Fréttablaðið - 27.08.2021, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 27.08.2021, Blaðsíða 20
Responsible Foods er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki, stofn- að árið 2019 af doktor Holly T. Kristinsson matvæla- og næringarfræðingi. Fyrir- tækið þróar og framleiðir einstakt heilsunasl, Næra™, úr íslenskum hráefnum með nýrri framleiðslutækni, sér í lagi mjólkurvörum og sjávar- fangi. Holly er með langa reynslu úr mat- væla- og innihaldsefnaiðnaðinum í Bandaríkjunum og rekur fyrirtæk- ið með eiginmanni sínum, doktor Herði G. Kristinssyni, sem var áður rannsókna- og nýsköpunarstjóri Matís. Þau eru bæði með doktors- gráður í matvælafræði og áratuga reynslu á rannsóknum og þróun matvæla og innihaldsefna. „Ég ólst upp í Alaska við mjög holla fæðu, sambærilega þeirri sem Íslendingar þekkja,“ segir Holly, sem kolféll fyrir íslenskum hráefnum og matvælum þegar hún flutti til Íslands. „Ég sá strax mikil tækifæri í að koma þeim á framfæri á erlendum mörkuðum en á alveg nýju formi sem uppfyllir þarfir neytenda nútímans,“ útskýrir Holly um tilurð fyrirtækisins Responsible Foods. „Hugmyndin var að sameina einstaka vinnslutækni, íslenskt hugvit og íslensk hráefni til að þróa og framleiða hollar og lítið unnar hágæða naslvörur fyrir bæði erlendan og innlendan markað. Fyrirtækið er með einkarétt á einstakri vinnslutækni sem gerir mögulegt að þurrka mismunandi hráefni mjög hratt við lágt hitastig, þannig að bragðgæði og næringar- innihald þeirra haldist. Tæknin hefur einnig þann eiginleika að naslvörurnar fá skemmtilega stökka áferð sem neytendur eru mjög hrifnir af,“ greinir Holly frá. Poppað nasl úr skyri Responsible Foods setti sínar fyrstu vörur á markað í fyrravetur og þeim var strax tekið fagnandi af neytendum. Vörurnar fást í f lestum stórverslunum landsins og einnig smærri verslunum. „Við hófum útflutning á þessu ári og höfum meðal annars flutt út vörur til Asíu og Bandaríkjanna og stefnum á Evrópumarkað í haust,“ upplýsir Hörður. Í vinnslu fyrirtækisins að Grandagarði í Reykjavík er fram- leitt stökkt og próteinríkt nasl úr mismunandi tegundum íslenskra osta auk þess sem fyrirtækið fram- leiðir algjöra nýjung á heimsvísu, en það er poppað nasl unnið úr fersku, íslensku skyri. „Skyrneysla hefur vaxið hratt ytra á síðustu árum en hingað til hefur ekki fengist nasl framleitt úr skyri. Varan, sem er með langt geymsluþol, á eftir að höfða til breiðs hóp neytenda, en markaður hollra naslvara vex hratt þessa dagana,“ segir Hörður, en þess má geta að fyrirtækið hefur fengið styrki frá Matvælasjóði og Tækni- þróunarsjóði til að þróa skyrnaslið áfram fyrir erlenda markaði. Framúrskarandi viðtökur Nýlega náði Responsible Foods þeim stóra áfanga, aðeins sex mánuðum eftir að vörurnar komu á markað, að verða sigurvegari í World Dairy Innovation Awards fyrir bestu próteinvöruna úr mjólk. Sigurvegarinn var Næra™ prótein-ostanaslið sem unnið er úr íslenskum próteinríkum osti. Einnig lenti fyrirtækið í öðru sæti fyrir besta naslið úr mjólk fyrir Næra™ skyrnaslið sitt og lenti í úrslitum sem besta nýja vöru- merkið eða fyrirtækið. Fyrirtækið keppti við mörg stór og öflug alþjóðleg fyrirtæki og er þetta því mikil viðurkenning fyrir lítið nýsköpunarfyrirtæki og íslenskan matvælaiðnað. Þessa dagana er Responsible Foods að setja upp sína seinni vinnslu í samstarfi við Loðnu- vinnsluna á Fáskrúðsfirði. Þar verða þróaðar og framleiddar