Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.07.2021, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 23.07.2021, Qupperneq 16
stöðum er oft gaman að vera með nesti. Hvernig er staðan hjá þér, áttu pikknikk-körfu fyrir kræsing- arnar? „Ég á ekki pikknikk-körfu en ég er ávallt búin að græja smá nesti fyrir fjölskylduna þegar við förum í lengri ferðlög.“ En pikknikk-teppi? „Nei, því miður.“ Majónes og heimagerð bernaise- sósa er algjört lykilatriði Ertu til í að ljóstra upp þínu uppá- haldsnesti í dagsferðina? „Okkur fjölskyldunni finnst mjög gott að hafa góðar samlokur með okkur ásamt einhverjum svalandi drykkjum. Ég nýti alltaf afganga af góðum kjúklingi og/ eða nautasteik daginn eftir í góðar klúbb- og steikarsamlokur. Lykil- atriðið er majónes og heimagerð bernaisesósa.“ Ef þú værir að setja saman pikk- nikk í körfu, hvað væri á óskalist- anum? - Moet-kampavín - Makkarónur - Samlokur - Fersk jarðarber Áttu þín uppáhalds ferðaföt? „Finnst best að vera í þægilegum fötum þegar ég ferðast, hvort sem það er mjúkur bolur/peysa og svo léttar buxur og strigaskór.“ Hvað er ómissandi að taka með í pikknikk? „Góður matur, góður drykkur og auðvitað skemmtilegur félags- skapur.“ Eva María deilir hér með lesendum uppskriftinni að sinni uppáhaldsklúbbsamloku sem er hennar ferðanesti og caprese-spjót sem gleðja bæði augu og munn. n Heimagerð klúbbsamloka Afgangur af kjúklingi Ristað brauð Majónes Stökkt beikon Góð skinka og feitur ostur (til dæmis Havarti eða Búri) Kál Tómatar Linsoðin egg Byrjið á að hita ofninn og setja beikonsneiðar inn í heitan ofn þar til það er orðið stökkt. (Ofnbakað beikon er einfaldlega best). Sjóðið egg þar til þau eru orðin linsoðin (6-7 mínútur). Ristið gott brauð og smyrjið það með majónesi, setjið því næst skinku, slatta af osti og svo gott að setja beikonið um leið og það kemur út úr ofninum ofan á ostinn svo það bræði ostinn örlítið. Síðan kál og ferska tómata. Toppið þetta kombó með egginu, því næst kemur önnur ristuð brauðsneið sem þið smyrjið með majónesi og snúið því niður og lokið þar með dásamlegri klúbbsamloku. Caprese-spjót Fallegir kirsuberjatómatar eða aðrir fallegir litlir tómatar Mozzarellaostur í kúlum Basilíka Grillspjót Raðið fallega upp á spjót og toppið með góðri ólífuolíu og sjávarsalti. Einfalt og ljúffengt. Allt er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@frettabladid.is s. 550 5766 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Sigríður Inga Sigurðardóttir sigriduringa@ frettabladid.is, s. 550 5767 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf. Ábyrgðarmaður: Björn Víglundsson Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@ frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103. Eva María er viðskiptafræðingur, hún útskrifaðist frá Háskólanum í Reykjavík árið 2005. Hún býr í Kópavogi ásamt eiginmanni sínum og syni. Maður hennar, Halldór Ólafsson, starfar sem sölustjóri hjá Kraftvélum. Sonur- inn, Hilmir Freyr, er 12 ára en hann stundar nám í Smáraskóla og æfir fótbolta með Breiðabliki en fjölskyldan hefur búið í Kópa- vogi síðan 1999. „Það er gaman að segja frá því að Hilmir byrjaði mjög ungur hjá Breiðabliki og gaman að sjá hann vaxa og dafna með félaginu. Ég hef gríðar- legan áhuga á matargerð, finnst fátt skemmtilegra en að elda og borða góðan mat ásamt öðrum kræsingum. Ekki má gleyma bakstrinum. Þótt það sé mikið að gera og vinnudagarnir oft langir finnst mér ákveðin hugleiðsla og hugarró að bardúsa í eldhúsinu. Þar nýt ég mín best,“ segir hún. Hóteltýpa sem elskar að ferðast innanlands og sofa í góðu rúmi Við fengum Evu Maríu til að lýsa sér í sumarfílingnum og ljóstra upp sínu uppáhalds ferðanesti. Ein setning sem lýsir þér best á sumrin? „Sætur léttur sumarkjóll, hvítir strigaskór og að sitja á útiveitinga- stað í sól með kampavínsglas, góðan mat og félagsskap.“ Ertu dugleg að ferðast um landið og skreppa í stuttar ferðir út á land á sumrin? „Við fjölskyldan höfum verið miklu duglegri síðustu tvö árin að ferðast um landið að sumri til og má rekja það til þess að við höfum ekkert verið að ferðast erlendis eins og flest öll heimsbyggðin. Það er dásamlegt að ferðast um landið og sjá allt sem það hefur upp á bjóða. Fórum Vestfirðina og svo hringinn í kringum landið í fyrra og það var alveg yndislegt. Þess á milli erum við líka mjög heima- kær en skreppum oft inn á milli í bústað í afslöppun. Ég vinn oft mikið um helgar þannig að það er ekki alltaf möguleiki á að ferðast en þegar tækifærið gefst grípum við það oft í ferðalög og afslöpp- un.“ Hvað heillar þig mest að gera þegar þú ert að ferðast innanlands, að vera á hóteli, í sumarbústað, hjólhýsi eða þess háttar gistingu? „Ég er hóteltýpan en við hjónin eru mjög dugleg að bóka okkur gistingu á hótelum landsins og finnst bara mjög gott að sofa í góðu rúmi, komast í sturtu þegar maður vill og svo auðvitað að „væna og dæna“ á nýjum veitingastöðum.“ Á hvorki pikknikk-körfu né teppi en það kemur ekki að sök Þegar kemur að því ferðast innan- lands og stoppa á áhugaverðum Sjöfn Þórðardóttir sjofn @frettabladid.is „Þó svo að það sé mikið að gera og vinnu- dagarnir oft langir finnst mér ákveðin hugleiðsla og hugarró að bar- dúsa í eldhús- inu. Þar nýt ég mín best,“ segir Eva María. FRÉTTABLAÐIÐ/ EYÞÓR Eva María segir að majónes og heimagerð bernaisesósa sé lykilatriðið. Tómatar og mozzarella geta ekki klikkað. Ég er hóteltýpan en við hjónin erum mjög dugleg að bóka okkur gistingu á hótelum landsins og finnst bara mjög gott að sofa í góðu rúmi og komast í sturtu. 2 kynningarblað A L LT 23. júlí 2021 FÖSTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.