Fréttablaðið - 27.08.2021, Síða 15

Fréttablaðið - 27.08.2021, Síða 15
Selma Karlsdóttir hefur þróað heilsuapp fyrir hunda. Hún segir Íslendinga vera óhrædda við að ráðast í hlutina og framkvæma, sem sé helsti styrkur okkar í nýsköpunarumhverfinu. Fyrirtækið stefnir á alþjóða- markað. starri@frettabladid.is PetFitHealth er heilsuapp fyrir hunda sem Selma Karlsdóttir á hugmyndina að og hefur verið með í þróun í rúmt ár. Hugmyndin kviknaði eftir að hún eignaðist hund fyrir nokkrum árum, sem eignaðist hvolpa og lenti í yfir- þyngd. „Mér fannst erfitt að halda utan um allt varðandi hundana mína og fannst vanta einn stað fyrir heilsufarsbækur, þjálfun, göngutúra of fleira. Fólk póstar oft myndum af dýrunum sínum á Facebook og þar má finna alls konar hópa en í þessu appi er hundurinn og allt sem honum fylgir á einum stað,“ segir Selma, sem í dag á tvo hunda af Coton de Tulear kyni, mæðgurnar Phoebe og Daisy. Spennandi að kortleggja hunda Hún segir það vera góða tilfinn- ingu að geta séð hversu mikla hreyfingu hundarnir fá í hverri viku og hversu mikinn mat þeir fá. „Svo skiptir miklu máli að geta séð hvort þeir séu í yfirþyngd, sem er því miður að verða algengara en áður. Hundar eru að greinast með sömu lífsstílssjúkdómana og við mannfólkið. Það er mjög spennandi að geta kortlagt hunda og hundaeigendur í heiminum og fylgst með öðrum um leið. Ég fékk dýralækni til liðs við mig, Elísa- betu Fjóludóttur, og svo fyrirtækið Rusticity til að sjá um forritun og hönnun en þetta er búið að vera mjög skemmtilegt ferli.“ Krefst mikillar skipulagningar Selma hefur undanfarna tvo ára- tugi starfað sem framleiðandi og þjónustað fyrirtæki á borð við Discovery channel, Paramount Pictures og Breska Vogue og unnið við fjöldann allan af auglýsingum. „Það er mjög skemmtilegt og krefj- andi starf og krefst mikillar skipu- lagningar. Árið 2012 stofnaði ég lúxus köfunarþjónustuna Magma- dive ásamt breskum félaga mínum og bjó til skemmtilegan pakka með Norðurflugi sem kallast Heli- Dive. Hann hefur notið mikilla vinsælda en þar fórum við með efnaða kafara í Silfru, Strýtuna og fleiri skemmtilega staði.“ Stefna á alþjóðamarkað Í dag er appið tilbúið til prufu- keyrslu og það styttist óðum í að allir hundaeigendur geti sótt það í símann sinn, segir Selma. „Við viljum auðvitað allt það besta fyrir besta vin okkar, ekki satt? Fyrir- tækið stefnir á alþjóðamarkað og sjáum við fyrir okkur að appið geti ekki bara nýst hundaeigendum heldur líka tryggingafélögum, dýralæknum og öllum þeim sem vilja bæta þjónustu sína varðandi hunda og hundahald.“ Hún segir mikinn vöxt vera í hundaeign um allan heim og það að hundaeigendur séu tilbúnir til að eyða peningum í þá hafi leitt af sér fjölda nýrra viðskiptatækifæra. „Gæludýraiðnaðurinn velti um 100 milljörðum dollara fyrir heims- faraldurinn bara í Bandaríkjunum og iðnaðurinn fer vaxandi, þá sér- staklega þegar kemur að hundum.