Fréttablaðið - 27.08.2021, Page 6
16.30
Leikskólum í Reykja-
vík verður áfram lokað
klukkan 16.30.
Aðalfundur Hallgrímssafnaðar
Sunnudaginn 5. september 2021 er boðað til aðalsafnaðarfundar
Hallgrímssafnaðar í Hallgrímskirkju að guðsþjónustu lokinni.
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf
Sóknarnefnd Hallgrímskirkju
FRÉTTIR, FÓLK &
MENNING
á Hringbraut
Sprengjur voru sprengdar við
alþjóðaflugvöllinn í Kabúl í
gær. Íslamska ríkið hefur lýst
yfir ábyrgð á árásunum.
thorvaldur@frettabladid.is
AFGANISTAN Að minnsta kosti tvær
sprengjur voru sprengdar fyrir utan
alþjóðaf lugvöllinn í Kabúl í gær.
Íslamska ríkið lýsti yfir ábyrgð á
samfélagsmiðlum en þegar Frétta-
blaðið fór í prentun var óttast að í
það minnsta hundrað hefðu látist
og fjölmargir slasast.
Fyrri sprengingin átti sér stað
nálægt Abbey-hliðinu á f lugvell-
inum, sem breskir hermenn hafa
staðið vörð um undanfarna daga.
Það er eitt þriggja hliða sem hefur
verið lokað vegna yfirvofandi
hryðjuverkaógnar.
Síðari sprengingin átti sér stað
nálægt Baron-hótelinu sem breskt
herlið hefur notað sem varðstöð til
að undirbúa brottflutning breskra
ríkisborgara og Afgana frá flugvell-
inum.
Myndir sem voru teknar á f lug-
vellinum sýna lík á sprengjusvæðinu
og fjölmarga slasaða Afgana. Debo-
rah Haynes, ritstjóri Sky News,
ræddi við fyrrverandi túlk breska
herliðsins í Kabúl sem sagðist hafa
verið að bíða eftir flugi ásamt konu
sinni og börnum þegar sprenging-
arnar áttu sér stað.
„Þetta var eins og dómsdagur,
slasað fólk alls staðar. Ég sá fólk
hlaupandi um blóðugt í framan og
á líkamanum,“ sagði hann.
Samkvæmt afganska blaðamann-
inum Bilal Sarwary voru árásar-
mennirnir í það minnsta tveir við
Abbey hliðið. Annar þeirra á að
hafa sprengt sig í loft upp á meðan
hinn hóf skothríð á mannþröng fyrir
framan flugvöllinn.
Bandaríska varnarmálaráðu-
neytið Pentagon staðfesti í gær að
bandarískir hermenn og ríkisborg-
arar hefðu fallið í árásinni.
„Við getum staðfest að spreng-
ingin nálægt Abbey-hliðinu var
af leiðing f lókinnar árásar sem
olli dauða fjölda bandarískra og
óbreyttra borgara,“ skrifaði John
Kirby, fjölmiðlafulltrúi Pentagon, á
Twitter.
Joe Biden Bandaríkjaforseti var
upplýstur um stöðu mála og talaði
til þjóðarinnar seint í gærkvöld.
Boris Johnson, forsætisráðherra
Bretlands, hélt neyðarfund vegna
tíðindanna og Emmanuel Mac-
ron Frakklandsforseti staðfesti að
Frakkar myndu halda áfram brott-
f lutningi sinna ríkisborgara þrátt
fyrir árásina.
Gífurlegt öngþveiti hefur verið við
flugvöllinn frá því að talibanar her-
tóku Kabúl þann 15. ágúst. Þúsundir
manna hafa haldið til fyrir utan
flugvöllinn og freistað þess að kom-
ast úr landi og sumir jafnvel hangið
utan á bandarískum herflugvélum
við flugtak. n
Óttast að yfir hundrað hafi látist í
árásum við alþjóðaflugvöllinn í Kabúl
Heilbrigðisstarfsmenn og sjúkraliðar flytja særðan mann til aðhlynningar eftir sprengingarnar. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP
Flúði með fjölskylduna frá Kabúl til Íslands
Fazal Omar flúði frá Kabúl á
mánudag ásamt konu sinni og
fjórum börnum. Omar er Afgani
með íslenskan ríkisborgararétt
en hann kom hingað fyrst árið
2001 á flótta undan Talibönum.
„Allir eru hræddir og reyna að
flýja frá Afganistan. Við vitum
ekki hvað gerist,“ segir Omar,
sem er staddur á sóttkvíarhóteli
ásamt fjölskyldu sinni.
Omar segist ekki hafa
búist við því að ástandið í Kabúl
myndi versna svo fljótt. Hann
fékk hjálp frá íslenskum fulltrúa
Atlantshafsbandalagsins við
að komast á flugvöllinn og lýsir
ástandinu þar sem skelfilegu.
„Talibanar, þeir lömdu alla
með prikum, meira að segja
litla fjögurra ára stelpan mín var
lamin, hún grét svo mikið. Þetta
var alveg hræðilegt og mikill
mannfjöldi, þannig að maður
gat ekki hreyft sig. Margir misstu
meðvitund, vegna hitans og
loftsins.“
Omar segir framtíð Afganistan
myrka en hann er þó feginn því
að hafa komist til Íslands með
fjölskyldu sína.
