Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.07.2021, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 23.07.2021, Qupperneq 6
Kaldir vordagar verða til þess að útiræktað íslenskt græn­ meti kemur seinna í verslanir en oft áður. Von er á íslensk­ um radísum í fyrsta sinn. birnadrofn@frettabladis.is LANDBÚNAÐUR Íslenskt útiræktað grænmeti er um það bil tveimur vikum seinna á ferðinni í ár en vanalega. Ástæðan er kalt vor. „Maí­ mánuður var kaldur og það rigndi lítið,“ segir Kristín Linda Sveins­ dóttir, markaðsstjóri Sölufélags garðyrkjumanna. „Veðrið var auðvitað misjafnt eftir landshlutum en aðalútiræktunar­ svæðið er Flúðasvæðið á Suðurlandi og þar var kalt,“ segir Kristín. Sam­ kvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands var maímánuður hér á landi þurr um allt land og óvenju lítið rigndi fyrstu þrjár vikur mánaðar­ ins. Meðalhiti í Árnesi í maí síðast­ liðnum var 4,8 stig sem er 1,7 stigum undir meðaltali áranna 1991 til 2020. „Kartöflurnar komu á markað í síðustu viku og við erum farin að sjá glitta í litla fallega blómkáls­ hausa sem verða stórglæsilegir innan skamms, næstu vikurnar mun þetta svo allt tikka inn,“ segir Kristín. Þá segir hún að innan skamms megi meðal annars finna íslenskt spergilkál, gulrætur, hvít­ kál, sellerí, hnúðkál og rauðrófur í verslunum landsins. „Rauðrófur eru auðvitað súper­ fæða og af því að það er mikil eftirspurn eftir þeim þá hafa okkar bændur sett meira niður af rauðrófu fræjum og svo vonum við að veðrið verði þannig að uppsker­ an verði meiri,“ segir Kristín. Spurð að því hvernig veður sé hagstæðast til grænmetisræktunar segir Kristín það vera ágætis hlýindi með sól og rigningu til skiptis. „Það er jafnslæmt að vera með endalausa rigningu og að hafa endalausa sól, þá þarf að vökva,“ segir hún. Kristín segir grænmetisbændur á Íslandi þó heppna hvað varðar aðgengi að vatni til vökvunar. „Bændur á Flúðasvæðinu nota sem dæmi bara vatnið úr Hvítánni til þess að vökva garðana,“ segir hún. Ákveðin nýjung á íslenskum grænmetismarkaði er þetta árið íslenskar radísur að sögn Kristínar. „Það er bóndi á okkar vegum farinn að rækta radísur og þær eru komnar á markað í einhverju magni og ef markaðurinn tekur þeim vel er hægt að auka magnið.“ Aðspurð um aðrar breytingar eða nýjungar á markaði segir Kristín ákveðnar breytingar vera að eiga sér stað varðandi neyslu á rauðkáli. „Það vildi aldrei neinn kaupa rauð­ kál nema bara fyrir jólin en núna með nýrri kynslóð og aukinni fjöl­ breytni er rauðkál bara að verða vinsælla og vinsælla,“ segir hún og bætir við: „Rauðkálið er orðið vin­ sælt í salat og kemur í verslanir eftir svona tvær vikur ásamt hvítkáli.“ Aðrar breytingar segir Kristín snúa að umbúðum grænmetisins. Radísurnar komi til að mynda í plast­ fötum með loki úr pappa sem geri það að verkum að fatan innihaldi um 40 prósent minna plast en vani sé. „Við leggjum okkur mikið fram um að vera umhverfisvæn en ákveðnu grænmeti er nauðsynlegt að pakka inn,“ útskýrir Kristín. „Með umbúðunum reynum við að koma í veg fyrir matarsóun, merkja grænmetið til að aðgreina það frá innfluttu grænmeti og sýna fram á rekjanleika þess.“ n Síðbúin uppskera vegna vorkuldans thorvaldur@frettabladid.is LOFTSLAGSMÁL Drawdown Europe er Evrópuangi verkefnisins Project Drawdown sem stofnað var 2014 af bandaríska umhverfissinnanum Paul Hawken en stærsta markmið þess er að halda utan um lista yfir hundrað mikilvægustu lausnirnar til að afstýra yfirvofandi loftslags­ hörmungum. Ungir umhverfissinnar standa að viðburði í Hinu húsinu 24. og 25. júlí þar sem íslenskir forritarar og áhuga­ menn um loftslagsmál geta fræðst um verkefnið og tekið þátt í hakka­ þoninu. Stefán Örn Snæbjörnsson, sem er einn skipuleggjenda ásamt Gamithra Marga, segir markmið viðburðarins vera tvíþætt. „Í fyrsta lagi að auka smá vitneskju og vitund um Drawdown­verkefnið á Íslandi. En svo er það líka að reyna að virkja íslenska forritara til að hugsa um hvernig hægt sé að koma þessum lausnum yfir í betra tölvu­ tækt form og leggja þannig barátt­ unni gegn loftslagsbreytingunum lið.