Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.08.2021, Qupperneq 11

Fréttablaðið - 27.08.2021, Qupperneq 11
KYNN INGARBLAÐ ALLT FÖSTUDAGUR 27. ágúst 2021 „Nýja starfið leggst strax vel í mig og mér finnst frábært að vera komin aftur til starfa á háskólasvæðinu,“ segir Sandra Mjöll Jónsdóttir Buch, framkvæmda- stjóri Raunvísindastofnunar Háskólans. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Með ástríðu fyrir áskorunum  Nýr framkvæmdastjóri Raunvísindastofnunar Háskólans, Sandra Mjöll Jónsdóttir Buch, er vísindamaður, frumkvöðull og fyrrverandi landsliðskona í taekwondo. Hún er heilluð af vísindum og nýsköpun þar sem endalaust er leitað svara við flóknum spurningum. starri@frettabladid.is Þrátt fyrir ungan aldur hefur Sandra Mjöll Jónsdóttir Buch komið víða við og náð mjög góðum árangri á sviði vísinda, rannsókna og reksturs sprotafyrirtækja. Hún tók við stöðu framkvæmdastjóra Raunvísindastofnunar Háskólans í upphafi ágústmánaðar þar sem hún mun takast á við mörg stór verkefni sem hún segist kjósa að líta á sem tækifæri. „Nýja starfið leggst strax vel í mig og mér finnst frábært að vera komin aftur til starfa á háskólasvæðinu. Vísindin hafa alltaf heillað mig og ég þekki það vel hvernig er að vinna við rannsóknir úr fyrri störfum og doktorsnáminu þannig að þetta umhverfi hentar mér vel. Sam- starfsfólk mitt hefur tekið mjög vel á móti mér og það er greinilegt að hér er framúrskarandi fólk í öllum stöðum,“ segir Sandra, sem verður 33 ára síðar á árinu. Lánsöm með starfsferilinn Sandra er með doktorspróf í líf- og læknavísindum frá Háskóla Íslands. Hún var einn af stofn- endum Platome líftækni og var framkvæmdastjóri þess frá stofnun til ársins 2018. Hún hefur einnig starfað sem aðjunkt við Læknadeild Háskóla Íslands og sem vörustjóri og síðar framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs hjá íslenska lyfja- fyrirtækinu Florealis. Auk þess starfaði hún um tíma sjálfstætt sem ráðgjafi í nýsköpun. „Ég hef verið mjög lánsöm allan minn starfsferil og fengist við mörg spennandi verkefni með frábæru fólki. Það var auðvitað gífurlega lærdómsríkt að stofna eigið fyrir- tæki, byggja það upp og reka það. Ég var bara doktorsnemi í hvítum slopp og hafði ekki hugmynd um hvernig maður rekur fyrirtæki þegar við stofnuðum Platome líftækni.“ thordisg@frettabladid.is Enn er sumar og víða heitt og sólríkt. Þá er alltaf tími fyrir svalandi góðan frostpinna og einkar skemmtilegt fyrir krakka að spreyta sig á frostpinnagerð heima. Það var reyndar ellefu ára gamall drengur, hinn bandaríski Frank Epperson, sem fann upp frostpinn- ann árið 1905, alveg óvart, en við hin njótum enn góðs af hans óvæntu uppfinningu. Frank skildi eftir bolla með vatni á veröndinni heima hjá sér yfir nótt og hrærði gosdufti með ávaxtabragði saman við vatnið með litlum trépinna. Blandan fraus um nóttina og þar með varð til fyrsti frostpinninn, sem bragðaðist eins og heimsins besta sælgæti. Frank fór í nær- liggjandi skemmtigarð með góð- gætið og seldi það líka krökkunum í hverfinu við góðar undirtektir, en það var ekki fyrr en átján árum síðar sem hann fékk einkaleyfi fyrir uppfinningu sinni á „frosnum ís á priki“, sem hann kallaði „epsicle“, en það voru börn Franks sem breyttu nafninu síðar í „popsicle“. n Frostpinnasaga Gómsætur frostpinni kætir alla, sama hvað á dynur. FRETTABLADID/GETTY Frostpinnadraumur Heimagerðir frostpinnar eru gómsætir. Nota má alls konar ávexti, líka jógúrt, ís og hvað- eina sem löngunin kallar á. Hér er einföld og góð uppskrift: 1 bolli jarðarber ½ bolli vanilluís eða jógúrt 1 bolli mjólk 1 msk. sykur Hrærið öllu saman þar til blandan er mjúk. Setjið í frostpinnamót og frystið. KOMIN AFTUR!

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.