Fréttablaðið - 23.07.2021, Side 4
Atvinnurekandi geti
óskað eftir þessu og
fólk verði bara að sæta
því enda sé þetta ekki
langt út fyrir það sem
skynsemi mælir með.
Lára V. Júlíusdóttir, hæstarétt-
arlögmaður og sérfræðingur í
vinnurétti.
mánudaga-föstudaga 7.30 -17.30
laugardaga 8.00 -16.00
sunnudaga 9.00 -16.00
Austurströnd 14 • Hringbraut 35
....................................................
Sími: 561 1433
www.bjornsbakari.is
MUNDU EFTIR GÖMLU GÓÐU
AFMÆLISKRINGLUNNI
- fyrir 25-30 manns
PREN
TU
N
.IS
Þessa vöru þarf að sérpanta. S. 561 1433
Netfang: bjornsbakari@bjornsbakari.is
Sérfræðingur í vinnurétti
telur að atvinnurekandi hafi
heimild til að skipa starfs-
fólki að fara í skimun áður en
það mætir aftur til vinnu eftir
dvöl erlendis. Þetta telst ekki
út fyrir það sem skynsemi
mælir með á þessum tímum.
thorvardur@frettabladid.is
COVID-19 Borið hefur á því að fyrir-
tæki hérlendis beini þeim tilmæl-
um til starfsfólks sem kemur frá
útlöndum að mæta ekki til vinnu
nema að undangengnu Covid-
prófi. Sérfræðingur í vinnurétti
telur atvinnurekendum heimilt að
krefjast þess af starfsfólki að það
fari í skimun en annað gildi um
bólusetningar.
Sesselía Birgisdóttir, forstöðu-
maður nýsköpunar og markaðs-
mála hjá Högum, segir öryggisdeild
fyrirtækisins beina þeim tilmælum
til starfsmanna fyrirtækja félagsins
að fara í skimun eftir dvöl erlendis
áður en þeir koma til vinnu af
öryggisástæðum. Beri starfsmað-
ur kostnað af skimuninni greiða
Hagar hann.
„Atvinnurekandi hefur stjórn-
unar vald y f ir st ar fsmönnum
sínum, skipunarvald og þeim ber
að hlýða,“ segir Lára V. Júlíusdóttir,
hæstaréttarlögmaður og sérfræð-
ingur í vinnurétti. „Það þarf að hafa
í huga að þetta eru fordæmalausir
tímar.“ Það kunni að vera ágætlega
ígrunduð rök fyrir því að óska eftir
því að starfsmenn fari í skimun.
„Í ljósi þess að atvinnurekandi
getur óskað eftir því við starfs-
mann að hann verði heima til að
byrja með eða heima eftir sumar-
frí eða honum er sagt upp og hann
þarf ekki að vinna uppsagnarfrest
eða eitthvað því um líkt, hann
ræður hvaða störfum starfsmaður
sinnir og eins því hvort starfs-
maður sinni einhverjum störfum
yfirleitt. Ef atvinnurekandi segir
að þú þurfir fyrst að fara í skimun,
ef þetta tekur einhvern tíma eða
einhver óþægindi hljótast af eða
kostnaður eða eitthvað slíkt, þá
þarf atvinnurekandi að standa
straum af þeim kostnaði og greiða
viðkomandi laun á þeim tíma sem
þetta tekur,“ segir Lára.
Að hennar mati væri það erfitt
fyrir starfsmann að halda því fram
að með því að skikka sig í skimun
sé atvinnurekandi að fara út fyrir
valdsvið sitt. „Ég myndi halda að
starfsmaður sem telur að atvinnu-
rekandi fari þarna út fyrir vald-
svið sitt að einhverju leyti, hann sé
bara ekkert í mjög góðum málum.
Atvinnurekandi geti óskað eftir
þessu og fólk verði bara að sæta því
enda sé þetta ekki langt út fyrir það
sem skynsemi mælir með,“ segir
hún.
Annað gildir að hennar sögn
um að krefja starfsmann um bólu-
setningu. „Ég tel að bólusetning sé
svo sterkt inngrip að atvinnurek-
andi geti ekki skyldað starfsmann
til slíks gegn vilja starfsmannsins.
Vinnuréttarskyldur geti ekki náð
svo langt. Atvinnurekandi þarf
hins vegar ekki að hafa óbólusettan
mann í vinnu og getur sagt honum
upp starfi,“ segir Lára. n
Telur heimilt að skikka fólk í skimun
Sérfræðingur í vinnurétti telur atvinnurekendum heimilt að skylda starfsfólk sitt til að fara í Covid-skimun áður en
það mætir til vinnu. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
adalheidur@frettabladid.is
ELDGOS Mennta- og menningar-
málaráðherra hefur staðfest
ákvörðun bæjarstjórnar Grindavík-
urbæjar um nýtt örnefni á hraunið
sem orðið er til í Geldingadölum.
