Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.07.2021, Qupperneq 15

Fréttablaðið - 23.07.2021, Qupperneq 15
KYNN INGARBLAÐ ALLT FÖSTUDAGUR 23. júlí 2021 Mark er í lyfjameðferð vegna krabbameins. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY sis@frettabladid.is Íslandsvinurinn Mark Hoppus, bassaleikari hljómsveitarinnar Blink-182, fékk góðar fréttir í vikunni þegar í ljós kom að lyfja- meðferð sem hann gengst undir vegna eitilfrumukrabbameins virðist virka vel á sjúkdóminn. Í síðasta mánuði greindi Mark opinberlega frá því að hann hefði greinst með krabbamein á fjórða stigi, sem merkir að meinið hefur dreift sér í nokkur líffæri og er því orðið ólæknandi. Þar sagðist hann vera heldur svartsýnn á að lyfja- meðferð myndi virka en þá þegar hafði hann verið í slíkri meðferð í þrjá mánuði. Þakklátur og jákvæður Mark er nú nýbúinn í rannsóknum til að kanna hvort lyfin geri sitt gagn og komið er í ljós að sú er raunin. „Skannar sýna að lyfin virka! Ég á eftir nokkra mánuði af lyfjameðferðinni, en þetta eru bestu fréttir sem hægt er að fá. Ég er svo þakklátur og ringlaður og líka slappur eftir síðustu lyfjagjöf,“ er á meðal þess sem hann segir í færslu á Twitter og áréttar að hann ætli að halda áfram að berjast og vera bjartsýnn. Hann segist jafnvel eiga von á að geta sigrast á krabba- meininu en það sé líka möguleiki á að hann fari í mergskipti. Á næsta ári verður Mark fimmtugur. Þótt ótrúlegt sé fékk móðir hans, Kerry Wernz, sömu tegund af krabbameini en náði að komast yfir það. n Lyfjameðferðin virðist virka vel Eva María stingur upp á girnilegu nesti þegar haldið er í ferðalagið. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Steikarsamlokur besta nestið Eva María Hallgrímsdóttir er þekktust fyrir baksturs- og kökuskreytingahæfileika og sem eigandi að kökukræsingabúðinni Sætum syndum sem er til húsa í Hlíðasmára og í Smára- lindinni í Kópavogi. Evu er margt til lista lagt og hún er mikil fjölskyldumanneskja. 2

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.