„Ég á dætur og ég er heppinn,
því að minnsta kosti eru börnin
mín á lífi. Þau eru Íslendingar og
hafa rétt á því að vera á venju-
legu svæði í venjulegu lífi, af
þeirri ástæðu er ég glaður.“
Nánar á frettabladid.is
Fazal Omar ásamt eiginkonu sinni
og fjórum börnum. MYND/AÐSEND
30
milljónir búa í
Afganistan.
6
sinnum stærra
landsvæði en
Ísland.
15
milljónir íbúa
þurfa aðstoð.
10
milljónir
íbúa lifa við
hungurmörk.
400-500
þúsundir flóttafólks á hverju ári.
Ástandið í Afganistan
arib@frettabladid.is
AUSTURLAND Búið er að sprengja
öll fjölda- og tekjumet í Vök Baths
á Egilsstöðum í sumar. Aðalheiður
Ósk Guðmundsdóttir, framkvæmda-
stjóri Vök Baths, segir að hún hafi
sjálf verið í því að hlaupa á eftir
glösum gesta í sumar. „Sumarið gekk
rosalega vel frá og með 23. júní,“ segir
Aðalheiður. Segir hún tekjuaukning-
una nema 57 prósentum milli ára.
Fram að því var útlitið ekki mjög
bjart vegna áhrifa Covid-faraldurs-
ins. Flestir sem komu í sumar voru
Íslendingar. „Þegar mest gekk á voru
um 70 prósent Íslendingar og 30 pró-
sent erlendir ferðamenn.“
Það er búið að vera mikið að gera
á Austurlandi í sumar. „Það var ein
að sækja dóttur sína í vinnuna á N1
sem endaði á því að hjálpa til við
uppvaskið í klukkutíma,“ segir Aðal-
heiður og hlær.
Skúli Björn Gunnarsson, for-
stöðumaður Sk r iðuk lau st urs,
segir að erlendir ferðamenn hafi
tekið við þeim íslensku eftir versl-
unarmannahelgina. „Þeir hafa ekki
mikið verið að koma í þessa seinni
hitabylgju,“ segir Skúli.
Á sex vikna tímabili, frá síðari
hluta júní og fram í ágúst, var fjöl-
mennt á svæðinu. „Menn komust
varla fyrir með sín hjólhýsi og
annað. Þetta er lengsta slík törn
sem ég hef upplifað síðustu tuttugu
árin. Það hafa auðvitað komið vikur
þegar Reykvíkingurinn er orðinn
þreyttur á rigningunni en núna
komu þeir og plöntuðu sér niður.“
Lá ra Vilberg sdót t ir, f ra m-
kvæmdastjóri Húss handanna
sem selur hönnun og listhandverk
á Egilsstöðum, segir að minnst
helmingi f leiri hafi komið í sumar
en í fyrra. „Við erum alveg vön góðu
veðri en þetta hefur slegið öll met.
Þessi síðasta bylgja sem hófst fyrir
viku er punkturinn yfir i-ið,“ segir
Lára. „Það er búið að vera skraut-
legt ástand í matvöruverslununum.
Dagleg vara hefur verið uppseld og
mikil áskorun fyrir verslanirnar að
kaupa nóg inn.“
Lára segir að veðrið hafi vegið upp
á móti áhrifum faraldursins. „Ég
held að það séu ekki allir búnir að
ná upp veltunni eins og hún var árin
2018 og 2019, en allavega þá held ég
að þetta hafi verið helmingi betra en
fyrrasumar.“ nw
Veðrið hefur áhrif á afkomuna
Aðalheiður Ósk
Guðmunds-
dóttir, fram-
kvæmdastjóri
Vök Baths
Hildur Björnsdóttir lagðist alfarið
gegn styttingunni. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR
thorgrimur@frettabladid.is
REYKJAVÍK Stytting á opnunartíma
leikskóla, sem hefur verið lokað
klukkan 16.30 vegna Covid-farald-
ursins frá því í fyrra, verður varan-
leg frá og með 1. nóvember næst-
komandi. Var sú ákvörðun tekin af
meirihluta skóla- og frístundaráðs
Reykjavíkurborgar á þriðjudaginn.
Breytingin fer ekki vel í Albínu
Huldu Pálsdóttur, áheyrnarfulltrúa
foreldra leikskólabarna hjá ráðinu.
„Mér finnst þetta ekki jákvæð breyt-
ing,“ segir hún. „Þetta er skerðing á
þjónustu við foreldra, sem ég held
að viti betur hvaða skipulag hentar
þeim til þess að þeir geti átt gæða-
stundir með börnunum sínum.“
„Þessar hugmyndir voru upphaf-
lega kynntar í ársbyrjun 2020 og ég
lagðist þá alfarið gegn þessu,“ segir
Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi
Sjálfstæðisflokksins. „Ákveðið var
að fresta breytingunni og hún lögð
í jafnréttismat. Niðurstöður voru
nákvæmlega það sem maður hafði
óttast, að þetta myndi koma verst
niður á vinnandi mæðrum, fólki
sem er í vaktavinnu eða með lítinn
sveigjanleika í störfum, á fólki af
erlendum uppruna sem er með
lítið bakland, og svo fólki sem býr í
efri byggðum og þarf að vera lengi í
umferðinni á hverjum degi.“
Hildur segist hafa ítrekað mót-
mæli sín við breytingunni. „Ég ótt-
aðist alltaf að þetta væri upphafið
að endinum í þessu máli, og svo
var það ákveðið í vikunni af meiri-
hlutanum í ráðinu að skerða þetta
varanlega.“ n
Þjónustuskerðing
að loka leikskólum
hálftíma fyrr
6 Fréttir 27. ágúst 2021 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