Fréttablaðið - 23.07.2021, Blaðsíða 28
AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Gústaf Bjarnason gustaf@torg.is, ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050:
Auður Húnfjörð audur@frettabladid.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@frettabladid.is , Reynir Elís Þorvaldsson reynir@frettabladid.is,
Örn Geirsson orn@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5078: Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson
jonivar@frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056:
Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is, TÍMAMÓTA- OG ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is
Ég þurfti á tímabili
eiginlega bara að velja
á milli og ákvað þá
bara að ég vildi setja
meiri fókus á dansinn.
HAPPY HOUR/rifrestaurant
/rifrestaurant
Beinlausir kjúklingavængir
Beinlausir kjúklingabitar með vali um
buffalo sósu, bbq eða bourbon glaze.
Shake
Súkkulaði
Vanillu
Jarðaberja
9 9 0 k r
Hádegistilboð
2.090 kr
Val á milli tveggja rétta,
nýjir réttir í hverri viku!
ALLAN DAGINN
ALLA DAGA
Tónlistarmaðurinn Bene-
dikt gefur út sitt fyrsta lag,
Diamond, á Spot ify í dag.
Hann hafði ákveðið að taka
ballettinn fram yfir tónlistina
þegar meiðsli settu strik í
reikninginn en hann fann
taktinn í popptónlistinni eins
og boðskapur nýja lagsins ber
með sér.
toti@frettabladid.is
Diamond, fyrsta lag tónlistar-
mannsins unga Benedikts Gylfa-
sonar, kemur út á Spotify í dag og
með því gefur hann tóninn fyrir
væntanlega EP-plötu sem kemur út
í haust.
Benedikt er nítján ára gamall
og samhliða námi í Menntaskól-
anum við Hamrahlíð og söng með
MH-kórnum stundar hann nám á
poppbraut í Menntaskólanum í tón-
list þar sem hann lagði einnig loka-
hönd á nýja lagið. Benedikt söng
einnig með Drengjakór Reykjavíkur
í mörg ár og hefur sungið einsöng
sem drengjasópran á fjölda tón-
leika. Meðal annars með Karlakór
Reykjavíkur og Frostrósum.
„Ég lærði líka lagasmíðar og upp-
tökustjórn í MÍT og lagið Diamond
er samið í lagasmíðaáfanga þar og
ég kláraði það síðan í upptökustjórn
og náði þannig að að nýta mér skól-
ann til að vinna í mínu eigin efni,“
segir Benedikt sem lýsir tónlist sinni
sem poppi með grípandi laglínum.
Góðar tilraunir
Benedikt hefur samið eigin tónlist
í nokkur ár og hefur haldið tvenna
tónleika í MH og lenti í öðru sæti í
Söngkeppni Samfés árið 2018. Dia-
mond var síðan eitt þriggja laga sem
hann lék á Músíktilraunum í vor þar
sem hann komst í úrslit.
„Ég ákvað bara að skella mér
í Músíktilraunir í vor og komst í
úrslit. Þetta voru allt hljómsveitir,“
segir Benedikt sem var með eina
einstaklingsatriðið í úrslitum og
bendir á að einstaklingur hafi aldrei
unnið keppnina.
„Ég tók Diamond í undankeppn-
inni og annað lag sem kemur út á
plötunni seinna á árinu og síðan
fékk ég gigg á Dillon á Reykjavík
Live út á þetta,“ segir Benedikt sem
nýtur styrkja frá Tónskáldasjóði
RÚV og STEFs sem og Upptökusjóði
STEFs við tónsmíðarnar á fyrirhug-
aðri þröngskífu.
„Það er gott að vita að það eru
einhverjir þarna úti sem hafa trú á
manni,“ segir Benedikt um styrkina
sem þar fyrir utan komi sér vel. „Það
skiptir líka auðvitað miklu máli að
fá fjárhagslegan stuðning. Vegna
þess að það er miklu dýrara en
maður heldur að gefa út tónlist þótt
það sé ekkert endilega eitthvað sem
maður hugsar út í þegar maður er að
semja lögin.“
Benedikt notast, eins og gengur,
mikið við tölvur þegar hann semur
og flytur tónlist en fékk þó nokkra
vini sína til þess að leggja sér lið
á Diamond eins og það hljómar í
útgáfunni sem kom á Spotify á mið-
nætti.
„Þau sem eru með mér í laginu er
Alexander Grybos á rafgítar, Hlynur
Sævarsson á bassa, Þórarinn Þeyr
Rúnarsson á trommur og svo syngur
Ilmur María Arnarsdóttir, vinkona
mín, bakraddir.“
Klassísk byrjun
Benedikt segist hafa byrjað að læra
á píanó þegar hann var sex ára.
„Þetta var klassískur píanóleikur
sem ég lærði í um tíu ár og þegar ég
var í kringum tólf ára fór ég að semja
klassíska tónlist.“
Þá tók Benedikt þátt í Upp-
taktinum þrjú ár í röð en þetta
samstarfsverkefni Hörpu, Barna-
menningarhátíðar, Tónlistarborg-
arinnar Reykjavík, RÚV og Listahá-
skóla Íslands er opið krökkum í efri
bekkjum grunnskóla með áherslu
á að hvetja börn og ungmenni til
að semja tónlist og styðja þau í full-
vinnslu hugmyndar.
„En svona í lok grunnskóla fór
fókusinn hjá mér að beinast meira
að popptónlist og mér fannst það
einhvern veginn bara náttúrulegt
vegna þess að þetta var svona það
sem ég hafði hlustað mest á.“
Dansmeiðsl og popp
Þótt Benedikt sé búinn að vera
virkur í tónlistarnámi og flutningi
lengi hefur tónlistin ekki alltaf átt
huga hans allan þar sem ballettinn
var á tímabili efstur á blaði.
„Ég lærði ballett í Listdansskóla
Íslands í fimm vetur áður en ég fór
til Noregs að læra ballett í Lista-
háskólanum í Osló,“ segir Bene-
dikt sem hefur keppt í ballett fyrir
bæði Íslands hönd og skólans í Osló.
„Síðan komu upp meiðsli og Covid
þannig að ég kom heim og fór í MÍT.
„Ég þurfti á tímabili eiginlega
bara að velja á milli og ákvað þá að
ég vildi setja meiri fókus á dansinn,“
segir Benedikt um þær tvær tíma-
og orkufreku listgreinar sem hann
hefur fengist við. „En svo þegar
meiðslin koma upp þá tekur tón-
listin bara við og var alltaf eitthvað
sem ég bjó að.“
Framtíð Benedikts sem ballett-
dansara er óráðin þar sem hann
glímir við hnjámeiðsli. „Þannig að
það er ekki hægt að gera neitt mikið
meira en bíða bara og sjá hvort
þetta lagist. Kannski lagast þetta.
Kannski ekki, en ég hef allavegana
nóg að gera,“ segir Benedikt æðru-
laus. „Það er líka smá boðskapur
í laginu. Að það er alltaf eitthvað
annað og betra sem bíður manns.“ n
Ballettinn vék fyrir poppinu
Benedikt Gylfason byrjaði ungur að fást við klassískar tónsmíðar en sneri sér síðan að poppinu og gefur út sitt fyrsta
lag, Diamond, í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓTTAR
24 Lífið 23. júlí 2021 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