“ Góð ráð gulli betri Hún hefur góða reynslu af nýsköpunarumhverfinu hérlendis. „Ég var svo heppin að fá tækifæri til að vera í Grósku, hugmynda- húsinu í Vatnsmýrinni, í sumar í gegnum Startup SuperNova en þar fengum við tækifæri til að hlusta á frábæra fyrirlestra og tala við leiðbeinendur sem eru hoknir af reynslu. Þetta var frábær skóli.“ Einn kosta nýsköpunarum- hverfisins hér á landi að hennar mati er sá að hægt er að sækja um styrki á mörgum stöðum, auk þess sem auðvitað sé hægt að leita út fyrir landsteinana líka. „Eitt er að fá styrk en það er gríðarlega mikilvægt að hitta fjár- festa og ná sér í góðar tengingar í gegnum þá. Svo er alltaf verðmætt að fá góð ráð frá reynslumeira fólki. Hugvit einstaklinga er mikil- vægasta uppspretta nýsköpunar og nýsköpun er grundvöllur efna- hagslegrar velgengni. Því er mikil- vægt að styðja við sprotafyrirtæki. Hér er vel haldið utan um hlutina en auðvitað má alltaf gera betur. Sjálf hef ég mjög góða tilfinningu fyrir íslenska nýsköpunarum- hverfinu og fylgdist með öðrum sprotafyrirtækjum í tengslum við Startup SuperNova sumar. Við eigum svo ótrúlega mörg spenn- andi fyrirtæki sem um leið eru svo skemmtilega ólík. Íslendingar eru óhræddir við að ráðast í hlutina og framkvæma en það tel ég vera mikinn styrk.“ n Viljum allt það besta fyrir besta vin okkar Selma Karlsdóttir er stofnandi Pet- FitHealth. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Í appinu PetFitHealth er hægt að hafa allar upplýsingar um hundinn og allt sem honum tengist á einum stað. ENVALYS vinnur að verkefn- inu Sjálfbærar borgir fram- tíðarinnar og hefur þróað hugbúnaðarlausnir til að smíða og birta þrívíð gagn- virk umhverfi af stórum landsvæðum. ENVALYS leggur áherslu á að skoða sálfræðileg áhrif umhverfis á fólk. Í gegnum verkefnið Sjálfbærar borgir framtíðarinnar hefur fyrir- tækið ENVALYS þróað hugbúnað- arlausnir til að smíða og birta þrí- víð gagnvirk umhverfi af stórum landsvæðum með skjótum hætti. Einnig bjóða þær upp á að hanna og keyra sálfræðilegar athuganir á samspili fólks og umhverfis og safna gögnum og birta. Páll Jakob Líndal, annar eigenda ENVALYS, segir fyrirtækið leggja áherslu á einfalda, skjóta og öfluga innleiðingu sálfræðilegra athug- ana inn í hönnunar- og skipulags- ferla. „Slíkt skapar aukna þekkingu og betri skilning á samspili fólks og umhverfis, eflir samstarf milli ólíkra hópa, samráð við íbúa og tryggir að sjálfbær þróun eigi sér áfram stað innan samfélagsins. Allir þessir þættir auka skilvirkni í skipulags- og hönnunarferlum, sem aftur sparar tíma og fjár- muni,“ segir hann. Hann segir tilgang og markmið ENVALYS þríþættan: Í fyrsta lagi að auka þekkingu og vægi sálfræði- legra þátta, svo sem upplifunar fólks, þarfa, væntinga, viðhorfa og/eða langana í hönnun, mótun og skipulagi umhverfis. Í öðru lagi að nýta þá öflugu tölvutækni sem í boði er til að þróa aðferðir og lausnir sem auðvelda innleiðingu sálfræðilegra athugana inn í hönnunar- og skipulagsferla og í þriðja lagi að veita ráðgjöf á sviði umhverfissálfræði. „Það er sú grein innan sál- fræðinnar sem fjallar um hvernig umhverfið hefur áhrif á okkur og hvernig við höfum áhrif á