Fréttablaðið - 27.08.2021, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 27.08.2021, Blaðsíða 17
Nýtt lyfjaform gegn malaríu fyrir börn, sem ekki þarf að gefa á sjúkrahúsum, bar sigur úr býtum í árlegri samkeppni um Vísinda- og nýsköpunarverðlaun Háskóla Íslands í júní. Að verkefninu standa Sveinbjörn Gizurarson, prófessor í lyfjafræði, Ellen K. G. Mhango, doktorsnemi í lyfjafræði, Bergþóra S. Snorradóttir, lektor í lyfjafræði, og Benjamín Ragnar Sveinbjörnsson, lektor í efnafræði. Verkefnið er unnið í samstarfi við Baxter Kachingwe við Háskólann í Malaví og Peter Ehizibue Olumese frá Alþjóðaheilbrigðismála- stofnuninni (WHO). Vildu lyf sem hentar aðstæðum „Ég hef þróað lyf við alls kyns bráðatilfellum í fjöldamörg ár, meðal annars neyðarlyf sem er á markaði í Bandaríkjunum til að stöðva flog. Ég hafði verið að skoða hvar væri raunveruleg þörf og gerði ég mér þá grein fyrir því að börn yngri en 5 ára fá ekki viðeigandi meðferð við malaríu, vegna þess að það eru engin lyf í boði fyrir þau. Síðan fór ég til Afríku og sá hve þörfin var mikil,“ segir Sveinbjörn. „Þegar maður skoðar leiðbeining- arnar frá Alþjóðaheilbrigðismála- stofnuninni þá segja leiðbeining- arnar að það skuli brjóta töflur niður, jafnvel niður í 1/8, og gefa börnum. En vandamálið er að ef þau eru með alvarlega malaríu eru þau ekki með mikla meðvitund og ef þau hafa meðvitund halda þau engu niðri. Þegar ég ræddi við WHO, þá spurði ég hreint út hvort þeir væru ekki að grínast. Ég skildi ekki af hverju enginn væri að gera lyf fyrir þessi börn, en að meðaltali deyja tvö börn á fimm mínútna fresti vegna malaríu í Afríku sunnan Sahara,“ segir Svein- björn. „Skýringin er sú að lyf fyrir þennan aldurshóp skilar engum ágóða. Fjölskyldurnar þarna eru kannski með 30 dollara á mánuði í meðallaun, ef þær hafa yfirleitt laun. Sambærileg lyf fyrir full- orðna kosta í kringum 150 dollara í Bandaríkjunum. Þetta er kannski ekki alveg sambærilegt, en segir okkur hvað þörfin er gríðarleg. Þetta varð hvatinn að því að við fórum að skoða hvort það væri hægt að finna eða búa til lyfjaform sem hentar þessum litlu börnum og framleiða það til dæmis í Malaví svo það sé hægt að selja þetta á verði sem fólk þarna ræður við, en þá þarf hver meðferð að kosta innan við dollara,“ segir Svein- björn. „Við vildum líka að það væri einfalt í notkun, því í mörgum af þessum löndum er menntun af skornum skammti. Í Malaví er til dæmis 70% ólæsi.“ Erfitt verkefni sem tókst „Við hófum því að þróa lyfjaform ætlað börnum gegn malaríu, sem myndi henta á svæðunum þar sem hún er mikið vandamál. Því fyrr sem hægt er að grípa inn í, því meiri líkur eru á að geta komið í veg fyrir að malaríusníkillinn valdi heilahimnubólgu. Ég hélt að þetta yrði auðvelt, en svo var ekki,“ segir Sveinbjörn. „Malarían er sníkill, sem hefur verið að mynda ónæmi gegn ýmsum lyfjum, ekk- ert ósvipuð því sem fjölónæmar bakteríur hafa gert. Meðferðin byggist því ekki á einu lyfi, heldur þarf blöndu tveggja til að drepa sníkilinn. Vandamálið var að geta haft bæði lyf í sama lyfjaformi. Maður vill að þetta komist hratt út í blóðið og virki vel svo sníkillinn sé drepinn eins fljótt og hægt er,“ útskýrir Sveinbjörn. „Það sem gerði þetta erfitt er að geta ekki gefið lyfið inn um munn- inn, þar sem börnin er í f lestum tilfellum með lélega meðvitund eða kastandi upp. Einfaldasta lyfjaformið fyrir foreldra og heil- brigðisstarfsfólk er að gefa lyfið í endaþarm. Ekki er hægt að nota stíla því hitinn í þessum löndum bræðir þá, þannig að við þurfum að nota eitthvað eins og enda- þarmslausn. Markmiðið var að það þurfi bara að sprauta sáralitlum vökva, 1-2 millilítrum, í hvert veikt barn. Þrátt fyrir alls konar ljón í veginum tókst þetta og það var ástæðan fyrir því að við fengum þessa viðurkenningu frá HÍ.