Fréttablaðið - 23.07.2021, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 23.07.2021, Blaðsíða 20
Til að birta andláts-, útfarar- eða þakkartilkynningar í Fréttablaðinu þarf að senda tölvupóst á timamot@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5055 . Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Þórey Skagfjörð Ólafsdóttir lést á dvalarheimilinu Hlíð 15. júlí. Útför hennar fer fram frá Akureyrar- kirkju mánudaginn 26. júlí kl. 13.00. Streymt verður frá athöfninni á Facebooksíðunni Jarðarfarir í Akureyrarkirkju - beinar útsendingar. Hjartans þakkir til starfsfólks á Víðihlíð fyrir elskulegheit og góða umönnun. Stefanía Þorsteinsdóttir Gísli Pálsson Kristín J. Þorsteinsdóttir Kristinn F. Sigurharðarson Sigrún Hrönn Þorsteinsdóttir Rögnvaldur Ólafsson Ásdís Alda Þorsteinsdóttir Árni Þór Bjarnason Ólöf Ásta Þorsteinsdóttir Sigurþór Guðmundsson ömmu- og langömmubörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Hulda Elvý Helgadóttir lést 8. júlí sl. Útför hennar fer fram frá Fossvogs- kirkju miðvikudaginn 28. júlí kl. 13.00. Ásta Björk Ragnarsdóttir Guðmundur Guðnason Helgi Ragnarsson barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, Hafdís Steingrímsdóttir Fossvegi 6, Selfossi, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands mánudaginn 19. júlí. Útförin fer fram í Selfosskirkju mánudaginn 26. júlí klukkan 13 og verður einnig streymt af vef kirkjunnar. Helga Guðlaugsdóttir Steingrímur K. Reynisson Svava Óla Stefánsdóttir Kristbjörn Hafliðason Guðmundur Hafliðason Elisabeth Pontoppidan Valgerður Hafliðadóttir Ólafur Hafliðason Jóna Þórunn Ragnarsdóttir Steinn Hafliðason Finnur Hafliðason Tinna Ósk Björnsdóttir Friðjón Elli Hafliðason Jónheiður Ísleifsdóttir og barnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Valdimar Ritchie Samúelsson flugvirki, Kleifarási 3, lést á Landspítalanum 21. júlí. Jarðarför fer fram frá Árbæjarkirkju fimmtudaginn 29. júlí kl. 15. Blóm og kransar eru afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hins látna er bent á Landsbjörg. Guðrún Björnsdóttir Hulda Guðrún Valdimarsdóttir Ragnar Páll Bjarnason Harpa Valdimarsdóttir Ómar Einarsson Elfa Hrönn Valdimarsdóttir Freyr Friðriksson og barnabörn. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Geirs Ólafs Oddssonar húsasmíðameistara, áður til heimilis að Nýhöfn 3, Garðabæ. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Hrafnistu í Hafnarfirði fyrir góða umönnun og alúð. Sigurður Ingi Geirsson Katrín Davíðsdóttir Kristjana Geirsdóttir Tómas Freyr Marteinsson Gunnar Þór Geirsson Elísabet Pálmadóttir Arna Guðrún Geirsdóttir Ævar Björn Þorsteinsson afa- og langafabörn. Elsku hjartans maðurinn minn, pabbi okkar, tengdapabbi og afi, Guðjón Heiðar Gunnbjörnsson húsasmíðameistari, Hólahjalla 2, Kópavogi, lést á heimili sínu þriðjudaginn 13. júlí. Útför fer fram frá Digraneskirkju þriðjudaginn 27. júlí kl. 13. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Heru líknarheimaþjónustu og Krabbameinsfélagið. Elínborg Sigvaldadóttir Guðrún María Guðjónsdóttir Elías Mikael V. Siggeirsson Hafsteinn Örn Guðjónsson Ragnheiður Elín Guðjónsdóttir Þórey Elísabet Elíasdóttir Ástkær eiginmaður minn, Eyþór Björgvinsson læknir, Kópavogstúni 9, Kópavogi, lést á blóðlækningadeild Landspítala, fimmtudaginn 22. júlí. Útförin verður auglýst síðar. Ágústa Benný Herbertsdóttir Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, stjúpmóðir, amma og langamma, Katrín Jónsdóttir Árskógum 6, Reykjavík, lést þann 17. júlí á Hjúkrunarheimilinu