Hefur örnefnið Fagradalshraun,
sem lagt var til við ráðherra á grund-
velli laga um örnefni, verið staðfest
af ráðherra.
Um 350 tillögur að nafni á
hraunið bárust í örnefnasam-
keppni sem sveitarfélagið stóð
fyrir í byrjun apríl. Í kjölfarið var
ákveðið að senda tvær nafnatillögur
til örnefnanefndar til umsagnar,
Fagradalshraun og Fagrahraun.
Í kjölfar umsagnar nefndarinnar
lagði bæjarráð til að Fagradalshraun
yrði fyrir valinu.
Þegar samkeppninni var hleypt
af stokkunum óskaði bæjarráð
eftir hugmyndum að nafni bæði á
hraunið og gígana en gígarnir hafa
enn ekkert nafn fengið þrátt fyrir að
fjölmargar hugmyndir hafi borist.
„Við bárum þetta undir örnefna-
nefnd og þeir lögðust gegn því að
gígarnir fengju nafn að svo stöddu,“
segir Fannar Jónsson, bæjarstjóri í
Grindavík, og bætir við: „Þar sem
enn er ekki vitað hvernig þetta
endar og gosinu enn ólokið taldi
nefndin að best færi á því að hinkra
með nafngjöf á gígana.“ n
Hraunið fær nafn en gígarnir bíða
Fagradalshraun hefur runnið í rúma fjóra mánuði. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
adalheidur@frettabladid.is
DÓMSMÁL Máli lögmannsins Stef-
áns Karls Kristjánssonar var vísað
frá Mannréttindadómstól Evrópu
í vikunni, með vísan til niður-
stöðu yfirdeildar réttarins í máli
lögmannanna Gests Jónssonar og
Ragnars Hall. Stefáni Karli var gerð
réttarfarssekt árið 2017 fyrir að hafa
ekki mætt til þinghalda í máli skjól-
stæðings síns.
Í desember í fyrra vísaði yfir-
deild MDE frá máli þeirra Gests og
Ragnars sem einnig höfðu fengið
réttarfarssekt er þeir sögð u sig frá
Al-Than i mál in u í mótmælaskyni.
Að mati yfirdeildarinnar var ekki
um refs ingu að ræða held ur ag a við-
ur lög. Af því leiði að mati dómsins
að ákvæði um réttláta máls með ferð
eða bann við refs ing u án laga eigi
ekki við. n
MDE vísar máli
Stefáns Karls frá
Stefán Karl
Kristjánsson,
lögmaður.
gar@frettabladid.is
LANDAFRÆÐI „Það vantaði alger-
lega kort yfir svæðið, sérstaklega
með örnefnum,“ segir Tómas Guð-
bjartsson, hvatamaður að og höf-
undur texta á korti sem Ferðafélag
Íslands gefur út í dag og sýnir marg-
víslegar gönguleiðir við og að gos-
stöðvunum í Geldingadölum.
„Það sem sló mig er hvernig allir
eru að ganga út um allt. Bæði örygg-
isins vegna og líka gróðursins vegna
vildum við fá fólk til að nota hefð-
bundnu gönguleiðirnar og líka þá
slóða sem eru þarna; gamla jeppa-
vegi og kindagötur,“ útskýrir Tómas.
Kortið fæst í útvistarverslunum.
Því fylgir kóði með aðgangi að
kortinu sem verður uppfært á vef
Ferðafélags Íslands eftir því sem
málin þróast á gosstöðvunum.
„Allur ágóði rennur til björgunar-
sveitanna,“ segir Tómas.
Guðni Th. Jóhannesson, forseti
Íslands, keypti fyrsta kortið í gær.
„Hann frétti af þessu og lýsti sig
reiðubúinn að kaupa fyrsta kortið.
Það var mjög ánægjulegt,“ segir
Tómas. n
Nýtt göngukort fyrir Geldingadali á vef og prenti
Tómas Guðbjartsson afhendir Guðna Th. Jóhannessyni kortið. MYND/AÐSEND
kristinnpall@frettabladid.is
FÓTBOLTI Leikmaður á ReyCup, einu
af stærstu knattspyrnumótum árs-
ins, greindist smitaður af Covid-19
í gær og er lið þessa einstaklings og
mótherjar þeirra komnir í sóttkví. Þá
dró eitt félag sig úr keppni á síðustu
stundu vegna smits aðstandanda.
Í yfirlýsingu mótshaldara kemur
fram að ákvörðun hafi verið tekin í
samráði við almannavarnir um að
halda áfram dagskrá. Skipulagi er
varðar gistingu verður ekki breytt
en skipuleggjendur munu bregðast
við þeim takmörkunum sem verða
settar í dag ef þær ná til mótsins. n
ReyCup áfram
þrátt fyrir smit
Það er ekkert gefið eftir á ReyCup.
4 Fréttir 23. júlí 2021 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