notuð
Sóttvarnalæknir segir
prófin gagnleg þótt
þau geti ekki gefið
100 prósent rétt svar.
arnartomas@frettabladid.is
VEÐUR Hvassviðri verður á landinu
í dag, einna helst á Snæfellsnesi þar
sem spáð er að vindurinn muni ná
yfir tuttugu metrum á sekúndu í
kringum hádegisbilið.
„Þetta er voðalega staðbundið
og stendur ekki lengi yfir, en fólk á
norðanverðu Snæfellsnesi, þar sem
þetta er hvað mest, er vant öðru
eins,“ segir Páll Ágúst Þórarinsson
veðurfræðingur. „Svo er þetta aðeins
á Faxaflóasvæðinu og kannski best
að fara varlega með aftanívagna
ef verið er að fara úr bænum. Við
höfum ekki gefið út viðvörun en það
er gott að passa að ökutæki taki ekki
á sig of mikinn vind.“
Páll segir hvassviðrið ágætis merki
um að tekið sé að halla á sumarið og
haustið sé að gera vart við sig. „Þó að
við séum ekki að skoða nein met í
samanburði við önnur ár þá er samt
enn þá hlýtt,“ segir hann. „Það hefur
verið það og heldur líklega eitthvað
áfram inn í næstu viku.“ n
Hvassviðri spáð
á landinu í dag
Hvassast verður á vestanverðu
landinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra opnar Kviku Reykjavíkurskákmótið á Hótel Natura formlega. Um er að ræða Evrópumót einstaklinga í skák þar sem
Katrín lék fyrsta leikinn fyrir hönd Gawain Jones með klassískri byrjun, 1. e4. Þrátt fyrir að hafa fengið leiðsögn fullvissaði hún viðstadda um að hún hefði
sjálf opnað á sama máta. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓTTAR
2 Fréttir 27. ágúst 2021 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