Fréttablaðið - 27.08.2021, Page 14
Útgefandi: Torg ehf Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Björn Víglundsson Sölumaður auglýsinga: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652,
2 kynningarblað 27. ágúst 2021 FÖSTUDAGURNÝSKÖPUN Á ÍSLANDI
Alls bárust 459 umsóknir í Tækni-
þróunarsjóð í mars síðastliðnum
og af þeim hlutu 73 verkefni styrk.
Í þessari úthlutun voru styrk-
veitingar til nýrra verkefna 907
milljónir króna en eftir er að veita
seinni úthlutun sem verður fyrir
áramót. Að sögn Sigríðar er um að
ræða stærsta einstaka ár í úthlutun
Tækniþróunarsjóðs frá upphafi.
„Fólk sækir um í þann flokk sem
samsvarar því hvar verkefnið er
statt í ferlinu. Í boði fyrir næstu
úthlutun eru styrktarflokkarnir
Fræ, Sproti, Vöxtur og Markaður.
Einnig styrkir sjóðurinn yfir árið
til dæmis hagnýt rannsóknarverk-
efni og einkaleyfiskostnað.
Þann 15. september rennur út
umsóknarfrestur í aðra styrkveit-
ingu sjóðsins og hvetjum við ein-
staklinga og fyrirtæki í nýsköpun
og þróun eindregið til þess að
senda inn umsóknir,“ segir Sig-
ríður og bætir við: „Í ár er nýjung
hjá okkur að halda vinnustofu
fyrir verkefni sem fengu úthlutað
úr Sprota styrktarflokknum í vor.“
Dafna – fyrir Sprota
Af 73 verkefnum sem hlutu styrk
úr Tækniþróunarsjóði í vor voru
20 sprotaverkefni og í kjölfarið var
tveimur aðilum úr hverju sprota-
verkefni boðið að taka þátt í
vinnustofunni Dafna.
„Dafna er vinnustofa og mentor
prógramm sem haldin er í sam-
starfi við Icelandic Startups.“ Dafna
er sérhannað fyrir sprotafyrirtæki
sem eru að hefja starfsemi en þurfa
frekari stuðning til þess að keyra
hugmyndina áfram til uppbygg-
ingar. Sprotaþegar úr Tækniþró-
unarsjóði fá úthlutun upp á allt
að 20 milljónum á tveimur árum.
„Okkur hefur alltaf langað til þess
að gera meira fyrir styrkþega okkar
og leiðbeina þeim frekar eftir að
styrkurinn hefur verið veittur.
Þetta verkefni hefur því verið lengi
í bígerð og er nú loksins orðið að
veruleika. Við höfum enda fundið
þörf á því að fylgja eftir verkefnun-
um sem fá styrk úr Sprotasjóðnum,
svo fólk sé ekki bara skilið eftir
með tékkann í höndunum. Tilvera
Dafna samræmist einnig nýrri og
öflugri klasastefnu sem ferðamála-,
iðnaðar- og nýsköpunarráðherra,
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, setti
fram í vor.
Þarna eru verkefni komin með
vissan grunn enda eru umsækj-
endur vissulega búnir að sannfæra
sjóðinn um að veita sínu verkefni
styrk. Dafna byggir á því að veita
styrkþegum skýrari innsýn í stöðu
verkefnisins og veita viðeigandi
aðstoð og stuðning. Við fáum sér-
fræðinga til okkar í vinnustofuna
sem hjálpa fólki að koma auga á
hvar verkefnið er statt, hvernig
fjármunum sé best varið til þess
að halda áfram vexti, hvernig má
sækja um fleiri styrki og margt
fleira,“ segir Sigríður.