naslvörur úr mismunandi íslensku sjávarfangi. „Naslið verður alveg ný tegund af bragðgóðu, stökku fiskinasli sem verður laust við sterku fisk- lyktina sem einkennir hefðbund- inn harðfisk. Responsible Foods hefur unnið mikla þróunarvinnu tengt naslinu, sem meðal annars hefur verið stutt af Tækniþróunar- sjóði,“ upplýsir Hörður. Naslið hefur fengið framúrskar- andi viðtökur í neytendaprófum, bæði hérlendis og erlendis. Varan á mikla möguleika á erlendum mörkuðum þar sem ekkert sam- bærilegt nasl er til staðar úr sjávar- fangi. „Hin mikla fiskilykt og bragð sem einkennir harðfisk höfðar ekki til allra, en þessi nýja vara hefur meðal annars fengið hæstu einkunn hjá neytendum sem jafnvel borða ekki venjulega fisk, hvað þá harðfisk. Næstu misseri stefnum við á mikla aukningu útflutnings á okkar vörum, með áherslu á markaði þar sem eftir- spurn eftir hollum naslvörum er mikil,“ segir Holly. ■ Sjá nánar á naerasnacks.is Einstakt heilsunasl úr íslensku skyri og sjávarfangi Responsible Foods vann nýlega fyrstu og önnur verðlaun World Dairy Inn- ovation Awards fyrir Næra™ pró- tein ostanaslið og skyrnaslið, aðeins sex mán- uðum eftir að vörurnar komu á markað. MYND/ ÁRNI HRÓLFSSON Næra™ skyr- nasl er hollt og gott heilsunasl sem þegar hefur verið tekið fagnandi á Íslandi og í Bandaríkjunum. MYND/ CAT GUNDRY-BECK Naslið verður ný tegund af stökku og bragðgóðu fiskinasli sem er laust við sterku fisk- lyktina sem einkennir hefðbundinn harðfisk. Dr. Holly T. Kristinsson 8 kynningarblað 27. ágúst 2021 FÖSTUDAGURNÝSKÖPUN Á ÍSLANDI Advania býður fyrirtækjum upp á mannauðslausnina Samtal sem hefur ein- faldleika og tímasparnað umfram aðrar lausnir. Mannauðslausninni Samtal er ætlað að uppfylla þörf starfsfólks og stjórnenda fyrir regluleg samtöl sín á milli út frá hugmyndafræði um mannauðsstjórnun eftir þörfum, að sögn þeirra Guðríðar Hjördísar Baldursdóttur, vörustjóra mann- auðslausna Advania, og Sigrúnar Óskar Jakobsdóttur, mannauðs- stjóra Advania. „Samtal er lausn fyrir alls konar samtöl á milli starfs- fólks og stjórnenda, hvort sem það er starfsmannasamtal, samtal um laun, starfsþróun eða stutt snerpu- samtal,“ segir Guðríður og bætir við: „Þörfin fyrir mannauðslausn eins og Samtal kom fram í vinnu- stofum með stjórnendum og mann- auðsfólki sem talaði um að stjórn- endur vildu vera sjálfstæðir í sinni mannauðsstjórnun og á sama tíma óskaði mannauðsfólk eftir að geta sett fram fagleg sniðmát og haft þau aðgengileg fyrir stjórnendur.“ Með sjálfstæði er átt við að stjórnendur geti framkvæmt sam- tal hvenær sem þeir vilja eða þörf er á en að sama skapi séu samtölin byggð á faglegum grunni „Samtal er þróað í samvinnu við fyrir- tæki til að fá fram þarfir notenda. Lausnin er í stöðugri þróun með samtölum við notendur um það hvernig má gera hana einfalda en árangursríka.“ Hentar allri starfsemi Þær segja að við þróun Samtals hafi verið haft að leiðarljósi að lausnin myndi henta fyrir hvaða starfsemi sem er, enda kallar fámennur starfsmannahópur líka á faglegt samtal milli starfsfólks og stjórnenda. „Fyrir fjölmennari starfsemi er ekki síður þörf fyrir að fylgja eftir framkvæmd samtala með góðri yfirsýn. Breytt vinnu- fyrirkomulag eins og fjarvinna hefur aukið þörfina fyrir tíðari samtöl um líðan, hæfni og frammi- stöðu.