umhverfið. ENVALYS sprettur af brennandi löngun til að skilja betur af hverju umhverfi hefur góð og slæm áhrif á okkur,“ segir Páll. Páll segir áhrif umhverfis á upplifun og líðan fólks hafa oft lítið vægi þegar kemur að hönnun umhverfis og skipulagsgerð. En í doktorsnámi sínu skoðaði hann áhrif byggðs umhverfis á líðan fólks og nýtti sér gagnvirka þrí- víddartækni. Þegar hann lauk námi ákvað hann ásamt Hannesi Högna Vilhjálmssyni, sem er hinn eigandi ENVALYS, að setja saman rannsóknarverkefnið Sjálf- bærar borgir framtíðarinnar, sem byggði á sömu hugmyndafræði og aðferðum og doktorsnámið. Styrkirnir skipta sköpum Verkefnið hófst árið 2014 eftir að Rannsóknasjóður Íslands veitti þeim þriggja ára styrk. Síðan þá hefur verkefnið tvívegis fengið styrk frá Tækniþróunarsjóði til frekari þróunar á tæknilausnum og aðferðafræði. „Þessir styrkir hafa gert okkur kleift að byggja upp vísinda- legan og tæknilegan grunn fyrir ENVALYS og skapað okkur tæki- færi til mæta þörfum sérfræðinga, iðnaðarins og annarra í samfélag- inu, um manneskjumiðaða borgar- hönnun með því að nýta vísinda- legar niðurstöður,“ segir Hannes. Hugbúnaðarlausnirnar sem ENVALYS hefur þróað kallast VRPsychLab og VRTerrain. Hannes útskýrir að VRTerrain sé tækni sem fléttar saman innviða-, skipu- lags- og landfræðigögnum til að búa sjálfvirkt til þrívíddarlíkön í háum gæðum, þar sem er hægt að spóka sig um umhverfið og skoða mismunandi útfærslur á skipulagi og hönnun mannvirkja. „Styrkur VRTerrain er áherslan á náttúrulegu umgjörðina. Það mætti segja að gróðurinn vaxi, fjallgarðarnir rísi og sjórinn falli að landi, án þess að maður þurfi nokkuð að gera í höndunum,“ segir hann. „VRPsychLab er hins vegar rannsóknarverkfærið okkar og með því er hægt að búa til, á auga- bragði, vefkönnun sem sameinar allar helstu tegundir spurninga og áhrifamikla þrívíddarfram- setningu, til dæmis á umhverfi sköpuðu með VRTerrain. Hægt er að senda slíka könnun út á netið, með einum músarsmelli, og fylgj- ast með framvindu þátttakenda í rauntíma. Kerfið birtir svo niður- stöður á myndrænu mælaborði og loks hægt að flytja gögn inn í öll helstu gagnagreiningarforritin.“ Aðspurður hvers virði þessar lausnir séu fyrir viðskiptavini segir Páll oft hægara sagt en gert að lesa úr og skilja hefðbundna hönnunar- og skipulagsuppdrætti. „Þrívídd hins vegar skilja allir og þannig skapar hún grunn fyrir markvissari umræðu og upplýstari ákvarðanatöku,“ segir hann. Hann segir markhóp fyrirtækis- ins vera alla sem hafa áhuga á að kanna samspil fólks og umhverfis. Sveitarfélög hafa verið helstu sam- starfsaðilar þess fram að þessu en áhugi einkaaðila hafi vaxið að undanförnu. n Nota þrívídd til að skoða samspil fólks og umhverfis Páll Jakob Líndal og Hannes Högni Vilhjálmsson hafa þróað hugbúnað sem býr til sjálfvirk þrívíddarlíkön. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓTTAR Hugbúnaðurinn býr til umhverfi í þrívídd. kynningarblað 3FÖSTUDAGUR 27. ágúst 2021 NÝSKÖPUN Á ÍSLANDI

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.