“ Stutt og aðgengileg meðferð „Lyfin sem við notum eru valin af Alþjóðaheilbrigðismála- stofnuninni. Við fylgjum alfarið þeirra leiðbeiningum um hvaða lyf þeir telja að virki best í þessum heimshluta og erum í góðum sam- skiptum við stofnunina. Okkur tókst líka að nota hjálparefni sem eru unnin úr kókoshnetum og hugmyndin er að það væri von- andi hægt að búa þau til í Malaví þegar fram líða stundir, sem rímar mjög vel við heimsmarkmið SÞ,“ segir Sveinbjörn. „Markmiðið er að framleiða þetta að öllu leyti í Afríku til að gera þetta nógu ódýrt fyrir afrískan markað. Þess vegna völdum við að nota frekar ódýr hjálparefni sem verður vonandi hægt að framleiða á staðnum. Lyfin virka þannig að þau grípa inn í lífshringrás sníkilsins frá tveimur vinklum og ná að drepa bæði sníkilinn og hvíldarform hans. Um er að ræða þriggja daga meðferð. Hingað til hefur bara boðist að fá stungulyf sem inni- heldur eingöngu annað þessara lyfja og það bara á sjúkrahúsum,“ segir Sveinbjörn. „Svo er ekki hægt að meðhöndla sníkilinn á hvíldar- formi fyrr en eftir að barnið hefur náð meðvitund og getur farið að taka lyf inn um munninn. En þá þurfa foreldrar líka að geta komið barninu á sjúkrahús en þau eru ekki í hverjum bæ.“ Klínískar prófanir fram undan „Við teljum okkur nú vera komin með lyfjaformið sem við ætlum að vinna með og erum að endur- reikna skammtastærðir fyrir börnin, því í þessum heimshluta eru mörg börn vannærð eða með orma eða annað sem breytir líkamsstarfsemi þeirra. Við þurfum að ganga úr skugga um að skammtarnir séu örugglega pass- legir fyrir þau,“ segir Sveinbjörn. „Stefnan er svo að hefja klínískar prófanir í Malaví í byrjun næsta árs. Vonandi tekst okkur að hjálpa Malavíbúum og öðrum í þessum heimshluta að kljást við þennan sjúkdóm sjálf, án aðstoðar frá öðrum löndum. Þess vegna fékk ég hingað Malavíbúa sem er í doktorsnámi og við erum í miklu samstarfi við Háskólann í Malaví,“ segir Sveinbjörn. „Ég hef trú á því að besta leiðin til að ná árangri sé að gefa þeim þá þekkingu sem þau þurfa til að geta gert þetta sjálf. Ég vil líka að klínískar prófanir fari fram í Malaví svo reynslan verði eftir og hún geti nýst í önnur verkefni.“ Verðlaunin mikilvæg viðurkenning Sveinbjörn segir að sigurinn í sam- keppninni um Vísinda- og nýsköp- unarverðlaun Háskóla Íslands hafi verið mikil viðurkenning á að verkefnið skipti virkilega máli. „Sérstaklega þar sem við erum að gera eitthvað fyrir fátækari ríki. Ég er mjög þakklátur fyrir að hafa fengið viðurkenningu og vonandi hvetur þetta f leiri til að aðstoða þennan heimshluta. Ekki veitir af,“ segir hann. „Verðlaunaféð mun líka koma í góðar þarfir til að fjár- magna ferðalögin til Malaví, en ég fer út í október til að undirbúa klínískar rannsóknir og svo von- andi aftur eftir áramót.“ n Bjuggu til lyfjaform gegn malaríu fyrir börn Sveinbjörn Gizurarson, prófessor í lyfja­ fræði, og Ellen K. G. Mhango, doktorsnemi í lyfjafræði. FRÉTTABLAÐIÐ/ HEIÐA HÍ styður við nýsköpun Háskóli Íslands er einn af lykil­ þátttakendum í nýsköpunar­ umhverfinu hér á landi og er óhætt að segja að starfs­ menn og nemendur skólans á öllum fræðasviðum skólans séu virkir í nýsköpun. Háskóli Íslands hefur frá árinu 1988 verðlaunað framúrskarandi nýsköpunarverkefni sem unnin eru innan skólans en með þessu leggur hann sitt af mörkum til fjölbreyttara at­ vinnulífs á Íslandi og til lausnar margháttuðum áskorunum á alþjóðavettvangi. Hópur vísindamanna frá Háskóla Íslands og Háskól- anum í Malaví hafa þróað nýja leið til að gefa börnum malaríulyf. Stefnt er að því að þetta nýja lyfjaform verði ódýrara, aðgengilegra og einfaldara í notkun en sú meðferð sem nú er í boði. Ég skildi ekki af hverju enginn væri að gera lyf fyrir þessi börn, en að meðaltali deyja tvö börn á fimm mínútna fresti vegna malaríu í Afríku sunnan Sahara. Sveinbjörn Gizurarson kynningarblað 5FÖSTUDAGUR 27. ágúst 2021 NÝSKÖPUN Á ÍSLANDI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.