“ Einstaklega einfalt viðmót Lausnin er aðgengileg á vef fyrir starfsfólk, stjórnendur og mann- auðsfólk. „Viðmótið er einstaklega einfalt. Starfsfólk og stjórnendur eru fljót að tileinka sér að nýta lausnina í að undirbúa sig fyrir samtöl,“ segir Guðríður. Þörfin fyrir stafrænar mannauðs- lausnir jókst til muna þegar ný persónuverndarlöggjöf tók gildi því samtöl eru trúnaðarmál á milli starfsfólks og stjórnenda, bætir Sigrún við. „Því er æskilegt að halda utan um þau gögn á stafrænan og öruggan hátt. Einfaldari fram- kvæmd með samtölum í vefvið- móti skapar meira rými fyrir sjálft samtalið og minni tíma í umsýslu og skjölun. Það léttir á öllum sem tengjast vinnunni í kringum samtöl að framkvæmdin sé einföld, því þá er engin fyrirstaða að taka samtöl eins ört og hentar.“ Hægt að taka lausnina í notkun án undirbúnings Lausninni fylgja sniðmát fyrir samtöl þannig að það er hægt að byrja að nota hana strax, segja þær. „Það er mjög einfalt að gera eins mörg sniðmát fyrir samtöl eins og hentar starfseminni, hvort sem þau eru byggð á þeim sniðmátum sem fylgja eða eru búin til frá grunni,“ segir Sigrún. Með tímanum er hægt að bæta við sniðmátum fyrir stjórnendur eins og þörf er á, bætir Guðríður við. „Þannig er hægt að veita þeim aðgang að fleiri sniðmátum fyrir samtöl á borð við fastráðningar- samtal, viðverusamtal eða starfs- lokasamtal. Til að tryggja að hver stjórnandi hafi aðgang að sam- tölum fyrir sitt starfsfólk þá er hægt að samþætta lausnina við mannauðslausnir eins og H3 eða lesa inn skrá með starfsfólki.“ Rafræn samtöl aukast Samtal styður við árangur og ánægju starfsfólks því það auð- veldar umgjörð samtala með snið- mátum sem mannauðsfólk hefur gert aðgengileg þegar stjórnandinn vill taka samtal með sínu fólki. Þannig býr Samtal til tækifæri fyrir örari samtöl og skapar aukið virði fyrir stjórnendur með því að framleiðni eykst og starfsfólk upp- sker meiri áherslu á starfsþróun. „Mannauðsfólk hefur yfirsýn yfir fjölda og stöðu samtala eftir hópum og stjórnendum og getur þannig bætt framkvæmd þeirra. Að sama skapi getur mannauðsfólk nýtt lausnina til að gefa aðgang að faglegum sniðmátum fyrir sam- töl,“ segir Sigrún. Þar sem fjarvinna er að aukast bendir Guðríður á að meiri þörf sé fyrir að geta átt stafræn samtöl milli stjórnenda og starfs- fólks. Hægt er að velja samtal og undirbúa það í vefviðmóti, taka samtalið á fjarfundi og skrá niður- stöður stafrænt. Einfalt í notkun Samtal er ný mannauðslausn og nú þegar hafa nokkur fyrirtæki tekið hana í notkun. Á síðustu mánuðum hafa 70 stjórnendur hjá Advania notað lausnina í snerpu- samtölum. Sigrún segir starfsfólk Advania hafa reynslu af mörgum ólíkum lausnum fyrir samtöl. „Það helsta sem Samtal hefur umfram aðrar lausnir er einfaldleikinn og tímasparnaðurinn. Viðmótið leiðir notandann áfram þannig að ekki er þörf á leiðbeiningum eða kennslu fyrir mannauðsfólk og mun minni tími fer í uppsetningu á sniðmátum. Að sama skapi er það einfalt í notkun fyrir stjórnendur sem hafa verið alveg sjálfstæðir í undirbúningi og framkvæmd samtala. Það styður við þá stefnu Advania að efla stjórnendur félags- ins og gera réttu tækin og tólin aðgengileg svo þeir geti verið sjálf- stæðir í sínu starfi.“ Nánari upplýsingar á advania.is. Samtal sem uppfyllir þarfir starfsfólks og stjórnenda Sigrún Ósk Jakobsdóttir (t.v.), mannauðsstjóri Advania, og Guðríður Hjördís Baldursdóttir, vörustjóri mannauðslausnum Advania. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓTTAR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.