Grund. Útför hennar fer fram frá Seljakirkju þriðjudaginn 27. júlí klukkan 13. Streymt verður frá athöfninni á Seljakirkja.is. Eyrún Magnúsdóttir Andrés Magnússon Áslaug Gunnarsdóttir Jón Magnússon Guðrún Bergþórsdóttir Ásmundur Magnússon Ásdís Þrá Höskuldsdóttir Steinunn S. Magnúsdóttir Jesper Madsen Sæmundur Þ. Magnússon barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær systir okkar, mágkona og frænka, Elín Hjálmsdóttir lést á Droplaugarstöðum þriðjudaginn 20. júlí. Guðbjörg Hjálmsdóttir Guðrún María Hjálmsdóttir Ólafína Hjálmsdóttir Guðmundur H. Sigmundsson systkinabörn og fjölskyldur. Listakonan Momom Hayashi mun sameina japönsku og ori- gami á barnaviðburði um helgina. arnartomas@frettabladid.is „Ég ætla að kynna aðeins japönsku fyrir börnunum með alls kyns leikjum og kenni þeim kannski að skrifa nafnið sitt með japanska stafrófinu,“ segir lista- konan og kennarinn Momo Hayashi sem stýrir viðburðinum Stafróf heimsins og origami í Borgarbókasafninu í Kringl- unni á laugardag. „Það fer aðeins eftir því hversu gamall hópurinn verður, en við förum allavega í einhverja skemmti- lega leiki. Viðburðurinn er hluti af röðinni Kakó Lingua þar sem börn á öllum aldri geta kynnst nýjum tungumálum í gegnum verkefni og leiki. Momo, sem er upprunalega frá Kobe í Japan, talar sjálf íslensku, ensku og japönsku. Hún segir kunnáttu í ólíkum tungumálum geta hjálpað börnum að sjá hlutina frá ólíkum sjónarhornum. „Ég vinn líka á leikskóla þar sem maður getur séð að íslenskan er ekki nóg,“ segir Momo. „Á Íslandi læra allir að tala ensku, og svo eru margir sem eru hálf-íslenskir og læra ungir annað tungumál. Það er mikilvægt að sýna virðingu fyrir öðrum tungumálum og bakgrunnum.“ Auk þess að kafa í tungumálið ætlar Momo líka að kenna börnunum ein- faldar aðferðir í origami. „Í Japan læra allir hvernig eigi að gera origami í leik- og grunnskóla,“ segir Momo. „Það er stór hluti af menning- unni okkar og líka mjög skemmtilegt. Ég kenni stundum börnunum í leik- skólanum hérna heima origami og það er mjög vinsælt.“ Ef leitað er að origami á vefnum má sjá ótrúlegustu skúlptúra sem fólki hefur tekist að búa til með pappírsbroti, en Momo stefnir þó á að hafa hlutina einfalda á laugardaginn. „Við byrjum kannski á einni eða tveimur útgáfum af einhverju einföldu, eins og kanínu og hundi, en kannski gerum við f lóknari hluti ef það gengur vel,“ segir hún. „Svo er hægt að teikna á origami-fígúrurnar sem getur líka verið gaman.“ Utan vinnu sinnar sem kennari er Momo annar eigandi hönnunarversl- unarinnar Svartbysvart við Týsgötu, þar sem einmitt má finna eyrnalokka í origami-stíl. „Það gengur bara mjög vel, eða allavega ágætlega,“ segir Momo. „Það var aðeins erfitt hjá okkur vegna Covid og byggingarframkvæmda, en í dag eru hlutirnir að ganga miklu betur.“ Viðburðurinn hefst klukkan 13.30 og aðgangur er gjaldfrjáls. n Fjör í origami og japönsku Merkisatburðir 1183 Sturla Þórðarson, ættfaðir Sturlunga, andast 58 ára gamall. 1985 Commodore kynnir borðtölvuna Amiga fyrst til leiks. 1986 Konunglegt brúðkaup í Westminster í Bretlandi þar sem Andrés prins gengur að eiga Söruh Ferguson. 2011 Amy Winehouse finnst látin í íbúð sinni af völdum áfengiseitrunar. 2011 Fyrsta Druslugangan er haldin í Reykjavík. Momo segir að origami veki mikla lukku hjá börnunum á leikskólanum. FRÉTTABLAÐIÐ/ VALLI Ég kenni stundum börn- unum í leikskólanum hérna heima origami og það er mjög vinsælt. TÍMAMÓT FRÉTTABLAÐIÐ 23. júlí 2021 FÖSTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.