Mikilvægur mentor
Í lok vinnustofunnar fær hvert
teymi sinn eigin persónulega leið-
beinanda sem vinnur með þeim
í vinnustofunni, en hittir teymið
svo aftur eftir þrjá mánuði, og
svo sex mánuði. „Þess er krafist
að styrkþegar skili framvindu-
skýrslu og árangursskýrslu og það
breytist ekki, en núna höfum við
þetta samtal við styrkþega sem
mun sannarlega veita þeim auka
stuðning og okkur innsýn í verk-
efnin. Þau hjá Icelandic Startups
voru afar lunkin við að finna hina
fullkomnu leiðbeinendur fyrir
teymin. Um er að ræða mentora
sem búa yfir sérþekkingu á við-
komandi sviði. Með þessu öðlumst
við meiri samskipti við styrk-
þegana og getum gefið þeim enn
betri möguleika á að efla verkefnin
sín. Leiðbeinandinn fræðir teymin
meðal annars um hvar sé best að
byrja við stofnun fyrirtækis. Hvort
næsta skref sé að ráða inn starfs-
fólk eða kaupa þjónustu hjá öðrum
fyrirtækjum. Hann getur leiðbeint
við umsókn á einkaleyfum eða
hugverkavernd ef þess er þörf og
margt fleira.“
Dafna í Grósku
„Við höfum komið okkur fyrir hér í
Grósku í Vatnsmýrinni sem er hin
fullkomna staðsetning fyrir starf-
semi af þessari gerð. Vinnustofan
hefur nú staðið yfir í eina viku og
lýkur í dag, föstudag. Teymin hitt-
ust daglega og ýmis mál tekin fyrir.
Hingað hafa komið fyrirlesarar
sem hafa öðlast dýrmæta reynslu
úr bransanum og miðla sinni
þekkingu með þátttakendum. Í
fyrirlestrunum var til dæmis farið
út í grunn atriði í vöruþróun og
markaðssetningu svo og fjár-
hagsáætlanir og almennt skipulag í
upphafi fyrirtækjareksturs.“
Þrír sérfræðingar stýrðu vinnu-
stofunum en þeir eru Kristján
Schram, strategískur markaðs-
ráðgjafi, Magnús Þór Torfason,
dósent við viðskiptafræðideild HÍ,
og Magnús Ingi Óskarsson, sjálf-
stæður frumkvöðlaráðgjafi. Mun
fleiri mentorar munu fylgja hinum
ýmsu verkefnum eftir og ráðast
þeir af eðli og stöðu verkefna en
einnig óskum þátttakenda.
„Herlegheitunum lýkur svo
í dag með uppskeruhátíð. Þá
ætlum við að fjalla um mikilvægi
teymismyndunar sem er algjörlega
lykilatriði í allri nýsköpun.“
Opin dagskrá Dafna
Það væri óskandi að hægt væri að
styrkja fleiri verkefni enda margar
mjög frambærilegar umsóknir sem
ná ekki að hljóta styrk enda fjár-
magn takmarkað. En til að mæta
að einhverju leyti öllum þeim sem
sækja um þá höfum við ákveðið að
taka upp fyrirlestra vinnustofunn-
ar og munum gera þá aðgengilega
á vefsíðu Tækniþróunarsjóðs fyrir
áhugasama.“
Mikilvæg innbyrðis tengsl
„Eins og er þá erum við að prufu-
keyra þessa vinnustofu og sjá
hvernig hún gengur og hvaða áhrif
hún hefur á velgengni verkefn-
anna. Ég tók stuttan púls á þátt-
takendum í miðri vinnustofu og
það voru allir ótrúlega jákvæðir
og bjartsýnir og fannst þetta afar
mikilvæg viðbót við styrkjakerfið.
Vonandi er þetta komið til að
vera.
Það hefur svo verið ómetanlegt
fyrir öll þessi teymi að hittast inn-
byrðis. Því þótt verkefnin séu ólík
í grunninn; sum snúa að hugbún-
aði, önnur að vélum, enn önnur að
þjónustu eða annað; þá eru þetta
allt sprotar. Það eru allir að takast
á við það að stofna fyrirtæki og
kljást við svipaðar áskoranir.