“ Stefán segir að helsta verkefni hakkaþonsins sé að yfirfæra lofts­ lagslausnir frá einu forriti yfir í annað. „Grunnvandamálið hjá Draw­ down er að þeir eru með líkan til að ná utan um samdrátt í kolefnislos­ un og kostnað við aðgerðir í excel. Vandamálið er að það tekur um þrjár mínútur fyrir excelforrit að hugsa þannig að þeir eru að reyna að færa þetta yfir í forritið Python og halda hakkaþonið til að reyna að finna lausnir til að koma þessu meira yfir í hugbúnaðar­ og tölvu­ form með framlögum í svokallaða open­source kóða,“ segir Stefán. Hann hvetur alla til að skrá sig og segir að hakkaþonið sé alls ekki bara fyrir forritara heldur alla þá sem hafa áhuga á raunhæfum lausnum í baráttunni gegn loftslagsvánni. Þá sé ekki nauðsynlegt að mæta á staðinn til að taka þátt. „Það geta allir skráð sig og tekið þátt heima hjá sér í tölvunni, þessi viðburður sem við erum að halda er bara fyrir þá sem hafa áhuga á að hittast í persónu og vinna saman sem lið að þessum lausnum. En það er oft skemmtilegasti parturinn við hakkaþon þegar fólk kemur saman með svipað hugarfar,“ segir Stefán. Áhugasamir geta nálgast frekari upplýsingar á Facebook­viðburð­ inum Drawdown Solutions hakka­ þon // Reykjavík. n Leggja baráttu gegn loftslagsbreytingum lið með hakkaþoni Gamithra Marga og Stefán Örn Snæbjörnsson, skipuleggjendur viðburðarins. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓTTAR GEIRSSON Við erum farin að sjá glitta í litla fallega blómkálshausa sem verða stórglæsilegir innan skamms. Kristín Linda Sveinsdóttir, hjá Sölufélagi garð- yrkjumanna. gar@frettabladid.is SKIPULAGSMÁL Vaka ætti ekki að fá undanþágu til að halda áfram rekstri móttökustöðvar fyrir úrgang á Héðinsgötu 2, segir í umsögn skipulagsfulltrúans í Reykjavík til umhverfisráðuneytisins. Vaka sendi erindi til umhverfis­ og auðlindaráðuneytisins og óskaði eftir tímabundinni undanþágu frá kröfum um starfsleyfi. Var það gert eftir að úrskurðarnefnd umhverfis­ og auðlindamála felldi starfsleyfi Vöku úr gildi í síðasta mánuði. Óskaði ráðuneytið í kjölfarið eftir umsögnum frá skipulagsfulltrú­ anum og byggingarfulltrúanum í Reykjavík auk heilbrigðiseftirlits­ ins. Umsókn Vöku um undanþágu er í raun fjórskipt; ein fyrir bifreiða­ og vélaverkstæði, önnur fyrir dekkja­ verkstæði, sú þriðja fyrir bílaparta­ sölu og þá fjórðu vegna móttöku­ stöðvar fyrir úrgang. Skipulagsfulltrúi borgarinnar lagði fram umsögn sína um mál Vöku á afgreiðslufundi embættisins í fyrradag. Er þar vitnað til niður­ stöðu úrskurðarnefndar umhverf­ is­ og auðlindamála frá því 25. júní síðastliðinn um að starfsemi Vöku á Héðinsgötu félli ekki að skilmálum deiliskipulags sem gerði ráð fyrir umbúðaframleiðslu, vörugeymsl­ um og þjónustu á lóðinni. Því hafi starfsleyfi Vöku vegna móttöku­ stöðvar fyrir úrgang, bílapartasölu, bíla­ og vélaverkstæði og dekkja­ verkstæði verið fellt úr gildi. Í aðalskipulagi er heimild fyrir léttan iðnað á Héðinsgötu 2. Vitnar skipulagsfulltrúi áfram til úrskurð­ arnefndarinnar um að móttaka og úrvinnsla úr sér genginna bíla falli ekki undir léttan iðnað. „Starfsemin hefur í för með sér mengunarhættu og er ekki hægt að fallast á að hún sé hreinleg," segir skipulagsfulltrúi í umsögn sinni. n Mælir gegn því að Vaka fái undanþágu fyrir vinnslu úrgangs Starfsemi Vöku á Héðinsgötu hefur verið harðlega gagnrýnd af íbúum í Laugarneshverfi vegna mengunar og óþrifnaðar. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI birnadrofn@frettabladid.is HÚSNÆÐISMÁL Stór hópur leigj­ enda hjá íbúðafélaginu Bjargi mun fá lækkun á leigu er nemur allt að 35 þúsund krónum á mánuði frá 1. september. Á vef Stjórnarráðsins er ástæða lækkunarinnar sögð vera „ hagstæð ný langtímafjármögnun á lánum félagsins hjá Húsnæðis­ og mann­ virkjastofnun.“ Ásmundur Einar Daðason, félags­ og barnamálaráðherra, segist stoltur af aðgerðinni. „Ég hef lagt mikla áherslu á fjármögnun Bjargs til lengri tíma enda tryggir þetta miklu lægri leigu fyrir leigjendur félagsins.“ n Lækka leiguna Ásmundur Einar Daðason, fé- lags- og barna- málaráðherra. Grænmetið er tveimur vikum seinna á ferð en venjulega vegna kuldans sem verið hefur sunnanlands. MYND/AÐSEND adalheidur@frettabladid.is KÓPASKER Bríet leigufélag áformar uppbyggingu leiguhúsnæðis á Kópaskeri. Í tengslum við þau áform vinnur Norðurþing að íbúa­ könnun um húsnæðismál á Kópa­ skeri og nágrenni. Fjallað var um málið í skipulagsráði Norðurþings í vikunni. Íbúar Kópaskers eru 188 og hefur fækkað á undanförnum árum. n Leiguhúsnæði frá Bríeti á Kópasker 6 Fréttir 23. júlí 2021 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.