Sumir eru komnir lengra en aðrir
en það hefur myndast gott samtal
á milli teymanna sem hjálpar
öllum. Það er afar einmanalegt
að vera einn sproti úti í horni,
en þegar margir sprotar koma
saman, þá myndast skógur.“
Viljum vera sýnileg
„Við í Tækniþróunarsjóði viljum
vera enn sýnilegri í nýsköpun-
arumhverfinu og munum því
vera með fasta viðveru í Grósku
á ákveðnum tímum. Þá munum
við bjóða fólki ráðleggingar og
leiðbeiningar um umsóknir í
kringum Tækniþróunarsjóð eða
skylda sjóði. Hvert nýsköpunar-
verkefni getur boðið upp á marga
möguleika og því er mikilvægt
að eiga gott samtal um hvers
eðlis verkefni eru og hvar sé best
að landa þeim. Ef fyrirtæki er til
dæmis orðið eldra en fimm ára, þá
eiga þau heima í vissum flokkum,
einnig getur velta haft áhrif og
f leira. Það fer nefnilega heilmikil
vinna í umsóknir og þá er gott
að ganga úr skugga um, áður en
hafist er handa, hvaða skilyrði
þarf að uppfylla til að sækja um í
tiltekinn sjóð. Við erum líka með
tengsl erlendis og getum gefið ráð-
leggingar varðandi styrktarum-
sóknir út fyrir landsteinana og
veitum mjög gjarnan ráðgjöf og
upplýsingar um tengiliði,“ segir
Sigríður.
Mikilvægur meðbyr
frá stjórnvöldum
„Við höfum verið afar ánægð með
þann stuðning sem við höfum
fengið frá stjórnvöldum í kjölfar
Covid enda var framlag í Tækni-
þróunarsjóð aukið verulega.“
Fjöldi f lottra verkefna kom á
borð til okkar og var heildareink-
unn umsækjenda í ár nokkuð há.
Þar á meðal voru mörg frábær
verkefni sem við myndum vilja
sjá fara alla leið en náðu því miður
ekki í gegn hjá okkur. Enda veltur
það alltaf á buddunni hverju sinni
hversu mörg verkefni hljóta styrk
en það er algengt að aðilar sæki
aftur um og ekki bara einu sinni.
Ég vildi bara óska að við gætum
veitt f leiri verkefnum styrk og ég
vona að það verði áfram aukning í
fjárveitingum til nýsköpunarmála
líkt og verið hefur.
Það er ljóst að hér er mikil
gróska. Við vanmetum oft hina
séríslensku bjartsýni, kraft,
óþrjótandi orku og vinnugleði
sem einkennir fólkið hér. Þessi trú
á að hlutirnir reddist og bjargist
er einstök. Það má til dæmis sjá
þessa virkni í gegnum Covid,
hversu hratt við brugðumst við
og hve samtaka þjóðin var í öllu.
Þetta sýnir sig sannarlega líka í
nýsköpunarsenunni,“ segir Sig-
ríður að lokum. ■
Næsti umsóknarfrestur í Tækni-
þróunarsjóð verður 15. septem-
ber 2021 og stefnt er að úthlutun
í byrjun desember. Nánari upp-
lýsingar má nálgast á rannis.is og
tths.is.
2021 hefur verið stærsta árið í sögu styrkveitinga úr Tækniþróunarsjóði. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
Sigríður segist
vona að það
verði áfram
aukning í fjár-
veitingum til ný-
sköpunarmála
líkt og verið
hefur, enda sé
gróskan mikil í
senunni.
Þátttakendur hlusta á fróðlegan fyrirlestur.
Dafna er haldið í samstarfi við Icelandic Startups.
Vonandi er Dafna vinnustofa komin til að vera.
Það er ómetanlegt fyrir teymin að hittast innbyrðis.